Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 14

Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 14
14 SÍÐA — Þ.IÓÐVII..IINN Laugardagur 25. mai 1974. Sigurjón Pétursson, efsti maður G-Iistans i Reykjavík, flutti fyrstu ræðuna, öfluga hvatningarræðu þar sem hann lagöi áherslu á að kosið væri um málefnin fyrst og fremst. Framan á sviðinu er hluti kjörorðsins: Til vinstri i vor — alla leið! Ljósmyndir: Sigurjón Jóhannsson G-LISTA HÁTÍÐIN Jón Múli var ky nnirinn. Kynningar hans einar sér eru kapituli út af fyr- ir sig: af þeim vildi enginn missa. Við birtum hér mynd af kynninum okkar, er hann setti samkomuna og sagði: „Svo bjóðum við okkur öll velkomin i Laugardalshöllina á þessu fagra uppstigningardagskvöldi — en hér erum við komin til að staðfesta enn betur ákvörðun okkar um niðurstigningu borgarstjórnarihaldsins á sunnudaginn kemur. Góðir félagar! Við skulum reyna að forðast troðning I lengstu lög. Við verðum að fyrirgefa Ihaldinu húsnæðisskortinn I kvöld — það er ekki nema mannlegt að þeir miðuöu húspláss við eigin fundarsókn og ætluðu sér nægilegt olnbogarými hér j — þeir eru vanastir þvi heima hjá sér, sem og annars staðar i borginni sem þeir hafa eignaö sér — en verður nú um helgina okkar.” Á hátiðinni var frumflutt nýtt kosningaverk, „Klofnings- og sameiningarfúgan” eftir Sigurö Rúnar Jónsson við hátiðaljóö eftir Böðvar Guðmundsson. „Kristin ólafsdóttir frambjóöandi ætlar enn að bæta gráu ofan á svart og syngja þetta allt”. Á myndinni eru þau Kristin og Sigurður Rúnar. Asamt Sigurði Rúnari lék poppflokkur hans, þeir Asgeir óskarsson, trommuleikari, Sigurður Árna- son, bassi, og Björgvin Gislason, gitarleikari. Fyrst léku þeir tyrkneskan dans eftir Mozart af mikilli snilld og við frábærar undirtektir áhcyrenda. Samherji okkar frá ttaliu, sagði kynnirinn, og inn gekk Salvatore di Gesualdo, Itaiski harmonikusnillingurinn, og hann fór á kostum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.