Þjóðviljinn - 23.10.1974, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur. 23. október. 1974.
22
Febrúar 1965
15
Organistinn lét gamminn geisa
lengi vel áöur en hann var allt
i einu kominn i miðjan sálminn og
hinar fáu hræður i kapellunni
hertu sig til að ná honum og laun-
uðu forsöngvurunum tveimur.
Borck hafði heilsað fólkinu
jafnóðum og það kom: föður-
bræðrum, föðursystrum, syst-
kinabörnum, þremenningum.
Meðhjálpari hafði séð til þess að
enginn nema hann settist á
fremsta bekk, nokkur skref frá
kistunni.
Það var eins og organistinn
væri viljandi að lengja og stytta
laglinurnar, likt og hann vildi fyr-
ir hvern mun komast úr takti við
þá fáu I kapellunni sem höfðu
söngrödd. Eftir nokkra stund fóru
þeir að týna tölunni og Borck
gerði sér ljóst að fljótlega yrði
hann einn eftir. Hann leit á litla
bæklinginn sem meðhjálparinn
hafði dreift. Annað versið var
komið vel af stað, meðan hann
var ennþá að draga andann eftir
hið fyrsta:
óðum sólin ævi minnar lækkar
alltaf heimsins gleðiljósum fækk-
ar
Hann heyrði einn kirkjugest
fyrir aftan sig hætta i miðri lag-
linu og sjálfur hélt hann áfram
með auknum styrk:
breytist allt og hverfur þá og þá
þú sem aldrei breytist vert mér
hjá.
1 þetta sinr. var hann viðbúinn
þvi að ekkert hlé var gert milli
versanna og eftir snöggan andar-
drátt var hann reiðubúinn á ný:
Kom þú ekki' i konungsvaldi
striðu,
kom með þinni elsku, likn og
bliöu —
Meðan hann söng gaut hann
augunum upp að mjóu gluggun-
um undir lofti kapellunnar, en
gegnum þá sást i bút af kuldaleg-
um, gráum himni og naktar birki-
greinar. Framhja auðu númera-
töflunni renndi hann augunum
aftur að blómum skreyttri furu-
kistunni. Hann hafði ekki nægt
Imyndunarafl til að imynda sér
föðurinn inni i þessu hylki sem
virtist alltof stórt: litla, syfjaða
manninn, sem virtist rýrna i
hvert sinn sem hann sá hann und-
ir lokin.
An þin glaða enga stundu lit ég,
án þin falla i hverju spori hlýt ég
Organistinn hafði dregið út
fleiri takka og reyndi að fylla
kapelluna með voldugum hljómi,
sem hann hafði haldið niðri hing-
aö til. Forsöngvararnir hækkuðu
róminn, nokkrar raddir tóku und-
ir á ný.og Borck hækkaði sjálfur
róminn, en uppgötvaði að ekkert
heyrðist til hans:
Herra, i dimmu og björtu vert
mérhjá —
Hann varð að láta hina syngja
versin til enda á eigin spýtur
Likaminn undir ábreiöunni hafði
rýrnað og rýrnaðj og loks hafði
hann orðið að halda aftur af sér tii
að aðgæta ekki hvort nokkuð væri
eftir af honum. Lokaorðið reyndi
hann að syngja með, en hann
heyrði ekki i sjálfum sér. Organ-
istinn hélt áfram — aftur með
mjóróma tón i eins konar eftir-
spili sem lauk þó með glymjanda,
sem varð til þess aö allir fóru að
velta fyrir sér hvort þeir ættu að
standa upp. Borck fann augu
þeirra hvila á sér. Ef hann stæði
upp, myndu hinir gera það llka.
Meðan á faðirvorinu stóð, fann
Borck að sjálfsöryggið kom á ný,
en það hafði dvinað að mun undir
sálmasöngnum. Og i forspilinu að
Fögur er foldin var eins og örugg
ró gagntæki hann. Faðirinn var
ekki lengur i kistunni, hann var
hvergi. Himinninn, i litlu fer-
hryndu gluggunum uppi undir
þaki, var kuldagrár. En voriö
kæmi bráöum, dagarnir voru
þegar farnir að lengjast, og gegn-
um eina rúðuna sá hann um leið
og hann settist aftur, feitan svart-
þröst tylla sér á birkigrein, svo að
hún svignaði. Hann var fullfær
um að taka i hendur krikjugest-
anna.
Hann átti dálitiö erfitt með að
muna eftir þeim sumum: nokkr-
um starísbræörum föðurins sem
áttu sér aöeins rætur i bernsku
Borcks og hann þekkti kannski
ekki alltof vel þá. Organistinn
var enn að spila meðan þeir risu
hóstandi úr sætum sinum og
gengu i átt til dyranna, þar sem
hann haföi tekið sér stöðu. Borck
tók i hendur þeirra, skiptist á fá-
einum orðum við þá sem hann
þekkti, og heyrði til þeirra fyrir
utan kapelluna meðan þeir ræddu
hver ætti að sitja i hjá hverjum
eöa hverjir ætluðu að panta bila
saman. Fljótlega var orðið tómt
inni og úti.
