Þjóðviljinn - 25.05.1974, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.05.1974, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. mai 1974. Hvernig vill Alþýðubandalagið breyta stjórnkerfi borgarinnar i vetur vann starfshópur á vegum Alþýðubanda- lagsins að því að móta stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins í borgarmálum. Einn hópurinn lagði fram sjónarmið um stjórnkerfi borgarinnar og hér fara á eftir tillögur um breyting- ar á því, þess efnis, að bæta aðstöðu kjörinna full- trúa fólksins, breyta emb- ætti borgarstjóra og færa valdið í sérmálum út til kjörinna hverf isstjórna. Alþýðubandalagið vill taka upp lýðræðislegri stjórnhætti í Reykjavík Reykjavik hefur sérstöðu i is- lensku þjóðfélagi bæði vegna fjöl- mennis og vegna þess að hún er höfuðstaður landsins. Mörg þjóð- félagsvandamál koma skýrar fram i Reykjavik en annarsstað- ar á landinu vegna þeirra sér- stöku vandamála sem fylgja borgarsamfélagi. Stjórnendur borgarinnar hafa einnig gert sitt til að laga allt borgarkerfið að sjónarmiðum einkagróðans, þannig að verðbólgan, milliliða- starfsemin og braskið kemur ó- viða harðar niður á hinum al- menna borgara en einmitt i höfuðborginni. Þessi alvarlega staðreynd kemur ljósast fram i húsnæðismálum, þar sem Reyk- vikingar eru algerlega ofurscldir lögmálum gróðakerfisins. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hef- ur minnihluta borgarbúa á bak við sig, hefur farið með meiri- hlutavald i borginni um áratuga skeið og stjórnað henni i þágu þröngs hóps vildarmanna sinna. Tök sin i borgarkerfinu hafa þeir hert, með þvi að flétta saman flokksvald og embættismanna- vald þannig að ekki verður á milli greint. Þessari þróun verður að snúa við til þess að embættis- menn borgarinnar geti unnið á eðlilegan hátt að sameiginlegum hagsmunum allra borgaranna. Markmið Alþýðubandalagsins er að brjóta á bak aftur einflokks- veldið i borgarstjórn Reykjavíkur og færa stjórn borgarinnar i si- fellt rikara mæli til borgaranna sjálfra og til réttkjörinna fulltrúa allra flokka. Þjóðin vill eiga höfuðstað, sem stjórnað er af reisn og myndar- skap, og frá sjónarmiði Alþýðu- bandalagsins er það verkefni Ef fólkið fellir íhaldiö r i jK* Uí 'jmŒu jÉrJU njB iSP haik.. stjórnenda borgarinnar að gera hana að borg félagshyggju, þar sem hver einstaklingur lifir og starfar i öryggi og við góð kjör. Alþýðubandalagið telur að gera verði eftirfarandi ráðstafanir til þess að unnt sé að skapa lýð- ræðislegri stjórnarhætti i borg- inni sjálfri og i borgarstjórninni: Breyta verður verks- sviði borgarstjóra Borgarfulltrúum verði sköpuð starfsaðstaða á vegum borgar- innar þar sem þeir geti unnið bæði á venjulegum skrifstofu- tima og utan hans og haft frjálsan aðgang að hvers konar nauðsynlegum skjölum um borgarmál. Nefndir kjörinna fulltrúa verði yfir öllum stofn- unum borgarinnar og embætt- ismenn eigi ekki sæti.i þeim nema svo sé ákveðið i landslög- um. Aukin verði verkefni forseta borgarstjórnar og honum falið að koma fram fyrir hönd borg- arinnar út á við. Borgarstjórinn verði einn emb- ættismanna borgarinnar, en ekki jafnframt borgarfulltrúi. Hann verði ásamt tveimur öðr- um embættismönnum — yfir- manni fjármála og yfirmanni verklegra framkvæmda — ráð- inn fyrir hvert kjörtimabil. Stöður þessar verði þvi ætið lausar að loknum borgarstjórn- arkosningum. Aðrir embættis- menn sem fara með yfirstjórn málaflokka verði ráðnir til 6 ára i senn. Færum valdið út til kjörinna hverfastjórna Borginni verði skipt i hverfi er hafi sérstakar hverfastjórnir, sem kosnar verði beinni kosn- ingu og þeim sköpuð viðunandi starfsaðstaða. Um þetta hefur Alþýðubandalagið lagt fram mjög ýtarlega tillögu i stjórn kerfisnefnd borgarinnar. Hverfastjórn skal gera tillögur til borgarstjórnar um þau mál er varða hverfið sérstaklega og hafa frumkvæði að boðun al- mennra hverfafunda um hags- munamál hverfisbúa. Fulltrúi stjórnarinnar skal sitja fundi borgarráðs með málfrelsi og tillögurétti, þegar málefni, er varða hverfið, eru rædd. Borgarstjórnin skal leita um- sagna hverfastjórna um eftirtalin atriði: um breytingar á skipulagi og meiriháttar mannvirkjagerð i hverfinu. um málefni er varða dagvist- un barna, skólamál, tóm- stundastarf unglinga, leikvelli, iþróttaaðstöðu og opin svæði. um heilbrigðisþjónustu, aðstoð við aldraða, aðra félagsmála- aðstoð og önnur atriði, er varða hverfisbúa sérstaklega. Að þessu vill Alþýðubandalagið vinna á næsta kjörtimabili, ef þú vilt stuðla að breytingu i borginni með þvi að fella ihaldskerfið og velja G-listann, Alþýðubandalag- iö, eina heilsteypta vinstri flokk- inn, sem setur i öndvegið róttæka félagshyggju. pi'ij 1 HJ " MJ. 1 1 '. f'l1 r"r -r" TuunrTrr i!!! •!! !í! ■ !f ílj 1 i P *i l!i i! pilllili! iBBfiBB itftti mtre 1 S * ■ >-—> ■ •.. .»■ J ■MLlTu U1...U. m.mim u„» áníTííI! Íni JipP!ilí|iiO »m»g'i n t < »>■ iifeSl: ; jí I | | ^nmiM iiiiiij ^ 111 JI":V: 11 |í- wm S]i!!l m Ínnj iíiiii IJIíii lli > , - »*»' k:, \ rrj«r f I rr ■ *'*« Ur > l.vrW T«"|WT r.r | | jrr f ^,TTg,,jirrT"l""g”y»"? !**««{ * rr W|" ’pvwjrrj rvr*rr~i—t vrH i*«« i *»«•■* % «• |2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.