Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 7

Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 7
Laugardagur 25. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 TVEIR PISTLAR EFTIR ART BUCHWALD Lísa í Washington Lisa var að ganga niður Pensylvaniustræti þegar Mars- hérinn spurði hana: Viltu ekki fara á blaðamannafund i Hvita húsinu? — Hvað er nú það? spurði Lisa — Það er þegar þeir neita þvi, sem þeir eru búnir að segja, og það er eina ástæðan fyrir þvi að það er rétt, sagði Marshérinn. — Þetta hljómar skemmtilega, sagði Lisa. Hérinn fylgdi Lisu inn i blaða- mannaherbergið. Taflpeð eitt stóð við ræðustól. — Hver er þetta? spurði Lisa — Þetta er blaðafulltrúinn. Hann talar i gátum. Hlustaðu bara. — Hvers vegna eru afrit betri en segulbandsspólur? spurði blaðafulltrúinn. — Ég veit ekki svarið við þess- ari gátu, sagði Lisa við Marshér- ann. Hvers vegna eru afrit betri en spólur? hrópaði hún, öllum til mikillar undrunar. Blaðafulltrúinn leit á hana köldum, bláum augum. Ég neita að svara þessu, sagði hann. Lisa varð forviða á svip: Af hverju leggur hann fyrir okkur gátu, ef hann getur ekki svarað henni? Hérinn sagði: Þeir gefa engin svör. Þeir barasta leggja fram gáturnar. — En bjánalegt, sagði Lisa. Hvers vegna eru allir að skrifa i stilakompurnar sinar? — Þeir skrifa niður allt sem hann segir, jafnvel þótt þeir trúi engu af þvi. — Af hverju trúa þeir honum ekki? spurði Lisa. — Af þvi það er hann, sem býr þetta allt til. Annars væri engin ástæða til að hafa blaðamanna- fund. Blaðafulltrúinn tók nú aftur til máís: Allt bendir til þess og sannar innan ramma skynsam- legra efasemda að kóngurinn sé saklaus af öllum glæpum, ergo, ergo etcetera. — En hvað um vitnisburðinn, sem kóngurinn neitar að afhenda nefndinni? spurði mús ein. — Það er ekki vitnisburður, svaraði blaðafulltrúinn. Ef að til væri meiri vitnisburður, sem sannaði sekt kóngsins, þá mundi hann með gleði afhenda hann nefndinni. Sú staðreynd, að hann hefur ekki afhent vitnisburðinn, sýnir bara þvi miður að hann er ekki til. Svo einfalt er það. É g fór til Kanada um daginn og mér til skelfingar sá ég að Kanadamenn selja Havana- vindla. — Hvernig getið þið selt vindla frá Kúbu? spuröi ég vin minn einn i Toronto, þegar bestu vinir ykk- — Mér finnst það ekki mjög einfalt, sagði Lisa. -- Af hverju getum við ekki hlustað á allar spólurnar? spurði Gerviskjaldbakan. Svo við getum Framhald á 21. siðu. ar, Bandarikjamenn, hafa á þeim innflutningsbann? — Hvað er að þvi að selja Havanavindla? spurði hann. — Hvað er að? spurði ég reiður. Veistu ekki að Kúba er kommúnistaland? — Eins og Sovétrikin, svaraði hann. Ekki kemur það i veg fyrir að þið seljið þeim pepsikóla. — Það er annað mál, sagði ég. Við seljum Rússum pepsi vegna bættrar sambúöar. Við höfum ekki bætta sambúð við Kúbu. — En Rússar hafa alltaf verið að plata ykkur siðan bætt sambúð hófst. Samt gefið þiö þeim hveiti og útbreiðið þeirra vodka i Bandarikjunum. — Þú ert að reyna að rugla málið, sagði ég. Sovétrikin eru stórveldi. Ef við seldum þeim ekki hveiti og pepsikóla og keypt- um ekki vodkað þeirra, þá gætum við lent i árekstrum sem enginn vill. Kúba er of litil til að vera til vandræða og þessvegna setjum við bann á vindlana þaðan. — Ég spyr nú bara i forvitni: — Þeir búa ekki til