Þjóðviljinn - 13.10.1974, Side 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 13. október. 1974.
sjónvarp
Giistaf 3. leikrit eftir Strindberg verður sýnt I sjónvarpinu I kvöld,
sunnudag. Myndin þessi er frá einu atriði ieikritsins, og er ekki annað
aö sjá en kjólar kvenna hafi verið flegnir i þá tlð eins og stundum síöar.
Gústaf 3. og
gamlar amerískar
Gústaf 3. leikrit eftir Agúsl
Strindberg, verður sýnt i sjón-
varpinu I kvöld. Strindberg þarl
varla að kynna sjónvarpsáhorf-
endum sérstaklega, og Gústaf
Sviakóng kannast menn vist við
lika. Leikstjóri i kvöld er Johan
BergstrShie og með aðaihlutverk
fara leikararnir Gösta Ekman,
Tomas Bolme, John Harryson og
Stig JSrrel.
Leikurinn gerist við sænsku
hirðina á tima Gústafs 3. kringum
1790. Gústaf var sá Sviakónga
sem þar i landi tók af skarið
gagnvart aðlinum og skerti mjög
völd hans. I þessari baráttu kóngs
og greifa naut hann stuðnings
hinnar nýju borgarastéttar i
landinu. Það fylgir sögunni að i
leiknum sé stuðst við sögulega
atburði, en farið af léttúð með
ártöl og einstaka viðburði.
Af öðrum dagskrárliðum
vikunnar má benda á þáttinn
Heimsókn. Þetta er fyrsti
þátturinn af mörgum, sem
sjónvarpið hefur látið gera, eða
ætlar að láta gera, um ýmsar
byggðir og dvalarstaði utan þétt-
býlissvæðisins hér við Faxaflóa.
Þátturinn i kvöld var tekinn i
Kerlingarfjöllum. Rúnar Gunn-
arsson tók þátt þennan, en þegar
hann var i Keflingarf jöllum seint
I sumar, dvaldist þar hópur
skfðamanna vfða að.
Sjónvarpið hefur heimsótt
Bakkafjörð og nærliggjandi staði
á Norð-Austurlandi og birtist sá
þáttur i nóvember.
Heimshorn er á þriðjudaginn
eins og venjulega og Kastljós á
föstudag. Á miðvikudagskvöldið
verður sýnd amerisk mynd sem
nefnist Félagar. Mynd þessi mun
vera nokkuð við aldur, en hún
fjallar um tvo unga menn, sem
kynnast eftir að þeir báðir hafa
skilið við konur sinar. Fljótlega
kynnist svo hvor um sig fyrr-
verandi eiginkonu hins.
önnur gömul, amerfsk
biómynd verður sýnd á laugar-
daginn. Sú heitir Það gleymist
aldrei,og var gerð 1937.
útvarp
Aö hæða lítilmagna
Skúmaskot heitir útvarps-
þáttur, sem annab veifið hefur
kotnist á dagskrá útvarpsins i
sumar. Hrafn Gunnlaugsson
hefur fengið að grinast stundum i
hálftíma á kvöldi, eða svo, og
tókst stundum vel upp, einkum
hér áður meðan hann naut félags-
skapar þess góða og gáfaða sér-
fræðings, Þórðar Breiöfjörð.
Nú er komin önnur tið. Hrafn
genginn i Sjálfstæðisflokkinn og
orðinn Moggamaður og kimni-
gáfan virðist hafa beðið alvarleg-
an hnekki. Satt best að segja þótti
manni stundum leitt að heyra
Skúmaskotið í sumar, þvilikt
rembingsbragð hafði það.
A þriðjudaginn var kom Hrafn
enn úr skúmaskoti sinu og hafði
þá heldur en ekki gert bragarbót.
Greinilegt var að þessi snaggara-
legi útvarpsþáttamaður hafði
gert sér grein fyrir öldudalnum
og i einu vetfangi reif hann sig
upp i hæðir klmninnar og
hæöninnar. Reyndar er það svo,
að islendingar verða oft fyndnir á
kostnað náungans. Og Hrafn fann
sér tvo heimdellinga til aö
skemmta sér yfir. Magnús
Gunnarsson, heimdellingur og
einhver blaðamaöur af Eim-
reiðinni voru látnir belgja sig út
yfir eigin ágæti og
Eimreiðarinnar.
