Þjóðviljinn - 25.08.1974, Síða 11

Þjóðviljinn - 25.08.1974, Síða 11
Sunnudagur 25. ágdst 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Poppflokkurinn Pelican ásamt meðreiðarsveinum. Frá vinstri: Björgvin Gislason, ómar óskarsson, As- geir Óskarsson, Hlöðver Smári Haraldsson, Pétur Kristjánsson, Jón Ólafsson og Kristján Guðmunds- son. Pelican heldur hljóm- leika í Austurbæjarbíói A miðvikudaginn verða haldnir miðnæturhljómleikar I Austur- bæjarbiói og hefjast þeir kl. 23.30. Það er poppflokkurinn Pelican sem þar treður upp og fiytur hann þar lög af væntanlegri plötu sinni ásamt öðrum nýjum og gömlum lögum. Hljómsveitin Pelican er skipuð eftirtöldum mönnum: Asgeir Óskarsson lemur húðir og önnur slagverk, Björgvin Gislason leik- ur á gltar, pianó og fyrirbærið „mini-moog synthesizer” sem er rafknúin hljóðvél, Jón Ólafsson leikur á bassa og tekur lagið, Ómar Óskarsson leikur á gitar og syngur og Pétur Kristjánsson er aðalsöngvari hópsins. Á hljómleikunum fá þeir liðs- auka og eru það þeir Hlöðver Smári Haraldsson úr hljómsveit- inni Islandiu sem leikur á áður- nefndan moog og Kristján Guð- mundsson sem lék i hljómsveit- inni Bravó frá Akureyri en hún var við lýði á sokkabandsárum poppsins hér á landi. Hljómleikunum er skipt i tvennt og heitir sá hlutinn sem fluttur verður fyrir hlé ,,1 ró og næði”. Þar flytja þeir félagar ellefu lög og eru sex þeirra af væntanlegri breiðskifu flokksins sem á að heita Uppteknir. Eitt lag er af plötu sem hljómsveitin Náttúra gaf út fyrir tveimur ár- um eða svo og heitir Magic Key. Afgangurinn er ný lög. Eftir 20 minútna hlé tekur við „Meira fjör” en þá verða flutt niu lög. Eitt þeirra er af Magic Key, fjögur af Uppteknir en afgangur- inn hefur ekki veriðfestur á skifu. 011 eru lögin eftir meðlimi flokks- ins að undanteknum Sprengisandi Kaldalónsjer þeir félagar hafa út- sett. Af þeim félögum er Ómar Óskarsson afkastamestur i laga- samningu og á hann alls tiu lög á hljómleikunum. Björgvin kemur fast á hæla honum með sjö,og svo eiga þeir Asgeir og Jón sitt lagið hvor. Um hljóðstjórn á hljómleikun- um sér gamalkunn hetja úr popp- heiminum, Sigurður Arnason, sem lengi lék á bassa I Náttúru og öðrum merkum hljómsveitum, sem horfnar eru af vettvangi. Þorvaldur Helgason hefur yfir- umsjón með öllum tækjabúnaði, sem er ósmár, og Pjetur Maack sér um sviðsskreytingu. Sá sem heldur um spottana og „arran- sjerar” hlutunum er Ómar Valdi- miarsson blaðamaður. Þess má geta að miðaverði er mjög stillt i hóf ef borið er saman við nýaf- staðna og umdeilda hljómleika Nazareth. Kosta þeir 600 krónur og fást I bióinu. Hljómleikar þessir verða að teljast til jákvæðra tiðinda úr poppheiminum, enda Pelican ef- laust ein albesta hljómsveit landsins á sinu sviði. Mættu aðrir popparar bera gæfu til að feta i fótspor þeirra og lifga upp á hljómlistarlif borgarinnar þvi þaö er mjög sjaldgæft að tækifæri gefist til að hlýða á vandaða popptónlist við góð skilyrði, þ.e.a.s. án þess að tónlistin þurfi að standa i hörkubaráttu við glasaglaum og fylleriislæti á öldurhúsum borgarinnar. —ÞH i ■ »ir ,1 f nk w W i ®Sl|I i Aðstandendur Light Nights. Frá vinstri: Ingþór Sigurbjörnsson, Kjartan Eggertsson, Kristln Magnús Guðbjartsdóttir, Simon ívarsson, Ingibjörg Snæbjörnsdóttir sem sér um ljósabúnað og Halldór Snorra- son framkvæmdastjóri. Light Nights að hœtta Eins og komið hefur fram í fréttum hefur hóp- ur fólks, leikara og tón- listarmanna, boðið erlend- um ferðamönnum upp á sýnishorn íslenskrar menningar f lutt á ensku að Hótel Loftleiðum í sumar og fjögur sumur þar áður. Ganga þær undir nafninu Light Nights. Nú fer sýningum þessum að fækka og verða þrjár þær siðustu á mánudag, þriðjudag og mið- vikudag. Sýningarnar eru i ráð- stefnusal hótelsins og hefjast klukkan 21. I þessum sýningum koma fram þau Kristin Magnús Guðbjarts- Framhald á bls. 13 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNAR óskast á Blóðmeinafræðideild og á mein- efnafræðideild RANNSÓKNA- STOFU spitalans frá 1. október n.k. eða eftir samkomulagi. U m er að ræða stöður i 6 mánuði með mögu- leika á framlengingu. Umsóknar- frestur er til 20. september n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, simi 24160. MEINATÆKNIR Óskast á RANNSÓKNADEILD spitalans frá 1. október n.k. eða eftir samkomu- lagi. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, simi 24160. AÐSTOÐARLÆKNIR óskast við Taugalækningadeild nú þegar, eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, simi 24160. RITARI (læknaritari) óskast til starfa á BARNASPÍTALA HRINGSINS helzt frá 3. september n.k. eða eftir samkomulagi. Stúdentspróf eða sambærileg menntun ásamt góðri vélritunar- kunnáttu nauðsynleg. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri, simi 11765. AÐSTOÐARMATRÁÐSKONA óskast til starfa i eldhúsi spitalans nú þegar eða eftir samkomulagi. Húsmæðrakennaraskólamenntun eða önnur sambærileg menntun nauðsynleg. Upplýsingar veitir matráðskonan, simi 24160. STARFSSTÚLKUR óskast til starfa i eldhúsi spitalans. Vinnutimi frá kl. 9.00 — 15.00. Upplýsingar veitir matráðskonan, simi 24160. RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS: AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa á liffærameinafræðideild nú þegar eða eftir samkomulagi. Upp- lýsingar veitir yfirlæknir, simi 19506. KLEPPSSPÍTALINN: FÓSTRA óskast til starfa á DAG- HEIMILI fyrir börn starfsfólks spitalans. Upplýsingar veitir for- stöðukona spitalans, simi 38160. STARFSSTÚLKA óskast til starfa á DAGHEIMILINU. Upplýsingar veitir forstöðukona spitalans, simi 38160. Reykjavik, 23. ágúst 1974. SKRIFSTOFA RIKISSPÍTALANNA EIRlKSGÖTU 5, SÍM111765

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.