Þjóðviljinn - 27.10.1974, Síða 5

Þjóðviljinn - 27.10.1974, Síða 5
Sunnudagur 27. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 cyMyndir úr sögu verkalýðshreyfingar og sósíalískra samtaka Verkföll norðanlands og sunnan Hvítliöarnir Ýmsir hafa orðið til að stað- festa þá skoðun, að mynd nr. 2, sem tekin var er aðförin var gerð að Ólafi Friðrikss. 1921 sé ekki af verkamönnum og fylgis- mönnum Ólafs, nema örfáum. Þarna eru á ferð hvitliðarnir (með hvita borða um handlegg) og leiða handtekna verkamenn á milli sin. Við höfum fengið upplýsingar frá Eliasi Valgeirs- syni fv. rafveitustjóra á Ölafs- vik, um nöfn tveggja hvitlið- anna, en væri þökk á fleirum og þá ekki siður ef einhver þekkir verkamennina á milli þeirra. Elias telur sig þekkja þann sem fremst fer, það sé Haraldur Johannesservog svo þann i ljósu buxunum og háu stigvélunum, sem hann telur vera Karl Þor- steinsson bakara. Hann minnist þessara atburða frá þvi að hann var strákur hér i Reykjavik og fór auðvitað á vettvang til að horfa á. Mikill æsingur var útaf þessu i bænum, segir hann, og margir sem trúðu sögunni um smitandi sjúkdóm rússneska drengsins. Fáir hafa enn haft samband við okkur vegna myndanna frá 1. mai á ýmsum timum, enda stutt siðan þær birtust, en a.m.k. á þeirri yngstu ættu ýms- ir að þekkja sjálfa sig. Krossanesverkfallið Að þessu sinni birtum við myndir frá eftirminnilegum verkföllum, norðanlands og sunnan á fjórða áratugnum. Litlu myndirnar tvær eru frá Krossanesverkfallinu 1930, en það verkfall stóð i hálfan mánuð og lauk með sigri verkamanna. Þar stóð nýstofnað verkalýðsfé- lag I Glerárþorpi fyrir vinnu- stöðvun við sildarverksmiðjuna i Krossanesi, en formaður fé- lagsins var kornungur piltur þá, Steingrimur Aðalsteinsson, sem siðar átti eftir að koma við sögu islenskrar verkalýðshreyfing- ar og stjórnmálanna. Þegar verkfallið hófst var langt komið að reisa mikinn járnreykháf á verksmiðjuna og hvildi hann I virtaug sinni „eins og tortimingarvopn hangandi i bláþræði yfir hinum miklu verð- mætum: skúrum, húsum og vél- um”, segir Jón Rafnsson i frá- sögn sinni af þessu verkfalli i bókinni „Vor i verum”. Það er þessi frægi reykháfur, sem mest var áberandi á myndunum. Verksmiðjustjórinn i Krossa- nesi var norskur, Holdö að nafni, og þar unnu nokkrir norð- menn auk islensku verkamann- anna. Lýsir Jón þvi, hvernig reynt var af hálfu atvinnurek- enda að kljúfa liðið og koma þvi inn hjá norðmönnunum að verk- fallinu væri beint gegn þeim og atvinnurétti þeirra i landinu. En verkamönnum tókst að halda samstöðu og einingu, útlendum sem innlendum, félagsbundnum og ófélagsbundnum, þótt ekkert væri til sparað til að reyna að blekkja þá til undanhalds og sundrungar. Meðal þess sem krafist var voru Akureyrarkjör við alla vinnu i Krossanesi, og eftir fárra daga verkfall vildi verksmiðjustjórinn greiða þau öllum nema löndum sinum, norðmönnum. En sliku höfnuðu heimamenn og sáu strax að boð- ið var gert til að rjúfa sam- heldni verkamannanna á vinnu- staðnum. Hvorki „góð” boð I einrúmi né