Þjóðviljinn - 13.10.1974, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 13.10.1974, Qupperneq 7
Sunnudagur. 13. oktdber. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 VÍSNA- ÞÁTTUR ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÓK SAMAN Arni Jónsson Eyjafjaröarskáld Það hefur verið ákveðið, að undirritaðuii um tíma að minnsta kosti, annist um sér- stakan visnaþátt i sunnudags- blaði Þjóðviljans. Það er okk- ar álit að þrátt fyrir bitlaöld og atómskáldskap, leynist enn meö flestum islendingum sama ást og sami áhugi á vel- gerðri visu, gamallri og nýrri, og fyrr og þvi falli það i góðan jarðveg hjá lesendum að bjóða uppá visnaþátt i sunnudags- blaðinu, þegar við klæðum okkur sparifötunum og reyn- um að gera okkar besta fyrir lesendur. Reynt verður að hafa efni visnaþáttarins eins fjölbreytt og frekast er kostur og kunn- átta leyfir. Vil ég biðja lesend- ur að senda blaðinu nýjar, eða áöur óprentaðar visur sem þeir kunna að eiga i fórum sin- um, slikt væri mjög vel þegið. Eins er það meiningin að birta i hverju blaði fyrri part og biðja hagyrðinga um að botna og senda okkur merkt — Visnaþáttur Þjóðviljans, Skólavörðustig 19. Rvik. Þegar taka á saman visna- þátt er hægt að velja margar leiðir. Það er hægt að kynna einn ákveðinn hagyrðing, það er hægt að taka fyrir ákveðinn flokk, svo sem ástar-, hesta- eða afmorsvisur eða þá eitt- hvað annað. 1 þessum fyrsta vísnaþætti ætla ég að birta nokkrar visur eftir hinn af- burðasnjalla hagyrðing, Arna Jónsson, sem nefndur var Eyjafjarðarskáld og uppi var seint á 18. öld og fram á þá 19. Ég hef rekist nokkuð viða á visur eftir Arna, og þótt eitt- hvaö eftir hann hafi birst á prenti finnst mér visur hans ekki eins kunnar og þær eiga skilið, miðað við gæði þeirra. Árni Jónsson var fæddur 1760, að Rifkelsstöðum i Eyja- firöi, en mun vera þingeyskr- ar ættar. Hann lést á miðju ári 1816. Arni mun alla tið hafa verið mjög fátækur, búmaður litill, en hvers manns hugljúfi og skemmtinn svo af bar, og þvi urðu margir til að rétta honum hjálparhönd I baslinu, enda var hann einstaklega vinsæll, að þvi er sagnir herma. En það var ekki meiningin að birta hér ævisögu Arna, heldur kynna nokkrar visur hans, og skulum við þá lita á eina, sem sagt er að lýsi hon- um nokkuð vel. Arni trúlofaðist stúlku, þegar hann var um tvitugt, og eign- aðistmeðhennison. Sagt er að unnustan hafi sagt honum upp vegna þess hve litið búmanns- efni hann þótti, en eftir að hafa slitið trúlofuninni bauð hún Arna að borða, þá kvað hann: Ætlarðu ekki elskan min eg muni sorgir bera? Meira er að missa þín en niatarins án að vera. Það eru engin stóryrði né reiði i þessari visu, þótt nokk- uð sárt sviði. Það átti samt fyrir Árna að liggja að eignast konu, þótt fyrsta áslin færi svona. Sagt er að Arni hafi eitt sinn sagt við kunningja sinn sem sagður var margvis — Segðu mér nú hvert konuefni mitt er. — Við næstu messugjörð benti vinur- inn á unga stúlku og sagði hana vera myndi konuefni Arna; þá kvað hann: Fyrir mér liggja forlög grimm fleira er gainan en drekka vin ef að þessi Ingibjörg á að verða konan min. Það kom svo i ljós að vinur