Þjóðviljinn - 04.10.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.10.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Oreigaskáld í akademíunni hlutu Nóbelsverðlaun 1974 Þeir Eyvind Johnson og Harry Martinson eru báðir aldamótamenn (fæddir 1900 og 1904) og koma fram um 1930 í bókmenntunum innan þeirrar fylkingar sem kölluð var öreiga- skáld. Þar var gjarna að finna sjálf menntaða menn, eins og þeir eru báð- ir, sem gerðu gjarna úttekt á eigin uppvaxtarárum í þroskaskáldsögum, nutu góðs bæði af AAarx og Freud og samtíma módernisma í evrópskum bókmenntum. Kyndari fer í land Harry Martinson er, segir einn gagnrýnandi, frumlegt skáld, fullur i senn með leik og ihygli næmur á það smávaxna og ná- læga en hefur um leið viða útsýn til fjarlægra landa og menningar- svæða og vidda. Hann er alls ekki aðgengilegur, en um leið vinsæll af alþýðu. Harry Martinson fæddist i Suður-Sviþjóð og ólst þar upp við púlsvinnu hjá vandalausum eftir að foreldrar hans hlupu til Ameriku. Þessum tima lýsir hann i Nösslorna blomma (1935) og Vagen ut(1936), sjálfskoðunarriti af þvi tagi sem öreigaskáldum var eiginlegt að skrifa vegna þess að „fátæk börn lifa sterkara lifi en börn yfirstéttarinnar, þvi það er svo margt sem særir þau” — eins og Martinson segir sjálfur. 16 ára fór Martinson til sjós og var kyndari á öllum heimshöfum þar til sjúkleiki rak hann i land 1927. Hann gaf út sina fyrstu ljóðabók, Draugaskip 1929, en það var ekki fyrr en með kvæðasafn- inu Nomad 1931 og Resor utan mál (Ferðir án fyrirheits 1931) og Kap Farvall (1933) að hann lagði lesendur að fótum sér. Þessar gækur geyma myndauðgar og fjörlegar skýrslur og svipmyndir frá öllum heimi, sem höfundur virðist hafa lagt að fótum sér með mögnuðu hugarflugi og orðgnótt. Um leið er i þessum verkum bryddað upp á þvi lifsviðhorfi, að maðurinn eigi að vera förumaður með heiminn allan að vettvangi, láta' hreyfinguna næra sig skilningi og umburðarlyndi og forða sér undan andlegum kulda og ófrjósemi. Sagt er að Harry Martinson nái fullum þroska með kvæða- safninu Passad (1945). Þar dýpkar hann náttúrukennd fyrri bóka. Hann fer með ádeilu á ýmislegt i samtimamenningu, þvi hann er ekki meinlaus maður þótt hlýr sé og velviljaður. Hann leitar að lifslist og lifsspeki og bregður þá fyrir sig kinverskum öldung sem situr i skugga með kyrrlátt bros og mælir með ihugun, kyrrð, leit að jafnvægi. Staðvindurinn, sem bókin er kenn við er vindur hins góða vilja. Skáldsagan Vagen tilKlockrike (1948) heldur áfram með föru- Eyvind Johnson mannstema fyrri bóka — hún segir frá manni sem flosnar upp og fer á flakk. Hann er óvelkom- inn viðast hvar, tortryggður og auðmýktur eins og drengurinn i „Brenninetlurnar blómstra”, en honum tekst að lifa án þess að komast á vald beiskju og haturs, varðveita gleði sina af náttúrunni og góðvild. Geimferðaskáldskapur 1 siálfsmenntun sinni hefur Harry Martinson gjarna leitað til f jarlægra landa, ekki sist Kina hins forna. Um leið hefur hann til- einkað sér heimsmynd nútima- visinda. Þessi samtvinnun forns húmanisma og nýs veruleika kemur fram i frægri ljóðsögu, Ariana,sem út kom 1956 — siðar hefur Karl-Birger Blomdal samið óperu við verk þetta. Með þessu verki byrjar Martinson geim- faraöld i kveðskap. Lýst er ferð með geimskipi frá jörð sem baneitruð er orðin af geislun. A leið til Mars fer geimskipið af braut með sina 8000 farþega innan borðs og stefnir út til hins óþekkta. Huggari og verndari þessa fólks er mima, margslung- ið sjónvarpsapparat sem getur i senn sýnt nútið og fortið. En þetta tæki hefur næmari samvisku en manneskjan, og þvi springur það i loft upp þegar það er að sýna grimmdarlega loftárás á jarð- neska borg. Þá nær óttinn endan- lega tökum á farþegum og brýtur þá niður. Að 24 árum liðnum eru allir dauðir i skipinu sem geysist áfram um kaldan geiminn. Með þessu verki er Harry Martinson bersýnilega að vara við háska framfaranna, tækni samtimans. En um leið, segir skáldið sjálft, eru lesendur leiddir