Havana- vindla? — Það er okkar leið tii að sýna Kúbu að við sættum okkur ekki við hernaðareinræði i Vestur- heimi. — En hvað um herforingjaein- ræði i Brasiliu, Chile og Para- guay? spurði hann. — Þekr búa ekki til Havana- vindla, svaraði ég. Mér finnst nú, að Kanadamenn ættu ekki að hafa minni áhyggjur af kommúnisma en Bandarikjamenn. — Jæja, sagði vinur minnn. Ef þið hafið svoddan áhyggjur af kommúnisma, af hverju eruð þið alltaf að senda Kissinger til Kina? — Fjórði hver maður i heimin- um er Kinverji. Við getum ekki hundsað þá, jafnvel þótt okkur liki ekki stjórnarfar þeirra. Auk þess er Kina langt i burtu. En Kúba er hér við bæjardyrnar. Hann spurði: Veistu hver kaup- ir mest af Havanavindlunum hér i Kanada? — Nei. — Bandarikjamenn. Þeir koma hingað og smygla þeim með sér heim. — Ég trúi þér ekki, sagði ég. Enginn Kani mundi reykja Kúbu- vindil meðan innflutningsbannið stendur. Framhald á 21. siðu. Vindlarnir frá Kúbu Hugsjónir og sníkjulíf A dögunum rakst ég á nokkuð kræfa yfirlýsingu um borgar- stjórnarkosningar. Þar segir m.a. „Látið ekki blekkjast. Sendið þá ekki inn i bæjar- stjórnina, heldur á letigarð- inn.... Varið ykkur á afturhalds- lygurunum. Varið ykkur á kramaralýðnum, stjórnmála- spekúlöntunum, trúarhræsnur- unum, tækifærishýenunum og þrælahöldurunum, sem hafa ofurselt yður og börn yðar hinni glæpsamlegu spillingu örbirgð- arinnar”. Margir munu geta sér þess réttilega til; þetta er skrif- að á þvi herrans kreppuári 1929. En færri munu vita hver höf- undurinn er. Hann er Halldór Laxness. ÞESSI ÍVITNUN minnir m.a. á það, að tíminn skrifar fyrir okkur liklega i miklu sterkari mæli en við skrifum fyrir timann. Svona skrifa menn ekki nú. A velferðartimum er stéttaskipting og átök á hröðu undanhaldi i pólitisku tali. Menn halda sig i þeim efnum nálægt miðju, horfandi bæði til rekstr- argrundvallar atvinnuveganna og félagshyggju. En þegar svo auðvaldið siglir inn i kreppu eins og margt bendir til, þá hefur leikurinn harðnað aftur, fyrr en varir. En i þróun pólitiskrar um- ræðu er það kannski eftirtektar- verðast, hvernig ihaldsöfl lifa snikjulifi á hugmyndum og túlk- un þeirra róttæku. Hrikalegustu dæmi um þetta sjáum við i Bandarikjunum, eins og búast mátti við. Þar tók Nixon á sin- um tima upp vigorðið „öll völd til fólksins” sem áður höfðu haft alveg ákveðið inntak i baráttu róttækustu blökkumannasam- taka. Þetta tekur Nixon upp á sina arma, og eyðileggur vlg- orðið með tilstilli þess skrums og hávaða sem fylgir forseta- embættinu, sviptir það innihaldi með þvi að tengja það við smá- vægileg áform um breytingar á lögum um sveitarstjórnir og þessháttar. SÓSIALISTAR OG ANNAÐ róttækt fólk þekkja mætavel hliðstæð dæmi hérlendis. Okkar fulltrúar hafa unnið og borið fram obbann af þeim málum sem mestu skipta fyrir félags- lega stöðu alþýðufólks. Hegðun- armynstur ihaldsins hefur svo alltaf verið svipað, saumað með sömu nái og sama tvinna. Byrj- að er á að lýsa tillögur okkar manna óraunsæjar, lýðskrum- andi, þumbast við, frysta allt I nefndum. En koma að nokkrum tima fram meðsvipaðar tillögur — að visu oft skertar og afbak- aðar — með miklum gauragangi og sjálfumgleði rétt eins og Gunnar og Geir og Birgir hefðu fundið upp púðrið, ofan á það al- menna yfirlæti, sem gefur til kynna, að þeir hafi sjálfir mok- að upp