Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 5

Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 5
Laugardagur 25. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Áœtlun eða leiguflug Nú eru talsvert miklar deilur um farþegaflutninga með flug- vclum, og deila þar flugfélögin sem halda uppi áætlunarflugi og leiguflugsaðilar. Flugfélag islands hefur sent frá sér eftir- farandi greinargerð i málinu: Nú er auðvelt að ferðast milli íslands og annarra Norðurlanda og að sama skapi ódýrt. íslensku flugfélögin, Flugfélag tslands og Loftlciðir, bjóða hópferðafargjöld i áætlunarflugi og nemur fargjaldið frá Keflavík til Kaupmannahafnar fram og til baka kr. 11.165,- eða sem svarar 80% af fargjaldi annarrar leiðar. (40% af normalfargjaldi). Þá er miðað við að ekki færri en 70 manns ferðist saman i hópferð. Auk þess sem þetta fargjald er svipað og algengt er að taka fyrir hvcrn farþega i leiguflugi hefði það þann kost umfram leigu- flugið, að ekki þarf að halda hópinn, þegar farþegar ferðast aftur til tslands, og geta þeir þvi valið um ferðir með þotum Loft- leiða og Flugfélagsins eftir þvi sem hverjum og einum hentar. Þessi lágu hópferðafargjöld gilda ekki einungis milli tslands og Danmerkur, heldur til allra Norðurlanda. Sams konar hópferðafargjöld eru einnig I gildi frá Norður- löndum til islands, og eru þau 10% hærri en frá íslandi.- A sumri komandi mun mikill fjöldi islendinga, sem og fólks frá hinum Norðurlöndunum, notfæra sér þessi lágu hópferðafargjöld mcð áætlunarflugi og þykir það heppilegra en að treysta á stopult leiguflug. islensku flugfélögin fljúga í hverri viku 12 áætlunarferðir til Kaupmannahafnar, fjórar ferðir til Osló og þrjár til Stokkhólms. Það er þvi auðvelt fyrir viðskiptavini Flugfélagsins og Loftleiða að komast leiðar sinnar, hvort heldur þeir ferðast i hóp- ferðum eða sem einstaklingar. Af framangreindu má Ijóst vera að ekki munu hótelherbergi i Reykjavík standa auð i sumar þótt timabuijdið leiguflug inn- lendra og eriendra aðila yfir hásumarið, sem að sjálfsögðu grefur undan þvi að hægt sé að halda uppi áætlunarflugi yfir hina mörgu vetrarmánuði, verði i minna lagi. Lág og hagkvæm hópferðafar- gjöld I áætlunarflugi, svo og mikill fjöldi sérfargjalda,hefur á siðari árum gert leiguflugferðir milli þeirra staða,sem áætlunar- flug er fyrir hendi, ónauðsynlegt og hefur auk þess reynst skaðlegt fyrir góðar og greiðar samgöngur utan háannatimans. Hér sést eitt atriði þeirrar herstjórnarlistar sem borgar- yfirvöld nota i striði sinu gegn ibúum Múlakamps: að leyfa byggingu upp undir hús þeirra .• i þessu tilviki byggði eigandi hússins til hægri ofan i Jakob Arnason býr aö Suðurlandsbraut 112. Honum, ásamt þremur öðrum húseig- endum i hverfinu,hafði tekist að knýja fram loforð borgar- yfirvalda fyrir þvi, að ef til þess kæmi að þeir létu hús sin af hendi fengju þeir fjórar samliggjandi lóðir i staðinn. Var þá rætt um lóðir við Tunguveg og Rauðagerði en þar á borgin lóðir sem hún kveðst ætla að láta fólk fá sem orðið hefur i vegi hinna almáttku skipulagsvalda borgarinnar. Yfirvöld kváðu þó eftir að skipuleggja þetta svæði og yrðu þeir fjórmenningarnir að biða i eitt ár meðan það var gert. Loks er þvi verki lokið og þá gerist það að yfirvöld semja við Jakob um bætur fyrir hús hans og er þar inni- falin ein af lóðunum fjórum. Þetta gerðist þann 6. febrúar 1973. kartöflugarði eiganda timbur- hússins. Bak við pallana er loftræstirúða sem blæs miklum fnyk frá áliminga- verkstæði sem er i húsinu og er sjaldnast hægt að opna glugga fyrir þvi. Það ætlar seint að linna pislargöngu ibúa Múlahverfis milli Heródesa og Pilatusa borgarkerfisins. Eins og áður hefur verið greint frá i fjöl- miðlum hefur borgin neytt allra bragða til að hrekja þetta fólk úr húsum sinum án þess að bæta þeim tjón sitt eins og henni þó ber sam- kvæmt lögum. Ýmislegt hefur á daga þessa fólks drifið þau 