Þjóðviljinn - 13.10.1974, Side 2

Þjóðviljinn - 13.10.1974, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 13. október. 1974. Umsjón: Vilborg Harðardóttir Margt af viðurkenndum sið- venjum og viðhorfum í samskipt- um manna verða að teljast næsta furðuleg. Þetta verður hverjum þeim ljóst, sem af nokkurri gaumgæfni athugar málið. Það breytir þessu ekki þótt mörg þes^ara viðhorfa séu eldgömul. Ekkert, nema þá áfengi, verður betra vegna þess eins að það er gamalt. Allra sist viðhorf og venjur. Ég hef t.d. heyrt — ekkert fullyrði ég um sannleiksgildi þess —, að i mörg hundruð ár hafi það verið venja i Kina að binda sem fastast fyrir vit dauðvona fólks til þess að sálin slyppi ekki út. En litum nú nokkuð á þær furður, sem nær okkbr eru. Marg- ar þeirra eru tengdar imynduðu eða raunverulegu hlutverki kon- unnar og lifa góðu lifi i hugum margra nútimamanna. Sömu- leiðis mætti athuga hver ávinn- ingur það er að tileinka sér þessar furður. Dæmi: Sjálfsagt þykir, að stúlkur séu nokkurnveginn sjálf- bjarga i húshaldi. Þær eiga að geta eldað mat og hirt fötin sin. Afleiðing: Ég vil ekki leigja stelp- um, þær eru alltaf að sullast i þvottahúsi og eldhúsi. Ekki manngerö, heldur fyrst og fremst eitthvað óútreiknanlegt og spennandi — konan i kvikmyndum RAGNA S. EYJÓLFSDOTTIR: FURÐUR Þannig eru sifelldir árekstrar, hvert sem maður litur. Allir þekkja hina óeðlilegu og siendur- teknu lofgerð um móðurhlutverk- ið. En hvað skeður ef ólofuð stúlka verður barnshafandi? Þá ber nú margt skemmtilegt við. Allir kunningjar stúlkunnar verða svo dæmalaust spaugsamir og hláturmildir. Skemmtanaiðn- aðurinn kórónar þó: Nikkólina, Gunna var i sinni sveit, Hver gerði Gerði? o.s.frv. o.s.frv. Slik framleiðsla mundi fylla mörg koffortefhún væri öll smankomin á einn stað. Enginn virðist hafa svo ótak- markað hugarflug að láta sér detta i hug, að öll þessi miklu skemmtilegheit og frábæra fyndni hafi kannski — segi og skrifa kannski— þau áhrif á ungu móðurina, að hún geti ekki um- svifalaust og skilyrðislaust tekið ... annars getur hann orðiö leiður á þér! barninu eins og kraftaverki og guðs gjöf. Þvi það verður hún að gera ef hún á að geta uppfyllt þær kröfur sem til hennar eru gerðar þegar hún yfirgefur sjúkrahúsið að fæðingu afstaðinni. Annars fær hún að heyra, að hún sé eigin- gjörn, löt og ábyrgðarlaus. Nú er þetta allt saman hætt að vera fyndið. En ef viðkomandi er nú lofuð eða jafnvel gift, þá hlýtur nú allt að vera i lagi. Já, já, allir eru voða ánægðir og samgleðjast ungu konunni, sem hlakkar til og hugsar sér að gefa sér nú veru- lega góðan tima fyrir litla barnið. En þegar þetta óskabarn er i heiminn borið, ris upp ógurlegt vandamál: Þú mátt ekki alltaf hugsa um barnið. Þú mátt ekki svikja manninn þinn. Þú verður alltaf að lita út eins og skvisan, sem hann var með á böllunum, alveg sama hvað þú ert þreytt og slöpp. Annars getur hann orðið leiður á þér! Það verður að teljast með hin- um stærri furðum, hve fáir eigin- menn reiðast þessari andstyggi- legu aðdróttun um eigingirni og þroskaleysi. Þaðer þó útilokað að hægt sé að telja þeim trú um, að þeir eigi bæði að vera höfuð fjöl- skyldunnar og jafnframt að haga sér eins og börn. Eða hvað? Hvað um söguna um máttarstólpann marglofaða, forsjá sinnar fjöl- skyldu, sem nýtur stuðnings konu sinnar? Það skal vera ævistarf hennar — segir þjóðsagan — að styðja hann i lifsbaráttunni. Er hann þá ekki alveg eins sterkur og af er látið? Hvers vegna þarf hann sifelldlega stuðning? Hvernig fara ógiftir menn að? Geta þeir komist af án stuðnings? Eða ógiftar konur? Þetta fólk hlýtur þá að ganga við staf. Svo er það kona bókmenntanna (með undantekningum þó, sem betur fer). Að segja, að hún sé furðuleg er vægt að