Esjunni og málað sundin blá. Væri málið áður þagað i hel, þá liggur i siðara tilviki við að það sé kjaftað i hel. HALLDÓR LAXNESS, sem áður var til vitnað, hann minnir okkur með Atómstöðinni ræki- lega á það, að barnaheimili, vöggustofur, voru i óralangan tima einskonar bolsévismi i skilningi ihaldsmanna (eru það enn hjá þó nokkrum). Það var verið að vega að fjölskyldunni með þessu, taka börnin frá for- eldrunum eins og Stalin gerir. Hefði Ugla Falsdóttir ekki orðið ólétt eftir feimnu lögregluna, þá mundu liklega sýnu færri eftir þessu sigilda dæmi um afstöðu ihaldsins til fyrirbæra eins og barnaheimila, sem allir telja — i orði kveðnu a.m.k. — sjálfsögð nú, en fæddust reyndar i stefnu- skrárplöggum róttækrar verk- lýðshreyfingar og flokka hennar og áttu þaðan torvelda leið út i þann hversdagsleika sem ihald- ið trónar yfir. NÝTT HLIÐSTÆTT DÆMI eru umhverfismálin. Fyrir að- eins þrem eða fjórum árum voru sambúðarmál manns og náttúru, pólitiskrar hliðar um- hverfismála, varla á dagskrá hjá öðrum en hinu rauða liði meðal menntamanna og skóla- fólks. Mátti það heyra skeyti á þá leið, að það færi með öfga og æsingar og svartagallsraus i þessum besta heimi allra heima. En svo áttaði ihaldið sig á þvi, að fólk lagði eyrun við þessari kappræðu um umhverfi sitt, og þá einnig á þvi, að i um- ræðunni fólst óhjákvæmilega broddur gegn kapitalisma. Fátt hefur leitt til skaðlegri keðju- verkana á umhverfi mannsins en lóðabrask, hugsjón og mæli- kvarði hins óhefta einkabllisma og sú hámarksgróðastefna, sem reynir að spara allar mengun- arvarnir i iðnaði. Hægraliðið skilur (meðvitað eða ómeðvitað — það skiptir ekki höfuðmáli) að það þarf að klippa af þennan brodd. Þvi fáum við yfir okkur ástarjátningar til náttúrunnar, endalausar eins og Sverris ræð- ur Hermannssonar, almenna lofgjörðum vatn og loft og gras, sérstaklega grasið grænt, með svo mikum fyrirgangi að engu er likara en Birgir Isleifur sé staðgengill drottins i að koma á hjúskap með raka, mold og sól. Græna byltingin verður til — um leið og umhverfismálum er hálfdrekkt i kjaftæði er hægt að rýra inntak „byltingar” á sama hátt og Nixon fer meö „alþýðu- völd” heima hjá sér. ÞESSI DÆMI minna enn einu sinni á það, að það er i senn hressandi og þreytandi að eiga aðild að sósialiskri hreyfingu. Hún er i veigamestum atriðum aflvaki timans, salt hans og krydd. En þvi miður hefur hún ekki nema að nokkru leyti tök á að ráða þvi, hver verða afdrif hugmynda hennar, framkvæmd hennar. Við höfum minnst á meðferð ihaldsins á þeim. Og sósialisk hreyfing er einnig hug- myndabanki fyrir alls konar hópa nálægt miðju — innan flokka og utan. Ýtir við fólki þar, sverfir borgaralega for- dóma, færir viðhorf þess til rót- tækni. An þess þó, að þetta fólk áræði að fylgja eftir þessum áhrifum nema að litlu leyti, tvi- stigandi i aðskiljanlegum hóp- um sem renna saman og tvistr- ast öðru hvoru i einskonar skyndihappdrættum. Ahrif sósialiskrar hreyfingar eru mikil — bæði bein og óbein. Og það ætti ekki að þurfa að hafa um það mörg orð hér, að þvi beinni sem áhrifin eru, þeim mun betra. Að þeir sem telja sig sósialista fái að prófa viðhorf sin sjálfir — án afbökunar og milliliða. Þá yrði heldur ekki við neina aðra að sakast um mistök eða vanefndir. Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.