Eimreiðin var fyrir skömmu
tekin og gerð að málgagni þeirra
ungra ihaldsmanna sem hafa þá
trú, að hægt sé að búa til hug-
myndafræði handa hægri-
mönnum.
Grinþáttur Hrafns um
Eimreiðina og þá félaga Magnús
og blaðamanninn gekk annars út
á eitt orð eða svo: Frjálshyggja.
Frjálshyggja leysir allan vanda,
að áliti Eimreiðarmanna. 1
munni þeirra merkir orðið frjáls-
hyggja hins vegar nákvæmlega
það sama og Geir kaupmaður
Hallgrimsson telur það merkja,
eða frelsi eins manns til að gina
yfir annars hlut.
„Það þarf að leggja rækt við
einstaklinginn”, sagði Magnús
Gunnarsson i Skúmaskoti, „svo
að. einstaklingurinn geti notið
betur lifsins”. Já, það er
umfram allt aö njóta llfsins og
það tókst Hrafni i þætti sinum. í
upphafi þessa Eimreiðargrins las
Hrafn upp nöfn nokkurra góðra
rithöfunda, sem selt hafa Eim-
reiðinni efni. Má þar nefna
Halldór Laxness, Þráin Bertelss.
og Indriða G. Þorsteinsson. Þessi
nafnaruna átti að benda til að
Eimreiðin væri alvörutimarit
með gáfulegt yfirbragð. Svo var
tekið til við að lesa upp úr
Eimreiðinni. En þá voru ekki
valdir kaflar úr ritum hinna
merku höfunda, heldur lesið bull
eftir Jónas gamla Haralz og rit-
stjóra Eimreiðarinnar, Magnús
Gunnarsson.
Svona aðferðir flokkast undir
að svikjast aftan að fórnarlömb-
unum. Hvers átti Magnús
Gunnarsson að gjalda? Hvað
getur hann gert að þvi, þótt hann
sé ekki skrifandi? Hvað er
við hann að sakast, þótt hann sem
heimdellingur og fallinn forstjóri
hafi áhuga á að búa til úr orða-
gjálfri ramma um þann hug-
myndaheim sem hann hrærist i?
Það eru takmörk fyrir öllu, og ég
verð að segja, að um eitt skeið
fannst mér hæðni Hrafns ganga of
langt. En það dugir varla að
fárast yfir orönum hlut, heldur
vona aö næstu Skúmaskot verði
jafngóð, en ekki eins særandi
fyrir aðstandendur þeirra tima-
rita, sem Hrafn eflaust ætlar að
kynna.
1 landinu fyrirfinnast nokkur
timarit enn, svo sem Réttur og
Timarit Máls og menningar. Væri
ekki vegur að kynna þau rit i
Skúmaskoti lika? Það væri amk.
fróðlegt að heyra, hvort Hrafni
tækist að gera annað eins grin að
ritstjórum þeirra rita eins og
hann fór með Magnús
aumingjann. _gg
o cj
o
■Q.
TF
um helgina
/unnudogur
18.00 Stundin okkar. Meðal
efnis er saga eftir Ólaf
Jóhann Sigurðsson með
teikningum eftir Eydisi
Lúðvigsdóttur, þættir með
„söngfuglunum”, finnsk
myndasaga, mynd frá
fuglaskoðunarferð á Skóga-
sand og fyrsti þáttur I nýrri
spurningakeppni.
Umsjónarmenn Sigrlður
Margrét Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefáns-
son.
18.55 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður og auglýsingar.
20.30 Heimsókn. Nýr sjón-
varpsþáttur. Sjónvarpið
hyggst heimsækja ýmsar
byggðir og dvalarstaði utan
Faxaflóasvæðisins
mánaðarlega I vetur og
kvikmynda þar i frétta-
myndastíl staði, fólk, at-
vinnulif þess og áhugaefni,
á afskekktum stöðum sem
fjölsóttum. Þessi fyrsti
þáttur var kvikmyndaður
sfðsumars I Kerlingarfj.
meðal skiðafólks úr ýmsum
áttum. Umsjónarmaður er
Rúnar Gunnarsson (Þess
má geta, að næst heimsækir
sjónvarpið Bakkafjörð og
nærliggjandi staði á Norð-
\
/unnudogui
8.00 Morgunandakt. Pétur
Sigurgeirsson vigslubiskup
flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög Hljóm-
sveitin Philharmónia i
Lundunum leikur: Herbert
von Karajan stjórnar.
