Þjóðviljinn - 23.10.1974, Page 3

Þjóðviljinn - 23.10.1974, Page 3
Miðvikudagur. 23. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Lögmenn stefndra krefjast frávísunar meiðvrðamálanna I gær voru tekin fyrir i borgar- dómi Reykjavikur þrjú meiðyrðamál Vl-manna. Var þar um að ræða málshöfðun 12 VL- manna á hendur Rúnari Armanni Arthárssyni fjögurra prófessora á hendur sama manni og loks 12 VL-manna gegn Garðari Viborg. Lögmaður Rúnars Armanns er Ingi R. Helgason, hri., en lög- maður Garðars er Ragnar Aðalsteinsson hrl. Lögmenn stefndra iögðu fram greinar- gerðir sfnar. Höfðu þeir upp frá- vfsunarkröfu i máium 12-menn- inganna gegn stefndum, og sýknukröfu f öllum málum. Verður fyrst fjallað um forms- kröfuna, frávisunarkröfu iög- mannanna. Þjóðviljinn ræddi i gær við Inga R. Helgason, hrl., en hann er lögmaður ritstjóra og biaðamanna Þjóðviljans, ásamt Ragnari Aðalsteinssyni, svo og þeirra Guðsteins Þengilssonar og Arna Björnssonar. Einar Bragi flytur mál sitt sjálfur. Verða önnur mál tekin fyrir i borgar- dómi á fimmtudaginn, á sama hátt og i gær, þannig að lagðar verða fram greinargerðir fyrir stefnda, en sfðar fer málið til úthiutunar frá yfirborgardómara til einstakra dómara. Við fyrirtöku máls 12-menn- inganna gegn Garðari Viborg kom fram sáttatilboð frá stefn- endum, á þessa leið: ,,í dag, þriðjudaginn 22. október 1974, á að koma fyrir á bæjarþingi Reykjavikur meiðyrðamálið Bjarni Helgason o.fl. gegn Garðari Viborg. Ég óska þess sem lögmaður allra stefnenda i máii þessu, að við sáttaumleitun dómara verði bókað svofellt sáttaboð frá stefn- endum tilstefnda: Stefnendur gera stefnda það sáttaboð, að stefnendur falli frá körfum sinum, málskostnaður falli niður, en stefndi lýsi þvi yfir með þvi að gera sáttina, að hann telji hin umstefndu ummæli ómakleg. Reykjavik 22. október 1974 Virðingarfyllst Gunnar M. Guðmundsson hrl.” Sáttatilboði hafnað Ingi R. Helgason sagði Þjóðviljanum að lögmaður Garðars, Ragnar Aðalsteinsson heföi þegar, að höfðu samráði við skjólstæðing sinn hafnað sáttatil- boðinu sem óaðgengilegu með til- visun til greinargerðar sinnar, sem hann lagði fram i málinu. Ingi sagði: — Ég lagði fram greinargerð og fylgiskjöl i báðum málum Rúnars Armanns Arthúrssonar. 1 öbru málinu eru 12 VL-menn gegn Rúnari en i hinu 4 háskóla- kennarar. Ekkert sáttatilboö lá fyrir i þeim málum og sýnir það ákaflega vel pólitiskt eðli þessara málaferla, að reynt er að aftur- kalla málssókn gegn öðrum en Þjóðviljanum og róttækum stúdentum. Aður hafði komið munnlegt sáttatilboð, samskonar, til Helga Sæmundssonar. Mál Helga var tekið fyrir i september. Lögmaður hans, Hrafnkell Asgeirsson hafnaði sátta- tilboðinu þegar i stað. — Hverja telur þú ástæðuna til þessara sáttatilboða? — Hún er að sjálfsögðu sú að stefnendurnir hafa hvarvetna hlotið ámæli fyrir þessar máls- höföanir og þeir vilja nú helst draga i land. — Hvaða kröfur hefur þú uppi i málunum gegn Rúnari Ármanni? — I máli 12-menninganna gegn Rúnari Ármanni hef ég uppi frávisunarkröfu á þeirri forsendu aö það eru aðeins 12 af 14 „aöstandendum” VL, sem stefna, Þeir verða kallaðir fyrir. en 2 vildu ekki taka þátt i mála- ferlunum. Rökstuðningur minn fyrir frávisunarkröfunni kemur fram I greinargerð þeirri, sem ég lagði fram I borgardómi i gær, á þessa leið: Ingi R. Helgason, hrl. Rúnar Armann Arthúrsson „Samkvæmt 242. gr. almennra refsilaga nr. 19/1940 sæta meiðyrðamál meðferð einka.