Þjóðviljinn - 06.10.1974, Page 1

Þjóðviljinn - 06.10.1974, Page 1
UOWIUINN Sunnudagur 6. október 1974 — 39. árg. 194. tbl. Gjaldeyris- og skattsvik uppá tugi miljóna? íslenskur fararstjóri fullyrðir að íslendingar eigi fasteignir á Spáni í einu dagblaðanna sl. miðvikudag segir Gísli Baldur Garðarsson, sem starfað hefur sem farar- stjóri hjá ferðaskrifstofu á Spáni sl. sumar, að íslend- ingar eigi fasteignir á Spáni. Orðrétt segir Gísli: ið hefði aldrei veitt leyfi til fast- eignakaupa á Spáni. Þar með er það útilokað að þessar fasteignir hafi verið keyptar löglega, nema þvi aðeins að sjómenn, sem fá hluta launa sinna greiddan i erlendum gjald- eyri, séu þeir i millilandasigling- um, hafi náð að nurla þessum gjaldeyri saman til kaupa á fast- eign. Slikt væri sennilega löglegt, en þó þyrftu þeir þá að gefa fast- eignina upp til skatts, vegna fast- eignaskatta. Eins gætu flugmenn, sem einnig fá hluta launa sinna i Framhald á bls. 13 Skyldu einhverjirE Islendingar eiga íbúðir i þessum háhýsum í Torremolinos? 1 m m m t — Nei, ég veit ekki um neinn is- lending sem stundar sjálfstæðan atvinnurekstur á Torremolinos, en aftur á móti er nokkuð um það að þeir eigi þar fasteignir. Og nú verður manni spurn hverjir eru það sem eiga fast- eignir á Spáni, og hvernig gátu þeir eignast þær á löglegan hátt? Með þessa spurningu snerum við okkur til gjaldeyriseftirlits- ins. Þar fengum við þau svör að þar hefði aldrei verið veitt gjald- eyrisleyfi til fasteignakaupa á Spáni. Næst snerum við okkur til ráðu- neytisstjóra fjármálaráðuneytis- ins og þar fengust sömu svör. Fjármálaráðuneytið hefur aldrei veitt leyfi til fasteignakaupa á Spáni og fullyrt var það sama og i gjaldeyriseftirlitinu, gjaldeyrir til sliks hefur aldrei verið veittur. Þá lá næst fyrir að snúa sér til viðskiptamálaráðuneytisins. Þar fengum við þau svör að ráðuneyt- Stórátak ígatna- gerð á Vestfjörðum Fyrir rúmum mánuði hófst fyrsti áfangi að varanlegri gatna- gerð á Vestfjörðum, en 9 sveitar- félög standa að þessari áætlun sem reiknað er með að standi i 5 ár. Vestfirðingar nota malbik en ekki olfumöl eins og viða er notað til þessarar gatnagcrðar. Rúmur mánuður er siðan hafist var handa fyrir vestan, en nokkuð dróst að hægt væri að byrja HANN GÆTIR OKKAR Þetta er Harold G. Rich, aðmiráll á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur um fjögurra mánaða skeið verið æðsti yfirmaður herliðs- ins hér og gætir okkar sem sjáaldurs auga sins, þannig að ekki þurfum við að óttast rússa. Þjóðviljamenn tóku þessa mynd af aðmlrálnum i skrifstofu hans á vellinum, en á baksiðu birtist fyrsti hluti greinaflokks um herinn og áhrif hans á umhverfið. vegna þess að vél sú sem mal- bikið leggur var ekki gerð fyrir þá malbiksblöndu sem nota átti og varð að breyta blöndunni nokkuð. Aætlað er að vinna fyrir Bolungarvik, Flateyri, Þingeyri og Isaf jörð á þessu ári og er þegar lokið við að malbika á þremur fyrsttöldu stöðunum. 1 gær var svo hafist handa um malbikun á ísafirði. Auk þessa hefur verið malbikað fyrir vegagerðina. 1 allt eru það á milli 6 og 7 km. sem malbikaðir verða á þessum fjórum stöðum i haust. Inni þvi er 2,5 km. fyrir vegagerðina, sem m.a. malbikar vegaspottann milli tsafjarðar og Hnifsdals. Fyrir utan þær götur og vegi sem lagt verður á I haust eru einnig malbikuð plön fyrir frysti- hús og fyrir tsafjarðarhöfn. Að sögn Bolla Kjartanssonar bæjarstjóra á tsafirði voru það 9 sveitarfélög á Vestfjörðum sem stofnuðu fyrirtæki sem heitir Atak, og sér um það framkvæmd- ir við þessa varanlegu gatnagerð. Þessi sveitarfélög eru tsafjörður, Súðavik, Bolungarvik, Súganda- fjörður, Flateyri, Þingeyri, Patreksfjörður, Bildudalur og Sveinseyri. Siðan á þetta sam- eiginlega félag 1/9 i Oliumöl h/f sem er fyrirtæki i eign þriggja sveitarfélaga á Reykjanesi, Ataks og 3ja verktaka. Hefur Oliumöl h/f unnið að varanlegri gatnagerð fyrir öll þessi sveitar- félög auk vegagerðarinnar. Bolli sagði að það sem unniö yrði að á þessu ári myndi kosta um 55 miljónir kr. fyrir utan það sem gert yrði fyrir vegagerðina en það kostar um 25 milj. kr. Um siöustu áramót var gerð kostn- aðaráætlun fyrir allt verkið i heild og var þá reiknað með að það myndi kosta 700 milj. en sennilega hækkar þessi tala um 40%, hér er átt við það sem unnið verður fyrir sveitarfélögin 9. Inni þessari upphæð er endurnýjun nauðsynlegra lagna, gangstéttir og malbikun. Þá hefur Atak áhuga á að fá rikið til að malbika flugvelli á vestfjörðum og að fyrirtækið fái það verk auk þess sem það hefur þegar og mun vinna fyrir vega- gerðina. Bolli sagði að vonast væri til þess að öllu verkinu yrði lokið á 5 árum. Sveitarfélögin fá lán úr lána- sjóði sveitarfélaga til þessara framkvæmda og má sem dæmi nefna að þau fá 17 milj. kr. lán- aðar af þeim 55 milj. kr. sem áætlað er að framkvæmdir þessa árs kosti. —S.dór BLAÐIÐ í DAG 1 opnunni: 4. hluti ferðalags -úþ um Siglufjörð — Skagafjörð — Sauðárkrók Bréf frá Kenya Eygló Eyjólfsdóttir skrifar frá Kenya Sjá síðu 4 Vinstristjórn - hcegristjórn Samanburður - sjá síðu 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.