9.00 Fréttir. Otdráttur úr
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morgunfonleikar. (10.1C
Veðurfregnir). a. „Messa
Marcellusar páfa” eftir
Palestrina. Heiðveigar-
kórinn i Berlin syngur: Karl
Forster stjórnar. b. Hljóm-
sveitarkonsert nr. 3.1 F-dúr
eftir Handel. Enska
kammersveitin leikur:
Raymond Leppard stjórnar.
c. Fiðlukonsert I A-dúr (K
219) eftir Mozart. David
Oistrakh og Rikishljóm-
sveitin i Dresen leika:
Franz Konwitschny
stjórnar.
11.00 Guðsþjónusta f kirkju
Ffladelfiusafnaðarins
Reykjavik Einar Gislason
forstöðumaður safnaðarins
flytur ræðu. Asmundur
Eirlksson les ritningarorð
og flytur bæn. Kór
safnaðarins syngur.
Einsöngvarar: Hanna
Bjarnadóttir og Svavar
Guðmundsson. Organ-
leikari og söngstjóri: Arni
Arinbjarnarson. Daníel
Jónasson leikur undir söng
kórsins.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.25 Mérdatt það I hugEinar
Kristjánsson rithöfundur
frá Hermundarfelli spjallar
við hlustendur.
13.45 tslenzk einsöngslög
Snæbjörg Snæbjarnardóttir
syngur: Ölafur Vignir
Albertsson leikur á planó.
14.00 Dagskrárstjóri I eina
klukkustund Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamáia-
ráðherra ræður dagskránni
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
tónlistarhátfð I Bratislava i
fyrra Sinfóniuhljómsveit
útvarpsins i Bratislava
leikur: Hiroshi Wakasugi
stj. a. „Sorgaróður” eftir
Witold Lutoslawski. b.
Austurlandi, og birtist sá
þáttur I nóvember).
21.00 Gústav III.Leikrit eftir
August Strindberg. Leik-
stjóri Jóhan Bergstráhle.
Aðalhlutverk Gösta Ekman,
Tomas Bolme, John Harry-
son og Stig Járrel. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
Leikurinn gerist i sænska
þinginu og við hirðina árið
1789 og lýsir meðal annars
skiptum konungs við aðals-
stéttina, en hann skerti
mjög völd og forréttindi
aðalsmanna með tilstyrk
borgarastéttarinnar. Leik-
ritið er að miklu leyti byggt
á sögulegum heimildum, en
I þvi er þó farið allfrjálslega
með ártöl og atburði.
(Nordvision — Sænska sjðn-
varpið)
22.40 Að kvöldi dags.Sr. Páll
Pálsson flytur hugvekju.
22.50 Dagskrárlok.
mónudoguf
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.35 ónedin - skipafélagið
Bresk framhaldsmynd. 2.
þáttur. Auðveld sigiing.
Þýðandi Óskar Ingimars-
son. Efni 1. þáttar: James
Sinfóna nr. 1 I c-moll op. 68
eftir Johannes Brahms.
16.00 TIu á toppnum örn
Petersen sér um dægur-
lagaþátt.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Barnatími: Eirlkur
Stefánsson stjórnar a.
Hvers óskar þú?Eirikur les
söguna óskina eftir Einar
H. Kvaran, Hugrún Þor-
steinsdóttir (11 ára) les tvær
stuttar frásögur og Kristján
Halldórsson segir ævintýrið
um Ohappaóskina. b.
Útvarpssaga barnanna:
„Strokudrengirnir” eftir
Bernhard Stokke Sigurður
Gunnarsson les þýðingu
sína (14).
18.00 Stundarkorn með
brasilizka gftarleikaranum
Laurindo Almeida Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Eftir fréttir Jökull
Jakobsson við hljóðnemann
I þrjátiu mfnútur.
19.55 „Háskólaljóð,” kantata
eftir Pál isólfsson við kvæði
Daviðs Stefánssonar. Flytj-
endur: Elisabet Erlings-
dóttir, Magnús Jónsson,
Gunnar Eyjólfsson, Samkór
félaga úr kirkjukórum
Reykjavikurprófastsdæmis
og Sinfóniuhljómsveit
Islands. Stjórnandi: Dr.
