Þjóðviljinn - 06.10.1974, Page 5
Sunnudagur 6. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Samanburður á vinstri og
hœgristjóm í kjaramálum
Þjóðviljinn hefur að undanförnu skrifað mikið um kjara-
málin og samanburð á þeim tillögum sem rætt var um við
vinstristjórnarviðræðurnar annars vegar og hins vegar þeim
ráðstöfunum sem hægristjórnin hefur þegar gert. í þessum
samanburði hefur komið fram það meginatriði, að i tillögun-
um i vinstristjórnarviðræðunum var ekki gert ráð fyrir
neinni skerðingu á launum sem eru um 40 þúsund krónur á
mánuði og þar fyrir neðan. En ráðstafanir hægristjórnarinn-
ar þýða þegar skerðingu allra launa, meðal annars lægstu
launanna, svo og elli- og örorkulifeyris.
Þjóðviljinn birtir hér nákvæmt yfirlit til samanburðar á
þvi sem vinstristjórnin ákvað að gera sl. vor og svo tillögun-
um i vinstristjórnarviðræðunum og hins vegar ráðstöfunum
hægristjórnar innar.
Vinstristjórn — vinstriviðræður
Ráðstafanir vinstri
stjórnar
1. júní 1974 átti kaupgjaldsvisi-
talan að hækka um 15,5 stig eða
sem samsvarar 14,5%. Með bráða-
birgðalögum ríkisstjórnarinnar
frá 21. maí var ákveðið að þessi
hækkun skyldi ekki koma fram á
tímabilinu frá 1. júní til 1. septem-
ber, en jafnframt voru gerðar til-
teknar ráðstafanir til þess að vega
á móti þessari breytingu á kjara-
samningum. Þessar ráðstafanir
voru:
1. Auknar niðurgreiðslur á vöru-
verði sem námu í kaupgjalds-
vísitölu 8,0 stigum eða það sem
hér er nef nt „k-stig"......8,0
2. Verðhækkun sú á landbúnaðar-
vörum sem átti að taka gildi 1.
júní — stafaði af auknum
rekstrarkostnaði i landbúnaðin-
um — kom ekki til fram-
kvæmda og jafngildi í k-stigum
..............................
3. Verðhækkun á landbúnaðarvör-
um, sem einnig hefði komið 1.
júní vegna samsvarandi hækk-
unar á kaupi bóndans og ann-
arra launþega, kæmi ekki fram
— jafngilti: k-stig.........1,8
4. Verðstöðvun skyldi gilda áfram
og þannig komið í veg fyrir
verðhækkanir sem metnar voru
í k-stigum..................3,5
Mótaðgerðirnar (liðir 1-4) því
allsk-stig....................15,5
Það er því sannað samkvæmt
ofanrituðu að bráðabirgðalög
ríkisstjórnarinnar frá í maf höfðu
enga kjaraskerðingu í för með sér
og voru láglaunafólki til hagsbóta
vegna niðurgreiðslnanna á mjólk
og kjöti.
Tillögur í viðrœðunum
um vinstri stjórn
I viðræðunum um nýja vinstri-
stjórn komu fram ýmsar tillögur
um efnahagsmál. Alþýðubanda-
lagið hafði fallist á nokkur atriði
tillagnanna, og hefðu þau haft í
för með sér eftirtaldar hækkanir á
k-vísitölu:
1. Verðhækkanir sem fram voru
komnar og heimilaðar yrðu, k-
stig....................3,5
2. Verðhækkanir vegna 15%
gengislækkunar, k-stig......4,8
3. Dregið úr niðurgreiðslum um
sem svaraði: k-stig.........4,0
Hækkanir alls, k-stig.......12,3
Þess ber að geta að miðað var
við áframhaldandi verðstöðvun
þar sem ekki yrðu heimilaðar
nema óhjákvæmilegar verðhækk-
anir. Áhrif gengislækkunar hlutu
að koma fram á næstu 2-4 mánuð-
um eftir sjálfa breytingu gengis-
ins. Gert var ráð fyrir að dregið
yrði úr niðurgreiðslum í áföngum
og meirihlutinn kæmi ekki fram
fyrr en seint á árinu.
