Þjóðviljinn - 25.08.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.08.1974, Blaðsíða 4
4 StDA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 25. ágúst 1974. Verður Haag-dómurinn stefnu okkar til framdráttar? Eins og frá var greint i siðasta bréfi verður ekki annað sagt en störfum 2. nefndár hafi miðað tals- vert áfram og allvel horfi um giftusamleg endalok þess máls, sem okkur tslendinga skiptir langmestu, 200 milna auðlindalögsögu. Marg- ir töldu að viðfangsefni hinna starfsnefndanna tveggja væru bæði ein- faldari og auðveldari viðfangs, en sannleikur- inn er sá, að þau ætla að verða býsna torleyst. Hafsbotnsstofnun 1. nefnd hafréttarráöstefnunn- ar fjallar um nýtingu auöæfa hagsbotnsins og fyrirhugaöa Hafsbotnsstofnun. Undanfariö hefur oröiö æ ljósara, aö veruleg- ur ágreiningur er um hlutverk stofnunar þessarar, sem á að stuöla aö framförum i þróunar- löndum. Þróunarlöndin vilja aö Hafsbotnsstofnunin hafi mikil völd og hafi sjálf með höndum sem mesta starfsemi, allt frá vis- indarannsóknum til vinnslu og sölu málma, eftir því sem að- stæöur framast leyfa. Þróöuð iðn- aöarríki vilja mörg að stofnun þessi veiti fyrst og fremst vinnsluleyfi, gegn hóflegu gjaldi, rikjum þeim eöa fyrirtækjum sem uppfylla ákveðin skilyröi og fær eru talin um að stunda rann- sóknir og vinna þau auðæfi, sem kunna að finnast. Liggja nú fyrir 1. nefnd þrjú skjöl um þetta efni, sum alveg nýkomin fram, frá Bandarlkjunum, 8 Efnahags- bandalagsrfkjum og „77 rikja hópnum”, en I honum eru öll þau lönd, sem talin eru eða telja sig þróunarlönd, og munu þau nú vera 102 að tölu. Umræður um skjöl þessi fara fram næstu daga, og bendir margt til þess aö þær geti oröiö býsna haröar. 3. nefnd Helstu verkefni 3. nefndar eru aö ná sem vlötækustu samkomu- lagi um alþjóöareglur varöandi mengunarmál og visindalegar rannsóknir. Töluveröur ágreiningur hefur veriö og er enn um mengunar- varnir. Skiptast riki þar aöallega I tvo hópa. Annars vegar eru þró- unarlöndin og allmörg strandriki (Island þar á meðal), sem berjast fyrir ótviræöri mengunarlögsögu og tiltölulega miklum réttindum strandrikja innan hennar. Á önd- verðum meiöi eru flest siglinga- rlki, sem telja óæskilegt aö veita strandrikjum slikan rétt, þar eð frjálsum siglingum kunni aö stafa hætta af. Hinn 31. júlí bar ísland ásamt 9 öörum rikjum (Kanada, Fiji, Ghana, Guyana, Indlandi, Iran, Nýja Sjálandi, Filippseyjum og Spáni) fram tillögu um mengun- arlögsögu á hafinu. Er I tillögunni gert ráö fyrir, aö strandriki hafi rétt til þess aö setja reglur um varnir gegn mengun hafsins inn- an 200 mílna auðlindalögsögu, og einnig aö framfylgja þeim regl- um. Þetta eru þau tvö atriöi, sem mestur ágreiningur er um i nefndinni. Ríki, svo sem Banda- rlkin, Bretland og Sovétrlkin auk fleiri siglingaþjóða, vilja ekki fela strandrikinu þetta vald, heldur skuli þaö vera heimariki skipa, sem hafi eftirlit með þvi aö þau hliti settum reglum um mengun- arvarnir á för sinni um höfin. Þetta telja flest strandrlki alls- endis ófullnægjandi og raunar fráleitt. Um sjálfa mengunarlögsöguna er hins vegar ekki lengur deilt. Flestriki viröast hafa sætt sig viö aö sú lögsaga verði að viöáttu hin sama og fyrirhuguð 200 mflna auðlindalögsaga. íslenska nefnd- in hefur lagt áherslu á, aö tryggja veröi rétt strandrikis innan mengunarlögsögunnar til þess að setja reglur um skipaferöir og siglingar, og jafnframt sé þaö strandrikiö sem hafi rétt til að framfylgja þessum reglum og koma fram refsingumq ef meng- unarlög strandrikisins hafa veriö brotin. :Enn viröist nokkuö langt i land til aö samkomulag náist innan nefndarinnar um þessi atriði. En aö þvi er unnið, að finna eölilegt jafnvægi milli þeirra tvenns kon- ar hagsmuna, sem þarna er um aö ræöa, réttar strandrikisins til aö vernda fiskistofna og strendur, og þeirrar nauðsynjar aö hindra sem minnst frjálsar siglingar um heimshöfin með óþarflega flóknu kerfi mengunarreglna. Visindalegar rannsóknir Ekki gætir teljandi ágreinings um stjórn og framkvæmd vis- indalegra rannsókna f landhelgi strandrlkja. öðru máli gegnir um auölindasvæðið og úthafiö. Þar eru skoðanir enn mjög skiptar milli stórveldanna og fleiri rikja annars vegar, sem telja viðtækt frelsi til rannsókna forsendu þess aö aflað verði nauðsynlegrar þekkingar, og þeirra rikja hins vegar, sem halda fram rétti strandrikja til viðtækrar lögsögu i þessum málum á auðlindasvæð- inu. Leggja siðarnefndu rikin á- herslu á, að visindalegar rann- sóknir