Þjóðviljinn - 25.08.1974, Qupperneq 14
14 StÐA — ÞJ6ÐV1LJINN Sunnudagur 25. ágúst 1974.
Gamalt
land
39
Skáldsaga
eftir
J.B. Priestley
leit á Tom. — Ég á heima óraveg
héöan — i Hampstead, ef þú veist
hvar þaö er —
— Ég veit það ekki, en ég skal
aka þér þangað. Ég er meö bil hér
fyrir utan.
— Gott hjá þér! Þau voru öll
staðin upp og hún haföi þokaö sér
ögn nær stiganum. En hún sneri
sér viö og leit á dr. Firmius. —
Er þetta annars ekki undarlegt
með þessa fööurleit? Ég á viö að
okkur miðar dálitiö, en Tom skil-
ur ekki hvers vegna ég hef áhuga,
og ég skil ekki hvers vegna þú
hefur áhuga. Hvað er það sem þú
skilur ekki?
— Ekkert, sagði dr. Firmius
brosandi. — Eða öllu heldur allt.
En ég vona að okkur hafi öllum
þótt þetta notalegt kvöld.
— Mér þótti það, sagði Tom
með áherslu. — Ég þóttist viss
um að ég væri sjálfum mér nógur,
en um leið og ég get sagt ein-
hverjum frá þvi sem gerst hefur
er eins og annar svipur komi á
það, Kafka-martraðarblærinn
hverfi.
— Við verðum að fara, dr.
Firmius, hrópaði Judý. — Og þú
sem veist allt, veist lika að mér
hefur þótt mjög gaman. Hún
gekk á undan upp stigann.
Allerton-Fawcetinn kom henni
á óvart. — Mér datt ekki i hug að
þú værir maður sem ættir svona
bfl.
— Eiginlega er ég ekki rétta
manngerðin. Hann beið þar til
hann var sestur við hlið hennar.
— Frændi minn Charles — eða
Chas — Adamson dáleiddi mig til
að kaupa þennan bil af kunningja
sinum. Það voru i rauninni kjara-
kaup, þótt ég hafi þá ónotalegu
tilfinningu að ég eigi hann ekki og
maðurinn sem seldi mér hann
hafi ekki átt hann heldur og lög-
reglan kunni að gera hann upp-
tækan á hverri stundu. Jæja, — nú
verðurðu að visa mér á bestu leið-
ina héðan til Hampstead.
— Ég er vist ekki sérlega lagin
við það. En ef ég geri einhverja
vitleysu, getur billinn hæglega
snúið sér i hringi ef með þarf. Þú
ratar héðan til Knightsbridge og
siðan Piccadilly, er það ekki?
Þótt hann þyrfti stundum að
einbeita athyglinni að akstrinum
og hún að rifja upp leiðina, tókst
þeim að skiptast á talsverðum
upplýsingum hvort um annað á
leiðinni. Hann sagði henni stutt-
lega frá ævi sinni i Astraliu, og
hún sagði honum i staðinn að hún
hefði misst báða foreldra sina I
flugslysi þegar hún var tólf ára og
slðan hefði frænka hennar sem
var listmálari tekið hana að sér,
siðan hefði hún fengið styrk til
náms I Oxford, unnið þrjú leið-
indaár á auglýsingastofu (aðal-
lega til að sanna að hún væri ekki
upp á frænku sina komin, sem var
ekki sérlega stöndug lengur), og
hefði nú unnið hjá þessum útgef-
endum, sæmilega haldin, i liðlega
tvö ár. Tom taldist svo til að hún
hlyti þvi að vera tuttugu og sex
eða sjö ára, öllu eldri en hann
hafði haldið. 1 götunni þar sem
hún hafði smáibúð á leigu ásamt
tveimur öðrum stúlkum ( Og þú
getur fengið hana, hafði hún bætt
við), fékk hún hann til að stöðva
bflinn.
— Þetta er ekki stikkorð fyrir
keleri —
— Ég veit það. Við erum búin
að fara framhjá mörgum betri
stöðum. Ég myndi ekki vanmeta
greind þina—
— Enga kennslustofutækni.
Það er nógu bjart hérna og ég vil
að þú takir upp vasabókina þina
eða gamalt umslag og skrifir hjá
þér heimilisfang mitt og sima-
númer, bæði hér og á skrifstof-
unni.
— Ég ætlaði einmitt að stinga
upp á þvi.
— Ástæðan ér sú, hélt hún
áfram festulega, — að mig langar
til að vita hvað gerist ef og þegar
þú færð bréfið frá þessari Hildu
hvaðhún nú heitir og byrjar aftur
að leita að föður þinum. Og þú
mátt ekki minnast einu orði á
neina fjandans bók, ellegar verð
ég bálreið aftur. Ég er bara for-
vitin, það er allt og sumt. Ég er
uppfull af kvenlegri forvitni.
Ekkert spennandi er að gerast
hjá mér þessa stundina, svo að
annað fólk verður að bæta mér
það upp. Nú ætlar þú að gera það
— segja mér framhaldið, er það
Atvinna og íbúð
Sambandið hefur verið beðið að útvega
traustan og vanan afgreiðslumann i kaup-
félagsverslun úti á landi.
