Þjóðviljinn - 25.08.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.08.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. ágúst 1974. Sunnudagur 25. ágúst 1974. þ.iápyiLJINN — SÍÐA 9 « » - Jet- straumur 1900—1950 Vindkort Noröurmörk monsúnsins (áður) Monsún Vindhreyfingar frá 1900 til 1950 Lönd á Sahelsvæöinu •*»*•* VA Vindhreyfingar núna Monsún | §P<Í7 W/ J Norðurmörk monsúnsins (núna) - ■ (!: r ■ : , 1 ■ K : . ■'s’ ER ÍSÖLD FRAM- UNDAN? Þetta kort á absýna verðurfarsbreytingar sem orðið hafa á siðustu árum. Kortið er talið nokkuð gott, en afar ýkt. Við sjáum t.d. hvernig monsúnmörkin hafa færst f suður og reyndar markalinur allra veður- farsbeltanna. Færslan er ekki svona mikil eins og kortið sýnir, en það sýnir þó tilhneiginguna. Frá tjaldstæði I Þýskalandi. Þar I landi hefur rignt geipilega mikið I sumar, og Þjóðverjar eru margir þeirrar skoðunar, að „bestu árin séu liðin”. Hvernig verður veðrið á næstu áratugum eða næstu aldirnar? Getum við átt von á ísöld? Erum við á leið inn í hlýindatímabil? Eða er veðrið alla tíð eins/ ef öllum minniháttar sveiflum er sleppt? Hér á islandi hefur verið En sólin skin ekki alltaf hér. Og hún skin ekki alltaf i útlöndum, þótt ýmsir standi i þeirri trú. Sumarið hér hefur verið sólrikt. Sumarið i norðanverðri Evrópu hefur veriö rigningasamt. I Norð- ur-Þýskalandi sást aðeins til sól- ar þrjá daga júlimánaðar. Og þá urðu nú þýskir áhyggjufullir. Sólarleysið i Hamborg i júli varð til þess, að blaðið Spiegel setti nokkra blaðamenn i að skrifa langhund einn um versn- andi veðurfar i heiminum, kom- andi isöld, misheppnuö sumar- leyfi Hamborgaranna og fleiri Þjóðverja, lækkandi hitastig og fleira i þeim dúr. Kannski skrifa þeir góðu Þjóö- verjar I svolitlum ýkjustil, en þegar á heildina er litiö, þá er niöurstaða þeirra ekki svo galin — og það ber að lita á heildarút- komuna, ekki „mælingar á stöku stað”, það gera veöurfræðingar a.m.k. Við báðum Pál Bergþórsson, veöurfræöing, að segja nokkur orð við okkur, vegna isaldarspáa þeirra, sem nú eru til umræöu i þýskum blööum. Páll gaf nú litið út á þær og vildi litið hafa meö þau skrif að gera, en benti okkur i staðinn á ýmis merk rit til að lesa. Eftirfarandi speki er úr bók- inni Hafisinn, timaritinu Science og viðar frá. Rigning þar — sólbirta hér „Bylgjulengdin er yfirleitt slik, að þaö er samræmi milli góðviðr- is hér og dumbungs á Norður- löndunum og jafnvel suður i Mið- Evrópu”, sagði Páll Bergþórs- son, „og af sliku má ekki draga of miklar ályktanir”. Rigningin i Þýskalandi hefur gott í sumar. Þurrkar hafa verið langæir, og þótt hit- inn hafi ekki slegið nein met/ þá hefur verið hlýtt. Þeir, sem eytt hafa sumar- leyfinu hér heima, eru ekki síður brúnir á kroppinn, en þeir sem hafa þeyst til Mæjorku. reyndar verið fjári mikil. Sums staðar hefur allt farið á flot hvað eftir annaö, og ferðamenn, fólk i sumarleyfi, hefur bókstaflega flúið norðurhluta Þýskalands. En fer veðurfar ekki kólnandi? „Jörðin er almennt að kólna”, sagði Páll, ,,og þess gætir á einu svæði i ár, ööru það næsta. Það er ekki hægt aö dæma eftir einstök- um tilfellum”. Er hægt að segja til um veður- farsþróun i framtiðinni? „Það er með nokkrum likum hægt að benda á breytingar dálit- iö fram i timann — en ekki i nein- um mæli”. Kannski er veðurfræðin þau visindi, sem hvað erfiöast er að fóta sig á, en með timanum hafa þó safnast aö mönnum þó nokkur gögn, rannsóknir og kannanir, sem segja frá veðurfarssveiflum fyrri alda, og kannski má nokkuð ráða af þvi. Og svo eru til at- hyglisveröir fræðimenn, sem sett hafa fram ógnvekjandi kenningar