Þjóðviljinn - 23.10.1974, Page 12

Þjóðviljinn - 23.10.1974, Page 12
UOÐVMNN Þriðjudagur. 22. október. 1974. F ormlegt vopnahlé portúgala og MPLA Nýlendustríðunum loksins endanlega lokið LUANDA 22/10 — AlþýöU- hreyfingin til frelsunar Angólu (MPLA) hefur nú gert formlegt vopnahlé við portúgalska herinn í iand- inu, en sjö vikur eru síðan MPLA hætti vopnavið- skiptum við portúgala. Er þetta samkvæmt frétt í blaðinu Provincia de Ang- ola, sem gefið er út í Lu- anda, höfuðborg landsins. Blaðið segir einnig að MPLA muni opna skrif- stofu í Luanda 25. þessa mánaðar. FNLA og Unita, þær tvær hreyf ingar aðrar sem berjast fyrir sjálfstæði Angólu, hafa þegar samið vopnahlé við portúgala. í vopnahléssamningunum felst viðurkenning portú- gölsku stjórnarinnar á þeim sem löglegum hreyf- ingum. Búist er við að á næstunni verði reynt að sameina f relsishreyf ing- arnar þrjár í ein samtök, er komi sér saman um myndun bráðabirgða- stjórnar hliðstæðri þeirri, er nú ríkir í Mósambik. Með vopnahléi portúgala og MPLA er formlega lok- ið nýlendustríðum portú- gala, er stóðu yfir tiátt á annan áratug. Vandrœðin aukast í Norður-írlandi óeirðir og hermdarverk færast nú á ný I aukana í Norður-ír- landi, og eiga herskáir mótinælendur og kaþólikkar þar sem fyrr högg hvorir I annars garði. En fólkinu hefur furðanlega tekist að læra að lifa með þessu ástandi, eins og til dæmis börnin á mynd- inni, sem leika sér á götu i Belfast í námunda við brennandi bila og strætisvagna. Frakkar yfirlýsa: ísrael skili öllum herteknu svæðunum Heita palestínumönnum stuðningi AMMAN 22/10 — Jean Sauvagnargues, utanrfkisráð- herra Frakklands, lýsti þvi yfir i dag I viðræðum við Hússein Jórdanfukonung að frakkar væru fullkomlega sammála jórdönum um að israelsmenn skyldu skila öllum hernumdum arabiskum löndum, þar á meðal vestur- bakkahéruðunum svokölluðu. Einnig tók Sauvagnargues fram að frakkar styddu rétt palestinu manna til sjálfsákvörðunar og israelsmanna til þess að lifa I öryggi innan öruggra og viður- kenndra landamæra. I gær ræddi Sauvagnaruges við Jasser Arafat, leiðtoga PLO, i Beirút, og þótti sá fundur heldur betur tíðindum sæta þar eð vest- rænn utanrlkisráðherra hefur aldrei áður rætt við framámann úr baráttusamtökum palestinu- manna. A þeim fundi hét franski utanrikisráðherrann palestinu- mönnum stuðningi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, en hvatti þá jafnframt til að fara sér ekki mjög geyst i kröfum. Talið er vist að með þessu séu frakkar að reyna að tryggja sér vinsemd arabisku oliuframleiðslurikj- anna. Talið er vist að þeir Sauvagna- rgues og Hússein hafi á fundi sin um rætt kröfur þess siðarnefnda til vesturbakkasvæðanna I Palestinu, en þar búa nú um 750.000 palestinumenn. Hússein hefur áður sagt að komist sam- kunda arabiskra ráðamanna, sem koma saman i Marokkó nú i vikunni, að þeirri niðurstöðu að PLO undir forustu Arafats skuli teljast réttur valdaaðili vestur- bakkans, muni Jórdanfa afsala sér öllum kröfum til þess svæðis. ✓ 1 Mótmælaalda Suður-Víetnam Saigon sunnudag — Mikil mótmæli voru höfð uppi gegn ógnarstjórn Thieus víða í Suður-Víetnam í dag. Um þúsund mótmælendur brenndu myndir af Thieu og kveiktu í bíl í Saigon. í Húe söfnuðust 3 þúsund manns saman og kröfðust þess að Parísarsamning- Iðnnemar taki sér verkfallsrétt Alþýðubandalagið Námshópar um sósialisma og nútima þjóðfélag: Námshópar I Reykjavik koma saman einu sinni i viku. Hópur I á mánu- dagskvöldum, hópur II á þriðjudagskvöldum og III og IV á miðviku- dagskvöldum kl. 20.30 að Gret tisgötu 3. Þátttakendur, sem ekki hafa skráð sig i ákveðna hópa, tilkynni þátttöku á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins i Rvik, en nú eru siðustu forvöð.,. 1 kvöld kl. 20.30 kemur hópur III og IV saman að Grettisgötu 3. Námshópur i Kópavogi Námshópur um sósialisma og nútimaþjóðfélag kemur saman I Þinghól i Kópavogi I kvöld kl. 20.30. Alþýðubandalagið i Kjósarsýslu heldur aðalfund að Hlégarði i Mosfellssveit nk. mánudagskvöld 28. október kl. átta siðdegis (ekki sunnudag, eins og auglýst var i gær). Aðalfundur AB i Kópavogi Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Kópavogi verður haldinn mánu- daginn 28. október kl. 20.30 I Þinghól. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landsfund. önnur mál. Stjórnin Vetrarfagnaður Alþýðubandalagið i Kópavogi efnir til vetrarfagnaðar laugardaginn 26. október i Þinghóli klukkan 21:00. Hefjum vetrarstarfið með þvi að mæta vel. — Stjórnin. Viðtalstimi borgarfulltrúa Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður Alþýðu- bandalagsins, verður til viðtals i dag kl. 17—18, á skrifstofu flokksins að Grettisgötu 3. Siminn er 28655. Um siðustu helgi var haldið þing Iðnnemasambands lslands að Hótel Esju. Þingið sátu um 80 manns af öllu landinu. A þinginu voru samþykktar ályktanir um kjaramál, iðnfræðslu, félagsmál iðnnema og almenn þjóðmál. Einnig var sambandinu kosin ný stjórn. í ályktun þingsins um kjaramál var harðlega mótmælt þeirri ákvörðun rikisstjórnarinnar að binda visitöluna og bent á að lág- launabætur væru einungis til þess að blekkja verkalýðinn. Sett var fram krafa um að þingkosin nefnd kannaði stöðu atvinnuveg- anna og sögusagnir um rekstrar- erfiðleika þeirra. Skorað var á iðnnema að fara i verkfall ef til þeirra kemur og taka sér þannig verkfallsrétt en hann hafa þeir ekki haft til þessa. Jafnframt krefjast iðnnemar þess að fá aðgang að Lánasjóði is- lenskra námsmanna. I ályktun um þjóðmál var sett fram krafa um brottför hersins og að landið stæði utan hernaðar bandalaga. Heldur bæri þjóðinni að styðja aðrar kúgaðar þjóðir i frelsisbaráttu þeirra. I þvi sam- bandi var skorað á islendinga að Framhald á 11. siðu. unum væri f ylgt og að end- ir yrði bundinn á spilling- una í landinu. I þessum mótmælaaðgerðum tóku þátt bæði búddistar og kaþó- likkar en þessi tvö öfl hafa haldið uppi harðri baráttu gegn Thieu undanfarnar sex vikur. Lögregl- an dreifði mannfjöldanum I Sai- gon og var einn maður barinn af mikilli grimmd i þeim átökum. A sama tima sprengdu þjóð- frelsisherirnir brú eina i loft upp 24 km frá Saigon. Var þetta stór og mikil brú og fóru um hana bæði bilar og járnbrautir. reuter. Irar unnu frar sigruðu islenska unglinga- landsliðið i siðari leik liðanna, sem fram fór i Belfast i gær- kvöldi. Lokatölur urðu 3—1 en i leikhléi var staðan 2—0 fyrir ira. Þátttöku Islands I evrópukeppni ungalandsliða er þar með lokið. Leifar frummanna finnast í Chile SANTIAGO 22/10 — Bandarískur fornfræðingur, James Parkinson að nafni, hefur að sögn fundið vel varðveittar likamsleifar af tveimur manneskjum frá steinöld i eyðimörkinni i norðurhluta Chile. Hafa steinaldarmenn þess- ir verið næsta likir öpum I útiiti og allir loðnir, en báru klæði og höfðu áhöld, svo að telja verður þá með mönnum. Þeir tveir, sem fundust, hafa verið næsta miklir á velli i lifanda lifi, þvi að hæð ann- ars var 1.90 metrar og hinn 1.95 á hæð. Ekki fylgdi það sögunni frá hvaða timabili steinaldar frum- menn þessir væru og á hvern hátt þeir hefðu varðveist svo vel. Yiðræður við v-þjóðverja til Bonn I gær til viðræðna við vestur-þýsk stjórnvöld um „land- helgisdeiluna” (eins og mönnum er tamt að nefna veiðiþjófnaðinn þegar stefnt er á samninga við ránsmennina). Af hálfu Islensku rikisstjórnarinnar er sagt að samninganefndarmennirnir hafi engar tillögur með sér héðan að heiman. Nefnd 4ra manna ,,tii að kanna viðhorfin” er nú farin til Vestur- Þýskalands vegna veiðiþjófnaðar þýskra togara i Islenskri land- helgi. Þeir Hans G. Andersen þjóð- réttarfræðingur, Már Elisson fiskimálastjóri, Jón Arnalds ráðuneytisstjóri og Kristján Ragnarsson hjá LIO fóru áleiðis BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljann vantar blað- bera í eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes Höfðahverfi Skúlagata Alfheimar Sligahlíð Kleppsvegur Sogamýri Vinsamlegast hafið sarnband við af- greiðsluna. DWDVIUINN I simi 17500 |

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.