Athygli hans beindist æ meira
að ungri, svartklæddri konu, sem
hafði komið meðal hinna siðustu
og ekki talað við neinn hinna. Hún
hafði ekki staðið upp strax eftir
Fögur er foldin,heldur setið kyrr
á stól sinum aftast i kirkjunni likt
og hún hefði allt i einu komið auga
á eitthvað'I heftinu sem útdeilt
var og hún þyrfti að athuga nán-
ar. Nú stóð hún á fætur og gekk
framhjá auðum stólunum og I átt
til Borcks. Litil, hanskaklædd
hönd var rétt að honum.
— Ég veit ekki hvort þér munið
eftir mér.
Auk organistans voru þau ein
eftir i kapellunni; fyrir utan var
farið að ræsa bilana og þeir óku
burt hver af öðrum yfir frosna
mölina. Borck hristi höfuðið.
— Jetta Merrild. Ég aðstoðaði
á sjúkraheimilinu. Ég sinnti föður
yðar I vetur og mér fór aö þykja
væntum hann;hann var svo góður
maður. Hann talaði mikið um yð-
ur.
Borck þrýsti litlu, stinnu hönd-
ina. Stúlkan hafði bundið svarta
slæðu yfir hárið og hún duldi ekki
hve stutt hárið var. Andlitið var
fölleitt og nefið stutt, munnurinn
litill, málaöur með ljósum vara-
lit, augun grænbrún og skær, og
vandlega málaður bogi yfir hvoru
auga; þegar hún kom nær honum
fann hann óvænt sterka og höfuga
ilmvatnslykt; henni virtist kalt
þrátt fyrir svörtu kápuna með
skinnkraganum.
— Við höfum bara rekist hvort
á annað i ganginum, sagði hún,
einu sinni eða tvisvar. Ég var oft-
ast á næturvakt. Ég vona að yður
finnist það ekki uppáþrengjandi
af mér að koma hingað — við töl-
uðum svo oft saman hann faðir
útvarp
Miðvikudagur
23. október
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00
Morgunstund barnanna ki.
8.45: Rósa B. Blöndals held-
ur áfram að lesa „Flökku-
sveininn” eftir Hector Mal-
ot (9). Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli liða. Kirkju
tónlistkl. 10.25. Morguntón-
leikarkl. 11.00: John Ogdon
ög Allegri kvartettinn leika
Kvintett I a-moll fyrir pianó
og strengi op. 84 eftir Edgar
Elgar / Cleveland hljóm-
sveitin ieikur Tilbrigði eftir
William Walton um stef eft-
ir Hindemith.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Með sínu lagi. Svavar
Gests kynnir lög af hljóm-
plötum.
14.30 Fólk og stjdrnmáLAuð-
unn Bragi Sveinsson les
þýðingu sina á endurminn-
ingum Erhards Jacobsens
(6).
15.00 Miðdegistónleikar. Boris
Christoff, Flaviano Labo,
Ivo Vinco, Ettore Bastian-
ini. Ietta Stella o.fl. söngv-
arar flytja atriði úr óper-
unni „Don Carlos” eftir
Verdi ásamt kór og hljóm-
sveit Scala óperunnar;
Gabriele Santini stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphornið.
17.10 Tónleikar. 1
17.40 Litli barnatiminn.Gyða
Ragnarsdóttir sér um þátt-
inn.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Landslag og leiðir.Stein-
dór Steindórsson fyrrver-
andi skólameistari talar um
Eyjafjörð innan Akureyrar.
20.00 Einsöngur I útvarpssal:
Sigriður Eiia Magnúsdóttir
syngurlög eftir Skúla Hall-
dórsson, sem leikur undir á
pianó.
20.20 Sumarvaka a. Smali
hverfur frá Þorlðkshöfn
Stefanla Ragnheiður Páls-
dóttir les frásöguþátt eftir
Jón Gislason b. Þristrenda
glerið Guðmundur Þor-
steinsson frá Lundi flytur
fjögur frumort kvæði. c.
Marieriurnar. Hjörtur Páls-
son flytur stutta frásögu eft-
ir Þorstein Björnsson frá
# sjónvarp
18.00 Fllahirðirinní tsresK
framhaldsmynd fyrir börn
og ungiinga. Skrúðgangan
mikla Þýðandi Jóhanna Jó
hannsdóttir.