orði kveðið. Við þurfum ekki að fara út fyrir landsteinana til að finna þessa stórkostlegu kvenpersónu, sem hlýtur að vera hugsuð nánast sem krossgáta fyrir lesandann. Hún hugsar ekki rökrétt. Stundum er hún' gull að manni, stundum hreinasta óféti. Sjálfbjargarhvöt- in sem öllum kvikindum er riku- lega úthlutað, finnst ekki hjá henni. Hún deyr i næsta forarpolli ef riddari sögunnar dregur hana ekki upp. Hún segir já, þegar hún meinar nei, og öfugt. Hún elskar gjarna þá, sem eru henni vondir, öfugt við t.d. karlmenn og börn og dýr. Hún er ævinlega að sálast úr hræðslu. Að karlmenn sögunnar skuli óð- ir vilja giftast sliku furðuverki gefur reyndar grun um, að skyn- semi þeirra hrökkvi ekkí nema fyrir nauðþurftum. Svipað er að segja um kvik- myndir. Konan er þar ekki hugs- uð sem manngerð, heldur fyrst og fremst eitthvað óútreiknanlegt og spennandi. Búast má við, að hún berji og klófa tilvonandi eigin- mann fram að méi. Eftir hlé kem- ur svo brúðkaupsveislan eða hin- ar æsilegu bólferðir, nema hvort tveggja sé. En nóg um það. Hin stærsta furða er, að konur eru orðnar svo vanar öllu þessu, að þær eru hættar að taka eftir þvi, margar hverjar, og eru þannig lifandi og ógnvekjandi sönnun um mátt áróðursins. R.S.E. ORÐ í BELG Leiðrétting Ég verð vist að byrja á að leiðrétta mistök i umbroti belgsins síðast. Þar var klausa undir fyrirsögninni ,,Mat Visis?” og átti við úr- klippu úr þvi blaði með frétt um stúlku, sem stal bil og ók drukkin, en fyrirsögn Visis var „Rauðsokka?” Setningin „„Frjálsar” hús- mæður fá eitthvað að gera”, sem slengt var aftani þessa klausu, átti hinsvegar að vera yfirskrift næstu klausu, þar sem fjallað var um undir- skriftasöfnun svokallaðrar „Frjálsrar menningar”. Engarbæturvegna tekna eigin- mannsins Kona hefur lengi beðið eftir örorkumati frá Trygginga- stofnuninni. Loks fékk hún bréf, sem vottaöi, að hún væri 65% öryrki. En jafnframt var henni tilkynnt, að hún fengi engar örorkubætur vegna þess að eiginmaður hennar hefði það háar tekjur. Þarna gengur kerfið semsé út frá þvi, rétt einu sinni, að eiginmaður sé fyrirvinna eiginkonu. Konan sem þarna um ræðir gæti ekki veikinda sinna vegna unnið fyrir sér nema að mjög litlu leyti. Hvernig skyldi stofnunin hafa tekið á málinu hefði karlmað- urinn verið 65% öryrki og kon- an hans haft góðar tekjur? t ruglingi í öllum löndum Sveinn Bergsveinsson pró- fessor i Berlin sendi belgnum okkar linur i tilefni umræðna um kyngreind starfsheiti og finnst honum óþarft að eyða kröftunum i deilur um slikt, enda margt mikilvægara. En hann skrifar m.a.: „Þú varst að skrifa um simastúlkuna. Af hverju ekki simavörður? Það yrði of langt mál að skýra þetta út i æsar, en er ekki simavörður annað? Þetta mál er i ruglingi i öllum löndum. Hvað er drottning? Er hún kona kóngsins eða sjálf drottning eins og Elisabet I., ÍT. og Margrét I. og II.? Karl- ar þeirra kallast drottningar- menn. En móðir Elisabetar II. á Englandi var lika kölluð drottning. Það leikur sér eng- inn að málinu án þess að biða tjón á sálu sinni”. Vissulega má um það deila, hvort við eigum að eyða kröft- unum i að berjast gegn kyn- greindum starfsheitum meðan svo mörg önnur mál og mikil- vægari biða óleyst. En meðan kyngreining starfsheita er beinlinis notuð til að geta komistupp meö að borga kon- um minna kaup eins og dæmin sanna, sé ég ekki að við getum látiö það óátalið og finnst á- gætt, að konur séu á verði gegn sliku. Þetta með drottn- ingar og kóngafólk er nú hvortsemer svo fjarlægt okk- ur, að okkur má á sama standa hvort þeir kallast kóngar eða drottningarmenn og þær þá drottningar og kóngakonur. Hún gæti gift sig... Og hér er bréf frá kennara: „Ung kona, nýútskrifuð frá Háskólanum, sótti um stöðu sem