25 ár sem það hefur orðið að berjast fyrir sinum málum. Eitt sinn voru þeir komnir með stórvirkar vinnuvélar og sprengingar upp að húsum fólksins og þurfti það að kalla á lög- regluna til að stöðva þá — klukkan tvö um nótt. Það nýjasta sem gerst hefur — eða réttara sagt ekki gerst — erað borgaryfirvöld ætla að svikja þrjá húseigendur i hverfinu um lóðir sem þau voru búin að lofa þeim Þess má svo geta að steinhúsið var byrjað að byggja þremur árum áður en skipulag svæðisins var staðfest. Svona mikið liggur borgaryfirvöldum á að hygla gæðingum sinum. Siðan hefur ekkert gerst i máli hinna þriggja. Nema hvað nú nýlega hafa þeir haftspurnir af þvi að búið sé að úthluta þessum lóðum eða amk. einhverjum þeirra. Eflaust hefur einhverja gæðinga borgarstjornar vanhagað um lóðir. Pislarsaga þessa fólks er orðin æði löng, of löng til þess að hægt sé að gera henni itar- leg skil hér og nú. Hins vegar má draga lærdóm af þvi framferði sem borgin hefur sýnt af sér i þessu máli. Fyrst úthlutar Gunnar Thoroddsen þessum lóðum i lok fimmta áratugsins. Voru þær þá á óskipulögöu svæði eins og fleiri lóðir sem þessi pólitiski ævintýra maður úthlutaði. Árið 1963 er svæðið svo skipulagt og hefði mátt ætla að borgin yndi þá bráðan bug að þvi að semja við ibúa hverfisins um eignaupptöku og bætur fyrir hana. En nei. Þess i stað er öllum brögðum beitt til þess að hrekja fólkið i burtu og sölsa undir sig lóðir þess fyrir sem minnst fé. Þá má geta þess að i júli i fyrra fengu þeir fjórmenningar Neytenda- samtökin til þess að semja fyrir sig bréf til félagsmála- ráðuneytisins þar sem þeir spurðust fyrir um réttarstöðu sina gagnvart borginni og skipulagsyfirvöldum. Ekkert svar hefur borist. —ÞII Múlakampur: Svikin loforð og ofríki er það sem borgin sýnir hinum almenna borgara Herðvim róðurinn! Fundinum i I.augardalshöll bárust baráttukveðjur frá Al- þýðubandalaginu á Siglufirði og kjördæmisráði Alþýðubandalags- ins i Norðurlandi vestra. Þá bárust baráttukveðjur frá Ragnari Arnalds, formanni Al- þýðubandalagsins: „Alþýðubandalagsmenn á kosningafundi i Laugardalshöll! Norðlendingar senda ykkur brennheitar baráttukveðjur! Herðum róðurinn! Þvi nú er sannarlega lag! Ragnar Arnalds” Kærðir inn á kjörskrá Kosningastjórn Alþýðubanda- lagsins hefur að undanförnu verið að kæra og fá dæmda inn á kjör- skrá um 30 islenska námsmenn á Norðurlöndum. Þetta hljómar undarlega i okkar eyrum sem ekki vitum annað en að islenskir rikisborgarar hvar sem þeir eru staddir á jarðarkringlunni hafi ótviræðan kosningarétt. Blaðið hafði tal af Arnmundi Bachmann sem hefur staðið i þessu fyrir kosningastjórnina. Hann sagöi að meginregla lög- heimilislaganna væri sú að náms- menn,fólk sem lcitar lækninga er- lendis og þeir sem eru i skamm- timaheimsóknum hjá ættingjum erlendis halda kosningarétti sin- um á Isiandi. Eftir að gert var samnorrænt samkomulag um gagnkvæm rétt- indi fólks innan Norðurlandanna hafa íslendingar, einkum náms- menn, haft tök á þvi að komast inn i tryggingakerfi hinna Norð- urlandanna með þvi að láta skrá sig þar. Þetta hefur orðið til þess að þeir hafa dottið út af spjaldskrá Hag- stofunnar en þýðir þó engan veg- inn að þeir hafi skipt um lögheim- ili. Þetta eru mistök enda alls ekki i anda laganna að menn missi réttindi við að fá aukin rétt- indi annars staðar. Þess vegna höfum við orðið að standa i þvi að kæra menn inn á kjörskrá meðan sá frestur var ekki runninn út en siðan að fá þá dæmda inn. Við kærðum inn 12-15 manns og höfum fengiö 6 dæmda inn en ætlum svo á siðasta dóm- þingi fyrir kosningar sem var i gær (föstudag) að fá 12-15 til við- bótar dæmda inn á kjörskrá. —ÞH Jón Múli Arnason: Orðsending vegna yfirlýsingar um pólitíska óhlut- drægni Jón Múli Arnason bað Þjóð- viljanna að koma meðfylgj- andi yfirlýsingu á framfæri, sem rituö er að gefnu tilefni. Var yfirlýsingin send ritstjóra Morgunblaðsins I gær. Rvik. 24. mai ’74. Orðsending vegna yfir- lýsingar um pólitiska óhlut- drægni. Hr. ritstjóri. Vegna þess að ég er nefndur i formála blaðs yðar að yfir- lýsingu fréttamanna og frétta- þula sjónvarpsins fimmtud. 