um kólnandi veðurfar, versnandi lifsskilyrði á jörðinni. Einn þeirra manna er banda- riski veöurfræöingurinn Reid A. Bryson. Bryson ritaði langa grein i timaritið Science, sem út kom 17. mai i vor. Þar reynir hann að fóta sig á kenningum varðandi veöurfarsbreytingar. Hve mikil þarf breyting á veður- fari að vera, til að skipta máli? spyr hann, og: Hve hratt getur veðráttan breyst? Bryson heldur þvi fram, að veðurfar fari kólnándi núna af mannavöldum. Breytir maöurinn veörinu? Bryson heldur þvi fram. Hann bendir á, að vegna ofnotkunar mannsins á jörðinni, upplásturs, rykagna, sem daglega berist i tonnatugum út i andrúmsloftiö, myndist belti þessara rykagna i loftinu, og þessi belti hljóti aö endurkasta töluvert miklu magni sólarorku frá jörðinni. Við spurðum Pál Bergþórsson svolitið nánar um þetta: „Vegna aðgerða mannsins, þá magnast náttúrlegar breytingar á veðurfari. Þróunin gengur hraðar, en ef náttúran ein hefði mátt ráða. Það er nokkuö eðlilegt samband milli þessara þurrka i Afriku og kólnunar jarðarinnar”, sagði Páll. Uppblástur, eldgos og mengun Ef uppblásturinn i veröldinni, i Afriku og i Asiu, og jafnvel á Is- landi, verður til að endurkasta sólarljósinu frá jörðinni, hlýtur fleira að hjálpa til við þá þróun. Bryson bendir á það mikla magn smákorna sem berist út i andrúmsloftið við eldgos. Hann reynir jafnvel að færa sönnur á, að jörðin hafi kólnað i réttu hlut- falli við fjölgun eldgosa á siðari timum. Og maðurinn bætir um betur. Uppblástur er af hans völdum að nokkru leyti, en það er hin gifur- lega iðnaðarmengun lika. Hvers kyns óhreinindi, eituragnir verk- smiðja, berast i miklum mæli út i andrúmsloftið daglega. Þessar agnir hljóta að hafa sin áhrif — og sá góði Bryson er lika á þvi. En kannski er varhugavert að lita á skoðanir Brysons sem sið- asta orðið I þessum efnum. Island vinsælt meðal veðurfræðinga Islands er oftlega getið i skrifum erlendra veðurfræðinga, og i þvi sambandi er oft vitnað I athugan- ir islenskra veöurfræðinga og annarra náttúruvisindamanna. Bryson, sem að ofan var nefnd- ur, hefur t.d. sérstakt dálæti á at- hugunum á heyafla islenskra bænda með tilliti til hitastigs á umliönum öldum. Skýringin á þessum áhuga er sú, aö tsland er staðsett á þeim hluta norðurhvelsins, þar sem hitabreytinga gætir áberandi mikið. Ef jörðin kólnar, þá finn- um við það á okkur hér. M.a. með þvi að dregur úr grassprettu, haf- is kemur nær landi o.s.frv. Að lesa í jökla og mýrar Það er hægt að komast að raun um, hvernig veðurfar hafi verið fyrr á öldum með þvi að greina isótópa jökuliss. í sérprentun úr bókinni Hafisinn, sem Almenna bókafélagið gaf út fyrir nokkrum árum, segir svo i grein Páls Berg- þórssonar:„A fyrri hluta 12. aldar þroskast korn á hverju ári á Reykhólum, þó að ekki sé hægt að segja sömu sögu frá tilraunastöð landbúnaðarins þar á mildasta áratugnum eftir 1930. Flestum er- lendum loftslagsfræðingum ber saman um, að viðtæk kólnun hafi orðið á norðurhveli nálægt 1200. Jöklar gengu fram i ölpum og Alaska, og talið er, að i fjalllendi Bandarikjanna hafi orðiö mikil röskun á búsetu Indiána vegna loftslags. Hér á landi verður um þetta leyti mikil efnaleg hnignun, eins og sagnfræðingar hafa bent á. Eitthvert órækasta vitnið um þessar loftslagsbreytingar eru þó nýjar rannsóknir, sem gerðar hafa veriö á súrefni i jökulis frá Norðvestur-Grænlandi. Samkvæmt þeim er lofstlag milt þar I landi fram á seinni hluta 12. aldar, furðu likt og kem- ur fram á linuritum minum, en kólnar þá skyndilega. Siöan helst það yfirleitt svipað fram yfir miðja 19. öld, en kólnar þá á ný... Þetta var úr