Arna hafði rétt fyrir sér, Arni giftist Ingibjörgu Gunnsteins- dóttur. Ekki virðist hann þó vera m jög hrifinn og það strax i tilhugalifinu er hann segir: Árni stertur og Imba taus ætla saman að taka hann er flón og hún vitlaus hér með endar staka. og um hjónabandið kveður Árni: Nú eru glötuð gleðistig scin gerði ég fyrr við una, séra Magnus setti á mig. svörtu hnapphelduna. Eins og áður segir var Árni litill búmaður og þvi alltaf m jög fátækur og basl hans var mikiö. Sagt er að á manntals- þingi hafi hann kveðið: Kýr er ein og kapaldróg kúgildið og fjórar ær. Ekki þætti öllum nóg eigur við að bjargast þær. Og i kaupstaðarferð kveður hann: Þá er ég klár I þetta sinn þó er skeppa lánuð hressist við það hugur minn hef ég frið i mánuð. Einhverju sinni fór Arni ásamt öðrum eyfirðingum til Grimseyjar eftir matföngum. Á heimleið hrepptu þeir for- áttuveður og urðu þeir að kasta öllu fyrir borð til að bjarga bátnum. Þá kvað Arni: N Lifi ég enn með láni stóru iiggur það i ættinni, ýsurnar hans Arna fóru eftir fiskavættinni. Hér hafa einungis verið birt- ar tækifærisvisur Arna, en hann orti oft dýrara og eru sumar þær visur hrein snilld, eins og til að mynda þessar sem teknar eru úr ljóðabréfi: Tiðin spillist, tiðin villist tiðin illa nálgar sig tið vill hrekja, tiðum seka tiðin vekja ætti mig. Ég er hrelldur, sorgum seldur særing veldur eitthvað hart angursleginn, þó ég þegi þankann beygir heldur margt. Sagt er að einu sinni hafi Arni heilsað svo i bæjardyr- um: Ilér cr ég með höndum loppn- um hrumum kroppnum, sitjandi á kvartelskoppnum kjafti opnum. Sagt er að Arni hafi eitt sinn komið aö Bægisá og gert boð fyrir prestinn og þjóðskáldið Jón Þorláksson og er prestur kom úl kvað Arni: Hér er kominn á höltuin klár halur úr Eyjafirði ótiginn og efnasmár ekki mikils virði. Sagt er að prestur hafi þá kannast við manninn og sagt: — A ertu það, vertu velkominn Ekki skánar leiðum lund, lengi gránar senna: yfir blánuð auðnusund urðarmánar renna. Stefán Hörður Grimsson III fylgja — Fróöárundur Jón Árnason skrifar i greinargerð sinni fyrir fylgjum af ýmsu tagi: „Siðan það fór að tiðkast að brenna barns- fylgjuna fylgir þeim mönnum ljós eða stjarna, logi eða glampi, og þykja það allt góðar fylgjur nema urðarmáninn.” Frekari grein gerir Jón ekki fyrir fyrir- brigðinu urðarmána. Eyrbyggjasaga hefur að geyma elstu sögn hérlenda af þessu kynjaljósi. Hún er upphafið að hinum nafnkunnu Fróðár- undrum nálægt árinu 1000: ,,Að Fróðá var eldaskáli sem þá var siður: utar af eldaskálanum voru klefar tveir, á sina hönd hvor: var hlaðið skreið i annan, en mjöli i annan. Þar voru gervir máleldar hvert kveld I eldaskála, sem siður var til, sátu menn löngum við eldana, áður en menn gengu til matar. húsinu. Sé ég nú að við svo búið mátti eigi standa og hleyp inn i húsið og legg staf minum fram undan mér og segi: ,,Ef hér er nokkur inni, þá segi hann nú til sin i tima, eða ábyrgist það að ég vinni eigi slys á honum!” En þar var steinhljóð. Þá steig ég upp i garðahöfuðið og fór leitandi inn garðann, þar til ég átti faðm eftir inn að kumls- dyrum á innra hússtafni. Þá sé ég undarlega sýn. Innst