Þjóðviljinn - 06.10.1974, Síða 6

Þjóðviljinn - 06.10.1974, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. október 1974. Útgefandi: útgáfufélag Þjóðviljans Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 llnur) Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Prentun: Biaðaprent h.f. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson 'IOÐVIUINN . MÁLGAGN SOSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS SÚ ER NÚ SÉRSTAÐA OKKAR Lokun ameriska hermannasjónvarpsins er sannarlega eitt þeirra verka vinstri stjórnarinnar, sem mestu skipta, enda þótt sú lokun hafi átt sér stað skammar- lega seint. Nú er eftir að vita, hvort bandarisk stjórnvöld eigi á næstu mánuðum eftir að hlakka yfir tilmælum frá rikisstjórn og al- þingi islendinga, studdum undirskriftum verulegs hluta islensku þjóðarinnar, — til- mælum um að hafnar verði á ný útsend- ingar til islendinga frá sjónvarpsstöð ameriska hersins á Keflavikurflugvelli, svo að frelsið og menningin megi dafna hjá þessari vesælu þjóð. Þingsályktunartillaga liggur fyrir og undirskriftasöfnun er hafin á vegum Al- berts Guðmundssonar, stórkaupmanns, borgarfulltrúa og alþingismanns Sjálf- stæðisflokksins undir kjörorðinu „Frjáls menning”. Framkvæmdum stjórnar sam- kvæmt frétt i dagblaðinu Visi þrautþjálf- aður undirskriftamaður, sá hinn sami og stýrði annarri söfnun fyrr á þjóðhátiðar- árinu, þegar nær helmingur landsmanna festi nöfn sin á kunna bænaskrá. Við skulum vera við öllu búin. Væntanlega mun ekki standa á undir- skrift núverandi forsætisráðherra lands- ins, Geirs Hallgrimssonar, til stuðnings við frelsið og menninguna, sem stórkaup- menn Sjálfstæðisflokksins ganga nú fram til að verja. Að minnsta kosti hikaði Geir Hallgrimsson ekki við að lýsa persónuleg- um stuðningi sinum við þingsályktunartil- lögu Alberts Guðmundssonar, þegar frelsisunnandi menningarvinir kröfðu hann sagna á fundi i Varðarfélagi Sjálf- stæðisflokksins i haust. Sumir segja að áhrif ameriska her- námsins á íslandi séu ekki ýkja mikil, en við skulum lita okkur nær. Hvað hefðu menn sagt fyrir 23 árum, þegar banda- riski herinn kom hér öðru sinni, um þá spásögn, að innan aldarfjórðungs myndi verulegur hluti þjóðarinnar, með virðu- lega alþingismenn i broddi fylkingar, telja frelsi landsins og menningu þjóðarinnar undir þvi komna, að islendingar gætu sótt sér daglega fræðslu og skemmtun til her- stöðvarinnar? Þjóðviljinn leyfir sér að fullyrða, að enginn islendingur hefði árið 1951 fallist á að taka við hernum, ef hann hefði séð fyrir þá f jarstæðukenndu mynd, sem nú blasir við. Slik er sú meginbreyting, sem orðin er, vegna markvissrar baráttu bandariskra áróðursstjóra og innlendra leppa fyrir hernámi hugarfarsins á íslandi. Það þarf tæplega að taka fram hér, að enda þótt bandarikjamenn hafi herstöðv- ar vitt um heim, þar á meðal i mörgum Evrópulöndum, gæti það hvergi komist á dagskrá i alvöru, að bandariski herinn fengi að varpa út til viðkomandi þjóða eig- in sjónvarpssendingum. Um þetta mun aðeins finnast eitt dæmi i veröldinni, hjá leppstjórninni i Saigon. Tékkóslóvakia er hernumið land, eins og lsland. Þó mun engum þarlendra Sovétvina hafa hugkvæmst að fela rúss- neska hernámsliðinu beint að annast fjöl- miðlun i stórum stil fyrir tékka og slóvaka. Enginn stjórnmálamaður i Vestur-Evrópu myndi dirfast að ympra á hliðstæðri tillögu, hvað sem allri Banda- rikjavináttu liði, — og kenning um að bandariskt hermannasjónvarp á hverju heimili sé skilyrði fyrir frelsi og menningu Evrópuþjóða ætti ugglaust harla erfitt uppdráttar meðal hvaða þjóðfélagshópa sem er, utan íslands. Þannig er þá komið sérstöðu okkar i nú- timanum. Sagt er að sjálfsagt sé að við- halda Keflavikursjónvarpinu, þar sem brátt sé von á sjónvarpi frá gervihnöttum, er nái um allan heim. Vist getur sá timi verið ekki ýkja langt undan, að sjónvarp hefjist frá gervihnöttum, en við skulum vona, að i þeim efnum verði þá ekki um að ræða einokun hermálayfirvalda eins stór- veldis varðandi efnisval, heldur komi til alþjóðleg samvinna eða samkeppni. Fullyrt er að lokun hermannasjón- varpsins frá Keflavik sé slik frelsisskerð- ing að jafngildi banni við innflutningi á er- lendum blöðum og bókum. Hér geta menn að sjálfsögðu flutt inn bækur og blöð, hvaðan sem er úr veröld- inni, menn geta lika hlustað á útvarp hvaðan sem er, og að sjálfsögðu væri ekk- ert nema gott um það að segja, að tæknin gerði mönnum kleift að sjá sjónvarps- sendingar frá öllum löndum heims. En þessu er nú bara ekki til að dreifa hvað sjónvarpið snertir. Þess vegna snýst