Þjóðviljinn - 06.10.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.10.1974, Blaðsíða 15
Sunnudagur 6. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 ísland, þér ætlar aö hnigna, Matthías „Island, þér ætlar að hnigna/eru þar merki til”, kvað Hallgrimur Pétursson og hafði illan grun um hvað verða mundi. Það gekk eftir i Morgun- blaðinu um daginn þegar sagt var frá útför Sigurðar Nor- dals. Tilvitnun: „Sigurður Nordal hafði sjálfur óskað eftir þvi að yrði sunginn sálm- ur, skyldi sunginn til enda sálmurinn eftir sr. Hallgrim Pétursson um dauðans óvissa tima þar sem m.a. segir: Einn vegur öllum greiðir /inngang i heimsins rann /margbreyttar list mér leiðir /liggi þó út það- an”. (Ath.semd ÞJV: þetta er úr 6. versi sálmsins). Tilvitnun i Mbl.: „Honum lýkur á orðunum: Hvenær sem kallið kemur /kaupir sig enginn fri /þar læt ég nótt sem nemur /neitt skal ei kviða þvi”. (Rangt! Þetta er úr 9. versi en þau eru alls 13). Tilvitnun i Mbl.: „Ef aðrir sálmar yrðu sungniir, hafði Sigurður óskað eftir að þeir yröu einnig eftir Hallgrim . Pétursson. Voru sungnir sálmarnir: Ég veit minn ljúf- ur lifir og Allt eins og blómstrið eina”. (Ath.semd ÞJV: Ég veit minn ljúfur.... er upphafið á 10. versi þessa sama sálms, en Allt eins og blómstrið . er upphafið á sjálfum sálminum, 1. versið). Sigurður Nordal var um- burðarlyndur maður og góð- viljaður og það má vel vera að hann hefði kimt við og orðið þetta að spaugsyrðum við Matthias ritstjóra og sálma- skáld, ef hann hefði mátt lita mistökin. En ætli Hallgrimur hefði ekki rekar hafið á loft svipu vandlætingarinnar eins og hann gerir ótæpilega i Aldar- hætti sinum: „Mannkosta lægðir /en lastanna nægðir /i landinu spretta”. Og: „Svo þverra listir /þvi mjög eru misstir /þeir menntirnar auki”. Eða: „Vits kulnar sæði /á vinds hyrjar svæðli /þvi veldur geð þrárra /að lesa góð fræði /og læra siðgæði /er lunderni fárra”. H. SALON GAHLInI Konan min er mjög eyðslu- söm. Hún viðurkennir reyndar, að tveir og tveir eru fjórir, en hún heldur þvi jafn- framt fram að það sé of litið. Onedin-skipafélagið heitir breskur framhaldsmyndaflokkur sem sjónvarpiö hefur sýningar á á mánu- daginn. Mynd þessi gerist kringum 1860, en BBC lét gcra myndaflokkinn sumariö 1971. HAMSKIPTI ÚTVARPSINS Svolítið líf er að fær- ast í sjónvarpið núna með lækkandi sól. Fréttaskýringarþætt- irnir frá í fyrra eru að fara í ganga. Heims- hornið heldur sér óbreytt, en Landshorni var kastað og tekið upp heitið Kastljós. Og það fór sem líkur bentu til, að fIjótlega tæki sjónvarpið að sér að koma á framfæri þeirri merku hugmynd hægrimanna hér á landi, að koma útvarpsráði vinstrimanna fyrir katt- arnef. Þegar þessar linur eru skrifaðar, hefur hinu nýja Kastljósi enn ekki verið varp- að á landslýð, þannig að at- hugasemdir þar um verða að biða nokkuð. Eftirleiðis verður reynt að gera nokkra bragarbót á þess- ari næstöftustu siðu Þjóðvilj- ans, og reynt að halda úti skrifum um sjónvarps- og út- varpsdagskrá eftir þvi sem tilefni gefst. Rikisútvarpið er eins og rjúpan. A haustin fer það i sér- stakan vetrarham, og er fátt eitt um það að segja, en þvi miður er væntanlegur sjón- varps- og útvarpshlustandi Þjóðviljans enn i sumarskapi og ekki farinn aö stilla á vetr- ardagskrána. Vonandi næst hann þó niður á jörðina innan tiðar. Dagskrá sjónvarpsins næstu viku er um sumt fýsileg. Þeir leiðinlegu bretar, Hammond- bræður, koma i siðasta sinn á skjáinn i kvöld, en reyndar hefur heyrst að þeirra muni von siðar. 