Þjóðviljinn - 06.10.1974, Qupperneq 11
Sunnudagur G. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Á aldarfjórðmigsafmæli DDR
Það vekur eftirtekt ferðamanns, hve lífrænn svipur er yfir miöbænum I mörgum stórborgum DDR. Þaö
stafar ekki hvaö sist af þvi, að stjórnvöld stefna beinlinis aö þvi aö setja þar ibúðarhverfi innan um
verslunarháhýsin. — Þessi mynd er af stærsta kvikmyndahúsinu i Dresden.
Þaö er list aö gera sér gagn úr litlu og ódýru. Þessi mynd var tekin sið-
astliðiö sumar á barnaheimili i Erfurt; rollingarnir virtust óþreytandi
að veltast ofan á hjólbörðunum eöa skríöa undir þeim.
Eftir
Jón Thor
Haraldsson
Á morgun mánudaginn 7.
október, á Þýska alþýðu-
lýðveldið 25 ára afmæli.
Það er ekki úr vegi að
minnast þessara tímamóta
litillega, kannski ekki hvað
síst fyrir það, að í afstöðu
margra islendinga til DDR
speglast enn hugarfar,
sem oft er kennt við kalt
stríð.
Þessum sömu íslendingum er
raunar nokkur vorkunn: islenskir
kennslubókahöfundar hafa visvit-
andi hallaö á riki sósíalismans, og
siðan tekur Morgunblaðið við,
þessi almannagjá islenskrar
lágkúru. Það er ómaksins vert að
styðja fullyrðinguna dæmum.
Aftan við eina kennslubókina i
sögu er kafli, sem nefnist „Yfirlit
atburða siðustu ára”, svo mörg
eru þau eignarföll. Kaflinn er
allur i afturhaldsátt og upp-
ljómaður af dúfusakleysi Vestur-
veldanna t.d. er stofnun Nato
þannig lýst: „Landvinninga-
stefna Rússa og ásælni i Austur-
Evrópu varö til þess, að árið 1949
gerðu flest riki Vestur-Evrópu og
Bandarikin og Kanada með sér
hernaðarbandalag, sem nefnist
Atlantshafsbandalagið (Nato).”
Annað er eftir þessu, t.d kaflinn
um Kóreu-striði, þótt ekki verði
hér rakið. En svo er vikið að
DDR:
„Miklar deilur hafa orðið milli
Rússa og vesturveldanna út af
framtiðarskipan Þýskalands 1949
voru hernámssvæði Bandarikj-
anna, Breta og Frakka sameinuð
i Sambandslýðveldið Vestur-
Þýskaland.
Rússar svöruöu meö þvi aö stofna
austurþýska rlkiö á sinu her-
námssvæöi”. (Leturbreyting
min).
Tónninn leynir sér ekki:
Hernámssvæði Vesturveldanna
eru „sameinuö”, en Rússar
„svara meö þvi aö stofna” DDR.
Hér er kominn kjarni þess
borgaralega áróðurs á Islandi,
sem jafnan leitast við að afskrifa
DDR, og raunar hvert „austan-
tjaldsland" annað, — sem
ómerkilegt leppriki.
Fleira má telja: önnur sögu-
kennslubók kemst vo að orði:
„Náin samvinna var milli
hernaðary firvalda Vestur-
veldanna þriggja, og var
hernámssvæðum þeirra stjórnað
sem einni heild, en hernámssvæði
Sovétrikjanna einangraðist frá
þeim. Þjóðverjum var smám
saman veitt talsverð sjálfstjórn,
og 1949 runnu hernámssvæöi
Vesturveldanna saman i eitt riki:
Sambandslýðveldið Þýskaland,
en ekki hlaut það þó sjálfsforræði
að fullu fyrr en nokkrum árum
siðar. Rússar stofnuöu þá annaö
riki á hernámssvæöi sínu: Þýska
alþýðulýðveldið, og fara
kommúnistar þar með stjórn”.
Glöggt er það enn, hvað þeir
vilja: „Þjóöverjum” er smám
saman veitt talsverð sjálfstjórn,
þegar kennslubókarhöfundur á
við hernámssvæði
Vesturveldanna. Hér endurómar
sú krafa stjórnarinnar i Bonn, að
hún ein geti talað fyrir munn
Þjóðverja. Hernámssvæði
Vesturveldanna „renna saman”i
eitt riki, Rússar „stofna þá annaö
ríki á hernámssvæöi sinu”.
Kennslubækur hafa sem
kunnugt er óhugnanlega til-
hneygingu til að staðna, það eru
gamalkunn sannindi uppeldis-
fræðinnar, að vitleysa, sem eitt
sinn kemst inn i kennslubók, á
þaðan vart afturkvæmt. Hætt er
þvi við, að nemendur i gagn-
fræðaskólum hins borgaralega
Islands megi enn um sinn hafa
það, að reynt sé á allan hátt að
litillækka DDR i þeirra augum.
Bílastæði á tveim hæðum
Borgarráð hefur samþykkt
tillögur sem hafa munu f för
með sér breytingar á umferð-
inni á miðbæjarsvæðinu.
