Þjóðviljinn - 13.10.1974, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 13. október. 1974.
Ástin
6 ára strákur fékk að lykta úr
öllum flöskunum í baðherbergis-
skápnum og giska á, hvað væri i
þeim.
Hann átti ekki i neinum erfið-
leikum með að þekkja hárvatnið,
svitasprayið, sáravatnið,
brennslusprittið og handáburð-
inn. En þegar röðin kom að ilm-
vatnsflösku móður hans dró hann
djúpt að sér andann og úrskurö-
aði:
— Þetta er ástarlykt!
Mikið verk
Það hefur veriö reiknað út, aö
100 tima til að geta gert jafnmikl-
ar villur og mistök og tölvur geta
gert á einum þúsundasta úr sek-
úndu, — upplýsir kollegi okkar
hjá AP, Hal Boyle.
Skömm
,,Það er skömm fyrir konu ef
eiginmaður hennar þarf að
vinna.”
Kákasiskur málsháttur.
Þrátt fyrir þaö
Og svo var það skiltiö það arna,
sem margir Danir hafa hengt upp
hjá sér. Skyldi nokkur önnur þjóð
hafa jafn afslappaða afstöðu til
ættjarðarástarinnar? Annars fer
fyllilega að verða þörf á ein-
hverju álika hjá okkur til mót-
vægis þunglyndinu sem sækir að
þegar maður skammast sin sem
mest fyrir að vera sömu þjóðar og
„frjálsir” menningarundirskrif-
arar.
Betra heima
Þegar bandariska leikkonan
Shirley MacLaine kom heim úr
för sinni til Sovétrikjanna var hún
m.a. spurð, hvað væri betra i
bandarikjunum en i Sovét. Ekki
stóð á svarinu:
— Rússnesku veitingahúsin!
Hvað er
leiðindapúki?
Leiðindapúki er maður, sem
svarar mjög nákvæmlega þegar
spurt er um liðan hans.
Peningana
eða lífið
Júgóslavarsem sagðir eru hafa
haldið karlmannaveldinu lengur
en aörar Evrópuþjóðir (þótt
karlmannasamfélagið virðist nú
meira en nógu sterkt viðast hvar,
a.m.k. að áliti rauösokka) nota
sérstök rök sér til varnar i þessu
máli. Konur hafa þar mun
lægri laun en karlar, en það at-
saka karlarnir þannig:
— Þær hugsa meira um þægi-
legheitin i vinnunni en launin og
það er lika alveg rétt hjá þeim.
Þess vegna lifa þær lika aö með-
altali fjórum árum lengur en
karlarnir.
Hve gamall
Kvikmyndaleikarinn Paui
Newmann er hættur að vilja
segja, hve gamall hann er.
— Þið getið giskað á það, segir
hann, en til aö gefa smáleiöbein-
ingu get ég sagt ykkur, að ég er
búinn að upplifa breiða hálsbindið
þrisvar.
Of mikið
og of lítið
t sænskri sjónvarpsdagskrá um
Norður-lrland nýlega sagði irsk-
ur prestur við spyrjandann:
— Á trlandi er of mikið um trú-
arbrögð og of litið af kristni.
t ársbyrjun hefur Norræna húsiö kynningu á meistara sinum, finnska
arkitektinum Alvar Aalto
Hvaö er
framundan
í sýningar-
sölunum
Fjöisóttasta sýning ársins var á „borgarastéttinni” I
Austurstræti
Flestar meiriháttar
myndlistarsýningar eru
haldnar á vorin eða
haustin. Á sumrin er víð-
ast lítið um að vera, og
um áramót kemur önnur
ládeyða, enda hafa menn
þá öðru að sinna s.s. inn-
kaupum, hátíðahöldum
og skattaframtölum, og
því er þetta talinn óheppi-
legur sýningatími. Haust-
vertíðin er nú þegar haf in
hjá sýningasölunum, en
mig langar til að geta
þess helsta sem fram-
undan er og ég hef getað
af lað mér upplýsinga um.
