Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 23

Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 23
Laugardagur 25. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 23 SJÓNVARP KLUKKAN 16.00: Efstu menn listanna þjarka Borgarmálefnin heitir þáttur sem sýndur verður síðdegis í dag vegna borgarstjórnar- kosninganna á morgun. Eiður Guðnason mun stjórna hringborðsumræðum, sem efstu menn framboðslist- anna í Reykjavik munu taka þátt i. Umræðurnar hefjast klukkan 16 og munu standa i einn og hálfan tima, að þvi er Eiður Guðnason taldi. Þáttur- inn var hins vegar tekinn upp i morgun. Af hálfu Alþýðubandalags- ins talar Sigurjón Pétursson, en aðrir þátttakendur eru B.Isleifur borgarstjóri, Kristján Benediktsson fram- sóknarmaður, Björgvin Guðmundsson hægrikrati og Ingvar Asmundsson, frjáls- lyndur. Björgvin Guðinundsson á tali við starfsfólk Bæjarútgerðarinnar. — Ilann er nú alþýðlegur, hann Björgvin! — Mynd úr Alþbl. 23. mai s.L Markús í skúffu Markús örn er borinn og barnfæddur Reykvikingur, fæddur 1943,og gerist það æ fátiðara nú á dögum, að menn á hans aldri geti rakið ættir sinar mann fram af manni i Reykjavik sjálfri. En þeir stofnar, sem standa að Markúsi i báðar ættir, eru reykviskir og sem dæmi má nefna, að langafi hans var Markús Þorsteinsson söðla- smiður, sem fluttist ásamt konu sinni til Reykjavikur á siðustu öld. Byggði hann hús á horni Laugavegar og Frakka- stigs, sem i þá tið var á endi- mörkum Reykjavikur. Siðar byggði Markús Þorsteinsson annað hús við Frakkastig númer 9 og þar ólst móðir Markúsar upp. Hann segist minnastbernskuheimsóknar á það heimili, svo og til ömmu sinnar i föðurætt, er bjó á Sól- vallagötunni. Þar fékk hann gjarnan að sofa i rúmfata- skúffu nótt og nótt og þótti ekkert tiltökumál, þótt börn 7 og 8 ára ferðuðust borgina á enda i strætisvagni i heimsókn til ættingja og vina eða jafnvel til að sækja skóla. Þótt Markús sé i raun ekki nema rúmlega þritugur, hefur borgin þó á þessum árum tekið miklum stakkaskiptum, breytzt úr allstóru bæjarfélagi i viðáttumikla borg og ekki er óliklegt, að foreldrum ói nú til- hugsunin um að börn þeirra, jafnvel á unglingsaldri, flækist borgarenda á milli. I raun leið mér ekki vel sem fréttamanni við rikisfjölmiðil er á leið. Sjálfsagt hef ég verið of pólitiskur i eðli minu til þess að svo gæti orðið. Þó gætti ég þess að sjálfsögöu, að afstaða min kæmi hvergi fram i störfum minum. Andstæð- ingar minir i stjórnmálum hafa kannski þótzt finna það. Ég aðhyllist vitaskuld vest- ræna lýðræðishugsjón Moggi, 23. mais.l. Umsjón: GG og SJ PENNAVINUR Max B. Ludvigsen skrifar okkur og biður um pennavin á Islandi. Hann hefur áhuga á stjórnmálum, ljósmyndum og frimerkjum. Heimilisfangið er: Max B. Ludvigsen Krogagervej 9 4180 Sorö, Danmark. SALON GAHLIN — Hún hreyfir sig litið, enda ekki nema von. Hún hefur fengið svo oft andlitslyftingu að hún getur varla beygt hnén. KOsnmcA k HÁÚÍÐ 1 - li/ton/ i lougoidnl/höllinni 'ö/lucl<i9inn 24.mcií kl. 20.30 DclC|Skr3Z A milli ávarpanna mun Ómar Ragnarsson flytja gamanmól. Fréttamenn sjónvarpsins sendu frá sér