Þjóðviljinn - 04.10.1974, Side 9
Föstudagur 4. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Kristján Pétursson, Skriðnafelli, Barðaströnd:
Alvarleg vanhöld á greiðslu
tekjutryggingar og ellihfeyris
Geta embœttismenn neitað öldruðum um lögboðinn rétt?
Svipt 50—60 þús. á ári
Kem ég þá að viðskiptum min-
um við umboð Tryggingarstofn-
unar rikisins á Patreksfirði. Nú
snemma i sumar sótti ég um
þessa viðbótargreiðslu, tekju-
trygginguna, fyrir hönd móður
minnar, Valgerðar Jónsdóttur,
sem er 68 ára gömul, og er orðin
lúin og slitin af erfiðum lifsdög-
um. Hún er ekkja, sem baslar enn
við búskap, ásamt Marteini syni
sinum, sem bæði er heyrnarlaus
og mállaus. Tekjur Valgerðar
móður minnar voru á siðasta ári
rúmlega kr. 86.000,-, og er þá ein-
falt reikningsdæmi samkvæmt
þeim reglum, sem i gildi eru, og
ég lýsti hér áðan að finna út, hvað
Hœgri sveifla í Iðnó
Leikárið að hefjast: Strindberg,
Mrozek og Claes Anderson
á verkefnaskránni
Er umboð Trygging-
arstofnunar rikisins á
Patreksfirði fært um að
gegna sinu hlutverki?
Þetta er spurning,
sem ég tel fyllstu ástæðu
til að fleiri en ég hugleiði
eftir þá reynslu, sem ég
og fleiri hafa haft af
samskiptum við þetta
tryggingarumboð.
Á árum vinstri stjórnarinnar
var tekjutryggingu komið á og þá
hækkaði elli- og örorkulífeyrir
verulega, svo sem öllum er kunn-
ugt, frá þvi sem áður hafði verið i
tið viðreisnarstjórnarinnar, er
ekki hugsaði um annað en hags-
muni auðkýfinga og braskara.
Á siðastliðnum vetri meðan
vinstri stjórnin var við völd voru
svo enn sett lög til að tryggja, að
fólkmeð mjög smávægilegar tekj-
ur aðrar en lifeyrisgreiðslur nyti
einnig tekjutryggingarinnar frá
rikinu að minnsta kosti að hluta
til auk almenns ellilifeyris.
henni ber á mánuði i viðbótar-
greiðslu við almenna ellilifeyr-
inn, þe.e sem tekjutryggingu.
Niðurstaðan úr þvi dæmi get-
ur ekki orðið önnur en sú, að
henni beri um kr. 4700,- á mánuði
I viðbótargreiðslu. Ég sendi á sin-
um tima i vor umsóknina um
greiðslu tekjutryggingar, vegna
móður minnar, suður til Trygg-
ingarstofnunarinnar, og kom hún
fljótlega þaðan til umboðsins á
Patreksfirði. Þar var umsóknin
siðan söltuð i 8 vikur og að lokum
synjað.
En ég ætla að lofa þessu góða
fólki, sem ber ábyrgð á synjun
tryggingarumboðsins, þvi, að ég
er ekki búinn að gefast upp. Það
er ekki nóg, að sitja bara i finum
stólum og klæðast fögru skarti.
Sliku fylgir ekkert vald til að
draga fólk i dilka eftir geðþótta,
og það er vægast sagt harla litil-
mannlegt að ráðast þar á garðinn
sem hann er lægstur.
Umboðsmaðurinn
og hreppstjórinn
Reyndar er ekki nóg með það,
að þessir herrar neiti móður
minni um þá viðbótargreiðslu,
sem hún á rétt á sem tekjutrygg-
ingu, þvi hún hefur heldur ekki
féngið greiddan sinn almenna
ellilifeyri nú i tvo mánuði, en
hann hefur áður verið greiddur
mánaðarlega. — Og nú metast
þeir á um það, umboðsmaður
trygginganna og hreppstjórinn,
hvor þeirra eigi að borga út pen-
ingana.