Hafisnum, og Páll kom þar aöeins inn á rannsóknir á súrefni i jökulis. Hann benti okk- ur einnig á aðra aðferð visinda- manna viö að ákvarða hitastig. Fræ trjáa geymast vel gegnum aldir i mýrum. Visindamenn hafa nokkuð gert af þvi, að grafa fræ upp i mýrum og kanna þau. Fræin liggja I aldurslögum — það er mikið um fræ, þegar hlý timabil ganga yfir, en litið, ef kalt hefur verið. Þannig er hægt að gera sér grein fyrir veðurfari fyrri alda. En þýðir að spá fram i timann? Það er kannski i lagi að spá is- öld — ef við segjum að isöld verði komin eftir svo sem 100 eða 200 ár. Þá erum við áreiðanlega kom- in undir græna torfu eða hvitan jaka. Heitt á Spitzbergen Páll Bergþórsson: Þróun veör- áttu og breytingar á veðri eru flókin mál að rýna i, og mörgum hættir til aö skýra þau á of ein- faldan hátt. En það er kannski óhætt að benda á eitt atriði. Hitabreyting- ar finnast fljótlega hér á landi. Og það viröist vera nokkur samsvör- un i hitabreytingum hér og norður á Spitzbergen. Ef hitastig lækkar á Spitzbergen og er undir meðal- lagi um langa hriö, þá lækkar hiti einnig hér. Breytingin hér kemur um þremur árum á eftir Spitz- bergen. Nú hefur hiti farið hækkandi norður þar siöustu árin. Og ef þessi samsvörun heldur áfram, þá ætti þeirra hlýinda, sem þar hafa verið, að gæta hér næstu ár. Straumar í lofti og legi „Góðu árin eru að baki” grétu þeir hjá Spiegel i Þýskalandi um daginn, og voru handvissir um að isöld færi i hönd. Þeir vitnuðu m.a. i Bryson þann sem hér var sagt frá og fleiri svartsýna veður- fræðinga. Hafisinn tekur sunnar nú en áð- ur. Portúgalir hafa rekist á jökla þar suðurundir þvi suðlæga landi, og það verður með öðru t41 að setja hroll að Þjóðverjum. En hvað veldur veðurfars- breytingum? Uppblástur, meng- un og eldgos — já, en það verður vist að taka ótal margt annað með i reikninginn. Hafstraumar hafa sannarlega sitt að segja. Við urðum, tslend- ingar, áþreifanlega varir við þær breytingar sem urðu á högum okkar, þegar hafisinn lagðist að Norðurlandihér um árið. Það var rétt um sama leyti að sildin hvarf okkur. Skyndilega hætti þessi nytjafiskur að koma að landinu, en Norðmenn héldu áfram að drepa hana norður i hafi. Hvað olli? Ofveiði? Breyting á hafstraumum hefur án efa átt sinn þátt i þvi að færa isinn að landinu — og sú breyting hefur jafnframt valdið einhverj- um grundvallarbreytingum á iifsháttum sildarinnar — og i ráð- leysi hefur hún sveimað noröur frá landinu og inn I norskar sild- arnætur lengst norður i Ballar- hafi. Veöurfarsbreytingar i hernfföarskyni Undanfarin ár hefur nokkuð verið rætt um hugsanlegar breyt- ingar, sem menn gætu framið á veðurfari vegna hernaðar. Sovét- menn og Kanar hafa jafnvel gengið svo langt að gera með sér einhvern samning þar að lútandi. Við spurðum Pál Bergþórsson, hvort hann teldi liklegt að menn gætu breytt veðurfari i heiminum skyndilega. ,,Já,” sagði Pall, „eflaust er það hugsanlegt, en þá aðeins á af- ar takmörkuðum svæðum Og viö skulum bara vona að Amerikanar og Rússar taki ekki upp á þvi að senda hvorir öðrum lægðardrög og hæðarsvæði yfir Atlantshafið — við gætum orðið fyrir truflun- um hér. Og hver veit nema Brés- néf hefði áhuga á að láta eldi og brennisteini rigna yfir Keflavik- urherstöðina, i hefndarskyni fyrir langæ frost innan Kremlarmúra i mai. — GG Valda þurrkarnir I Afrfku miklu um kólnun jarðarinnar? Sumir frreöimenn eru á þvi — uppblásturinn endurvarpar geislum sólarinnar frá jöröinni. Rætt við Þorstein Vilhjálmsson, eðlisfræðing, formann Reykjavíkurdeildar Norræna sumarháskólans Samskipti og gagn rýn i Dagana' 1.