Gert er ráð fyrir að settir
verði upp stöðumælar á fleiri
stöðum en v?rið hefur: A bak-
lóð byggingarreits milli
Laugavegar og Grettisgötu
austan Barónsstigs. Við
Hverfisgötu milli Barónsstigs
og Snorrabrautar. Við Grettis-
götu við mót Vitastigs,
Frakkastigs og Klapparstigs.
Þá var á borgarráðsfundin-
um lögð fram tillaga umferð-
arnefndar um heimild til
hönnunar og gerðar kostnað-
aráætlunar fyrir bifreiðastæði
á tveim hæðum á Vitatorgi!
Loks var samþykkt að taka
upp stöðvunarskyldu, sem hér
segir: A Flókagötu beggja
vegna Rauðárstigs. A Gunn-
arsbraut beggja vegna Flóka-
götu. A Flókagötu við Snorra-
braut.
Og þó gætu þeir glöggskyggnustu
farið að hugsa sitt ráð: kannski
litilsháttar skima hafi læðst inn i
einstaka foreldra lika.
Islendingar velmargir meta
flesta hluti til fjár. Kannski hafa
þá einhverjir þeirra rekið augun i
þá tölfræðilegu staðreynd, að
DDR er nú 6. eða 7. mesta
iðnaðarland heims, ég man ekki i
svipinn, hvort er. Fjölmargir
Islendingar hafa gist landið,
kynnst þar sibatnandi lifskjörum,
stórhug, menntakerfi.sem trú-
lega er það besta i heimi, og
félagslegum viðhorfum, sem taka
langt fram öllu þvi, sem þekkist
út hér á tslandi. Kannski rámar
einhvern i það, að vinstri stjórnin
sáluga gekkst fyrir þvi, að eðli-
legu stjórnmálasambandi var
komið á milli landanna.
Nú fer þvi fjarri, að saga þessa
unga sósialistarikis hafi alltaf
verið einhver dans á rósum,
verkamannauppreisnin 1953 og
Berlinarmúrinn, ásamt skertu og
raunar afnumdu ferðafrelsi, er til
marks um það. Þeir atburðir eru
enn furðu lifseigir á siðum
borgarablaðanna, enda bregður
íár hinu betra, telji hann sig vita
hið verra. En þess vildi ég biðja,
og það kæmi okkur islenskum
vinum DDR best, að landar okkar
láti DDR njóta sammælis, hlusti
þó að minnsta kosti á röksemdir
þarlendra, t.d. um Berlinarmúr-
inn, og minnist þess, að sósial-
istariki á þýskri grund er stað-
reynd, sem ekki verður fram hjá
gengið.
Hvort mönnum likar betur eða
ver. Sjálfum likar með þaö stór-
um betur.
Þekktur fiðluleikari
heldur tónleika hér
Þriöjudaginn, 9. október kl. 21
verða haldnir tónleikar á vegum
Tónskóla Sigursveins D. Kristins-
sonar i Félagsstofnun stúdenta
við Hringbraut. Þar koma fram:
fiðluleikarinn Manfred Scherzer
og Jurgen Schröder, pianóundir-
leikari.
Manfred Scherzer er einn af
fremstu listamönnum Þýska Al-
þýðulýðveldisins á alþjóðavett-
vangi. Hann er fæddur i Dresden
árið 1933. Sautján ára gamall
varð hann meðlimur Dresdner
Stattskapelle, hinnar þekktu
hljómsveitar, þar sem hann lék
m.a. undir stjórn Rudolf Kempe
og Franz Konwitschnys. A árun-
um 1953 til 1973 starfaði hann sem
konsertmeistari i Komische Oper
i Berlin. Þá var hann einnig kon-
Manfred Scherzer
sertmeistari i Hátiðarhljómsveit i
Bayreuth 1961 og 1966. Frá þvi
1973 hefur hann verið einleikari
og konsertmeistari i Gewand-
hausorchester Leipzig.
Sem einleikari á gestahljóm-
leikum hefur Manfred Scherzer
m.a. komið fram i Sovétrikjun-
um, Vestur-Þýskalandi, Sviss,
Hollandi, Suður-Ameriku, Bret-
landi, Frakklandi, Sviþjóð, Júgó-
slaviu, Póllandi og Kina. A efnis-
skrá hans er að finna verk eftir
Mozart, Beethoven, Brahms,
Mendelssohn, Bruch, Schumann,
Reger, Matthus og Strauss.
Undirleikari verður hinn ungi
pianóleikari Jurgen Schröder,
sem einnig hefur komið fram sem
einleikari i Þýska Alþýðulýðveld-
inu — DDR — og ýmsum borgum
erlendis. I keppni tónlistaskóla i
DDR varð hann i fyrsta sæti
pianóleikara og i öðru sæti fiðlu-
leikara.
Listamennirnir eru staddir hér
i tilefni 25 ára afmælis DDR og
koma opinberlega fram aðeins
þetta eina kvöld, en halda svo á-
leiðis til tónleikahalds i Banda-
rikjunum.
SKAGFIRÐINGAR
Fjölbreytt vöruúrval á hagstæöu verði.
Greiöum hæsta verö fyrir framleiösluvöru ykkar.
SAMVINNUMENN!
Ykkar hagur er að versla við
eigin samtök
m
Kaupfélag Skagfirðinga
Sauðárkróki, Varmahlíö og Hofsósi.