18.25 Gluggar. Breskur
fræðslumyndaflokkur fyrir
börn og unglinga. Þýðandi
og þulur Jón O.Edwald.
18.50 Butraldi, Sovésk leik-
brúðumynd,’ eins konar
framhald af myndinni um
krókódilinn Gena og vini
hans. Þýðandi Hallveig
Thorlacius.
19.00 Hlé.
20.00 Fréttir.
Hrólfsstöðum. d. „Eitt er
landið ægi girt”. Bárður
Jakobsson lögfræðingur
flytur þætti úr sögu sjó-
mennskunnar; — fimmti
hluti. e. Kórsöngur. Karla-
kórinn Fóstbræður syngur
Islensk þjóðlög i útsetningu
Sigfúsar Einarssonar og
Ragnars Björnssonar og lög
eftir Emil Thoroddsen og
Pál ísólfsson; Ragnar
Björnsson stjórnar. Ein-
söngvarar: Sigurður
Björnsson og Gunnar Krist-
insson. Carl Billich leikur á
pianó.
21.30 Otvarpssagan: „Gang-
virkið” eftir ólaf Jóh. Sig-
urðsson.Þorsteinn Gunnars-
son ieikari les (6).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Til sölu
Umsjón: Einar örn Ste-
fánsson.
22.45 Nútimatónlist. Halldór
Haraldsson kynnir.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
20.25 Veður og augiýsingar.
20.35 Orkukreppan, Bresk
fræðslumynd I þremur þátt-
um. 2. þáttur. Kjarnorkan.
Þýðandi og þulur Jón O. Ed-
wald.
21.25 „Ungrfrú Alheimur”.
Sjónvarpsupptaka frá al-
þjóðlegri fegurðarsam-
keppni I Manilla á Filipps-
eyjum fyrr á þessu ári.
Þátttakendur i keppninni
eru frá 65 þjóðum, og þeirra
á meðal er Anna Björns-
dóttir frá Islandi. Auk kepp-
enda og dómara, koma
fram i þættinum listamenn
af ýmsu tagi og flytja
skemmtiatriði. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
23.10 Dagskrárlok.
=:ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
HVAD VARSTU AÐ GERA
1 NÓTT?
i kvöld kl. 20
föstudag kl. 20
laugardag kl. 20
ÉG VIL AUÐGA MITT LAND
fimmtudag kl. 20
Leikhúskjallarinn:
ERTU NU ANÆGÐ KERL-
ING?
i kvöld kl. 20.30
LITLA FLUGAN
þriðjudag kl. 20.30.
Miðasala 13,15—20.
Simi 1-1200.
The most biza rre
murder weapon
everused!
Einvigið
Óvenju spennandi, og vel
gerð bandarisk litmynd um
æðislegt einvfgi á hraðbraut-
um Kaliforniu.
Aðalhlutverk: Dennis
Weaven.
Leikstjóri: Steven Spielberg.
ISLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 5, 7 9 og 11.
Bönnuð börnum innan 12
ára.
NÝJAB
Simi 11540
"THE IMIFTIEST
CHASESEQUENCE
SINCE SILENT
FILMS!"
— PaulD. Zimmerman
Newsweek
THE TRENCH
CONNECTION
Æsispennandi og mjög vel
gerð ný Oscarsverðlauna-
mynd. Mynd þessi hefur alls-
staðar verið sýnd við metað-
sókn og fengið frábæra dóma.
Leikstjóri: Wiiliam Fredkin
Aðalhlutverk
Gene Hackman
Fernando Rey
Bönnuð innan 12 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Simi 31182
Manndráparinn
Sérstaklega spennandi, ný,
bandarisk kvikmynd með
CHARLES BRONSON I aðal-
hlutverki. Aðrir leikendur:
Jan Michael Vincent, Keenan
Wynn.
Leikstjóri: MICHAEL
WINNER
Sýnd kl 5, 7, og 9.
Sími 41985
Hús hatursins
The velvet house
rÆW
Spennandi og taugatrekkjandi
ný bandarisk litkvikmynd um
brennandi hatur eiginkonu og
dóttur.
Leikstjóri: Viktors Ritelis.
Leikendur: Michael Gough,
Yvonne Mitchell, Sharon
Burnley.
Islenskur texti.
Sýnd kl. 8 og 10
Mánudag til föstudags.
Laugardag og sunnudag kl. 6,
8 og 10.
Bönnuð börnum.
1 “ 1
\\ jj A m ö ]
Slmi 16444
Sérlega spennandi og
viðburðahröð ný bandarisk lit-
mynd i Todd-Ao 35, framhald
af myndinni Slaughter, sem
sýnd var hér fyrir skömmu.
Nú lendir Slaughter I enn
háskalegri ævintýrum og á
1 sannarlega i vök að verjast.
Jim Brown, Don Stroud.
íslenikur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.