Persónulega þekki ég hins veg-
ar hreppstjórann, Bjarna
Hákonarson i Haga svo, að ég trúi
iflappamarkaður ”
á vegum kvennadeildar Slysavarna-
félagsins í Reykjavík um næstu helgi
þvi ekki, að ellilifeyrir móður
minnar hafi komið i hans hendur
án þess að fást greiddur út.
En það eru fleiri en Valgerður
móðir min, sem eiga i brösum
með að fá greitt það sem þeim ber
hjá umboði Tryggingarstofnun-
arinnar á Patreksfirði. Ég þekkti
t.d. fólk, sem ætlaði i smávægi-
legt sumarferðalag, og kom i um-
boðið til að fá bætur sinar greidd-
ar þrem dögum eftir bóta-
greiðsludag. Svörin sem fengust
voru á þá leið, að komið væri
fram yfir bótagreiðsludag og eng-
irpeningar til. Þetta fólk varð svo
að biða i heilan mánuð til að fá
gert upp fyrir næsta mánuð á
undan. Allar örorkubætur á að
greiða strax I janúar samkvæmt
almennum reglum, en á Patreks-
firöi er ekki byrjað að borga þær
fyrr en i febrúar, svo að þeir, sem
rétt eiga til þeirra, eiga þá vist að
svelta i heilan mánuð, ef ekki
lengur.
Ég vil spyrja þá herra, sem
þarna ráða, hvort þeir væru á-
nægðir með, að fá laun sin ekki
greidd i svo og svo langan tima,
en það ættu þeir vissulega að þola
betur en gamla fólkið og öryrkj-
arnir, þarsem laun þeirra eru svo
miklu hærri en lifeyrisgreiðslurn-
ar.
Þá myndi mást af
þeim finasta skartið
Og er það ekki aldraða fólkið,
verkalýðurinn og vinnandi stéttir,
sem búið er að kosta menntafólk-
ið i skólana og koma stólunum
undir marga þá, sem nú sitja i
hægu sæti?
Framhald á 11. siðu.
Þetta er réttur fólks
Almennur ellilifeyrir hefur sið-
ustu mánuðina verið kr. 12.215,- á
mánuði. Auk þess eiga þeir, sem
hafa engar aðrar tekjur, eða
lægri tekjur á skattskýrslu sið-
asta árs en kr. 37.500,-, rétt á við-
bótarupphæð, svonefndri tekju-
tryggingu, sem nemur kr. 6671,- á
mánuði, eða um kr. 80.000,- á ári.
Fari upphæð annarra tekna á
siðasta ári hins vegar fram úr kr.
37.500,- þá skerðist tekjutrygging-
arupphæðin yfir árið um 1000,-
krónur fyrir hverjar 2000,- krón-
ur, sem tekjurnar fara fram úr
kr. 37.500, uns komið er að mark-
inu kr. 197.500,- i aðrar tekjur. Sé
farið fram úr þvi marki fær
gamalt fólk og öryrkjar ekki
lengur greidda neina viðbót við
.almenna ellilifeyrinn, þ.e. fær
ekki greidda neina tekjutrygg-
ingu, þar sem hún er hugsuð sem
aukagreiðsla eingöngu til þeirra
sem verst eru settir og engar eða
hverfandi litlar aðrar tekjur hafa,
t.d. þeir sem auk bóta frá Trygg-
ingarstofnun rikisins njóta lágra
llfeyrisgreiðslna úr lifeyrissjóð-
um verkalýðsfélaganna.
Sem sagt hafi árstekjurnar hjá
bótaþega, aðrar en greiðslur frá
Tryggingastofnuninni farið kr.
10.000,-fram úr kr. 37.500,-og orð-
ið kr. 47.500,- þá lækkar tekju-
tryggingarupphæðin, viðbótar-
greiðslan, um helming þess mis-
munar, þ.e. um kr. 5000,- úr kr.
80.000,-1 kr. 75.000,- og svo koll af
kolli uns komið er niður I núll þeg-
ar tekjurnar eru orðnar svo háar,
eins og áður var sagt.