út i liflausan og kaldan geim, til að þeir skynji betur andstæðuna — hve verðmæt eru engi og skóg- ar, einfalt lif, mannleg hlýja. Tilraunamaður Eyvind Johnson er kallaður mestur tilraunamaður meðal ör- eigaskáldakynslóðar. Hann er fæddur i Norður-Sviþjóð og segir i fjögurra binda skáldsögu, Roman Erfiðleikar hjá Panam VVASIIINGTON — Afkoma hins risastóra bandariska flugfélags Pan Anierican Airways er nú 150 miljónum dollara undir þeirri ársáællun sem bandarlska sam- gönguráöuneytið telur þvi hæfi- legl. Samgönguráðuneytið leggur á ráðin um hvernig félagið megi komast út úr erfiðleikunum án rikisstyrkja. Er búist við þvi að út úr þvi komi hækkuð fargjöld og póstgjöld, breyting á flugleiðum og það sem bandarikjamenn kalla að stjórnvöld annarra landa hætti að mismuna Panam (það þýðir væntanlega að Panam skuli hafa sömu aðstöðu til flutninga að íslandi og frá og Flugleiðir — hvernig list forráðamönnum þeirra á það?). Panam sótti nýlega um 10 mil- jón dollara rikisstyrk á mánuði en Ford forseti neitaði að fallast á það. Félagið segist verða fyrir 70 miljón dollara tapi i ár og þarfn- ast 50 miljón dollara viðbótar- hlutafjár. Harry Martinson — myndirnar eru frá upphafi frægðarferils þeirra. om Olof.frá uppvaxtarárum sin- um við skógarhögg, elda- mennsku, pipulagningar og sjálfsnám .t byrjun þriðja áratugs fór Johnson á „fylliri” i evrópsk- um samtimabókmenntum — lærði mikið af Joyce, Gide og Proust. Sögur hans frá þeim tima eru fremur bölsýnn vitnisburður um mannlegan ófullkomleika i ýmsum myndum. I þeim fer all- mikið fyrir „eintali sálarinnar”, þar sem reynt er að likja eftir duttlungafullum sveiflum vit- undarlifsins. Um og eftir 1930 fer meira fyrir gagnrýninni skoðun þjóðfélagsins, og þegar liður á þann áratug reynir hann að gera upp við sig, hvort valdbeiting sé réttlætanleg og svarar þeirri spurningu játandi: Byssustingur- inn getur bjargað frelsinu, sé hann i réttum höndum. Nútiö og fortíð Eitt sérstæðasta verk Johnsons er Krilon, sem kom út i þrem bindum á striðsárunum. 1 breiðri samtiðarlýsingu með fjölbreyttu persónusafni kannar Johnson af- stöðu landa sinna til striðsins, andstöðu við einræði og aðlögun að þvi. 1 ,, StrSndernas svall” (1946) segir hann hina fornu sögu um Ódysseif á sinn hátt, söguna af hermanninum sem snýr heim i breytta veröld. Hjá honum er Ódysseifur orðinn sjálfsgagn- rýnin vangaveltumaður, fullur af efasemdum og óróleika og þar með maður okkar tima. 1 nokkrum næstu skáldsögum sinum fylgir Eyvind Johnson eftir af vaxandi lærdómi og sálfræbi- legu innsæi þessu viðfangsefni: sambandi nútiðar og fortiðar. í Molnen över Metapontion (1957) er vettvangurinn að verulegu leyti Suður-ltalia og sagt frá tíð- indum ýmist úr samtimanum eða siðan fyrir 2300 árum. Og það er komið fram við manneskjuna af sama miskunnarleysi þá og nú — en heldur ekki meir. Niðurstaða höfundar er sú, að frelsi, öryggi og ást mannsins eru ávallt i hættu, og það er alltaf jafn erfitt að lifa af án þess að forherðast. 1 Livsdagen láng (1964) er leikið mjög á þá strengi, að láta sömu persónur og aðstæður koma fram á ýmsum timaskeiðum — það er fjallað um timaleysið i stöðu mannsins, og hvernig skáld megi ná tökum á þvi. Eyvind Johnson hlaut fyrstur manna bókmennta- verðlaun Norðuriandaráðs árið 1962. Þeir Harry Martinson eru báðir meðlimir Sænsku akadem- iunnar, svo að ekki fara peningar Nóbels langt út úr húsi að þessu sinni. Á.B. tók saman. NETWEIGHT 220GRAM. FISHWEIGHT 150GRAM. IN WINt SAUCt ICEIANDIC MATJES HERRING FILLET PACKED BY THE STATE CANNING F Gaffalbitar og síldarflök Sérstök gæöavara NET WEIGHT 3 */4 02. FtSHWEIGHT 3 02. HERRING TID BITS PACKfcD 8Y THE STATI CANNINO FACTORY Húseiningar hf. Siglufirði AUGLÝSA Örfá hús af þessa árs framleiðslu teljast enn laus, og enn er hægt að komast inn í fyrstu annir ársins 1975. Mikið efni fyrirliggjandi. Hringið — komið — sjáið. Símar 96-71161 og 96-71676 Upplýsingabæklingar sendir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.