Þjóðviljinn - 23.10.1974, Side 2

Þjóðviljinn - 23.10.1974, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur. 23. október. 197 4. laupnum Ebeneser Asgeirsson (t.v.) afhendir þeim Guörúnu Guðmunds- dóttur og Guðmundi Karlssyni vinninginn i Sjónvarpsbingói Æg- is, sem fram fór á siðasta ári. Sjónvarpsbingó Lionsklúbburinn Ægir i Reykjavik hleypir af stokkunum þessa dagana bingóspili á þann hátt, að útdregin númer birtast i aug- lýsingatima sjónvarpsins á hverju kvöldi þar til vinningshafi gefur sig fram. Vinningurinn er bifreið eftir eigin vali fyrir fimm hundruð þúsund krónur, en verð bingóspjaldanna er kr. 300,00 og er sala þeirra hafin hjá meðlimum Ægis i Reykjavik og einnig á nokkr- um stöðum úti á landi, þar sem Lionsklúbbar starfa. öllum ágóða Ægis er varið til barnaheimilisins að Sólheimum, en tekj- um klúbbanna úti á landi er ráðstafað til liknarmála á viðkom- andi stöðum. Ættartengsl og stjórnmál Þessa dagana fara ihaldsat- kvæðin hamförum yfir afstöðu Sigurlaugar Bjarnadóttur til kanasjónvarpsins. Nú siðast staulast fram á ritvöllinn Guð- laugur Bergmann úr Karnabæ. Þaö sviður bersýnilega enn undan þvi, þegar Sigurlaug tók hann á hné sér og rassskellti frammi fyrir alþjóð, nánar tiltekið i sjón- varpinu. Að óreyndu hefði mátt ætla, að helst væri mark á tak- andi málflutningi Sigriðar Ás- geirsdóttur, lögfræðings og „varaborgarfulltrúa” ihaldsins (flnt skal það vera). Flestum mun þó hafa farið sem mér, að þykja semmálflutningurhennar hefði mátt vera ögn akademisk- ari, svo ekki sé nú meira sagt. En tilefni þessa greinarstúfs var annars það, að i þessu fjaðrafoki öllu skaut upp i huga mér ætt- fræðilegum fróðleiksmola. Það er kannski erigin tilviljun, hvernig skiptast skoðanir þessara kvenna, Sigurlaugar og Sigriðar. Sigurlaug er sonardóttir Siguröar I Vigur, eins hins einarðasta foringja okkar i sjálfstæðis- baráttunni við Dani. Sigriður er dótturdóttir Hannesar Hafstein, þess manns, sem aldrei virðist hafa séð neitt annað I sjálfstæðis- baráttunni en næsta skoplegt brölt. Svona skýtur hliðstæðunum upp i huga manns. Það var einu sinni haft eftir Birni Karel, að það væri enginn vandi að vera réttu megin I pólitik: „Það er bara að vera á móti Heimastjórnarmönnum og afkomendum þeirra”. — Kannski það sé eitthvað hæft i þessu, hvað þjóðfrelsismálin varðar? Jón Thor Haraldsson Dans á rósum HFr sendi blaðinu eftirfarandi visur og kannast liklega flestir við tilefnið: Ólafia féll, en frið fékk með öðrum sveinum. Aðeins til að vara við vinnulúnum beinum. Berskjaldaður gengur Geir grunnreifur á rauöum ljósum. Bauð til fundar — máski meir maddömunni i dans á rósum. Tvœr umferðir eftir í tvímenningnum Eftir fjórar umferðir i meistarakeppni Bridgefélags Reykjavikur I tvimenning eru landsliðspörin enn i þremur efstu sætunum. Staðan er nú þessi: 1. Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson 820 stig. 2. Einar Þorfinnsson — Hjalti Eliasson 795 stig. Félag Islenskra gullsmiða var stofnað I Reykjavik 19. október 1924 af 15 gullsmiöum sem þá voru starfandi i Reykjavik; siðar bættust viö 9 i Reykjavik og 5 utan af landi, sem gerðust aöilar og þar með taldir stofnendur. 5 af stofnendum félagsins á lifi og sumir enn I starfi og reka eigin fyrirtæki. Veröa þeir nú gerðir að heiðursfélög- um I tilefni af hálfrar aldar af- mælinu. Það eru eftirtaldir menn: Guðjón Bernharösson, Guðmundur Þorsteinsson, Kjartan Asmundsson, Leifur Kaldal og Óskar Gíslason. Stofnuð hafa verið útflutn- ingssamtök gullsmiða, sem unnið hafa I samráði við út- flutningsmiðstöð iðnaðarins 3. Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 776 stig. 4. Hallur Simonarson — Þórir Sigurðsson 762 stig. 5. Hörður Arnþórsson — Þórarinn Sigþórsson 741 stig. 6. Einar Guðjohnsen — Guðmundur Árnason 709 stig. 7. Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 708 stig. 8. Gunngeir Pétursson — Viðar Gunngeirsson 706 stig. 9. Bragi Erlendsson — Rikharöur Steinbergsson 689 stig. 10. Jón Gfslason — Snjólfur Ólafsson 684 stig. og tekið þátt I sýningum og kaupstefnum erlendis. 1 tilefni af 50 ára afmælinu gefur F.l.G. 50 þúsund krónur til kaupa á verkfærum, sem verða skal vísir að verk- kennslu I þessu fagi i iðnskól- anum. Unniö er aö gullsmiöatali, sem ná skal yfir alla þá gull- smiði, sem vitaö er um að hafi unnið að iðninni. Er þaö Þór Magnússon þjóöminjavörður, sem hefur þaö verk meö hönd- um. Safnaö hefir verið saman gömlum verkfærum, sem gef- in voru sem visir að iðnmiðja- safni. Núverandi stjórn félagsins skipa: Dóra Jónsdóttir, for- maður, Jens Guðjónsson, rit- ari, og Guðmundur Björnsson, gjaldkeri. 11. Gyl.fi Baldursson — Sveinn Helgason 683 stig. 12. Helgi Sigurðsson — Jón Baldursson 679 stig. Næsta umferð verður spiluð i kvöld, miðvikudaginn 23. október, en vegna utanfarar landsliðsins verður siðasta umferöin spiluð laugardaginn 26. október kl. 2 e.h. Aldur SÍS- fólksins Athugun var nýlega gerð af Starfsmannahaldi Sambands- ins á aldursgreiningu starfs- manna Sambandsins hér i Reykjavik. Greiningin náði til 530 fastráöinna starfsmanna. Meðalaldur þeirra reyndist vera 37.71 ár. Karlar voru 67.92%, en konur 32.08%. Að öðru leyti reyndist aldurs- greiningin vera þessi: Innan 21 árs voru 15.47%, 21—30 ára 26.22%, 30-40 ára 16.60%, 40—50 ára 18.11%, 50—60 ára 13.21%, 60—70 ára 9.43%, yfir 70 ára 0.96%. Trommugjöf Robert Grauso afhendir Árna Kristjánssyni trommu til Sinfónluhljómsveitarinnar að gjöf. Fyrir skömmu barst Sinfóniuhljómsveit Islands höfðingleg gjöf frá þekktri bandariskri hljóðfærasmiðju, C.F. Martin Co. Gjöf þessi er sérsmiðuð ,,snare”-tromma, sérstaklega gerð fyrir leik með sinfóniuhljómsveitum. Tromman er af gerðinni Fibes. Hönnuður Fibes, Robert Grauso, lét þess getið þegar hann afhenti Arna Kristjánssyni gjöfina, að tromma þessi væri aðeins ör- litill vináttu- og þakklætisvott- ur til islenskra tónlistar- manna. Hann hefði átt þvi láni að fagna aö kynnast Islensku