Þjóðviljinn - 13.10.1974, Page 1

Þjóðviljinn - 13.10.1974, Page 1
MQÐVHHNN Sunnudagur 13. október 1974 — 39. árg. 200. tbl. SUNNU- 20 DAGUR SÍÐUR Sunnu- dags- blaðiö í breyttum búningi Með þessu tölublaði hefur göngu sina sérstakt sunnudags- blað Þjóðviljans, sem að efnis- vali vikur i mörgu frá daglega blaðinu, en við vonum, að les- endur meti ekki siður. 1 þessu blaði verður mun meira lesefni og fjallaö ýtar- legar um ýmis mál en möguleiki gefst á i venjulegu dagblaði með þeirri timapressu, sem það er unniðundir. Við höfum fengið til aðstoðar ýmsa aðila utan fastra starfsmanna Þjóðviljans og væntum góðs af þvi samstarfi, en auk þess verður af hálfu rit- stjórnar og prentsmiðju vandað sérstaklega til vinnu i þetta blað, þótt ekki sé ætlunin að það verði á kostnað blaðsins hina daga vikunnar. Þar sem meginhluta sunnu- dagsblaðsins verður að vinna talsvert löngu fyrirfram mega lesendur ekki vænta þess að finna i þvi glóðvolgar fréttir, — þær verða þeir að fá hina dag- ana, enda reynslan sú undan- farin ár, þar sem prenta verður sunnudagsblaðið aðeins fám klukkustundum eftir laugardagsblaðið, hafa fréttir vart tima til að gerast á milli, hvaðþá að verða skrifaðar. Fast efni sunnudagsblaðsins var kynnt i Þjóðviljanum i gær svo og nokkrir þeirra, sem með okkur ætla að starfa i vetur, en við viljum vekja sérstaka at- hygli á þvi nýmæli i islenskum blöðum, sem Þjóðviljinn hefur nú með pólitiskri teikningu á forsiðu. Pólitisk teikning er listgrein, sem litið hefur sést af hér á landi til þess; utan skop- teikninga, og væntum við þess, að bæði muni lesendur njóta og myndlistarmenn hafa gaman af að spreyta sig. iMÆMMiÉiÍkMÍ Þorbjörg Höskuldsdóttir Fyrsta forsiðuteikningin er gerð af Þorbjörgu Höskulds- dóttur listmálara, sem eins og allir sjá hefur haft i huga ný- liðna atburði á stjórnmála- og menningarsviðinu. Þorbjörg, sem stundaði nám bæði hér heima og i Kaupmannahöfn, hefur haldið nokkrar einka- sýningar og vakið athygli með málverkum sinum, auk þess sem hún hefur fengist við bóka- skreytingar og leikmyndagerö. Hún er félagi i StJM. Þorgeir Þorgeirsson skrifar um tjáningu 7Vísna- þáttur og þjóðleg heit Ó, frelsi — ákall Jóns Hjartar- sonar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.