Þjóðviljinn - 23.10.1974, Síða 5

Þjóðviljinn - 23.10.1974, Síða 5
Miðvikudagur. 23. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 SJÓNVARP Dódó BX 307 Nú er útlit fyrir góða kvöld- skemmtun. Sjónvarpinu hefur tekist að krækja I eintak af mynd, gerðri af fegurðarsam- keppni (kvenna), haldinni ný- lega i Maníla á Filipseyjum. Fjöldi föngulegra stúlkna keppti þar um titilinn „ungfrú alheim- ur”. Einn þátttakenda var is- lenskur, Anna Björnsdóttir að nafni. Þjóðviljanum er ekki kunnugt um sigra önnu á þess- um vettvangi, en ljóst er að karlpeningur þessa lands mun stifur sitja við imbakassa i kvöld. Hver skyldi sigra? Losaralegar fregnir frá Manila herma, að keppnin þar hafi þótt marka timamót i stelpusýningum, þar eð aldrei fyrr hafa eins sterk ræktunar- einkenni komið fram. Sérfræð- ingar hafa nú um hrið lagt mikla áherslu á ávalan hupp, minnkandi áhersla er lögð á barm, en rófubein er farið að ná ótrúlega langt niður. Kannski er rétt, að birta hér lýsingu sér- fræðingsins Flosa ólafssonar á fyrirmyndar- stúikunni, en sú stúlku-gerð hefur náðst fram á siðustu árum eftir þrotlausa ræktun og vel skipulagðar sýn- ingar á hinum ýmsu ræktunar- svæðum. Lýsing hins þekkta sérfræðings, Flosa, er þessi: Haus i lengra lagi, hryggur sterkur, lágt sett halarót, fót- staða ágæt, júgur fallega löguð og vel borin uppi, góð yfirlina, húð fremur þykk, en mjöltun góð. Þessi ummæli þarfnast vart skýringa,' enda fylgir hér með mynd af Dódó BX 307 (móðir Didi úr Garði, faðir Nökkvi frá Hólmi), en þessi stúlku-gerð mun einmitt sú sem allir rækt- unarmenn, sérfræðingar og sýningarstjórar miða ræktunar- starf sitt við og ætla sér að ná fram innan tiðar. Sýningin i kvöld hefst I sjón- varpinu klukkan 21.25. —GG Rœkjan í Húnaflóa: „Fjöldi fólks í óvissu” Rækjan I Húnaflóa er orðin heitt deilumál norður þar og nú hefur Þjóðviljanum borist bréf frá þeim aðila á Blönduósi, sem hleypt hefur ugg i brjóst þeirra sem stundað háfa rækjuveiði og rækjuvinnslu undanfarin ár. Fyrirtækið Særún h.f. sótti um leyfi til rækjuveiði og vinnslu i Húnaflóa, en sjávarútvegsráðu- neytið ákvað að veita ekki Særúnu h.f. leyfið að svo stöddu. í bréfi frá Særúnu h.f. segir m.a. svo: ,,Er tilkynnt var sú ákvörðun ráðuneytisins að láta leyfaútgáfu til Blönduóssbáta biða, er tæplega einn dagur þar til veiðar byrja og nokkrir dagar þar til rekstur verksmiðjunnar á Blönduósi á að hefjast. Fyrirvaralaus frestun á leyfaútgáfu án nokkurra skýringa hefur sett fjölda fólks i stórkost- lega óvissu með atvinnu sina og valdið bátum og verksmiðju fjár- hagstjóni. Við viðurkennum fyllilega rétt annarra byggðarlaga við Húna- flóa til þátttöku i rækjuveiðunum, bæði þeirra, sem hafa stundað þær um lengri tima, eins og Hólmavik og Drangsnes og einnig hinna, sem aðeinshafa tekið þátt i veiðum og vinnslu I eina til tvær vertiðir, eins og Hvammstangi og Skagaströnd. Við krefjumst að- eins jafnréttis og eðlilegrar hlut- deildar i leyfðum afla, en neitum að viðurkenna, að önnur fyrirtæki eða byggðarlög hafi einokun á rækjuveiðum og rækjuvinnslu...” Hreppsnefndir Kaldrananes- hrepps og Hólmavikur hafa og látið i sér heyra vegna umsóknar Særúnar hf. á Blönduósi, og voru skrif þessara aðila birt i Þjóðvilj- anum i gær. Enn þegir NTB Verið að kanna ódýrari fréttaleiðir Enn þegir fjarritinn okkar sem um langt skeið hcfur flutt blaðinu erlendar fréttir frá norsku frétta- stofunni NTB. Eins og fram hefur komið i fréttum stöðvuðu norð- menn sendingar til íslands fyrir nokkru vegna vangoldinnar skuldar islenska rikisins vegna þessara fréttasendinga. Sú skuld var reyndar greidd skömmu eftir að