Ibúð fyrir hendi.
Upplýsingar gefur Gunnar Grimsson
starfsmannast jóri.
$ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
ekki? Hún lagði höndina á arm
hans.
Tom lofaði þvi og skrifaði siðan
hjá sér simanúmerin tvö og heim-
ilisföngin.
— Ágætt! Ég skal fara út hér.
Ég er viss um að það er móðgun
við bilinn að biðja hann að færa
sig fimmtiu metra leið. Nei —
heyrðu annars! Hvað heitir hótel-
ið þitt? Mér finnst rétt að ég viti
það — ef ske kynni að ég fengi
nýtilega hugmynd handa þér —
eða þú gleymdir loforðinu —
— Ég gleymi ekki loforðum,
Judý. En samt vil ég endilega að
þú vitir hvar mig er að finna. Og
hann sagði henni heimilisfang
sitt. — Þetta er fjarska kaþólskt
hótel og eftir þvi irskt — en ég er
hvorugt — uppfullt af prestum og
guðhræddum gömlum konum.
— Enga fyndni, Adamson —
— Þvi ekki það, Marston? Ekki
býrð þú á gistihúsi. Þú ert á eigin
snærum —
— Siður en svo. Ég bý með
tveim öðrum stúlkum. Og ef þér
finnst ég vera forvitin, þá ættiröu
að kynnast þeim. Það linnir ekki
spurningunum hjá þeim. Og ég
ætla ekki að segja þeim frá þér
eða föður þinum, og þær halda að
dr. Firmius sé i rauninni ungur
sjónvarpsleikari með sitt hár og
óseðjandi ástriðu. Og þvi býð ég
góða nótt, Tom. Þú ert allt öðru
visi en ég hélt. Miklu viðfelldnari.
Bless!
Og það var hún reyndar lfka,
sagði hann við sjálfan sig á leið-
inni heim gegnum neonljósin og
það gaf reyndar til kynna að hann
væri þungsinna og einmana ná-
ungi sem lifði fábreyttu lifi.
Stúlkan var alls ekki óaðlaðandi
— hann hafði meira að segja hrif-
ist af henni þegar hún hlustaði á
frásögn hans af svo mikilli ákefð
— en þrátt fyrir það var þessi sér-
staka blanda af hreinskilni, hort-
ugheitum og ákafri forvitni, ekki
alveg eftir hans höfði.
Ekkert bréf frá Hildu Necker-
son hafði borist næsta morgun, og
hann slæptist þann dag, skoðaði
sig um með hálfum huga. Hann
var i rauninni ekki sáttur við
London og hann vissi að hann yrði
það ekki, fyrr en þessi leit væri á
enda. Honum flaug i hug að
hringja i Judý Marston til að
spyrja hvqrt hún vildi borða
kvöldverð með honum. En senni-
lega væri hún upptekin og auk
þess kynni hún að fá þá hugmynd,
sem var alröng, að hann væri að
eltast við hana, en það datt flest-
um stúlkum i hug alltof fljótt. Og
þess vegna borðaði hann snemma
og fór siðan að sjá kvikmynd sem
hlotið hafði feikna hrós, og hann
varð áð panta miða á og það þótti
honum öldungis fráleitt.
Sautjándi kafli
Hann var kominn snemma á
fæturnæsta morgun, en pósturinn
var siðbúinn og hann var búinn að
borða þegar bréfið kom. En
reyndar voru það tvö bréf, bréf til
hans frá Hildu Neckerson og
afritið sem hún hafði tekið af
bréfi föður hans til hennar. I af-
skekktasta armstólnum I setu-
stofunni rýndi hann fyrst i bréfið
frá föðurnum og gerði sér ljóst
með vaxandi ákafa að þetta hafði
hann komist næst föður slnum
hingað til . Það hafði bersýnilega
verið skrifað á bréfsefni skipsins,
þvi að Hilda hafði afritað bréf-
hausinn samviskusamlega: Blá
Caribba-linan — RMS Coralla. Og
það kom honum að minnsta kosti
úr sjálfheldunni sem hann var
kominn i. Reyndar fól bréfhaus-
inn i sér mun meiri upplýsingar
en bréfið sjálft:
Kæra Hilda,
Mér datt i hug að þú vildir
frétta af mér. Ég skrifa þetta á
(eitthvað) bar I Port of Spain á
Trinidad og ég verð að játa að ég
er dálitið (eitthvað). Þetta er
skemmtiferðaskip og ég var ráð-
inn sem þjónn á siðustu stundu,
vegna þess að þeir voru allt I einu
i mannahraki. Þú skalt ekki öf-
unda mig — það er (eitthvað).
Eftir tólf stunda vinnudag sofum
við fjórtán I afkima innanum
gufupipurnar og helmingi yngri
náungar en ég eiga bágt með að
sætta sig við það. Fyrsta langa
ferðin mín — og sú siðasta! En
þegar búið er að borga mér i
Avonmouth, ætti ég að eiga eitt-
hvað i pokahorninu meðan ég
leita mér að nýrri vinnu, ef til vill
fyrir vestan. Þér er kannski ná-
kvæmlega sama — ekki lái ég þér
það vina min — en mér liður