23. þ.m., bið ég yður vinsam- legast að birta eftirfarandi orðsendingu til þeirra i blaði yðar þegar yður hentar best. Virðulegi herra Eiður Guðna- son. Þar sem þú ert efsti maður á undirskriftalista ykkar starfs- systkinanna, og tvimælalaust þeirra þroskaðastur, ávarpa ég þig persónulega. Þar að auki ertu göfugmenni, —það duldist engum sem sá hve þú varðst hryggur og sár i sjón- varpsþættinum þinum i hitti- fýrra, þegar upp komst um nokkur niðingsverk Banda- rikjahers i Vietnam. Þó fannst mér dálitið skritið hvað þér kom þessi vitneskja á óvart, þar sem allir fréttamenn á Vesturlöndum voru búnir að tönnlast á hryðjuverkum vina okkar i heilan áratug, — það er að segja þeir starfsbræðra þinna sem ekki eru bullUr eða fifl, nema hvorttveggja sé. En undrun þin i þættinum er skiljanleg þegar höfð er i huga reglan i yfirlýsingu þinni 23. þ.m. um störf fréttamanna og fréttaþula við rikisfjölmiðil, sem lögum samkvæmt skal gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart mönnum og mál- efnum. Þessi regla var lika i gildi þegar ég byrjaði að vinna við Rikisútvarpið 1946, nokkru áður en sjónvarp hófst. Þá voru menn ekki komnir langt á þroskabrautinni, — margir haldnir þeirri firru að hafa persónulegar skoðanir á mönnum og málefnum, iðu- lega pólitiskar i þokkabót, og töldu það sjálfsögð mannrétt- indi að mega koma fram fyrir hönd pólitiskra samtaka i kosningabaráttu og þar fyrir utan, — óg einstaka voru jafn- vel svo óþroskaðir að þeir hefðu staðið við skoðanir sinar hvar og hvernær sem var, — og hvað sem hver sagði, — meira að segja yfirmenn á vinnustað i Rikisútvarpinu. En þeim datt þá aldrei i hug, fremur en nú, að setja sjálfum sér né starfsmönnum sinum neinar reglur um pólitiskar skoðanir. Þú og starfssystkini þin hafa nú sem betur fer náð meiri þroska, og setjið ykkur þessar reglur sjálf. Sjálf hafið þið eflaust lika sett ykkur reglurnar um að koma hvergi nærri sjónvarpsauglýsingum, og skil ég mætavel að slik vinna er fyrir neðan virðingu ykkar. Oðru máli gegnir um mig, — ég er hvenær sem er reiðubúinn að vinna við sjón- varpsauglýsingar, — fyrir aukaþóknun, — og hef nú haft að aðalstarfi að lesa útvarps- auglýsingar i rúm 28 ár, — margar hverjar um magabelti og brjóstahöld, en einnig ýmislegt annað, t.d. r a f m a g n s g i t a r a og trommukjuða i Hljóðfæra- versluninni Rin. Þó hefur mér aldrei dottið i hug að versla með rafmagnsorgel né önnur hljóðfæri, og sýnir það best hvað ég er vanþroska miðað við frú Svölu Thorlacius. Kannski hefur hún ekki ennþá sett sér neinar reglur um ihlaupastörf utan hins opin- bera vinnutima, eins og þú sem lætur þér nægja að vera fréttamaður bresku ihalds- pressunnar i algjörum hjá- verkum, af áhuga á starfinu einu saman, liklega án þess að taka nokkra þóknun fyrir. Frú Svala á liklega enn eftir að læra sitt af hverju um það sem samrýmist störfum frétta- manna og fréttaþula, áður en hún nær jafn langt á þroska- brautinni og þú. En ég held að það sé alveg vonlaust með mig, — héðan af tekst mér áreiðanlega ekki að læra að hafa i heiðri jafn göfgandi reglur og þið i sjón- varpinu. En ef að þvi kynni að koma að ég teldi mig geta lært eitthvað fallegt og gott af ykkur fréttafólki og skemmti- kröftum á yfirlýsingar-list- anum fyrrnefnda, skal ég láta ykkur vita i tima. Þangað til getur þú virðulegi herra Eiður Guðnason haldið áfram að byrja hvern starfsdag á þessum orðum: Guð ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, — ef þú kannt ekki framhaldið geturöu fengið upplýsingar um það hjá yfir- manni þinum, einhverntfma þegar hann kemur úr auka- vinnunni i kirkjunni sinni. Virðingarfyllst Jón Múli Arnasnn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.