Eftir sem áður halda menn svo
almenna elli- og örorkulifeyrin-
um, allir jafnt, óháð tekjum, —- en
hann er kr. 12.215,-.
Leikárið hjá Leikfélagi
Reykjavikur hefst i dag, föstu-
dag, með sýningu á tslend-
ingaspjöllum. Vegna stjórnar-
skipta og annarra stórvið-
burða hafa höfundar i samráði
við leikara gert talsverðar
breytingar á verkinu. Og eins
og vænta má er hægri sveifia á
fjölunum einsog i pólitikinni
og Geir tekinn við af óla Jó.
Fyrsta frumsýning vetrarins
verður á ieikriti eftir pólverj-
ann Slawomir Mrozek og fær
það væntanlega nafnið ,,Til-
hugalif” eða „Meðgöngu-
timi”. Þetta er ólikindaleikur
með töluverðu gamni og er
leikstjóri Hrafn Gunnlaugs-
son. Áöur hefur Iðnó sýnt
Tangó eftir Mrozek og Þjóð-
lcikhúsið einþáttunginn á
Rúmsjó i Lindarbæ.
Dauðadansinn eftir Strind-
berg i þýðingu Helga Hálfdán-
arsonar verður jólaviðfangs-
efni Leikfélagsins. Þetta verð-
ur frumflutningur verksins
hér. Helgi Skúlason leikstýrir.
Eftir áramót verður svo sýnt
nýtt leikrit eftir finnska höf-
undinn Claes Anderson. 1 is-
lensku þýðingunni verður þvi
ef til vill valið nafnið „Fjöl-
skyldan” eða „Blindingsleik-
ur”. Verkefni vorsins i Iðnó
eru enn óráðin.
Kassastykkið i Iðnó, Flóin
eftir Feydeau, er ekki útgeng-
ið og verða sýningar á þvi
hafnar innan skamms. Næsta
sýning verður 211. sýningin og
hefur ekkert leikrit verið sýnt
eins oft. Leikrit Birgis Sig-
urðssonar Selurinn hefur
mannsaugu og Kertalog Jök-
uls verða einnig tekin upp að
nýju nú i haust.
Sautján leikarar verða á
samningi hjá LR i vetur, en
nokkrir þeirra meðal annars
Margrét Olafsdóttir og Stein-
dór Hjörleifsson verða i leyfi i
vetur. Margir leikarar LR
fóru i menningarreisur til út-
landa i haust, og er þess vænst
að áhrifa úr þeim kunni að
gæta i sýningum i vetur.
Þorgeir Ljósvetningagoði og fl. undir feldinum á Þingvelli....
Leikararnir á myndinni: Guðmundur, Kjartan og Randver.
I stað hinnar árlegu
hlutaveltu, sem kvenna-
deild Slysavarnafélagsins í
Reykjavík hefur gengist
fyrir sl. 45 ár, ætla
konurnar nú að halda
mikinn og glæsilegan
markað um næstu helgi í
húsi SVFÍ við Grandagarð
í Reykjavík. Markaðinn
nefna þær „Happa-
markað". AAun hann
standa frá kl. 14 til 18 bæði
laugardag og sunnudag.
Þarna er á boðstólnum mikið
úrval af ódýrum fatnaði, bæði
nýjum og notuðum sem konurnar
hafa safnað að sér i sumar og
haust. Verð á fatnaðinum er eins
lágt og frekast má vera.
Eins og marg oft hefur komið
fram hafa konur innan SVFl
unnið ómetanlegt starf I f járöflun
fyrir félagið og má geta þess að af
92 björgunarskýlum SVFl um
landið hafa konur i Reykjavikur-
deild þess gefið 6 þeirra með
öllum útbúnaði auk margs
annars, en það fé sem kvenna-
deildin aflar fer allt til kaupa á
björgunargækjum hjá SVFI. Og
svo mun einnig verða með ágóðan
af „Happamarkaðinum.”
—s.dór
Slysavarnafélagskonur ásamt forseta SVFI að koma varningi fyrir á
„Happamarkaöinum”