Róbert A. Ottósson.
20.30 Frá þjóðhátið Suður-
Þingeyinga að Laugum 17.
júni. Jóhann Skapta-
son sýslumaður setur
hátiðina, Jónas Kristjáns-
son prófessor flytur hátiðar-
ræðu, Guðfinna Árnadóttir
flytur hátlðarljóð eftir Elinu
Vigfúsdóttir á Laxamýri og
Heiðrekur Guðmundsson
skáld flytur frumort kvæði.
Lúðrasveit Húsavikur leik-
ur, Samkór Kirkjukórasam-
bands Suður-Þingeyjar-
prófastsdæmis og Karlakór
Reykdæla syngja. Ein-
söngvari: Sigurður
Friðriksson. Ladislav Vojta
stjórnar lúðrasveitinni og
karlakórnum, en samkór-
unum stjórna auk hans:
Friðrik Jónsson á Halldórs-
stöðum, Jón Arni Sigfússon i
Vogum og ÞráinnÞórissoná
Skútustöðum. Þráinn er
einnig aðalkynnir hátiðar-
innar.
21.45 Ilornkonscrt I Es-dúr
Onedin, ungur og framgjarn
skipstjóri, hefur hætt
störfum hjá auðugum
skipaeiganda, Callon að
nafni. Hann vill sjálfur
eignast skip og biður fyrst
bróður sinn um aðstoð, en
fær neitun. Hann bregður þá
á það ráð, að kvænast Anne
Webster, en faðir hennar á
gamalt flutningaskip, sem
hún fær i heimanmund. Þau
hjón sigla þegar eftir brúð-
kaupið til Portúgal, og þar
tekst James að gera samn-
ing um flutninga á vini til
Englands. Callon hafði áður
annast þessa flutninga og
hefur nú i hótunum við
James, sem hann sér að
gæti orðið skæður keppi-
nautur i baráttunni um
flutninga landa á milli.
21.25 íþróttir.Meðal efnis eru
sviPmyndir frá iþróttavið-
burðum helgarinnar.
Umsjónarmaður ómar
Ragnarsson.
22.00 Isamer ’74. Guðný
Guömundsdóttir, Guilli-
mero Figueroa jr„ Halldór
Haraldsson og William
Crubb leika saman I sjón-
varpssal á fiðlu, lágfiðlu,
pianó og selló. A efnis-
skránni eru planókvartettar
eftir Aaron Copland og Jo-
hannes Brahms og dansar
frá Puerto Rico. Stjórn
upptöku Tage Ammendrup.
22.30 Dagskrárlok.
helgina
eftir Christopher Förster
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Slðdegissagan: „Skjóttu
hundinn þinn” eftir Bent
Nielsen Guðrún Guðlaugs-
dóttir les þýðingu sína (14).
15.00 Miðdegistónleikar
Gervase de Peyer og Melos
hljóðf æraflokkurinn i
London leika Kvintett i B-
dúr fyrir klarinettu og
strengjahljóðfæri eftir
Weber. Ronald Smith leikur
á pianó Mazúrka nr. 6 I As-
dúr og Sónötu I b-moll eftir
Balakireff.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphornið.
17.10 Sagan: „Sveitabörn,
heima og i seli” eftir Marie
Hamsun Steinunn Bjarman
les þýðingu sina (13).
18.00 Tónleikar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Mælt máiBjarni Einars-
son flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn
Jóhann Jóhannsson skóla-
stjóri frá Siglufirði talar.
20.00 Mánudagslögin
20.35 ÆvikvöldiðSéra Árelius
Nlelsson flytur síðara erindi
sitt um málefni aldraðs
fólks.
20.55 Sónata fyrir fiðlu og
planó eftir Enesco Ion
Voicou og Victoria
Stefanescu leika.
21.30 Útvarpssagan: „Gang-
virkið” eftir ólaf Jóhann
Sigurðsson Þorsteinn
Gunnarsson leikari les( 2).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. tþróttir
Umsjón: Jón Ásgeirsson.
22.40 Hljómplötusafnið i
umsjá Gunnars Guðmunds-
sonar.
23.35 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.