yfirlýsingu, þar scm þeir segjast undantekn- ingalaust fylgja þeirri reglu að koma ekki fram fyrir hönd pólitiskra samtaka, og finnist þeim að þessi rcgla hljóti að ná til sambærilegra starfs- manna útvarpsins. Þessi yfirlýsing sjónvörp- unganna er til komin vegna tillags Jóns Múla Arnasonar og Kristinar ólafsdóttur til kosningahátiðar G-listans i Laugardalshöll á fimmtu- dagskvöldið. Og hér kemur yfirlýsingin: ,,Að marggefnu tilefni vilj- um við undirritaðir frétta- menn og fréttaþulir Rikisút- varpsins sjónvarps taka fram eftirfarandi: Við viljum itreka, að frétta- menn og fréttaþulir sjónvarps fylgja undantekningalaust þeirri reglu að koma ekki fram fyrir hönd pólitiskra samtaka, hvorki i kosninga- baráttu né þar fyrir utan. Þá hafa fréttamenn og fréttaþulir sjónvarps aldrei lesið texta með sjónvarpsauglýsingum né komið fram i slikum aug- lýsingum. Teljum við ofan- greint ekki samrýmast störf- um fréttamanna og fréttaþula við rikisfjölmiðil, sem lögum samkvæmt skal gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart mönn- um og málefnum, og teldum eðlilegast að þessi regla væri einnig i heiðri höfð hjá sam- bærilegum starfsmönnum út- varpsins. Eiður Guðnason Ólafur Ragnarsson Svala Thorlacius Sonja Diego Sigurjón Fjeldsted Ómar Þ. Ragnarsson. Guðjón Einarsson. Jón H. Magnússon. Og þeir undirrita sin frægu nöfn ábúðarmiklir i framan. Lika ómar Þ. Ragnarsson, sá aðili sem þjónað hefur ihald- inu lengst og best til að draga fólk á fundi þess i Reykjavik og reyndar út um allt land. Ihaldið reyndi að gamna sér i Laugardalnum i gærkvöld. Og Ómar Þ. Ragnarsson lagði sitt af mörkum — enda vitað mál að hann einn gæti bjargað þvi sem bjargað varð hvað fundarsókn snerti. RÉTTIFLOKKURINN FYRIR HANNIBAL? Þegar skólapiltar þeir, sem voru í byrjun í hinni landsfrægu skólahljóm- sveit Kópavogs, uxu úr grasi, vildu þeir halda áfram að spila saman og stofnuðu Hornaflokk- inn. Tveir Kópavogs- búar hittust á götu fyrir skömmu og ræddu að sjálfsögðu pólitíkina. Annar segir: — Nú hefur Hannibál framið pólitiskt sjálfs- morð, jafnvel kratarnir vilja hann ekki. — Vertu ekki of viss, ég hef heyrt að Hannibal hafi þegar byrjað samningaviðræður við Hornaf lokkinn! Ra n nsókna r kaf bá tu r Tækið hér á myndinni er tveggja manna kafbátur, Tinro-2, sem er smiðaður i Sovétrikjunum fyrir fiski- rannsóknadeild sjávarútvegs- ráðuneytisins, og er nú verið að reyna kafbátinn i Svarta hafinu. Um borð er rými fyrir tvo menn, skipstjóra og visinda- mann. Báturinn getur ýmist verið um kyrrt i sjónum eða á hafsbotni eða siglt i lóðrétta og lárétta stefnu. Hann getur verið um 10 klst. á siglingu i einu. Ef eitthvað fer úr skorð- um fara hjálpartæki i gang, þannig að báturinn berst hratt upp á yfirborðið. Sovéskir visindamenn ætla að rannsaka sérstaklega lif- fræði sjávarins i þessum bát, ekki sist með fiskeldi i huga. Visindamenn geta ljós- myndað og kvikmyndað gegn- um kýraugu og fylgt eftir fiskitorfum. Þeir geta einnig náð inn i bátinn sjósýni með hjálp sérstakra tækja. (APN) 23. SÍÐAN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.