Þjóðviljinn - 27.10.1974, Side 3

Þjóðviljinn - 27.10.1974, Side 3
Sunnudagur 27. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Hinn farsæli framsóknarbóndi, sem sestur er I stól menntamálaráðherra skilur manna best mikilvægi kvennaskóla, þar sem konur eru fóstraöar til húsmóðurstarfa á menningarheimilum. Jón Hjartarson: starfa á menningarheimili, enda munu þær orönar mjög eftirsótt- ar. — Menntamálaráðherra mun áreiðanlega stórefla kvennaskól- ann. Frjálslyndur framsóknar- bóndi skilur að sjálfsögðu kven- réttindabaráttu svo langt sem hún nær. Það var auðvitað sjálf- sagt á sinum tima að veita konum kosningaréttog ýms önnur mann- réttindi, en jafnframt var gengið að þvi visu auðvitað að þær fylgdu jafnan eiginmönnum sinum að málum. Þann ófriðarflokk, sem kallar sig rauösokka, og einkun saman- stendur af kvenfólki, sem endi- lega vill karlkenna sig, svo sem kennurum, vefurum, blaðamönn- um og svo frv., skilur góður og gegn framsóknarbóndi auðvitað ekki öðru visi en hreina uppreisn gegn náttúrulögmálinu, og náttúrulögmálið er og hefur alltaf verið fyrst og fremst lög-mál karlpeningsins. DAUÐVONA ÍSLENSKA Endurskoðun islenskrar menn- ingar ætlar greinilega að verða eitt af höfuðmarkmiðum núver- andi stjórnvalda. Menningarvitar spretta nú upp viðar en auga veröur á fest. Með ötulli baráttu hefur þeim tekist að leiða þjóðina úr þeim háska, sem stafaði af möðruvellingum og öðrum kommúnistum. Seint munu þó gróa þau sár, sem þjóðarsálin hlaut i þriggja ára vinstri villu. Ný menningarforysta þjóðarinnar mun þó stefna að þvi fullum fet- um, að afmá öll þau ljótu spor, sem hávaðaseggurinn, byltinga- sinninn og bolsévikinn Magnús Torfi markaði á yfirreið sinni um islenska menningarhaga. Gróð- ureyðing og landsspjöll á afrétt- um eru hégómi miðað við þau hin andlegu meinin. Möðruvalla- hvolparnir og þeirra nótar hafa fengið að gjamma og gelta inn um helgustu friðlönd vor og þar hafa þeir gerst slikir hælbitar að seint mun gróa um heilt Hin nýja menningarforysta gerir sér auðvitað grein fyrir þvi að eftir slíka útreið verður ein- ungis komið við nauðvörn. Allir heilvita menn sjá að sjálfstæði þjóðarinnar fær ekki staðist. Islensk tunga fær ekki staðist. Helsta menningarrit þjóðarinnar, Vfsir, hefur þegar lýst yfir þvi að Islenskan sé dauðadæmd. I ljósi þess verður tilræði fyrrverandi menntamálaráðherra og með- reiðarsveina hans við tunguna enn gerræðislegra. Brottnám set- unnar er auðsjáanlega lymsku- legt launráð við islenska tungu. Vísir segir að það sé alltof lltið gefið út af bókum og prentmáli á Islensku til þess að hún geti hjar- að. Auðvitað verður þeim mun erfiðara að skrifa islensku sem bókstöfum málsins fækkar. Aætlun hins byltingasinnaða menntamálaráðherra hefur vita- skuld verið sú að útrýma starfróf- inu smátt og smátt. Og við þurf- um ekki að fara I neinar grafgöt- ur með það, hvert þeir kumpánar hefðu snúið sér þegar að þvl kom að endurnýja tungu vora. Er ekki farið að kenna rússnesku I há- skólanum og jafnvel I sumum menntaskólum? Þessa þróun veröur að stöðva. Þó hins vegar öllum sé ljóst að islenskunni verði ekki bjargað. Eitt mikilvægasta atriðið til varnar tungunni verður þvl að setja setuna aftur inn I stafrófiö. • Sjónvarpið hefur æ meir yfir- tekið hlutverk bókarinnar, allt frá þvl það tók til starfa suörá velli fyrir 17 árum. Aö fáum árum liðnum verður islenska séreign nokkurra sérvitringa á borð við Helga Hálfdánarson. Þá skiptir mestu hvaöa mál allir aðrir landsmenn tala I framtiðinni. Meiri hluti þjóðarinnar aðhyllist auövitað frjálsa vestræna sam- vinnu I þeim efnum sem öðrum. • Þessi þróun mála er hverjum hugsandi manni ljós. Kennarar barnaskólanna eru fyrir löngu farnir að búa landsins börn undir að bjarga sér á öðru tungumáli án stuðnings þessa okkar úrelta móðurmáls, islenskunnar. — Málið stendur hvergi nærri sína pligt á sumum sviðum þjóðlifsins. 