Þjóðviljinn - 06.10.1974, Síða 7
Sunnudagur 6. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Siglufjöröur — Skagafjörður — Sauöárkrókur
Kristmundur Bjarnason,
Sjávarborg:
j rúmgóóu bóka- og
vinnuherbergi að Sjávar-
borg í Skarðshreppi situr
f ræðaþulurinn og rit-
höfundurinn Kristmundur
Bjarnason og fræðir okkur
um Jón ösmann, en Krist-
mundur vinnur nú að því
að gera bók um ævi Jóns,
sem var að mörgu
merkilegur á sinni tíð.
„Jón Ósmann var Magnússon
og upprunninn úr Hegranesi. For-
eldrar hans voru búandi þar alla
sina tið, i Utanverðunesi. Jón tók
sér á siðustu árum nafnið Ós-
mann og gerði það frægt, og
ennþá kannast miðaldra fólk viða
um land við Jón Ósmann. Hann
sem flest er nú glatað. Hann var
listelskur og söngelskur og lék
nokkuð á harmonikku, en þetta
eru allt eiginleikar, sem koma
fram i móðurætt hans. Hann var
talinn alveg frábærlega vel vax-
inn, t.d. dáðust læknar og ýmsir
aðrir að þessum skrokk.
Jón gerði mikið af svokölluðum
ferjuvisum, sem hann mælti af
munni fram þegar hann var að
ferja, og honum var alveg sama
þótt allir heyrðu þær, en fór betur
með hitt.
Hann orti mikið af kvæðum, en
ég hef aðeins haft upp á einu
kvæði eftir hann, erfiljóði. Það er
býsna gott.
Hann orti til dæmis þessa visu,
sem lýsir feriustarfinu:
Kristmundur Bjarnason
JÓN ÓSMANN
var andlegur og líkamlegur atgerfismaöur
var ferjumaður á vesturósi
Héraðsvatna um áratuga skeið og
var þar frá 1892 með svonefnda
dragferju eða svifferju, sem var
þá alveg nýtt fyrirbæri, að
minnsta kosti hérlendis.
Dragferju, en svifferja er að-
eins finna nafn á dragferju, var
þannig fyrir komið að strengur
var strengdur yfir vötnin og
festur báðum megin. Dragferjan,
báturinn, var festur i þennan
streng. Siðan var báturinn undinn
með vindu yfir vötnin fram og til
baka og alltaf hallur i straumn-
um.
Fyrsta dragferjan tók.8-10
hesta. Þetta er geysilegamerki-
leg samgöngubót. Það þurfti ekki
að taka ofan af reiðingshestum
þegar farið var i kaupstað; það
var hægt að riöa beint út i
ferjuna.
Seinna var svo smiðuð stærri
ferja, sem mátti taka i 16-18 hesta
með reiðveri.
Uppfinningin var að nokkru
leyti að minnsta kosti Islensk.
Það var Sigurður Ólafsson á
Hellulandi, sem mun hafa fundið
upp þessa dragferju.
Annars voru til annars lags
ferjur sem hétu svifferjur, og
liktust kláfi. En það þótti meira i
munni að kalla þetta svifferjur.
Yfir Vesturós tók yfirleitt, I
sæmilegu veðri, ekki nema 15
minútur að ferja yfir. Þarna er
straumur geysimikill, sjávarföll,
og þurfti oft, ef illt var, tvo, þrjá
menn til að snúa sveifinni, en Jón
Ósmann lék sér að þvi einn. Hann
var annálað hraustmenni, eins og
hann átti kyn til, afkomandi séra
Odds á Miklaþæ, sem var mikið
hraustmenni.
Búandmaöur var Jón aldrei.
Hann var húsmaður hjá for-
eldrum sinum alla tið. Hann var
veiðimaður, trúlega landskunnur,
á sel, og undi vel við veiðiskap, en
vildi ógjarnan sinna föstum
starfa. Eftir að hann giftist hélt
hann sömu háttum, og vann litiö
við heimilið. Selabyssa Jóns, sú
hin mikla, sem var ekki á neins
manns meðfæri að vera með
nema hans, hún er i
byggðasafninu i Glaumbæ. En
það er búið að saga af hlaupinu,
þvi menn gátu ekki valdið henni
ekki til að leggja til hæfis.
Jón var talinn prýðilega vel
gefinn maður. Hann var
hagyrðingur góður og ljóðelskur
mjög og skrifaði geysimargt upp,
Spyrni ég niður spils við grind,
spanna iiðugt sveifartind,
illt er skrið á árahind,
sem út á hlið fer á móti vind.
Jón var brennivinsmaður
mikill, eins og raunar flestir
skagfirðingar á 19. öld, og var
orðinn fulloröinn þegar bindindis-
hreyfingin kom til,og hún vann
ekki á honum. Hann hætti að visu
að drekka siðustu tvö árin; bæði
var það nú vinbannið, og svo hitt
að Jón vildi ekki brjóta lög, og
vildi ekki þiggja „hunda-
skammtinn” svokallaða, þótt
vinur hans, Jónas læknir
Kristjánsson, byði honum hann.
