Þjóðviljinn - 25.08.1974, Side 5

Þjóðviljinn - 25.08.1974, Side 5
Sunnudagur 25. ágúst 1974. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Alit Hans G. Andersens Ég spurði formann islensku sendinefndarinnar hér, Hans G. Andersen, hvort hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með störf ráð- stefnunnar i Caracas og hvort hann væri svartsýnn eða bjart- sýnn á framhaldið. Svar hans var eitthvað á þessa leið: Ég tel að málum hafi þokað hér fram með nokkurn veginn eðli- legum hætti, þegar þess er gætt, að hér eiga hlut að máli 140 þjóð- ir, hver með sina sérstöku hags- muni i huga, og að ráðstefnunni voru settar þær meginreglur að reyna til þrautar að ná samkomu- lagi áður en til atkvæðagreiðslu kæmi. Hér hefur töluvert miðað i áttina og liður nú óðum að þvi að málin séu tilbúin fyrir atkvæða- greiðslu. Þeir sem kunna að hafa orðið fyrir alvarlegum vonbrigðum með störf ráðstefnunnar hér, hafa trúlega gert sér vonir um að þeg- ar i þessari lotu fengist endanleg niðurstaða. Þess var i rauninni alls ekki að vænta, þar eð ekki var gert ráð fyrir atkvæðagreiðslu hér, heldur á framhaldsráð- stefnu, sem væntanlega verður haldin fyrri hluta næsta árs. — Hans G. Andersen bætti þvi við, að andrúmsloftið á þessari ráð- stefnu hefði verið ólikt betra en á undirbúningsfundunum, þar sem allt var fullt af tortryggni og sam- komulagsvilji af afar skornum skammti. Fram haldsráðstefna Enn er ekki ráðið hvenær fram- haldsráðstefnan hefst né hvar hún verður háð. Er það og alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna, sem ákveður það endanlega á fundum sinum i haust. Liklegt þykir hins vegar að ráðstefnan hér eða Amerasinghe forseti geri um það tillögur. Helst er talað um fyrrihluta árs, svo sem febrú- ar-mars eða april-mai. Margar borgir eru nefndar, eftir að heita má að Vinarborg sé úr sögunni. Ástæðan til þess er m.a. talin sú, að Afrikumennirnir sögðust alls ekki ætla að fara að krókna i vetr- arkuldanum. Mikilvægari ástæða er þó liklega hrein og bein haf- réttarpólitik. Austurriki þykir hafa gengið hér allmjög gegn hagsmunum þróunarrikja og strandrikja. Þá finnst og mörgum hlálegt að halda slika ráðstefnu sem þessa i landi, sem ekki á svo mikið sem þumlung lands að sjó. Nefnd eru hugsanleg ráðstefnu- lönd að vori, riki i flestum heims- hlutum: Nairobi i Afriku, Nýja-Delhi i Asiu, Spánn i Evrópu og Mexikó i Ameriku. — Ekki skiptir staðurinn máli, heldur hitt, að það fáist úr þvi skorið, hvort verið er að spila lönguvit- leysu sem aldrei gengur upp — eða verið að setja alþjóðlög, sem orðið geti sem allra flestum þegn- um hinna mörgu rikja heims til nytsemdar og farsældar i bráð og lengd. Gils Guðmundsson Þetta er Nicole Heesters, sem lék Lysiströtu. — Myndin er tekin á æfingu. Lýsistrata i uppfœrslu Brynju: Fékk ágæta aðsókn í Þýskalandi Nú er sýningum lokið á Lysi- strötu eftir Aristofanes á leik- listarhátfðinni i Bad Hersfeld i Þýskalandi.sem Brynja Bene- diktsdóttir leikstýrði. Fullt hús var á hverri sýningu og geysigóð- ar undirtektir og leikarar kallaðir fram hvað eftir annað. Sýníngin er islensk: Atli Heimir Sveinsson gerði tónlistina, Sigur- jón Jóhannsson teiknaði búnínga og Geirlaug Þorvaldsdóttir var aðstoðarleikstjóri. Sumarið var rigningasamt. Þetta er útileikhús, en það má setja þak yfir áhorfendasvæðið, sem rúmar 1750 i sæti, en þakið er hannað á sama hátt og á olympiu- leikjunum i Munchen. Listahátiðin i Bad Hersfeld er ein af 3 vinsælustu listahátiðum i Þýskalandi og auk Lysiströtu voru sýnd 2 leikrit: Wallenstein eftir Schiller og Puntilla og Matti eftir Brecht. Leikarar á þessum sýningum fara nú til sinna leik- húsa en þeir starfa á listahátið-. inni i sinu sumarfrii. Leikhús- stjóri listahátiðarinnar er Ulrich Erfurth, en hann leikstýrði Mariu Stúart hér fyrir 1 og 1/2 ári. með tékkafærslum Ml’BÚNAÐARBANKINN \Q/ REYKJAVÍK ( I framhaldi af feröuhri Flugfélagsins undanfarna vetur til Kanaríeyja, sem náö.hafa miklum vinsæld- um, höfum viö hug á aö bjóöa íslendingum slíkar feröir á annan dvalarstaö. / Eftir könnun undanfarna mán.uöi, höfum viö ákveö- iö aö bjóöa slikar feröir til Gambíu á vesturströnd Afríku, sem hefur náö síauknum vinsældum sem vetrardvalarstaöur undanfarin ár. Kemur þar margt til, mikil veöurbliöa, stórgóöar baöstrendur, óvenju- legt þjóölíf o.fl. Ekki hefur veriö endanlega gengiö frá fyrirkomu-o lagi feröa nú í vetur. Ef áhugi reynist ekki nægur til þess aö fljúga beint frá Islandi, höfum viö tryggt okkur pláss í nokkrum ferðum í gegnum Kaup- mannahöfn á tímabilinu nóvember-apríl næstkom- andi vetur. Gera má ráö fyrir, aö ferðir kosti u.þ.b. kr.50.000. á mann í íbúö meö hálfu fæöi í hálfan mánuð í Gambíu og meö gistingu í Kaupmannahöfn dag- inn fyrir og eftir feröina. Vinsamlegast hafið samband viö feröaskrifstofu yóar, skrifstofur Flugfélaganna eöa umboösmenn þeirra, ef þér hafið áhuga á slíkri ferö. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR /SLAJVDS OLIUSTYRKUR - HAFNARFJÖRÐUR Þriðjudaginn 27. áp;iist n.k. er siðasti greiðsludagur oliustyrks i Hafnarfirði i þessum mánuði. Bæjarskrifstofurnar verða þá opnar til kl. 22,00 BÆJARRITARINN HAFNARFIRÐI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.