Þjóðviljinn - 23.10.1974, Síða 9

Þjóðviljinn - 23.10.1974, Síða 9
Miðvikudagur. 23. október. 1974. þjóÐVILJINN — SÍÐA 9 Independiente S-Ameríkumeistari Argentinska knattspyrnuliöið Indepcndiente varð S-Ameriku- meistari i knattspyrnu þriðja árið i röö með þvi að sigra brasiliska liðið Sao Paulo 1:0 um siðustu helgi. Þar meö verður það Independ- iente sem leikur gegn Evrópumeisturunum Bayern Múnchen um titilinn „besta félagslið heims”. Þetta er I 5. sinn sem Independiente vinnur S-Amerlkumeistara- titilinn. Það er fyrirliði iiðsins Ricardo Pavoni sem skoraöi sigurmark liðsins gegn Sao Paulo á 26. minútu leiksins, en brasillska liðið átti mun meira I Ieiknum allan tlmann, en fór illa með marktækifæri sin. Þetta var 3ji leikur liðanna. Þann fyrsta, sem fram fór i Brasiliu, vann Sao Paulo 2:1, leik númer tvö, sem fram fór I Argentfnu, vann Independiente 2:0 og svo einnig úrslitaleikinn, sem fram fór I Santiago i Chilc. Lið Independiente, sem varð S-Amerlkumeistari I knattspyrnu. Hreinn kastaöi 18,80 m. A innanfélagsmóti IR, sem að- eins var fyrir kúluvarpara, I síð- ustu viku, kastaði Hreinn Hall- dórsson 18.80 m. sem er aðeins 10 cm frá fslandsmeti hans. Senni- lega var þctta siðasta frjáls- iþróttamót sumarsins, en þó er smá möguleiki á að cnn eitt innanfélagsmót á vegum ÍR fari fram áður en frjálsiþróttafólkið snýr sér að inniæfingum. JR komið í nýtt húsnæði og vetrarstarfsemin í fullan gang Júdófélag Ileykjavikur hefur nú byrj.að vetrarstarfsemina af fullum krafti 1 nýju húsnæði að Brautarholti 18, 4. hæð. Þarna er stærsti júdóæfingasalur landsins og aðstæður ailar mjög góðar, m.a. gufuhaö. Æfingar fyrir byrjendur, 15 ára og eldri, eru á þriðjudögum kl. 8.30-9.30 og á föstudögum kl. 7-8 s.d. Drengir 10-14 ára æfa á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 6-7 s.d. Æfingar fyrir konur eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 5.30-6.30. Framhaldsflokkur karla æfir á þriðjudögum kl. 7- 8.30 og á fimmtudögum kl. 8.30-10 á samæfingu júdófélaganna. Þá byrja nú sérstakar æfingar fyrir „old boys”, og verða þær fjórum sinnum i viku, þ.e. tvisvar I hádeginu og tvisvar á kvöldin. A þriðjudögum og föstudögum verða ,,old-boys”-æfingarnar kl. 12.10-12.50, og á mánudögum og miðvikudögum kl. 7-8 s.d. Samæf- ing allra flokka er á laugard. kl. 2- 3.30. Þjálfarar hjá JFR eru margir af bestu júdómönnum landsins, s.s. Michal Vachun landsþjálfari, Sigurður H. Jóhannsson, Sigurjón Kristjánsson, Svavar Carlsen o.fl. jjjcrclarécfi Glæsileg gjöf Nýlega eru komnir á markaðinn plattar sem Bæjarstjórn Akraness gaf Knattspyrnuráði Akraness i til- efni af unnum sigri i lslandsmóti 1. deildar 1974, og eru þeir hugsaðir til styrktar knattspyrnuiþróttinni á Akranesi. Plattar þessir eru til sölu hjá versluninni Óðni, Akranesi. Plattar þessir sem eru i litum eru framleiddir af Gler og Postulin h.f., og teiknaðir af Magnúsi Oddssyni og Torfa Bjarnasyni. Heimsmeistaramót í fimleikum Turistjeva hefur betur eftir skyldu- æfingarnar í einvíginu við Olgu Korbut Heimsmeistaramótið i fimleik- um er hafið i Varna i Búlgarlu, og á fyrsta keppnisdeginum sl. mánudag beindust allra augu að einvigi þeirra Ljúdmilu Turist- jevu, núverandi heimsmeistara, og Olgu litlu Korbut sem sifellt sækir á og kemur til með að veita henni harða keppni á þessu móti. Keppt var að sjálfsögðu I skylduæfingunum fyrsta daginn, og þar hafði Turistjeva betur eins og búist var við, enda er það á slánni og svifránni sem Olga stendur best að vigi. Eftir skyldu- æfingarnar var staðan þessi i kvennaflokki: 1. Ljúdmila Turistjeva Sovétr........... 38,95 stig 2. Olga Korbut Sovét............ 38,65 stig 3. Hellmann A-Þýskal..38.00 4. Kim, Sovét........ 37,85 5. Dronova Sovétr. og Medveczky Ungverjal. .. 37,55 7. Sikharulidze Sovétr.37,50 8. Csaszar Ungverjal. og Saadi Sovétr....... 37,45 10. Schmeiser A-Þýsk..37,40 1 flokkakeppninni standa Sovét- rikin langbcst að vigi með 190,80 stig, Næst kemur A-Þýskaland með 186,20 stig, þá Ungverjaland með 184,65 stig, Tékkóslóvakía með 182,80 stig, Rúmenia með 180,85 stig, USA með 180,30 stig, Japan með 180,05 stig, V-Þýska- land með 178,35 stig, Pólland með 175,00 stigog Búlgaria með 174,40 stig. Ljúdmila Turistjeva

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.