Þjóðviljinn - 27.10.1974, Síða 2

Þjóðviljinn - 27.10.1974, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1974. Umsjón: Vilborg Harðardóttir BARÁTTA EÐA HÁTÍÐ? Þetta er alþjóðlegt merki kvennaársins, gert fyrir SÞ af teiknar- anum Valerie Pettis i New York. Merkið er sett saman úr tákni friðarins, — dúfunni, jöfnunarmerki stærðfræðinnar og kven- tákni liffræðinnar. Alþjóðlegt kvennaár Sameinuðu þjóðanna 1975. Til hvers? Til að halda há- tíð og minnast þess að kon- ur eru til? Varia. Þeir sem gerðu tillögu um þetta ár til allsherjarþings sam- einuðu þjóðanna höfðu í huga baráttuár. Það á að berjast fyrir jafnrétti karla og kvenna á alþjóð- legum og þjóðlegum vett- vangi og þung áhersla er lögð á að konur taki þátt í baráttunni fyrir lausn þeirra margvíslegu vanda- mála sem blasa við þjóðum heimsins. Einkunnarorð ársins eru: Jafnrétti. Þró- un. Friður. Undanfarna daga hafa birst i dagblöðunum fréttir af þvi sem i undirbúningi er i tilefni þessa árs hér á landi, tillögur samstarfs- nefndar kvennasamtaka i mörg- um liðum. Það á að halda ráð- stefnu, halda fundi með fyrir- lestrum, gefa út frimerki, halda sýningu og skorað hefur verið á leikhús og fjölmiðla að minnast ársins osfrv. Allt er þetta svosem gott og blessað og ekki i sjálfu sér hægt Þátttaka f alþjóðlega kvennaár- inu nær ma. til þess, að við styðj- um baráttu kúgaðra þjóða fyrir frelsi sinu. Þessi kona er félagi i MPI.A, þjóðf relsishrey fingu Angola. að hafa neitt á móti einstökum atriðum, nema þá helst þvi, að þessi kvennanefnd skuli skora á kvenfélög stjórnmálaflokka að undirbúa félaga sina sem best til þátttöku i stjórnmálastarfi og væri i meiri jafnréttisanda að beita sér fyrir þvi að þessi félög verði lögð niður. En i heild er verkefnavalið heldur yfirborðs- legt og minnir einna mest á há- tiðahöld. Það á þó ekki að fara að halda upp á 1101 árs búsetu kvenna á Islandi svona til að bæta upp, hve litinn hlut þær áttu að þjóðhátiðahaldinu i sumar? Gleymdist baráttan? Hvar eru tengslin við alþjóðlega bar- áttu? Og hvar eru fulltrúar laun- þegasamtakanna i landinu? Sérverkefnin einbeittari Sérverkefni þeirra samtaka sem staðið hafa að samstarfs- nefndinni um undirbúning Kvennaársins hér á Islandi virð- ast meira i þeim anda, sem mót- aði ákvörðun SÞ um þetta ár en þau sameiginlegu. Þannig ætlar td. Kvenfélagasamband Islands að undirbúa námshringaverkefni um stöðu kvenna i þróunarlönd- unum til að senda út i héraðasam- böndin, vonandi með þeim árangri að konur i okkar rika landi finni samstöðu með systrum sinum i arðrændu löndunum. Og rauðsokkar ætla að beita sér fyrir dagsverkfalli kvenna hér á næsta ári til að sýna fram á mikilvægi vinnúframlags þeirra i atvinnu- lifinu og á heimilunum. Það er lika jákvætt, að Kven- réttindafélag íslands skuli ætla að vinna að þvi að konur i laun- þegasamtökum taki meiri og virkari þátt i störfum stéttar- félaga, en hefði ekki verið miklu einfaldara að fá fulltrúa þessara kvenna til samstarfs strax i nefndinni og að þær hefðu þá tek- ið þátt i að móta undirbúning árs- ins og sjálfar beitt sér fyrir hvatningu meðal kvenna i sinum