- mála, ef ekki er krafist opinberrar málssóknar, þegar það á við. Meðferð þessa máls fer þvi eftir ákvæðum laga nr. 85/1936. Það er lögskýringaratriði um hverja meinta ærumeiðingu, við hvern er átt með ummælunum, en eftir þvi fer málssóknarrétturinn. Jafnframt verður sá, sem ummælin beinast gegn, að eiga sér lögverndaða æru til þess að geta orðið sóknaraðili meiðyrða- máls. í stefnu þessa máls segir: „Undirskriftasöfnunin hafði eigi fyrr hafist en hatrömm blaðaskrif tóku að beinast að henni og for- göngumönnum hennar.” Nú er fullljóst, að undirskrifta- söfnunin sem slik hefur ekki sjálfsvirðingu eða huglega æru. Spurning er þó, hvort skoða megi söfnunina sem ópersónulegan aöila, er hafi hlutlæga æru. Ég tel hiklaust að ekki sé hægt að gefa tilteknum verknaði einum saman lögverndaða æru. Hitt er rétt, að hin umstefndu ummæli beinast að verknaði til- tekins hóps 14 manna, en einstak- lingar hópsins eiga sér persónu- lega æru, og er þá spurning, hvort og hvernig ummælin beinast að ærum þeirra. Útilokað er, að ummæli um verknað, sem einstaklingar standa sameiginlega og óskiptir að, geti meitt æru þeirra hvers um sig, þegar ómögulegt er að greina á milli þáttöku þeirra hvers um sig i verknaðinum. Hópæra Hópæra kemur hins vegar hér til álita. Ummælin um verknaðinn beinast gegn hópnum i heild, eru alls ekki hugsuð né framsett sem ámæli á neinn ein- stakan þátttakanda hópsins og með þeim er alls ekki vegið að persónulegri æru neins af þátttakendunum. Af þvi leiðir, að þeir geta ekki átt nema samaðild að höfðun meiðyrðamáls út af slikum ummælum. I ljós kemur, að stefnendur eru sammála þessari niðurstöðu minni. í stefnu þeirra segir: „Þau ummæli I greininni, sem beinast að forgöngumönnum „Varins Lands” og þar með öllum stefnendum, koma ein til álita i þessu máli. Háskólakennararnir i hópi stefnenda, sem ærumeiddir eru sérstaklega i greininni munu höfða saman sérstakt meiðyrða- mál út af ummælunum sem að þeim beinast sérstaklega.” Stefnendur taka þvi saman ummæli i þessu máli, sem beinast ab hópnum óskiptum, og þar eru prófessorarnir meðal stefnenda, en taka út úr ummæli, sem beinast að prófessorunum einum og þeir stefna i sérstöku máli út af þeim. En hér er aðgætandi, að ummælin eiga við allan hópinn, 14 persónur, en um samaðildina gilda eftirfarandi reglur 46. gr. einkamálalaganna: „Nú eiga fleiri en einn óskipt réttindi eða bera saman óskipta skyldu, og eiga þeir þá óskipta sakaraðild. Ef þeir taka ekki allir þátt i málshöfðun eða ef þeim er eigi öllum veittur kostur á að svara til sakar, ÞA SKAL VISA MALI FRA DÓMI.” Nú hafa tveir menn úr hópnum, Hörður Einarsson og Óttar Yngvason, raunar báðir lögmenn, ekki viljað taka þátt i málaferlum þessum, og er þvi ekki fullnægt ákvæðum 46. gr. einkamála- laganna. Ber þvi að visa málinu frá dómi.” Krafist sýknu Ragnar Aðalsteinsson hefur uppi samskonar frávisunarkröfu vegna Garðars Viborg. 1 máli háskólakennaranna fjögurra hef ég ekki uppi frávisunarkröfu fyrir hönd Rúnars, þar sem sóknar- aðild háskólakennaranna fer eftir 47. gr. einkamálalaganna. — En auk þess að hafa uppi þessa kröfu um formsmeðferð málsins er höfð uppi sýknukrafa i málinu sjálfu. — Já. Sýknukrafa kemur fram i öllum þessum þremur málum. Sýknukröfurnar eru rökstuddar á svipaðan hátt, en hér verður vitnað i rökstuöning með sýknu- kröfunni fyrir Rúnar i máli 12- menninganna gegn honum. Þar segir: „Röksemdafærsla min fyrir sýknukröfu minni er I aðal- atriðum eftirfarandi: Pólitiskt athæfi A. Samkvæmt stjórnarskrá og grundvallarreglum islenskra laga hefur hver maður leyfi til þess að hafa skoðanir á póli- tiskum hugðarefnum og athöfnum annarra manna og láta þær I ljós opinberlega. Aldrei má með lögum eða dómsúrskurði skerða þetta skoðanafrelsi. Ekki er leyfilegt að teygja klær meiðyrðalöggjafarinnar svo langt,að refsa manni fyrir að láta i ljós skoðanir sinar eba mat sitt á pólitiskum aðgerðum annarra manna. Undirskrftasöfnun stefnenda undir beiðni til stjórnvalda um að láta nú ekki erlenda herinn fara, er pólitiskt athæfi, sem særir helgustu þjóðernistilfinningar mikils hluta þjóðarinnar og brýtur i bága við grundvallar- skoðun hans um þjóðfrelsi. Þessar aðgerðir kalla á pólitisk viðbrögð og andsvör, jafnvel hjá fólki, sem er afskiptalitið um stjórnmál almennt. Stefnendur gátu ekki búist við öðru, og máttu ekki gera ráð fyrir öðru. Sýkna ber þvi umbjóðanda minn á þeim grundvelli, að honum er heimilt og rétt að berjast gegn áformum og aðgerðum hersetumanna, vara við þeim og útlista þær á allan hátt. Á bak við þetta pólitíska frelsi eru svo rikir almennings- hagsmunir, að smásmuguleg vernd ærunnar verður að vikja. Háskólinn og hersetan B. Sýknukrafa min byggist einnig á þvi, að ummæli umbjóð- anda mins eru viðhöfð i hita póli- tiskrar baráttu og eru réttlætan- leg i alla staði. Mun ég nú tina til nokkur réttlætingaratriði. 