séu að sjálfsögöu nátengd- ar hagnýtingu þeirra auðæfa, sem á auölindasvæöinu kunna aö vera. Samkomulag hefur náðst um nokkur atriöi, svo sem um vis- indalegar hafrannsóknir, en við- kvæmustu deiluefnin eru meö öllu óleyst og viröast óleysanleg, þar til úr kann aö verða skorið meö atkvæöagreiðslu. Kemur Haagdómstóllinn okkur að gagni 1 sambandi viö mörg helstu mál, sem þessi ráöstefna fjallar um, viröist alvarlegasta ágrein- ingsefnið vera það, hvaöa aðili eigi aö. hafa siðasta oröið um framkvæmd þeirra alþjóðalaga og reglna, sem settar kunna aö veröa. Á þaö aö vera strandrikið, eöa eiga þaö að vera svæðastofn- anir, alþjóðastofnanir og að lok- um alþjóöadómstóll? Inn i þetta alvarlega deilumál hefur bland- ast aö undanförnu dómur al- þjóöadómstólsins i Haag i málum Breta og Vestur-Þjóðverja gegn okkur Islendingum. Höfum við is- lensku sendinefndarmennirnir meö formann okkar I broddi fylk- ingar, unnið að þvi að vekja at- hygli á pessum fáránlega dómi, og orðið þess greinilega varir, að bæöi Afrikumenn og fulltrúar fleiri þróunarlanda eru þar mjög hlutnæmir. Teljum við ekki aö- eins llklegt, heldur nokkurn veg- inn öruggt að þessi dómur öld- unganna, sem mörgum finnst vera eins konar grafarraust frá horfinni tið, veröi til þess aö gera mörg strandriki ennþá andvigari þvi en ella aö hllta um lifshags- munamál sin úrskuröi alþjóðlegs geröardóms, þar sem kynnu aö eiga úrskuröarvald lögspek- ingar meö forneskjulegan hugs- unarhátt nýlenduvelda og ann- arra gamalla drottnara. Kann þvi svo aö fara um það er lýkur aö Haag-dómurinn snúist okkur til góös, þótt ekki væri það tilætlun hinna hálærðu dómara. Hvað er þá orðið okkar starf? Eins og ljóst má vera af þvi, sem ég hef sagt I þessum pistli og hinum næsta á undan (um starf 2. nefndar), er enn ágreiningur rikj- andi um allmörg mikilvæg atriði. Þegar tillit er tekiö til hinnar löngu fundasetu hér og allrar • þeirrar undirbúningsvinnu, sem áöur hafði fariö fram, er ekki nema von að margur spyrji: Leiöir þetta þinghald til nokkurr- ar niöurstöðu? Er ekki alltaf ver- iö aö spila sömu lönguvitleysuna, sem aldrei gengur upp? Borgar þaö sig að verja umtalsveröum fjármunum til að taka þátt I þess- ari spilamennsku öllu lengur? Ég svara þessum spurningum hiklaust á þessa leiö: Ég held aö samkomulag náist i næsta áfanga um ýmsa mikilvæga þætti þess- ara mála, en siðan sker atkvæöa- greiösla úr, þar sem ekki hefur tekist aö jafna ágreining. Ég er þeirrar skoöunar að atkvæöa- greiösla muni sýna, aö sú stefna sem íslendingar fylgja I megin- málum eigi miklu fylgi að fagna, væntanlega meira en 2/3 atkvæða. Svo mikið held ég sé óhætt aö fullyröa, aö varla verði samþykkt sem alþjóöalög ákvæði um nein þau atriöi sem brjóta I grundvall- aratriöum I bága við stefnu okkar og hagsmuni. Ég er bjartsýnni I dag á árangur þessarar merki- legu tilraunar til setningar alþjóölaga, en ég var fyrir einu ári. Astæöurnar eru þær, sem nú skal greina: Eins og ég hef skýrt frá áöur, hefur fylgið viö 200 sjómilna auð- lindalögsögu vaxið hraðfara undanfarin misseri, ekki sist þessa mánuði, sem ráðstefnan hér hefur staöiö. Héöan af þarf einungis að koma i veg fyrir þaö aö inn I reglurnar um auölinda- lögsögu veröi smeygt ákvæöum, sem draga úr eða takmarka fullan yfirráðarétt strandrikis yfir auölindum. Þá er þaöog sýnt, aö fáist ekki niðurstaða á næsta ári I siðasta lagi, grlpa ýmsar þjóöir til einhliða aðgeröa, og geta aö sjálfsögöu af þvi hlotist margskonar deilur þjóða i milli og jafnvel alvarlegar skærur. Þetta er mönnum fyllilega ljóst, og flest rlki telja miklu máli skipta aö um málefni sjávar og sjávarbotns megi I framtiðinni rlkja alþjóölegar reglur I staö skipulagsleysis eöa margvislegra sérreglna einstakra þjóða, sem leitt gætu til sifelldra árekstra og átaka. Hér er þvl mikið I húfi fyrir fjölmargar þjóöir. Jafnvel stórveldin, sem _stundum hafa látiö I það skina, aö þau myndu hafa aö engu reglur, sem settar yröu gegn vilja þeirra og hags- munum, vilja áreiðanlega tölu- vert til þess vinna, aö koma I veg fyrir að samþykktar veröi meö 2/3 atkvæða alþjóðreglur sem þau teldu sig siöan nauðbeygö að brjóta. Til að komast hjá að lenda t þessari aöstööu, held ég að þau vilji teygja sig nokkuð langt til samkomulags, eins og hin breytta afstaða þeirra til 200 milna auö- lindalögsögu ber ljósan vott um. Kjötskorturinn í algleymingi GILS GUÐMUNDSSON SKRIFAR FRÁ CARACAS 19. ágúst 1974

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.