félagasamtökum? Félagasamtökin MFIK eru ekki með i þessari samstarfsnefnd, en eru þó einnig að undirbúa verk- efni fyrir kvennaárið. Að þvi er Þjóðviljinn hefur fregnað undir- búa samtökin menningar- og bar- áttusamkomu á alþjóðadegi kvenna 8. mars. Vörumst lognmolluna Eins og áður er sagt er ekki hægt að vera á móti þvi sem fyrirhugað er að gera á næsta ári hér á landi, en óskandi er að margt fleira og umfram allt bar- áttuglaðara eigi eftir að koma fram, t.d. frá þeirri nefnd, sem ASl og BSRB eru nú að skipa i til- efni ársins. Sú ráðstefna sem á að halda i júni gæti lika orðið upphaf meiri vakningar islenskra kvenna ef vel tekst til um verk- efnaval hennar og hún verður ekki notuð til þess eins að fagna þeim áföngum sem náðst hafa. 1 umræðum um þetta ár gætir nefnilega talsvert þeirrar til- ■hneigingar að staldra við, lita til baka og hugsa sem svo: þetta er nú bara þó nokkuð gott hjá okkur. Það má halda upp á það. En við skulum varast lognmolluna. Enn erum við það afturúr i okkar jafn- réttisbaráttu hér á Islandi, að það er full þörf á öllum þeim baráttu- kröftum sem við eigum yfir að ráða. Og við skulum heldur ekki gleyma, að við erum hluti af heiminum og þvi ber okkur að taka þátt i viðtækari baráttu en þeirri sem nær til Islands, t.d., eins og tekið er fram i yfirlýsingu SÞ um árið, baráttunni gegn kyn- þáttakúgun, baráttunni gegn ný- lendustefnu og fyrir sjálfræði þjóða, baráttunni við hungurvof- una og baráttunni fyrir friði. — vh þegar hann haffti náö þeim af mérl upp at> mitti, fór hann sjálfur að afklæöast. Annar tyrkneskur her- maður stóö og horföi á okkur og hélt á nfu mánaöa gömlu barni. Eg reyndi a& láta sem ég ætti bamiö, I von um aö þeir vægöu mér. En þeir hlógu aö mér og, hentu barainu frá sér. Mér var nau&gaö og eftir nokkrar mfndtur leiö yfir mig. Þegar ég kom aftur til sjálfrar] mln sá ég fimmtán hermenn aöra standa f kring og horfa á. Sá sem haf&i nauögaö mér var aö taka af mér úriö og trúlofunarhringinn. Hinir ætluöu aö nauöga mér lfka, en einn þeirra kom í veg fyrir þaö og sagöi hinum a& hegöa sér ekki eins og skepnur. Skáru af hendur og fætur önnur kona, Frósa Meitani, þrjátfu og tveggja ára, slapp meö naumindum undan tyrkneskum hermönnum, sem ætluöu aö Grfskar flóttakonu^á Kýpur. Þrlm var nau&gaö, eiginmenn þeirra og unnustar limlestir og skotnir. Karlar drepnir ■ konum nauðgað Lýsing kýpurgrikkja á tyrkneska innrásarliðinu ■Blaöinu hafa borist bæklingar og fréttabréf frá upplýsingaskrif- .. „-.jfc ''v.twJE'T1' stofu kypurstjórnar i Nikoslu.þar ' •’y-^‘ /”■ ORÐ sigaretta. En i þvi sambandi mætti spyrja: Til hvers er verið að hafa einkasölu rikisins á varningi og leyfa svo ein- staklingum að hirða umboðs- launin án þess að þurfa að hafa nokkuð fyrir innflutningi eða dreifingu? Sama mun gilda um BELG Eins og salt f sár — Þegar ég sá þessa klausu Morgunblaðsins sagði H.H. hafði ég nýlega lesið i Þjóð- viljanum átakanlegar lýsingar kvenna frá Kýpur á aðförum tyrkneskra hermanna þar, hvernig þeir limlestu og myrtu feður þeirra, syni og eiginmenn og nauðguðu konunum. Er þetta það eina um þessa hluti sem Morgunblaðinu þykir frá- sagnarvert? Takið eftir fyrirj- sögninni. Hörmungar þessa fólks eru ekki aðalatriðið sam- 2000 hreinar meyjar til Astralíu Melbourne, Ástralíu. 