tónlistarlifi hérlendis fyrir ná- kvæmlega tuttugu árum, og kynni vel að meta vináttu- tengsl, sem þá hefði veriö stofnað til. Robert Grauso, sem er m jög þekktur trommuleikari, mun veita isienskum kollegum sin- um tilsögn i trommuleik á meðan hann dvelur hérlendis. En einnig hefur komið til tals að hann komi fram á hljóm- leikum. Þá hefur Grauso æft 18 manna hljómsveit FtH und- anfarið. Kaupfélags— stj.skipti Um þessar mundir lætur Grétar Snær Hjartarson af starfi kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Isfiröinga. Við þvi starfi mun taka Einar Matthiasson, sem verið hefur kaupfélagsstjóri I Stöðvar- firöi. Við starfi hans hjá Kaup- félagi Stöðvfirðinga tekur ungur maður, Guðmundur Gislason að nafni. AUGLYSING um umferð í Kópavogi Samkvæmt heimild í 65. gr. umferðarlaga nr. 40 frá 23. april 1568/ og að fengnum tillögum bæjarstjórnar Kópavogskaupstaðar, eru hér með settar eftirgreindar reglur um umferð í Kópavogi: 1. VOGATUNGA: Niðurlag 6. töluliðar aug- lýsingar um umferð í Kópavogi frá 30. desember 1971 breytist þannig, að í stað orðanna ,,Umferð um Vogatungu víki fyrir umferð um Digranesveg samkvæmt regl- um 2. mgr., sbr. 4. mgr. 48. gr. umferðar- laga (stöðvunarskylda)" komi: ,,Umferð um Vogatungu viki f yrir umf erð um Digra- nesveg samkvæmt reglum 2. mgr., sbr. 3. mgr. 48. gr. umferðarlaga (biðskylda)". 2. SKELJABREKKA: Bann við innakstri í norður á Hafnarfjarðarveg frá Skelja- brekku (rétt sunnan eystri brúar við Ný- býlaveg). Umferð um Dalbrekku til norð- urs víki fyrir umferð úr Skeljabrekku inn á Dalbrekku samkvæmt reglum 2. mgr., sbr. 3. mgr. 48. gr. umferðarlaga (biðskylda). 3. BORGARHOLTSBRAUT: Bann við vinstri beygju af Borgarholtsbraut til norðurs að tengivegi Hafnarf jarðarvegar (vestan brúar). Einstefna verður um þann tengiveg til suðurs, þar til annað verður ákveðið. Heimilt er að aka af Borgarholtsbraut til norðurs eftir götuslóða austan Kirkjuholts. Einstefna verður um þann götuslóða til norðurs. 4. Tengivegur milli Digranesvegar og Hafn- arfjaröarvegar: Umferð um tengiveg í norður (austan brúar) frá Digranesvegi víki fyrir umferð um Hafnarfjarðarveg samkvæmt 2. mgr., sbr. 3. mgr. 48. gr. um- ferðarlaga (biðskylda). Einstefna til norð- urs. Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 2. mgr. 65. gr. umferðarlaga nr. 40 f rá 23. apríl 1968, og koma til framkvæmda þegar í stað. AAeð auglýsingu þessari eru numin úr gildi þau ákvæði eldri auglýsingar um umferð í Kópavogi, sem brjóta i bága við ákvæði aug- lýsingar þessarar. Bæjarfógetinn i Kópavogi 1. október 1974 Sigurgeir Jónsson Félag islenshra gullsmiða 50 ára Fimm stofnfélagar I Félagi islenskra gullsmiða eru enn á lifl og voru gerðir að heiðursfélögum I tilefni hálfraraldar afmæiis fé- lagsins 19. október. A myndinni eru heiðursfélagarnir fimm: Óskar GIslason.Kjartan Asmundsson.Guðjnundur Þorsteinsson, Guðjón Bernharðsson og Leifur Kaldal.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.