Jón hneigðist mjög til kvenna,
en það er einnig skagfirðinga
háttur. Hann giftist einu sinni, og
sagðist aldrei gera það aftur.
A siðari árum sinum fór hann
að búa til ýmis orð yfir hugtök.
Hann var sérstaklega vel máli
farinn og talaði frábærlega gott
mál. Þegar dregur að aldamótum
virðist þetta ekki nægja honum,
og hann verður að fara að nefna
hlutina eigin nöfnum, finna þau
upp. Mörg hans orð eru lands-
kunn enn i dag. Ég get til dæmis
nefnt fjallgrimmur, sem rataði
inn i skáldsögu Halldórs Laxness,
Kristnihald undir Jökli. Einnig
eldgrimmur.
Jón átti brennivinskút mikinn,
sem var áður sýrublpndukútur og
hann kallaði Skudda, og svo
kallaði hann brennivinið alltaf
Skudda úr þvi og drykkjubræður
hansvoru skuddabræður.Svo átti
hann brennivinsflösku mikla,
brúna. Hún hét Brúnka. /
Jón hafði gaman af þvi að yrkja
vitleysur eins og Fjölnismenn
gerðu forðum og allir kannast við.
Hann gerði og margar brenni-
vinsvisur. Þessa visu gerði hann
i byrgi sinu við ós Héraðsvatna,
þarsem hann hafðist löngum viö:
Starir hissa hreint min önd,
hrafnar og rissur krunka;
Fjallgrimm vissa á Furðuströnd,
fallega pissar Brúnka.
Eins og ég sagði áðan, gerði
hann margar visur þegar hann
var að ferja, eins og til dæmis
þessa:
Iléraösvatna á bláum böndum
breiða ferju áfram kný.
Fjallagrimm vissa á
Furðuströndum;
fær mér Skudda er aftur sný.
Furðustrandir kallaði hann
sandræmuna austan óss, og hefur
þá liklega verið að vitna i Eiriks
sögu rauða.
Hann breytti þessari visu, eins
og hann gjarnan gerði viö margar
visna sinna að gamni sinu. Þá leit
hún þannig út:
Silung veiöir sjós með löndum,
sá er ekki rýr.
Fjallagrimm vissa á
furðuströndum;
fær sér Skudda og snýr.
Þeir voru miklir vinir Jón
Jónsson á Gilsbakka og Jón Ós-
mann. Jón á Gilsbakka var bróðir
Ara i Viðigerði i Eyjafirði, sem
leikritin samdi og var þjóðkunnur
maður á sinni tið, og mikill hag-
yrðingur. Þessi Jón er faðir Hjör-
The History of Ger-
many Since 1789.
Golo Mann. Translated from the
German by Marian Jackson.
Penguin Books 1974.
Golo Mann er sonur Thomasar
Mann og er nú prófessor i sagn-
fræði við háskólann i Míinster og I
Stuttgart. Mann skrifaði þessa
bók á árunum 1953—57, i ensku út-
gáfunni frá 1968 eru gerðar smá-
vegis breytingar frá þeirri þýsku
1958. Höfundur rekur hér sögu
þjóðverja og Þýskalands frá
stjórnarbyltingunni frönsku fram
á sjötta áratug þessarar aldar.
Höf. fjallar ekki siður um þátt
heimspekinga i mótun framvind-
unnar en stjórnmálamanna. Hug-
renningar höf. um sameiningu
Þýskalands um það, sem glatað-
ist og það sem vannst, eru eftir-
tektarverðar. Bókin er mjög
skemmtilega rituð, enda er efni-
viðurinn, saga þjóðverja á þessu
timabili furðuleg, full andstæðna
og þverbresta. Bókin er öðrum
þræði sagnfræðilegar og heim-
spekilegar hugleiðingar um sögu
j þjóðarinnar.
leifs á Gilsbakka, sem nú er,
ágætur hagyrðingur, fjörgamall
maður orðinn.
Einu sinni kom Jón Jónsson til
vinar sins, og kom niður
sneiðinginn hjá Ósklettinum, sem
kallaður er; brúin stendur á Ós-
klettinum núna. Jón kallaði þá til
nafna sins niðri i fjörunni:
Ertu þarna elskan min
við eyrar sundiö?
Lengi hef ég leitað þin
og loksins fundið.
Jón Ósmann var afrenndur að
afli, talinn fjögurra manna maki,
og svovel að iþróttum búinn að al-
veg sérstakt var. Þegar hann var
unglingur var ekki farið að kenna
sund i Skagafirði, en Jón var
TheTransport Revolu-
tion from 1770.
Philip S. Bagwell. Batsford 1974.
Höfundurinn rekur sögu sam-
gangna á Englandi frá 1770 og
fram á okkar daga, hann rekur á-
hrif breyttra samgönguforma og
þær breytingar sem þau valda á
samfélaginu, atvinnuháttum og
byggðaháttum og siðan vixlverk-
anir samfélagshátta og sam-
gangna. Fyrrum voru ferðalög ill
nauðsyn, hættulegt fyrirtæki, en
með bættum samgöngum, járn-
brautum, betri skipum og siðast
flugvélum og bifreiðum, tók af-
staðan til ferðalaga að breytast,
ferðalög urðu skemmtiferðalög.