1. Umbjóðandi minn er stúdent viö Háskóla Islands og er þar forystumaður i félagslifi stúdenta. 1 Háskóla tslands hafa frá upphafi bæði stúdentar og kennarar látið þjóðfrelsismál almennt og sjálfstæðismál islensku þjóðarinnar mikið til sin taka og hafa þar yfirleitt verið i fararbroddi fyrir málsstað Islands. 1 sjálfstæðisbaráttunni hinni nýju, þegar Bandarikja- menn fóru fram á herstöðvar hér á landi til 99 ára, árið 1946, lét Háskólinn, stúdentar og kennarar, kröftuglega til sin heyra og áttu þau mótmæli sinn þátt i þvi að þeirri beiðni var hafnað. 1 máli þessu verða lagðar fram ræður og greinar háskóla- kennara eins og ólafs Lárussonar, Sigurbjörns Einarssonar, Guðmundar Thor- oddsen, Einars Ólafs Sveinssonar o.fl., svo og yfirlýsingar forystu- manna allra pólitisku stúdenta- félaganna i Háskólanum. Þungamiðjan I afstöðu Háskólans er og hefur verið sú, eins og glöggt kemur fram i þessum gögnum, að krafa um erlenda hersetu I landinu er erlend ásælni, sem gjalda á varhug við og hafna. Þessu marki hafa háskólaborgarar haldið á lofti æ siðan. Strax i upphafi var varað við þvi, að af langvarandi erlendri hersetu i landinu myndi leiða aðra herleiðingu, herleiðingu hugarfarsins, og svo gæti farið, þegar stundir liðu fram, að einhv. hluti þjóðarinnar sætti sig við ævarandi hersetu og tvibýli við erlendan her i landi sinu. Þegar svo á þjóðhátiðar- árinu 1974 risa upp nokkrir menn, af þvi að pólitiskur meirihluti hafði myndast á Alþingi um að láta herinn fara, sem ganga fyrir hvers manns dyr og biðja um stuðning við áskorun til stjórnvalda um að láta herinn ekki fara, þá ofbauð stúdentum og fordæmdu þeir þetta athæfi vægðarlaust. Ummæli umbjóð- anda mins, sem er einn af þeim fyrstu sem tóku sér penna i hönd vegna undirskriftasöfnunarinnar, eru þvi réttlætanleg. Alþjóðlegt mál 2. önnur réttlætingarástæða er eftirfarandi: Sakir aukinnar tækni, meðal annars i sam- göngum og fjarskiptum hafa fólk og þjóbir færst nær hver annarri og heimsmynd manna gerbreyst. Þetta hefur haft mikil áhrif á hugsunarhátt fólks almennt, ekki sist ungs fólks. Ungt fólk er samúðarfullt I eðli sinu og fyllist gjarna réttlátri reiði, ef og þegar litilmagnanum er sýnt ofbeldi eða ef og þegar hinum saklausu og varnarlausu er sýnd grimmd. Það er ekki hvað sist afstöðu og baráttu ungs fólks I heiminum að þakka að slotað hefur a.m.k. i bili vitfirringslegum grimmdar- hernaði gegn saklausu og varnar- lausu fólki i Viet-Nam, sem almennt hefur verið fordæmdur. Að þeim hernaði stóð bandarikja- her. Sami herinn og á tslandi situr, her sem lýtur sömu herstjórn og sama forseta. Er nú nema von, að hinn ungi stúdent, umbjóðandi minn, gripi til stóryrða, þegar stefnendur þessa máls óska skriflega eftir þvi, að einmitt þessi her skuli hafa her- bækistöðvar hér a landi?” 12-menningar leiddir fram I greinargerð er ennfremur fundið að lýsingu stefnenda á málavöxtum, enda er lýsing þeirra mjög villandiog ónákvæm. Þar er til dæmis ekkert um það fjallað á hvern hátt hér er um pólitiskt hitamál að ræða. I greinargerð minni geri ég hins vegar grein fyrir þessum þáttum og undir rekstri málsins verður það gert enn betur. Mun ég krefjast þess að hver einasti hinna 12 stefnenda komi fram i vitnaleiðslum. — Verða kröfurnar um frávisun og sýknu einnig hafðar Framhald á 11. siöu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.