Útisýningin I Austurstræti er
vafalaust fjölsóttasta sýning
ársins, og enn standa flest verk-
in uppi, en verða tekin burt á
næstunni. Tómas mun þó sitja
eftir á þessum furðulega tróni
sem undir hann hefur verið sett-
ur. Uppsetning þeirrar myndar
er þvf miður engin undantekn-
ing á sýningunni, stöplar undir
fleiri myndum eru hroðvirknis-
lega valdir, t.d. þeir sem eru
undir myndum þeirra Hall-*
steins Sigurðssonar og Gerðar
Helgadóttur. Ég er lika hrædd
um að sýningarskráin hafi farið
fram hjá flestum, þótt hún sé
rúmar 30 siður, myndskreytt,
með kynningum á þátttakend-
um, greinum o.fl. Greinilegt er
þvi að næst verður að vanda
betur til framkvæmdar sýn-
ingarinnar og frágangs verk-
anna, en hitt er lika jafn vist að
Austurstrætið verður tómlegt
þegar myndirnar eru farnar.
Af Listasafni tslands er litið
að frétta, eins og venjulega. Þó
er þangað von á myndum eftir
Jón Stefánsson, sem safniö hef-
ur keypt og nú eru I viðgerð er-
lendis. Einnig er ætlunin að
setja upp seinna I vetur eitthvaö
af þeim myndum sem Gunn-
laugur heitinn Scheving arf-
leiddi safnið að. Þetta geta þó
varla talist stórframkvæmdir
hjá rikislistasafni, en svo fátið-
ar eru fréttir þaðan, að við sjálft
liggur að maður hrökkvi við
þegar þar verður vart við lifs-
mark.
Nágranni listasafnsins, Nor-
ræna húsið, er mun athafna-
samara. Þar eru fyrirhugaðar
margar sýningar i vetur, bæöi á
myndlist o.fl. Þegar umbúða-
sýningunni sem þar er nú lýkur,
tekur við Karl Kvaran. Karl
sýnir ekki oft, siðast i Bogasaln-
um '71, og vakti sú sýning tölu-
verða athygli og jafnvel blaða-
deilur, en ekki er aö vita hvað
gerist nú.
Á eftir Karli kemur siðan leik-
brúðusýning frá Jóni
Guðmundssyni og svo norræn
sýning. Fyrir henni stendur
hópur sem kallar sig Den Nor-
diske og hefur sýnt saman i
nokkur ár, nú siöast 1
Charlottenborg og mun það
vera nokkurn veginn sama sýn-
ingin sem hingað kemur. Þátt-
takendur verða m.a. frá Græn-
landi og Færeyjum, og a.m.k.
tveir islendingar, þau Ólöf Páls-
dóttir og Tryggvi Olafsson.
í desember verður húsiö með
sýningu á gömlum myndum og
ferðabókum, en i ársbyrjun
verður þar kynning á finnska
arkitektinum Alvar Aalto sem
m.a. teiknaöi Norræna húsið, og
efast ég ekki um að það veröi
forvitnileg sýning. Byggingar-
listasýningar eru fátiðar hér á
þessu húsbyggingalandi, en
þarna fáum við gott tækifæri til
að kynnast verkum eins fræg-
asta arkitekts samtimans, bæöi
húsum, húsgögnum og jafnvel
málverkum og höggmyndum.
1 tilefni kvennaárs Sameinuðu
þjóðanna stendur Norræna hús-
iö fyrir kvennaviku i mars, og i
tengslum við hana verður sýn-
ing á verkum islenskra kvenna,
bæði myndlist og listiðnaði.
Sýning þessi er ekki fullmótuð
enn, þó mun þegar ákveðið að
sýna aðeins nútimaverk. Sið-
ust i röðinni af þeim sýningum
sem þegar hafa verið ákveðnar
er svo grafíksýning, og stendur
félagið islensk grafik fyrir
henni, en sá hópur hefur áður
staðið saman að sýningum hér.
Að Kjarvalsstöðum eru ekki
fyrirhugaðar fieiri sýningar á
þessu ári en sú sem nú stendur
yfir, og reyndar er salnum óráð-
stafað fram I mars. Þá verður
sýning á verkum Guðmundar
Einarssonar frá Miödal, en
hann hefði orðið áttræður á
næsta ári. Guðmundur var mjög
fjölhæfur maður og fékkst við
margt, bæði höggmyndir, mál-
verk og leirmunagerð, auk
margra annarra áhugamála, og
er þvi ekki að efa að þarna væri
hægt að setja saman mjög
forvitnilega sýningu.