I öðru húshorninu, til hliðar mér, uppi við þekjuna, er svo sem hnefastór eldhnöttur, sem á svipstundu sundrast og fellur sem einyrja niður að gólfi. En i sama bili kom þar fram sem hnötturinn var, hálft tungl eða máni. Hann var þar kyrr fá augnablik en hvarf svo skyndilega. En jafnsnart sá ég opnast dyr á hliðveggnum, og sá ég hvitan snjóinn úti fyrir. Þá var farið að siga i mig, en þó var ég stilltur að mestu og óhræddur álveg. Nú vil ég prófa dyr þessar og legg stafnum i þær af alefli. En hann glumdi i grjótveggnum, og um leið hurfu dyrnar. Nú sá ég einungis myrkrið. Sný ég þá til hinna réttu dyra og mætir þá féð mér i þeim og nær þvi ruddi mér um koll. Ég komst þó út og lokaði húsinu og fór heim, athugandi á leiðinni fyrirburð þennan. Þegar ég kom i baðstofu að Osi, segir gömul kona þar: ,,Ég sé það á þér, Bjössi, að þú ert annaðhvort lasinn, eða þú hefur verið hræddur.” URÐARMÁNI Það kveld er likmenn komu heim, þá er menn sátu við málelda að Fróðá, þá sáu menn á vegg- þili hússins að komið var tungl hálft, það máttu allir menn sjá, þeir er i húsinu voru, það gekk öfugt um húsið og andsælis. Það hvarf eigi á brott, meðan menn sátu við elda. Þóroddur spurði Þóri viðlegg, hvað þetta myndi boða. Þórir kvað það vera urðarmána: — „mun hér eftir koma manndauður,” segir hann. Þessi tiðindi bar þar við viku alla, að urðarmáni kom inn hvert kveld sem annað.” Heimsundur — og merkir það glæpyrði þín í Þorsteins sögu Siðu-Hallssonar er frá þvi sagt er Hliðar-Steinn ræður drauma Þórhadds: „Sá var annar draumur minn”, segir Þór- haddur, „að ég sá tungl tvö, og fór annað að venju, en annað var i fjalli að húsbaki, og þóttumst ég taka það og eta, og þóttumst ég leifa af litinn mána, og hirti ég þann i pússi minum.” Steinn mælti: „Undarlegur er draumur þinn, en sjá þykjumst ég, hvað hann er. Þar hefur þú etið heimsundur, og merkir það glæpyrði þin, þau er fram fara af munni þinum, og munu enn eigi öll mælt, þau sem þú hirðir i hjartanu, er þú hirtir sumt af tunglinu.” Draumtúngl Þórhadds sver sig i ætt við urðar- mána. Sigfús Sigfússon frá Eyvindará geri svo fellda grein fyrir uröarmána sem fylgju: „Ljós hefur þótt góð mannsfylgja, en aftur hefur tungl og máni þótt versta fylgja. Máni kallast jafnan urðarmáni, og er sagt það komi til af þvi, að barnsfylgjunni hefur verið kastað i urö.” Urðarmáni í beitarhúsum Sigfús hefur eftirfarandi „orðrétta sögn sjáanda” eftir Birni Jónssyni, skrásetta i Snotrunesi 1912: „Ariö 1873 var ég vinnupiltur og beitar- hússmali að Unaósi i Hjaltastaðaþinghá 16 ára gamall. Um veturinn á jólaföstu var tiðarfar mjög hart um tima og sauðfé þvi komið á gjöf, en þar var þó beitt hverdagslega. Ég hafði þá þann sið að fara heim úr yfirstöðunni i kvöld- rökkrinu og gefa á garðann, áður en ég hýsti féð. Urðu þá harðar sviptingar á milli skepnanna i húsdyrunum, þegar þær fundu heylyktina. Eitt kvöld hafði ég gefið á garðann og var kominn heim með féð til að hýsa það. Atti ég nú von á þvi, að hver kindin ryddist á aðra inn úr ill- viðrinu, sem vant var. En nú bar svo óliklega til, að engin kind gengur inn. „Það er liklega einhver hrekkjalimur