-10. ágúst var haldið i Umeá i norðanverðri Sviþjóð sumarmót Norræna sumarháskólans (NSH). Blaðið hitti ný- lega að máli formann Rey k j a vikur deilda r NSH* Þorstein Vil- hjálmsson eðlisfræð- ing, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. — Tókú margir tslendingar þátt i sumarmótinu að þessu sinni, Þorsteinn? — Við vorum samtals átta. Auk min voru þarna Björn Ste- fánsson búnaðarhagfræðingur, Hrafn Hallgrimsson arkitekt, Páll Skúlason bókavörður, Rannveig Jónsdóttir kennari, Vikar Pétursson rafmagnsverk- fræðingur, Vilborg Harðardóttir blaöamaður og Vilborg Sigurð- ardóttir kennari. Þátttakendur voru samtals á þriðja hundrað. — Hver er tilgangur sumar- háskólans? — Tilgangurinn er i stuttu máli sá að stofn-a til samskipta menntamanna úr mismunandi greinum og auka gagnrýninn skilning þeirra á sameiginleg- um visindalegum vandamálum. Aðferöir visindanna eru krufnar til mergjar, sem og staða þeirra i samfélaginu. NSH hefur oft- sinnis fitjað upp á rannsóknum á nýjum sviðum, sem hafa siðan verið tekin upp sem kennslu- greinar við hefðbundna háskóla. —Geta aðeins menntamenn tek- ið þátt i starfinu? — Nei, þátttaka stendur öll- um til boða, sem geta haft gagn af henni og lagt eitthvað af mörkum. Til að mynda hafa verkamenn tekið þátt i náms- hópum, sem hafa fjallað um sögu verkalýðshreyfingarinnar og um umhverfi á vinnustöðum, og skilst mér að það hafi gefist vel. — Er þetta þá ekki býsna óvenjulegur háskóli? — Jú, það er vist óhætt að fullyrða, að hann á sér ekki margar hliðstæður. M.a. hefur hann engan fastan samastað, nema ef við tinum til skrifstofu- kytru i Kaupmannahöfn. Starf- semi hvers árs fer þannig fram, að fyrst eru valin kringum 10 verkefni. Staðardeildirnar, sem eru 20 talsins um öll Norður- lönd, ákveða hver þessara efna þær taka á dagskrá hjá sér. í byrjun árs eru svo settir á lagg- irnar námshópar um þau efni á viðkomandi staö. Hópar sem fást við sama efni á mismun- andi stöðum hafa siðan bréflegt samband sin á milli eftir föng- um og nokkrir menn úr hverjum slikum hópi koma saman á sumarmótinu og bera saman bækur sinar. A haustin eiga hóparnir svo að draga saman niðurstöður sinar, en sumir halda þó áfram meö sama efni næsta ár. — Við getum sagt aö þetta sé I grófum dráttum, þungamiðj an i starfseminni, en auk þess eru haldnar sérstakar ráðstefn- ur, seminör o.þul. um ákveðin efni. — Hvernig er aflað fjár til starfseminnar? — Fyrst er þess að geta, aö allt námshópastarfið er ólaunað og NSH hefur engan fastan starfsmann nema fram- kvæmdastjóra og starfsfólk á skrifstofu. Helstu útgjaldalið- irnir eru þvi ferðalög, póstur og simi og fjölritun og prentun. Til skamms tima veitti hvert Norö- urlandanna um sig fé á fjárlög- um til sumarháskólans. Eftir að Norræna menningarmálaskrif- stofan i Kaupmannahöfn kom til sögunnar, er einni fúlgu veitt til hennar, og hún skiptir henni siö- an milli hinna ýmsu samnor- rænu menningarmálastofnana. Fjárveitingin frá þessari skrif- stofu er þvi nær eina tekjuiind NSH. — Mig minnir að ég hafi ein- hvern timann séö eitthvaö talaö um fjárhag sumarháskólans i blööum — getur það verið rétt? — Já, það kemur heim. Málið er það, að fjárveitingin hefur verið skorin ótæpilega niöur. 1973 nam hún einni miljón danskra króna, en á þessu ári fær NSH hálfa miljón i eiginlega fjárveitingu frá menningar- málaskrifstofunni en auk þess 300þúsund af ráðstöfunarfé nor- rænu ráöherranefndarinnar. 