Bættar samgöngur á Englandi
ýttu mjög undir efnahagslegan
blóma þar i landi, en jafnframt
urðu þær mikill baggi á þjóðarbú-
inu, vegna skipulagsleysis, sem
stafaði af eignaformi samgöngu-
tækjanna, svo sem járnbrauta,
sem voru lengi vel i einkaeign.
Það kom i ljós hversu óhentugur
einkarekstur járnbrauta var, eft-
ir að þær voru þjóðnýttar og járn-
brautarkerfið samræmt. Höf.
AFERLENDUM
BÓKAMARKAÐI
sundmaður ágætur, skautamaður
frábær og allt eftir þessu.
Þó finnst mér merkilegast við
hann góðfýsi hans og örlæti. Hann
aflaði allra manna mest; hann
var slyngur veiðimaður til dæm-
ís á sel og silung, og stundaöi
alltaí slíkt i hjáverkum við ósinn.
Jón gaf tiðum alla dagveiðina og
allt út úr höndum sér. Hann leysti
gjarnan alla fátæklinga, og
efnaðri menn reyndar lika, út
með gjöfum; ekki sist á hinum
erfiðari árum. Barngóður var
hann með afbrigðum.
Jón átti alltaf brennivin. Svo
átti hann alltaf sælgæti lika,
reyktan lax, hákarl, gjarnan á
stoð i kofanum, svo menn gætu
fengið sér bita með sjálf-
skeiðungnum með brennivininu.
Eins mikill aflamaður og Jón
var, og hefði getað orðið rikur af
veiðiskapnum, var hann, vegna
örlætis sins, svo skinandi fá-
tækur, þegar hann missti
heilsuna, að hann varð að skrifa
fornvini sinum, sem var i góðum
efnum, bréf, til að biðja fyrir
ástkonu sina og barn hennar, en
þau voru foreldrar hans orðnir
fjörgamlir.
Þegar Jóni verður ljóst hvernig
komið er fyrir honum, heilsulaus
og eignalaus, mun það hafa haft
talsverð áhrif á andlega heilsu
hans. Hann hafði þá lifað svo vel i
samræmi við öreigakenningu
sina, að þegar hann þarf sjálfur
til að taka og er að missa
heilsuna, þá er ekkert til.
Lifskenning Jóns var sú, að eigin-
lega ættu menn ekki neitt, þeir
fengju allt að láni; ef einhver ætti
eitthvað þá ætti hann að gefa það
frá sér. Hann liföi forkostuglega
eftir þessu.
Mér hefur þvi miður ekki enn
sem komið er, tekist að afla alls
þess, sem um Jón má segja, en
vonandi tekst það innan tiðar. Og
þar sem þú spyrð um endalok
Jóns, tel ég að best sé að orða það
þannig, að hann hafi horfið i
ósinn. Það var árið 1914. í
kirkjubókum er hann sagður hafa
drukknað.
Jón var ákaflega mikill trú-
maður. Þegar komið er að
byrginu við Vestur-ós einn
morguninn, það á að ferja mann
yfir, þá er Jón horfinn. Byrgis-
hurðin er opin. Þar er guðsoröa-
bók á borði, eða kassa, og ofan á
henni er miði þar sem Jón hafði
skrifað ,,i Júsú nafni”.
-úþ
telur að um 400 mismunandi
gerðir vagna og teina hafi verið i
notkun, meðan athafnamenn
ráku þessi fyrirtæki, óþægindi og
kostnaður var gifurlegur, vegna
skipulagsleysis og samkeppni.
Höfundur ræðir framtiðarhorfur i
samgöngumálum á landi og einn-
ig á sjó og i lofti, en um þá þætti
fjallar hann i sér köflum. Höf.
rekur stefnur stjórnvalda i sam-
göngumálum þetta timabil, og
þær breytingar sem þær hafa
valdið. Skrár og töflur fylgja með
i texta auk bókaskrár i bókarlok.
The Pelican Guide to
English Literature.
Vol. 6. From Dickens to Hardy.
Edited by Boris Ford. Penguin
Books 1973.
Bókin hefur oft verið endur-
prentuð og endurskoðuð, og er
eitt bindið i ágætri enskri bók-
menntasögu, sem unnin er af
mörgum bókmenntafræðingum.
Eaktar eru samfélagslegar for-
sendur bókmenntanna og siðan er
fjallar um bókmenntirnar og hina
ýmsu höfunda. Viktoriuskeiðið er
timabil skáldsögunnar, og þá
voru uppi höfundar sem eru lesnir
enn þann dag i dag af engu minni
ánægju en þegar þeir tróöu enska
grund. Sérkafli um byggingarlist
timabilsins fylgir, og i bókarlok
eru æviþættir höfundanna og
bókaskrár. Þessi bókmenntasaga
Pelican-útgáfunnar er alls sjö
bindi.