i húsinu að hræða mig,” hugsaði ég og hleyp inn i dyrnar og spyr, hvort nokkur sé þar, en fæ ekkert svar. Fer ég þá út og arga fénu að dyrunum með hundinum. En féð hrökk jafnharðan frá i fang mér og enn lengra frá dyrunum, eins og það sæi sjálfan djöfulinn i Sagði ég henni þá hvers ég varð var. Hún gat þess þá, að fleiri hefðu orðið þarna fyrir sliku, og gaf i skyn að ég hefði séð urðarmána, sem væri versta fylgja, og mundi fylgja húsinu. Eftir þetta gætti ég þar fjárins og varð hvorki hræddur né neins var”. Sigfús Sigfússon telur nafn urðarmána dregið af barnsfylgju, sem kastað hafi verið i urð. Hitt mun þó e.t.v. sönnu nær að hér komi fyrir nornin Urður, sem ásamt Verðandi og Skuld skapar mönnum aldur. Þórir viðleggur segir um urðar- mánann i Eyrbyggju: „Mun hér eftir koma manndauður” — og reyndist sannspár um það. Brynjólfur frá Minnanúpi segir sögu af ljósfyrir- brigði sem að visu er ekki nefnt urðarmáni, en birtist i svipuðum erindagerðum , og urðarmáninn á Fróðá forðum daga: hér boðar' hann búfénaði feigð. Pestarljósið „Ólafur Thorlacius, sem siðast bjó i Dufansdal, merkur maður og menntaður vel, lá á sjúkrahúsinu i Reykjavik vorið 1870, og þá var ég þar lika. Við urðum málkunnugir, og þá sagði hann mér frá þvi er nú skal greina... Það var um vetrarkvöld, að Ólafur kom út undir vökulokin. Úti var koldimmt. Hvort Ólafur var þá á Bildu- dal eða i Dufansdal, man ég ekki. En á móts við bæ hans voru hinum megin fjarðarins tveir bæir og spölur á milli. Vissi ólafur vel, hvar fjárhús þeirra bæja voru, hvors um sig. Það vissi hann lika að á öðrum þessara bæja var komin upp bráðapest i sauðfénu, svo að á hverjum morgni var fleira eða færra dautt i fjárhúsunum. Hafði þessu gengið um hrið. Engin pest var á hinum bænum. Þá er Ólafur kom út, sem getið var, bar fyrir hann ljós mikið hinum megin fjaröarins. Það hélt sig fyrst kyrrt niðri við jörð, og var eftir stefnu aö dæma eins og það logaði upp úr fjárhúsunum, þar sem pestin var i fénu. Brátt tók það að liða i loft upp, hægt og hægt. En þvi hærra sem það kom, þvi meira varð það ummáls, en birta þess þvi daufari. Þá er það var komið upp i hvolf himinsins, var það ekki orðið annað en breiður, daufur bjarmi. En þá tók það þegar að dragast saman aftur, lækka á lofti og verða bjartara, uns það nam staðar niður við jörð. Þá var þaðorðið eins að sjá og það var áöur en það leið upp i loftið. En það kom ekki niður á sama stað. Eftir afstöðu að dæma var nú sem það logaði upp úr fjárhúsum nágrannabæjarins, og þar hélt það kyrru fyrir meðan ólafur horfði á' það. Litlu siðar var ferð yfir fjörðinn. Þá fréttist að pestin væri hætt á þeim bænum sem hún kom fyrst upp, en þá jafnóðum tekið til á nágranna- bænum. Hafði hún flutt sig á sömu nóttu sem Ólafur sá ljósið um kvöldið. — Ekki sagðist Ólafur geta skýrt þetta atvik á neinn veg. Hann vissi aðeins aðþetta bar fyrir hann, og að pestin skipti um bæina sömu nóttina." (Þjóðsögur Jóns Arnasonar, Eyrbvggjasaga, Þorsteins saga Siðu-Hallssonar, Þjóösögur Sigfúsar Sigfússonar, Dulrænar smásögur Brynjólfs frá Minnanúpi).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.