1 tillögum skrifstofunnar fyrir næsta ár er svo aöeins gert ráö fyrir hálfri miljón danskri. — Hvernig stendur á þessum niðurskuröi? — Ja, nú ættirðu kannski að spyrja einhverja aðra en mig, en ég veit þó, að fyrir nokkrum árum urðu nokkur blaðaskrif á Norðurlöndum um sumarhá- skólann. Það voru einkum ihaldssamari stjórnmálamenn i Danmörku, sem gengu þarna fram fyrir skjöldu og gagn- rýndu verkefnaval NSH, sem þeir töldu bera fullmikinn keim af marxisma. Fyrsti niður- skurðurinn mun hafa verið gerður undir áhrifum frá þess- um blaðaskrifum, en samtimis var sett niður sérstök nefnd með einum fulltrúa frá hverju Norð- urlandanna til að gera úttekt á starfsemi NSH. Fulltrúi Islands i nefndinni var Guðaugur Þor- /aldsson núverandi háskóla- rektor. Þessi nefnd kynnti sér starf sumarháskólans allræki- lega og skilaði skýrslu i júni s.l. þar er aö finna hlutlæga og hleypidómalausa lýsingu á NSH, og niöurstöður og tillögur nefndarinnar eru býsna jákvæð- ar. Það skýtur þvi nokkuð skökku við, að embættismenn menningarmálaskrifstofunnar skuli leggja til, að haldið verði áfram að skera fjárveitinguna niður, enda minnast þeir hvorki á úttektarnefndina né álit henn- ar I greinargerð fyrir tillögum sinum. — Að lokum Þorsteinn: Tel- urðu starfsemi sumarháskólans eiga sérstakt erindi við okkur Islendinga? — Já, ég tel hiklaust að gagn- rýnir islenskir menntamenn og aðrir, sem hafa áhuga á mark- miði NSH eins og ég lýsti þvi lauslega hér i byrjun, ættu aö hugleiða hvort þeir hefðu ekki bæði gagn og gaman af þvi að veita sér smáhvild frá lifsþæg- indakapphiaupinu til að taka þátt i námshópastarfi og kynn- ast þvi sem er að gerast eða verið er að ræða úti i heimi um hin ýmsu mál sem NSH tekur upp. Okkur íslendingum hættir annars til að einangrast hér úti i miöju hafi, þannig að við getum i hæsta lagi fylgst með á ein- hverju þröngu sérsviði. Auk þess veita sumarmótin ágætt tækifæri til að stofna til per- sónulegra kynna. — Mér er ekki kunnugt um neitt form norræns samstarfs, sem er jafnvænlegt til árangurs og það sem Norræni sumarhá- skólinn hefur valið sér. Evrópuráöstefna skáta 1974 Fyrsta til sjötta september n.k. veröur Evrópuráðstefna skáta haldin hér á landi, nánar tiltekið á Hótel Loftleiðum. Ráðstefnu þessa munu sækja um 200 erlend- ir þátttakendur frá um 20 Evr- ópulöndum, auk fulltrúa héðan frá islandi. Þetta verður i fyrsta skipti sem Evrópuráöstefnurnar verða bæði fyrir drengja- og kvenskáta, en þar til nú hafa þessar ráðstefnur verið aðskildar, eftir kynjum, enda aðeins um helmingur land- anna, sem hefur einhverja telj- andi samvinnu milli kven- og drengjaskátabandalaga. Hér á Islandi hafa skátar verið i sameiginlegu bandalagi s.l. 30 ár, eða lengur en i nokkru öðru landi. Er það meðal annars ástæðan til þess, að þessi fyrsta sameigin- lega Evrópuráöstefna er haldin hér á landi. 1 samræmi við uppbyggingu ráðstefnunnar, þá verður megin- viðfangsefni hennar annars veg- ar: „Hvernig getur skátastarfið bestkomið til móts við aðkallandi þarfir unglinga i Evrópu?” og hinsvegar: „Sameiginleg mennt- un og samstarf kynjanna”. Af öðrum viðfangsefnum ráðstefn- unnar má nefna: Skátastörf með- al afbrigðilegra hópa, Uppbygg- ing i nýjum bæjarhverfum og sambandiö milli landanna i Evr- ópu. Auk beinna fundarstarfa munu ráðstefnugestir heimsækja skáta i starfi i skátaheimilum hér i Reykjavik og næsta nágrenni, og fara i ferð um Suðurlandsundir- lendið, meö viðkomu á Úlfljóst- vatni, sem miðstöð fyrir foringja- þjálfun og sem útivistarsvæði fyrir skáta. Eitt kvöldið verður öllum þátt- takendum ráðstefnunnar boðið á islensk heimili til kvöldverðar og kynningar. Einnig munu ráðstefnugestir þiggja boð opinberra aðila og fara i skoðunarferð um Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.