011 sérfræði eru meira og minna komin upp á útlensku (svokallað fagmál) að ekki sé talað um söng- list. Mestöll hvundagssöngiðkun er upp á útlensku. Astkæra ylhýra málið er ekki lengur allri rödd fegra. Þó er ekki þar með sagt að mörg sérkenni deyjandi þjóð- menningar vorrar muni ekki varöveitast. Þannig kunna ýms fyrirbrigði tungunnar að geymast fyrir staka ráðdeild og hirðusemi fræðagrúskaranna okkar. Von- andi hætta allir Arnaólarnir ekki að tlna fáséð grös og steina úr grónum götuslóöum Islenskrar afdalamenningar og gera úr þvl öllu ótal kerlingabækur. Og þó svo Morgunblaðið verði I fram- tlðinni ritað á ensku, trúir þvl enginn að það blað hætti að skeggræða rlmglöp og orðalag gamalla húsganga, né annan and- legan titilingasklt.’Þviíþeim sök- um viljum við jafnan hafa það sem sannara reynist, þótt sú speki Ara karlsins gildi ekki endi- lega að öðru leyti. • Fagnaðarefni hlýtur það að vera hverri þjóðhollri sál, að farsæll austfirskur bóndi gkuli nú vera sestur I stól menntamála- ráðherra. Islensk menning á I sveitum landsins öruggt skjól á undanhaldi sinu. Bændamenning- in verður siðasta vigi hennar, næst á eftir lionsklúbbunum. Ráðherrann skilur vel þörf þess aö renna traustum stoðum undir gamalgrónar menningarstofnan- ir borgarllfsins. Það var djúp- hugsaö bragð hjá Brekkubóndan- um að ráöast fyrst til atlögu við Kvennaskólann og fleygja sér I faðm ungra námsmeyja. • Kvennaskólinn hefur um áraraðir menntað húsmæöur til starfa á menningarheimilum. Þangaö sækja embættismenn og athafnamenn sér húsfreyjur. Konur úr þeim skóla eru þekktar aö þvl I gegnum árin að standa við hlið manna sinna I blíðu og strlðu, skapa þeim notalegt heim- ili, þar sem þeir máttu næðis og umhyggju njóta, fjarri erli dags- ins. (sbr minningagreinar) Þann- ig hefur skólinn verið einn af máttarstólpum menningar vorr- ar og velmegunar. Svlvirðilegar árásir ofstækis- aflanna á hendur islensku hús- móðurinni hafa vissulega dregið dilk á eftir sér. Kvenpeningurinn hefur gjörsamlega verið fældur frá heimilunum. Dánumönnum veitist æ erfiðara að fá kvenmann til þess að búa sér viðunandi heimili. Kvennaskólinn er siðasta vlgið á þessu sviði, þar sem stúlk- ur eru menntaðar til alhliöa Drykkjuskapur hefur löngum staðið menningarlífi voru fyrir þrifum. Hann hefur farið vax- andi. Enda eins vist að hin bylt- ingasinnuðu upplausnaröfl hafi ýtt undir þá þróun. Ljótar sögur kvisast um drykkjuhóf fyrrver- andi menntamálaráðherra við öll möguleg tækifæri, ekki sist svall • veislur hans með listamönnum Framhald á 22. siðu. Undanfarna vetur höfum við flutt þúsundir farþega frá Bandaríkjun- um til Evrópu í skíðaferðir. Enn býðst íslensku skíðafólki tækifæri’ til að njóta þeirra samninga „sem náðst hafa í fremstu skíðalöndum; Evrópu. . r-,k;M Við bjoðum viku og tvi ferðir til: Kitzbuh til þörfum hjá solu oðsmönn LOFTLEIDIR FLUGFÉLAG ÍSLA/VDS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.