1 stað bræðranna hefur hafst upp á öðrum breskum framhaldsmynda- flokki, og heitir sá Onedin- skipafélagið. Skipafélag tekur við af vörubilastöð og segir þessi nýja framhaldssaga frá fólki i Liverpool i Englandi á árunum um og eftir 1860. Af öðrum dagskrárliðum vikunnar má nefna heimildar- mynd frá BBC og fjallar sú mynd um spænska skáldið Garcia Lorca. Islenskir Spán- arfarar hljóta að hafa brenn- andi áhuga á spánskri menn- ingu eins og rommi, og vænt- anlega munu þvi margir sitja við kassann á mánudags- kvöldið, en sýning myndarinn- ar hefst klukkan 22. A laugardagskvöldið næsta verður sýnd finnsk mynd sem heitir Sveinn dúfa. Áður en sýning myndarinnar hefst, les Gisli Halldórsson leikari sam- nefnt kvæði eftir Runeberg i þýðingu Matthiasar Jochums- sonar, en handrit myndarinn- ar er einmitt byggt á þessu kvæði. Sveinn dúfa, aðalpersónan, er ungur piltur sem gengur i herinn og ákveður að þjóna föðurlandinu á þann hátt. —GG 0..0 íslendingurinn hjá Disney Stundin okkar byrjar vetrarskeið sitt í dag. I vetur verða umsjónar- mennirnir þeir sömu og í fyrra, þ.e. Hermann R. Stefánsson, danskenn- ari og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. 1 þættinum i dag verður m.a. sýnd teiknimynd um indiánadreginn Kikó. Það var Disney-fyrirtækið ameriska sem framleiddi Kikó og mynd- ir um hann, en það fylgir og sögunni, að það var islending- ur sem skapaði þennan Kikó. Höfundur indiánadrengsins var Karl Gústaf Thorsson, sonur hjónanna Stefáns Þórð- arsonar og Sigriðar Þórarins- dóttur. Þau fluttu til Kanada, og þar ólst Karl Gústaf upp. Hann fór ungur að teikna, réðst siðar til Disney-fyrir- tækisins og hann skapaði m.a. vinsælar figúrur eins og Bugs Bunny, filinn Elmer, indiána- drenginn Hiawatha og fleiri. Karl Thorsson dó 1967. SÍÐAN Umsjón: GG Þeir skrifa... Matarlyst Bettyar... Þegar Nixon varð forseti Bandarikjanna, sællar minn- ingar, birti Morgunblaðið heil- siðugrein, þar sem gerð var hinrækilegastagrein fyrir þvi, hvað væri eftirlætismatur nýju forsetafrúarinnar þeirra fyrir vestan. Auðvitað var stórmenntandi fyrir kven- fólkið á Bergstaðastrætinu og Birkimelnum hérna að vita, hvaða sósur voru i uppáhaldi hjá svona eðalfrú i útlandinu, og ekki að tvila að bragö- laukarnir voru háþroskaðir i konu á borð við Pat Nixon. En öllu hrakar, jafnvel Morgunblaðinu. Nú er sinnu- leysiðkomið á það stig, að það hefur enga viðleitni haft til þess að veita skylduga fræðslu um, á hvað Bettý Ford er lystugust, fremur en hún legði sér bara til munns saltket og baunir með gulrófum að austan. —JH ...og matar- lyst Ólajó --Dóru finnst gaman að hús- verkum, meira aðsegjaað þvi að vaska upp. „Nei”, hús- bóndinn segist litið taka þátt i heimilisstörfum yfirleitt. „En hann gerði það hér áður fyrr, þegar meira var að gera hjá mér,” segir Dóra. Einn af uppáhaldsréttum Ólafs er saltfiskur meö mör- floti út á að vestfirskum sið. „Ég er hálf vestfirsk og leyfi mér það að elda skötu einu sinni á ári á Þorláksmessu, þó að ég sé ein um að þykja hún góð,” segir Dóra. Ólafur flýr þó ekki húsið heldur smakkar á matnum. „Annars læt ég hann alltaf ráða. Það er gott að eiga skynsaman mann,” heldui hún áfram. En ólafur vill ekki viðurkenna þessi yfir- ráð sin, enda augijöst að þá væri engin skata matreidd. —EVI Hestur á Ml 1 • / rolti í plastfötu Fyrirsögn úr Mogga Hestur á rölti í plastfötu Eddi, ég held viö veröum á- nægö meö nýju vinnukonuna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.