Á eftir Guðmundi kemur ann-
ar keramiker, Steinunn
Marteinsdóttir, og siðan kín-
versk grafik. Sú sýning mun nú
vera á ferðalagi um Evrópu og
kemur hún hingað á svipuðum
tima og Islenskir grafikmenn
sýna I Norræna húsinu, og gefur
það gott tækifæri til samanburð-
ar. Grafik er tiltölulega ung list-
grein hér á landi, og hefur
skortur á verkstæðisaðstöðu
staðið henni fyrir þrifum, en
kínverjar geta á þessu sviði,
eins og á svo mörgum öörum,
státað sig af margra alda gam-
alli hefð. Tvær siðustu sýningar
vorsins að Kjarvalsstöðum
verða svo á verkum þeirra
Sveins Björnssonar máiara og
Leifs Breiðfjörð sem er einn af
fáum islendingum sem fæst við
glermyndagerö.
Aðeins tvær sýningar hafa
veriöákveðnar hjá Galleri Súm,
en fleiri eru á döfinni, þ.á m. 2-3
erlendar. Nú um helgina opnar
Guðlaugur Bjarnason þar. Ég
þekki litið til hans, nema hvað
hann var með á 1. desember-
sýningunni I galleriinu I fyrra.
Um miðjan næsta mánuð
kemur svo hópur semnefnir sig
Trykkerbanden með stóra
grafíksýningu. Þarna er þá
komin þriðja grafíksýningin á
vetrinum, en þessi listgrein hef-
ur hingað til ekki hlotiö verð-
skuldaða athygli hér, en von-
andi að þessar þrjár sýningar
breyti þar nokkru.
Bogasalurinn hefur löngum
verið vinsæll sýningarsalur, og
margir listamenn hafa hvergi
viljaö sýna nema þar. Nú eru
nýir staðir komnir til, og verið
getur að myndlistarsýningum
þar fari að fækka, enda hefur
þjóðminjasafnið fullan hug á að
taka hann undir starfsemi sina.
Safnið hefur um árabil búið við
mjög þröngan húsakost og vill
þvi gjarna fá þennan sal undir
sérsýningar slnar, og verða þar
tvær slíkar sýningar i vetur, en
þess á milli veröur salurinn svo
leigður út.
Auk þessara staða sem nú
hafa verið nefndir eru nokkrir
aðrir sýningarsalir i bænum s.s.
Hallveigarstaðir o.fl. Einn nýr
hefur nú bæst við, en það eru
Klausturhólar á horni Lækjar-
götu og Austurstrætis. Þar sýnir
nú Robert Clerc teikningar og
málverk. Clerc er franskur, en
hefur dvalið hér um hrið og sæk-
ir myndefni sitt i islenskt lands-
lag og atvinnuhætti. 1 þessum
sal er fyrirhugað að hafa til
skiptís sýningar og umboössölu
á lisfaverkum.
Listinn hér að framan er
hvergi nærri tæmandi, en gefur
vonandi nokkra mynd af þvi
sem framundan er I sýningar-
málum. 1 fljótu bragði virðist
veturinn lofa góöu, en þó er
áberandi hversu litið er um
erlendar sýningar. Þær útlendu
sýningar sem fyrirhugaðar eru
koma auk þess frá mjög tak-
mörkuðu svæði, nema Kina-
sýningin. Þetta er raunar engin
ný bóla, og sýnir það best
ástandið i þessum málum að
Súm er sá aðili sem flestar
erlendar sýningar hefur haldið
á undanförnum árum. Fyrir
Galleri SUM stendur fámennur
hópur listamanna, sem aö vlsu
hefur nokkurn rikisstyrk til
sýningahalds. Eðlilegt væri að
rikið og Reykjavikurborg (og þá
einnig önnur bæjarfélög) stæðu
fyrir kynningu á erlendri mynd-
listhér, og ætti það ekki að vera
þeim fjárhagslega ofviða úr þvi
að Súm getur haldið 2-3 erlendar
sýningar á ári. Þarna virðist þvi
skorta bæði vilja og framtaks-
semi hjá hinu opinbera. Þetta
minnir lika á, að það var
Tónlistarfélagið sem var braut-
ryðjandi I að koma hingað með
erlenda tónlistarmenn, og hefur
það félag likast til staðið fyrir
fleiri hljómleikum með
erlendum tónlistarmönnum en
nokkur annar hér. Nú að undan-
förnu hafa riki og bær — þ.e. i
sinfóniuhljómsveitin og listahá
tíö, tekið sig dálltið á hvað
viövlkur tónlistinni, og væri þá
ekki tilvalið að fara að taka til
við myndlistina?
Elisabet Gunnarsdóttir
ELÍSABET
GUNNARSDÓTTIR
SKRIFAR UM
MYNDLIST