14. október. Reuter. 1 CLYDE Cameron verkalýðsmála- ráðherra Ástralíu skýrði frá því í dag, að 2000 hreinar méyjar frá Kýpur væru væntanlegar til Ástralfu á næstunni. Stúlkurnar eru á aldrinum 12—20 ára og flýðu heimili sín í átökunum á Kýpur í júlí sl. Ráðherrann sagði: „Astralía er talinn öruggur dvalarstaður fyrir þær.“ Frétt Morgunblaðsins Frétt Þjóðviljans kvæmt henni. Nei, það er mest gert úr því að stúlkurnar séu „hreinar meyjar” og með tviræðni i lok fréttarinnar jafn- vel reynt að grinast með það. Ég gnisti tönnum, þegar ég las þetta. Það var eins og salt i sár. Hver er vinnutími móður? Lilja sagði að systir sin hefði verið að sækja um endurinnrit- un fyrir barn sitt i leikskóla Sumargjafar og þurft að fylla út eyðublað i þvi sambandi. Meðal ailskonar upplýsinga, sem þar var beðið um, var „vinnutimi móður”. Otfrá þvi fór Lilja að hugsa um, hvort sá vinnutimi hefði nokkurntima verið reiknaður út og þá miðað við hvað? Hvað af störfum konu á heimili telst til móðurstarfa og hvað til þjónustu við hana sjálfa og bónda hennar? Og hvenær á móðir, sem bundin er yfir ung- um börnum, fri? Hvað er einkvænisvera? „Þú ert einkvænisvera” var karlmaður látinn segja við konu i leikriti i útvarpi i siðasta mánuði. (I leysingum eftir Helge Krog, Vilhjálmur Þ. Gislason þýddi). Við hvað er átt? spyr Anna, og sendir jafn- framt gamla úrklippu úr Visi, þar sem talað er um „þrjár ókvæntar starfsstúlkur” simstöðvar nokkurrar. Alltaf strákur Getið þið ekki farið að skipta um mynd i blaðburðaraug- lýsingunni ykkar þarna á Þjóð- viljanum, spyr Edda eða amk. haft stundum mynd af stelpu, en ekki alltaf þennan strák með derhúfuna. Nú, eða haft teikningu af eldra fólki, ég veit ekki betur en þið séuð sjálf að segja, að þetta sé starf fyrir eldri konur ekki siður en aðra. Eg er orðin leið á stráknum. Kringum lögin Eins og allir vita er bannað að auglýsa tóbak i blöðum og öðr- um fjölmiðlum, skrifar Guðrún Guðmundsdóttir og sendir meðfylgjandi spjald. En það er sannarlega farið kringum þessi lög á ýmsan máta, td. þennan hér, svo smekklegt sem það nú er að nota likama kvenna til að reka áróður fyrir sérstakri teg- und heilsuspillandi neysluvöru. Enginn er skrifaður fyrir þeirra keppni, sem þarna er auglýst, en samkvæmt póst- hólfsnúmerinu sem senda á at- kvæðin til er það amk. ekki ÁTVR, sem stendur fyrir þessu. Sennilega er það einhver sem hefur umboð — og þá umboðs- laun — fyrir þessa tegund amiismwaatm 1SSTOS»»ARHIIW» MECUK flestar tegundir áfengis. Ein- hverjir umboðsmenn úti I bæ hirða umboðslaunin, en starfs- menn rikisins vinna verkið. Einhver munur! Við skulum enda á sögu, sem Pétur Pétursson þulur lagði i belginn. Nýtt, rússneskt skip var hér i höfninni og gafst ýmsum kostur á að skoða það, þám. einum vini Péturs. Þegar i land kom, varð honum að orði: — Já, það er nú einhver mun- ur á þessum fleytum og islenska flotanum. Þarna var 1. stýrimaður bara kasóléttur! —vh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.