mál- ið um það, hvort ameriski herinn eigi i raun að hafa við hlið islenska rikisins sjálfs einkaleyfi til sjónvarpsútsendinga á íslandi. Slikt er hliðstætt við það, að auk is- lenska rikisins, væri það t.d. aðeins breski herinn, sem sæi um kvikmyndasýningar á íslandi, aðeins rússneski herinn, sem ann- aðist innflutning á bókum og blöðum hér, og franski herinn eða sá kinverski, sem tæki að sér skólamálin á móti islenska rik- inu. En það gildir nú annað um herinn i Keflavik, — segja Velvakendur Morgun- blaðsins. Hann er þö alltaf „herinn okk- ar”. Og þannig er réttlætingin fundin. Bandariski herinn á sem sagt ekki að vera lengur neinn aðskotahlutur i islensku þjóðfélagi, heldur hluti af okkur sjálfum, eða a.m.k. riki i rikinu. Það er sá boðskapur, sem „Frjáls menning” stórkaupmannanna Alberts Guðmundssonar og Geirs Hallgrimssonar krefst að islendingar játist undir næstu daga og staðfesti eigin hendi með bros á vör. Það er jú þjóðhátiðarár. Þj óðh átiðarlj óð 1974 Ný hljómplata með söngvum Böðvars Guðmundssonar komin út á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga úterkomin hljómplata á vegum Samtaka her- stöðvaandstæðinga og nefnist hún „Þjóðhátíðar- Ijóð 1974". Á henni flytja þeir félagar Böðvar Guð- mundsson og Kristinn Sig- mundsson fimm söngva sem tileinkaðir eru barátt- unni gegn herstöðvunum og hefur Böðvar samið bæði Ijóð og lög. Aðdragandi þessarar útgáfu er samþykkt sem gerð var á liðs- fundi herstöðvaandstæðinga i vor þar sem Hans Jakobi Jónssyni menntaskólanema var falið að annast útgáfu á plötu með söngv- um Böðvars. Var þessi samþykkt i anda ályktunar þings herstöðva- andstæðinga um notkun listrænna fyrirbæra i baráttunni gegn hern- um. Úpptakan fór svo fram 17. mai, á þjóðhátiðardag norðmanna, og var hún gerð i HB stúdió hér i borg. Þaðan var hún send út til Bretlands og þrykkt hjá Lyntone recordings. Umslagið er prentað i Kassagerð Keykjavikur en útlit þess annaðist Sigurður Orn Brynjólfsson og ljósmyndir eru teknar af Björgvin Pálssyni. Við ræddum við Hans Jakob og inntum hann eftir undirbúningi plötunnar. Fyrstspurðum við um íögin á plötunni. — A plötunni eru fimm lög sem Böðvar valdi sjálfur. Á siðu eitt eru Lofsöngur og bessvegna er þjóðin min sæl. Á siðu tvö eru Kanakokkteillinn, Vel varið land hf. og Varðbergssöngur. öll þessi lög hefur Böðvar flutt á hinum ýmsu samkomum Samtaka her- stöðvaandstæðinga, stúdenta og við fleiri tækifæri við mjög góðar undirtektir áheyrenda. betta mun vera önnur hljómplatan sem eingöngu er helguð baráttunni gegn herstöðvunum, hin er Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum sem Fylkingin gaf út fyrir nokkrum árum. — Hvernig er platan fjármögn- uð? — Hún er fjármögnuð með stuðningsáskriftum sem safnað var meðal herstöðvaand- stæðinga. Án þeirra hefði útgáfan NORRÆNN STYRKUR m ÚTGEFENDA 750 þúsund dönskum krónum, eða um 14,5 miljónum Islenskra króna, verður varið til stuðnings 'við útgáfu bókmennta I þýðingu af einu Norðurlandamáli yfir á annað. Þetta var ákveðiö á fundi nor- rænna m enntamála ráðherra, sem nýlega var haldinn. Af Is- lands hálfu, sat Birgir Thorla- cius, ráðuneytisstjóri fundinn, þar eð Vilhjálmur Hjálmarsson var forfallaöur. Fyrir nokkru var skipuð norræn nefnd, sem átti að gera tillögur um fyrirkomulag styrkveitingar' sem þessarar. Einar Bragi skáld sat I þessari nefnd af hálfu ts- lands. Samkvæmt upplýsingum Arna Gunnarssonar i menntamála- ráðuneytinu, verður styrkveit- ingu þessari þannig hagað, að þeir útgefendur, sem ætla aö gefa út þýdda bók, norræna, geta sótt um styrk, og á sá styrkur að greiða þann viðbótarkostnað sem stafar af slikum bókarþýðingum, svo sem launum til þýðara. — GG Framhlið plötuumslagsins er prýtt mynd eftir Sigurð örn Brynjóifsson. verið óhugsandi og vilja Samtök herstöðvaandstæðinga flytja áskrifendum kærar þakkir fyrir framlag þeirra. — Hvermg verður plötunni dreift? — Hún verður til sölu i flestum verslunum en einnig verður henni dreift til félagasamtaka um allt land, þeirra sem hafa brottför hersins á stefnuskrá sinni. Mun hún kosta 450 krónur i sölu. Askrifendur munu fá sin eintök send, en verði einhver orðinn langeygður eftir henni getur sá hinn sami haft samband við mig i sima 21337 á kvöldmatartlma. — Ég vil nota tækifærið og þakka þeim mörgu sem lögðu sitt af mörkum til að platan kæmist út. Sérstaklega vil ég nefna Er- ling Sigurðarson, Inga R. Helga- son, Alfheiði Ingadóttur og bekkjarfélaga mina i MH sem að- stoðuðu við endanlegan frágang hennar. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.