Vegna ofangreindra verðhækk-
ana átti að gera eftirtaldar mót-
ráðstafanir:
1. Hækkun alls kaups upp að 40
þús. á mánuði miðað við dag-
vinnu og tilsvarandi hækkun á
öllu yfirvinnukaupi.........5,0%
(Þessi kauphækkun átti að
koma strax 1. september sl. og
gaf það launamönnum nokkurn
vinning þar sem verðhækkanir
vegna gengislækkunarinnar
hlutu að koma f ram á næstu 2-4
mánuðum).
2. Kauphækkun aftur 1. desember
sem næmi 5% á dagvinnukaup
sömu aðila og í lið 1. Hækkunin
metin sem heildarhækkun við-
komandi launa um............3,8%
3. Fjölskyldubætur skyldu hækka
jafnhliða því að dregið yrði úr
niðurgreiðslum og kjör lág-
launafólks þannig ekki
skert.......................4,0%
Mótráðstafanir alls.........12,8%
Augljóst var af þessu að lág-
launafólk hefði ekki orðið fyrir
neinni kjaraskerðingu samkvæmt
þeim tillögum sem Alþýðubanda-
lagið hafði fallist á í vinstrivið-
ræðunum.
Tillögur þessarvoru miðaðar við
að gilda til 1. mars 1975. Þeim
fylgdi tillaga sem samkomulag
var um þess efnis, að á þessu
tímabili skyldi ekki leyfa aðrar
verðlagshækkanir en þær, sem
beinlínis leiddu af gengislækkun-
inni eða erlendum verðhækkunum.
Fyrir launamenn var þvi ekki um
áhættu að ræða nema á tímabilinu
frá 1. des. til 1. mars, en gert var
ráð fyrir nokkrum hækkunum á
þessum tíma, sem komnar eru inn
í dæmið hér að framan. I tillögun-
um var svo gert ráð fyrir þvi að
færu hækkanir fram yfir tiltekið
mark 1. mars 1975 þá skyldi greiða
þá hækkun að fullu í kaupi.
Hægristjórn
Ráðstafanir hœgri stjórnar
Þessar hækkanir hefur hægri-
stjórnin þegar ákveðið:
1. Gengislækkun 17% — hækkun í
k-stigum...................6,0
2. Hækkun landbúnaðarvara, k-
stig.......................5,7
3. Söluskattshækkun, k-stig...2,8
4. Verðlagshækkanir þegar
ákveðnarog boðaðar, k-stig ....6,1
Hækkanir alls, k-stig..19,6
Fulltrúar stjórnarinnar hafa í
útreikningum sínum reiknað með
enn meiri verðlagshækkunum en
hér eru taldar og ef ast víst enginn
um að svo mun verða.
Mótráðstafanir hægristjórnar-
innar eru sem hér segir:
1. Hækkun láglauna frá l. októ-
ber............................10,0%
2. Væntanleg hækkun fjölskyldu-
bóta..........................1,5%
Mótráðstafanir alls:..........11,5%
Það ætti þvi að vera hverju
mannsbarni Ijóst að bein kjara-
skerðing láglaunafólks samkvæmt
ráðstöfunum hægristjórnarinnar
nemur 8-8,1%, en mun verða 12-
15% hjá launþegum almennt. Taka
ber fram að þessar tölur eru
miðaðar við það sem nú er komið
f ram.
En hversu mikil skyldi kjara-
skerðingin verða um næstu ára-
mót? Ekki er ólíklegt að hún verði
þá 10-12% hjá þeim lægstlaunuðu
og 14-19% hjá launafólki almennt.
Og síðast en ekki síst ber að hafa
það i huga að kaupgjaldsvísitalan
á að vera bundin — hvað sem öll-
um breytingum á verðlagi líður —
fram til 1. júní. Það er þvi vissu-
lega mikill munur á tillögum
vinstristjórnarinnar og ráðstöfun-
um hægristjórnarinnar í kjara-
málum.
Við þetta má svo bæta því að í
viðræðunum um vinstristjórn var
alltaf miðað við það að hluta-
skiptakjör sjómanna yrðu óbreytt
en hægristjórnin hefur ákveðið að
lækka launahlut sjómanna um 900-
1.000 miljónir króna á ári, en það
nemur líklega um 120-180 þúsund
krónum á hvern sjómann á ári.