sendingar hættu. En þá settu norðmenn það skil- yrði fyrir þvi að sendingar hæfust að nýju að þeir fengju tryggingu fyrir áframhaldandi greiðslum. Höskuldur Jónsson i fjármála- ráðuneytinu skýrði blaðinu frá þvi að siðasta greiðslan hafi verið fyrir timabilið 1. júni til 15. októ- ber og hafi hún numið á áttunda hundrað þúsunda islenskra króna. Hefur hún þegar verið greidd. Nú hefur fjármálaráðuneytið falið pósti og sima að athuga hvort ekki megi fá þessar fréttir til landsins á ódýrari hátt. Bjóst Höskuldur við þvi að niðurstöður þeirrar athugunar lægju fyrir i dag, þriðjudag. Þá verður tekin endanleg ákvörðun um það hvernig sambandi við NTB verð- ur háttað i framtiðinni. A meðan verðum við að sætta okkur við þögn NTB. —ÞH Martin Lökken heldur námskeið Blaöinu hefur borist frétt frá Martin Lökken sem er dansk- ur sálfræðingur og hefur und- anfarnar vikur staðiö fyrir námskeiöum I „grúppudýna- mik” eöa hópefli I Munaöar- nesi og aö Jaðri. Þátttakendur hafa að meiri- hluta verið stúdentar I félags- visindum og starfsfólk upp- eldisstofnana. Form. nám- skeiðsins gerir þó engar menntunarkröfur til þátttak- enda i þvi og getur þvi hver sem er haft gagn af námskeið- inu. Markmið námskeiðsins er að efla lifsgleði fólks og auka persónufrelsi þeSs. Þar sem margar óskir hafa komið fram um fleiri slik námskeið hefur Martin Lökk- en fallist á að halda eitt nám- skeið til viðbótar og verður það haldið að Jaðri helgina 25.-27. október. Námskeiðið verður opið öllum sem áhuga hafa en þó hafa þátttakendur i fyrri námskeiðum forgangs- rétt. Nánari upplýsingar má fá hjá Sveini Allan Mortens i sima 37262 á daginn og 36726 á kvöldin en hann tekur einnig við þátttökubeiðnum. r" w RAFAFL Vinnufélag rafiðnaðar- manna Barmahlið 4 HUSEIGENDUR, HÚSBYGGJENDUR • önnumst allar nýlagnir og viðgerðir á gömlum raflögn- ,um. • Setjum upp dyrasima og lág- spennukerfi. • Ráðgjafa og teikniþjónusta. • Sérstakur simatimi milli kl. 1-3 daglega, simi 28022. Auglýsingasíminn er 17500 FUNDIR opinberra starfsmanna um siðustu kjarasamninga, efnahags- og skattamál o.fl. Tveir fulltrúar BSRB hafa framsögu á eftirtöldum stöðum Fimmtud. 24. okt. kl. 20.30 Keflavik — Iðnskólinn Hafnarf jörður — Alþýðuhúsið Selfoss — Hótel Selfoss Föstud. 25. okt. kl. 20.30. Akranes — Iðnskólinn Húsavik — Félagsheimilið Laugard. 26. okt. kl. 2 e.h. Stykkishólmur — Gagnfræðaskólinn ísafjörður — Gagnfræðaskólinn Siglufjörður — Gagnfræðaskólinn Neskaupstaður — Egilsbúð Höfn, Hornafirði — Gagnfræðaskólinn Vestmannaeyjar — Hótelið Sunnudagur 27. okt. kl. 2 e.h. Blönduós — Blönduósskóli Akureyri — Barnaskóli Akureyrar Egilsstaðir — Barnaskólinn Starfsmenn rikisins og sveitarfélaga eru hvattir til að fjölmenna og sýna áhuga á auknum tengslum landsbyggðarinnar og heildarsamtakanna. FRÆÐSLUNEFND BSRB F ramhaldsnámsskeið fyrir málmiðnaðarmenn Föstudaginn 1. nóvember munu hefjast kvöldnámskeið fyrir málmiðnaðarmenn samkvæmt samningi i milli Málm- og skipasmiðasambands íslands og Sambands málm-og skipasmiðja. Eftirtalin námskeið verða haldin: 1. Námstækni. 2. Vinnuheilsufræði 3. Vinua og verðmyndun. 4. Efnisfræði. 5. Rennismiði 6. útflatningar. 7. Mælitækni. 8. Plastsuða. Fleiri námsefni munu bætast við eftir áramót. Fyrstu námskeiðin, sem jafnframt eru tilraunanámskeið, verða haldin i Iðn skólanum i Hafnarfirði. Námskeiðsgjald ásamt námsbókum fyrir námskeið allt að 60 stundum er kr. 7000,00 og greiðist við innritun. Upplýsingar og innritun fer fram í Iðnskólanum i Hafnarfirði daglega frá kl. 10/00 til kl. 14/00. | FRÆÐSLUNEFND MALMIÐNAÐARINS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.