kennari við skóla hér i borg. Á móti henni sótti karl- maður. Skólastjórinn lét þau orð falla, að það myndi vera ó- tryggt að veita ungri konu stöðuna, hún myndi eflaust gifta sig fljótlega og þá minnka við sig vinnu! Karlmaður var ráðinn I stöðuna”. Kostir kvenna og karla ólikir í Sovét? Sólveig sagðist hafa orðið steinhissa á ummælum sov- éskra skákmanna, m.a.s. þeirra fremstu, Karpovs og Kortsnojs, i viðtali, sem við þá birtist bæði I Þjóðviljanum og Timanum. Þeir eru spurðir, að hvaða kostum þeim getist best i fari fólks. YKorsnoj: Stefnufestu hjá karlmönnum, en hógværð hjá kvenfólki. Karpov: Marksækni og dirfsku hjá karlmönnum, en hæversku hjá kvenfólki”. Þrátt fyrir marglofað jafn- réttið þeirra þarna i Sovét meta þeir þá mannlega eigin- leika mismunandi eftir kynj- um. Ætli hlutverkaskiptin fari þá ekki llka eftir sömu braut- um, þrátt fyrir fjölda mennt- aðra kvenna austur þar. Enda ekki að sjá að margar komist til æðstu valda, i rikisstjórn, flokksformennsku eða annað álika. óþolandi aug- lýsingar Næsti bréfritari er sannar- lega ekki einn um þá skoðun, EBUHums sem hann setur fram. Margir hafa orðið til að nefna þessa ó- geðslegu Electrolux auglýs- ingu: „Þolið þið auglýsinguna i sjónvarpinu, þar sem frysti- kista er auglýst, og á sú að „spara konunni sporin og manninum útgjöldin”? Einnig minnist ég auglýs- ingar sem notuð var mikið fyrir 2—3 árum i dagblöðum. Það var bill, fremur ljótur og úreltur i útliti, en þykir vist góður. Yfirskriftin var eitt- hvað á þá leið, að þú gætir allt- af sagt að konan þin ætti hann. Skyldu þessar auglýsingar vera hannaðar af sömu aðil- um? Ættu þeir ekki að fara að hugsa sinn gang? H.G. P.S. Opið bréf Þuriðar Kvaran til séra Hannesar á Fellsmúla i Mbl. i dag (2. okt.) eru orð i tima töluð. Bravó!” Vinna konunnar lægra metin Anna Þorsteinsdóttir gerlr að umtalsefni grein Rögnu Eyjólfsdóttur á jafnréttissiðu Þjóðviljans 29. september, sem henni finnst góð, en finnst þar þó vanta mikilvæga stað- reynd: Vinna bóndakonu er lægra metin en bóndans við útreikn- ing á framleiðslukostnaði landbúnaðarvara, segir Anna. — Timakaup kvennanna er þannig talið 207,50 kr. en kaup bændanna á tímann kr. 230,50. Þar að auki eru bændunum reiknaðar mun fleiri vinnu- stundir við búið en bóndakon- unum eöa 2080 móti 000 stund- um. Heimilisstörfin, sem oft- ast eru unni af konunni reikn- ast greinilega ekki með. Þetta fannst mér vanta i frásögn Rögnu af högum húsmæðra i sveit. Aukastarf húsmæðra Hadda var að lesa árs- skýrslu rafveitu Sauðárkróks, þar sem gefnar eru ýmsar upplýsingar i mjög stuttu formi. En um innheimtuna var þess þó getið, að tvær hús- mæður hefðu hana fyrir auka- starf. — Auðvitað hlaut það að vera aukastarf, fyrst það voru húsmæður i þvi. En skyldi þetta hafa verið orðað svona ef um karla hefði verið að ræða? Húrra! Og loks kom gleðifrétt i bréfi: „Konur i námi eru loksins búnar að fá sama rétt og karl- ar til dagvistunar barna sinna á dagheimilum Sumargjafar. Þar tíl fyrir stuttu urðu námskonur að taka börn sin af dagheimilum jafnskjótt og eiginmaðurinn lauk námi, þvi að þá höfðu þær „fyrirvinnu”. Þær giftar konur, sem vildu hefja nám eftir að eiginmað- urinn var kominn i starf voru fyrirfram útilokaðar. En nú hefur þetta breyst og börn námskvenna fá inni þótt faðir þeirra sé ekki i námi. Hclga” Þetta látum við nægja I dag. Það er ekki siður gagniegt að heyra um það sem er jákvætt og fer batnandi en hitt, sem aflaga fer, og ef þið hafið heyrt eitthvað, séð eitthvað eða upplifaö eitthvað frásagn- arvert sem snertir jafnréttis- málin, jákvætt eða neikvætt, látið þá heyra til ykkar. Skrif- ið eða hringið i sima 17500. —vh ii, „I, ,,rff

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.