Þjóðviljinn - 27.10.1974, Side 4

Þjóðviljinn - 27.10.1974, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1974. NOWIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ótgefandi: Otgáfufélag Þjóbviljans Framkvæmdastjóri: EiOur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson MINNISMERKI UM „FRJALST FRAMTAK” Deilan um rækjuvinnslu og rækjuveiðar i Húnaflóa, sem verið hefur á dagskrá nú að undanförnu undirstrikar betur en flest annað, hversu fráleitt það er að ætla hinu svokallaða „frjálsa framtaki” að vera allsráðandi i atvinnulifinu. Peningamenn úr Reykjavik reisa vinnslustöð fyrir rækju norður á Blöndu- ósi, þar sem fólk hefur löngum lifað á öðru en sjávarafla. Ekkert er um það spurt áð- ur en lagt er i kostnað við verksmiðju- byggingu, hvort leyfi til rækjuvinnslu fáist eða ekki, og er þarna á ferðinni eitt af mörgum lýsandi dæmum um glórulausa fjárfestingu einkaframtaksins samkvæmt boðorðinu um að frumskógalögmál hinnar frjálsu samkeppni skuli vera allsráðandi við hagnýtingu gæða n&ttúrunnar. Rækjuveiðar hafa á siðustu árum orðið nokkrum þorpum við Húnaflóa mikil lyfti- stöng, og er þar um að ræða þorp, þar sem alls staðar rikti alvarlegt atvinnuleysi og fólksflótti fyrir fáum árum, vegna þess að sjávarafli hafði brugðist i Húnaflóa og stjórnvöld engar ráðstafanir gert til að treysta byggðina á þessum stöðum. En rækjustofninn er takmarkaður að dómi allra sem til þekkja og þvi ekkert vit að ganga i stofninn skipulagslaust, heldur verður að koma til skynsamleg stjórn á veiðunum og óhjákvæmilegar takmark- anir. Með tilliti til þess, hve rækjuvinnslan er nú mikilvægur þáttur i atvinnulifi þorp- anna á Drangsnesi, Hólmavik, Hvamms- tanga og Skagaströnd má segja, að þessi þorp eigi sina framtiðarheill undir þvi, að komið sé i veg fyrir eyðingu rækjunnar. Þar er einnig til staðar verksmiðjukostur, sem gerir meira en nægja til vinnslu á þvi rækjumagni, sem skynsamlegt er talið af visindamönnum að heimila veiðar á. Það er þvi siður en svo óeðlilegt, að ibúar þess- ara þorpa mótmæli harðlega hugmyndum um aukna sókn i rækjustofninn og nýjar vinnslustöðvar á stöðum þar sem fólk hef- ur ekki byggt afkomu sina á sjávarafla. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú tekið þá ákvörðun i þessu máli, sem sjálfsögð var, — en eftir stendur fullbúin verksmiðj- an á Blönduósi, sem minnismerki um „frjálst framtak”. Varla getur hjá því farið, að það sem þarna hefur gerst leiði huga margra að nauðsyn áætlunarbúskapar og félagslegra vinnubragða við uppbyggingu atvinnulifs- ins og hagnýtingu gæða náttúrunnar, einnig á öðrum sviðum. Það er nú orðið flestum ljóst og gildir jafnt . um okkur islendinga og aðrar þjóðir að þær náttúruauðlindir, sem við byggjum lif okkar á eru ekki óþrjótandi. Rányrkja á mikilvægum auðlindum er i dag þjóðfélagslegur glæpur. Krafan um frelsi auðmagnsins til að drottna sam- kvæmt lögmálum hinnar rómuðu frjálsu samkeppni i atvinnulifinu er ekki aðeins óréttmæt með tilliti til gróðamyndunar ó- verðugra, sem þannig á sér stað, — heldur stefnir sú krafa beinlinis að eyðingu lifs- bjargarmöguleika manna, hvort sem við skoðum þau mál i ljósi okkar eigin að- stæðna hér á Islandi eða i veröldinni allri. Sú reginnauðsyn sem við blasir á skyn- samlegri verndun náttúruauðlinda, hvort sem er i sjó eða á landi hrópar niður lög- mál kapitalismans, sem alltof margir hafa gert að sinni pólitisku trúarjátningu, en setur i staðinn kröfuna um félagsleg viðhorf, — manninn ofar fjármagni og gróða. Hinar beinhörðu staðreyndir munu kenna æ fleirum þá lexiu, enda þótt hún kunni að verða sársaukafull ýmsum, sem fastast trúðu blekkingunni um yfirburði hins „frjálsa framtaks” og óheftrar sam- keppni. Kæri Hreggviður Ég skrifaði allt kommún- istadótið á loftinu Reykjavik, 26. október 1974. Kæri Hreggviður. Ég ætlaði nú reyndar að senda þér þessar linur með sjónvarps- listanum minum, en þær höfðu þá lent á flæking og koma hér. Listann vona ég afturámóti að þið hafið fengið með skilum. Ég bar mig að með hann eins og listann i vor, klóraði fyrst riafnið mitt og konunnar, en hún hafði þá sjálf verið búin að skrifa sig á i saumaklúbbnum____Þetta kemur þó ekki að sök vona ég, þvi að i saumaklúbbnum hefur henni aldrei dottið i hug að kalla sig eða skrifa annað en Lillu, en ég skrifaði nú bara Napólina af gömlum vana. Það er skirnar- nafnið hennar. Hún varð vitaskuld foxill, en ég sagði henni, að þetta væri allt i góðum höndum. Hún sansaðist loks á það. Nú, svo get ég ekki stillt mig um að skrifa allt kommúnista- dótið á loftinu en leigjendurnir i kjallaranum hjá mér skrifuðu sig sjálf fyrir rest. Þó ekki krakka- skarann, enda er vist ekkert af þeim fermt. En þá blessaði ég húsnæöisekluna lagsmaður. Annars var erindið að koma á framfæri við ykkur uppástungu um nýja undirskriftasöfnun til að sýna andstæðingum okkar að við séum hvorki af baki dottnir né verkefnalausir. Ég ætla, að það hafi ekki farið framhjá neinum frjálsbornum og hugsandi íslendingi, hvernig gjörsamlega er búið að æra þjóð- ina i landhelgismálunum, og ekki þarf að fræða ykkur um hvaða öfi hafa æ og ævinlega róið þar undir. Skyldi maður þekkja keiminn! Eða hverjir heldurðu að hafi á sinum tima laumað slagorðinu landhelgi inni málið? Ætli það hafi ekki verið sömu einangrunar- og ofstopaöflin sem seinna smiðuðu slagorðið menningar helgi? En hvernig vikur þvi þá við að þeim hefur orðið þetta ágengt i lokun fiskimiðanna? Hvernig stendur á þvi að þeim hefur tekist að þvinga fram islerlska einokun á hafsvæðum, sem hafa um aldaraðir verið vettvangur frjálsra, vestrænna fiskveiða og heilbrigðrar samkeppni um lifs- björgina? Hinum þögla meirihluta er vissulega spurn. Tilgangur þeirra hefur þó alla tið verið lýðum ljós: að einangra Islenskar fiskveiðar, bægja frá heilbrigðri og lifsnauðsynlegri samkeppni, rýra trú manna á getu islenskrar útgerðar til að halda til jafns við útlendinga á miðunum umhverfis landið, brjóta svo niður sjálfstraust þjóðarinnar, skapa glundroða, upplausn, sundrungu! — þetta eru, og hafa alltaf verið, ær og kýr íslenskra einangrunarsinna. Og þeir staglast eilift á hættu á ofveiði! Um hana vil ég bara segja þetta: ég hef þá tröllatrú á styrkleika islenskra fiskstofna, sem staðið hafa af sér köldustu hafstrauma jarðar um aldaraðir, að þeir muni einnig standa af sér nýja strauma erlendra fiskiflota, er auk þess nota veiðarfæri, sem eru náskyld okkar eigin, að gerð og lögun. Og fái þeir ekki staðist kröfur nýrra tima á öld hinnar hraðfleygu tækniþróunnar, hafa þeir þá ekki dæmt sig úr leik og fyrirgert tilverurétti sinum i ört minnkandi heimi? Þvi að hvernig ætla menn að bregöast viö þegar farið verður aö fiska meö gervi- tunglum? Eða er ekki „Fishstar” á næsta leiti? Nei, lagsmaður. Ég held að timi sé löngu til kominn að við hef jum öfluga sókn til að vekja þjóðina úr þessu austræna landhelgisdái og sýnum jafnframt frændþjóðum okkar og bandamönnum, sem kostað hafa miklu til i tækjum og öðru til að rjúfa fiskveiðieinangrun okkar, að þeir eigi hér skilningi að mæta. Ég hef gert uppkast að litlum formála, sem ég held að mætti nota á listana i þessari nýju baráttu okkar og læt hann fylgja hér með i endann. Vertu svo ævinlega gal- vaskur. þinn einlægur G.J. Vér undirritaðir tslendingar sem bundist höfum samtökum til verndar frjálsum fiskveiðum undir nafninu „Frjáls veiðimenning”, skorum hermeð á forysturiki Atlandshafsbanda- lagsins, NATÓ, að virða að vettugi, héreftir sem hingaðtil, allar tilraunir til að einangra fiskveiðar islensku þjóðarinnar. Jafnframt skora samtökin á rikisstjórn tsiands að hún hlutist nú þegar til um að öil Islensk fiskiskip verði máluð i islensku fánalitunum eigi sjaldnar en fjór- um sinnum á ári á kostnað rikissjóðs •JLr IÐNSKÓLINN í ** REYKJAVÍK Karl eða kona óskast til bókhalds- og skrifstofustarfa sem fyrst. Vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi Starfsmannafélags Reykjavik- urborgar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt með- mælum ef til eru, sendist skólanum fyrir 4. nóvember n.k. SKÓLASTJÓRI. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið i Reykjavík heldur almennan félagsfund i Tjarnarbúð niðri mánudaginn 28. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning fulltrúa á landsfund AB i nóvember n.k. 3. Skýrsla um dagskrá landsfundarins og gerð grein fyrir drögum að stjórnmálayfirlýsingu þingsins. 4. Kosnar starfs nefndir félagsins til undirbúnings einstökum málaflokkum, sem til meðferðar verða á landsíundinum. 5. önnur mál. Félagsgjöld verða innheimt á tundinum. Tillögur uppstillingarnefndar liggja frammi á skrifstofu félagsins að Grettisgötu 3 frá og meE fimmtudeginum 24. okt. — Stjórnin Miðvikudaginn 30. okt. hefst námskeið að Norðurbrún 1, fyrir konur, sem taka eða hafa hug á að taka börn i daggæslu. Kennt verður á miðvikudögum og föstudögum, kl. 20-22. Kennsluefni: Föndur, leikir, söngur, sögur. V---—___________________________________^ f S5 Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar m Vonarstræti 4 sími 25500

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.