hótanir dugðu, segir Jón, „Verkamenn Glerárþorps standa fast saman um gerðar kröfur og þá forystu sem þeir hafa valið sér sjálfir. Verka- lýðssamtök Akureyrar eru dag- leg stoð þeirra og stóri bróðir i baráttunni. Og verkamenn finna heita samúð verkalýðs fjarlægra staða i samúðar- skeytum og fjársendingum. Deilunni lýkur með miklum sigri.” Hann segir lika frá þvi, að haldinn hafi verið fundur verk- fallsmanna á hverjum einasta degi verkfallsins til að halda lið- inu heitu og vakandi og eyða blekkingum andstæðinganna. Og tilraunum til að æsa sjómenn gegn verkfallsmönnum var svarað með að snúa sér beint til sjómannanna og skýra sam- stöðu þeirra I baráttunni gegn þeim sem bæði beittu sér fyrir lágu kaupi og lágu sildarverði. I Krossanesverkfallinu hagnýttu islenskir verkamenn sér reynslu verkalýðssamtakanna i öðrum löndum, segir Jón. Kveldúlfsverkfallið í Eyjum Verkalýðssamtökin i Vest- mannaeyjum háðu i mai mánuði 1932 tviþætta baráttu. Kveldúlfur hf. hafði riðið á vað- ið með brot á fiskverkunartaxta og ætlaði að notfæra sér at- vinnuleysi i bænum og vandræði manna af völdum þess til að rýra launakjör verkafólksins, en þeim leik var svarað með vinnustöðvun. Jafnframt háðu verkamenn harða baráttu á hendur bæ og riki fyrir atvinnu- bótum. Það jók á erfiðleikana, að ýmsir sem boðið gátu smá- vegis vinnu réðu til hennar ut- anbæjarmenn og sumir útgerð- armannanna létu jafnvel flytja fisk til verkunar á aðra staði. Þótti sýnt, að kauplækkun að dæmi Kveldúlfs myndi flæða yfir alla vinnustaði bæjarins ef ekki yrði stungið við fótum. 1 „Vor i verum” lýsir Jón Rafnsáon vel örðugleikum verkafólksins, sem stóð fyrir og skipulagði verkfallið á Kveld- úlfsstöðinni. Það var aðeins fá- mennur hópur, en meirihluti starfsfólks þar ófélagsbundið og talsvert um utanbæjarmenn og m.a. stór hópur ungra stúlkna, sem aldrei höfðu verið i neinu stéttarfélagi, sumar úr skyldu- liði hægrimanna og andstæð- inga verklýðssamtaka. En það tókst að sameina fólkið um vinnustöðvun og verkfallsvaktir og það sem meira er: „Fjöldi atvinnulausra manna og kvenna gefur sig fram til liðs við fisk- verkunarfólkið i stað þess að láta vonir andstæðinganna ræt- ast með þvi að sælast eftir þeirri vinnu, sem það hafði lagt niður til að halda uppi launakjörum stéttarinnar”, skrifar Jón. Er ekki að orðlengja það, að þessu verkfalli lauk einnig með sigri verkafólks eftir 11 daga baráttu og um það er lauk voru flestir, ef ekki allir þátttakend- ur, sem áður voru ófélags- bundnir, komnir i verkalýðsfé- lagið Drifanda. - Konur komu mjög við sögu I þessari frægu deilu og hafa ætið siðan verið at- kvæðamiklar i verklýðssamtök- um vestmannaeyinga. Myndin (nr. 7) er af verkfalls- verði i Kveldúlfsverkfallinu og væri gaman að fá eitthvað af verkafólkinu nafngreint. Lánið myndir Þá langar okkur að lokum að skora á lesendur að lána, ef þeir eiga, myndir til birtingar I þess- um þætti og þá jafnframt að leyfa eftirtöku á þeim handa Dagsbrúnarsafninu, en þaðan eru myndirnar sem hér birtast komnar. Hafið samband við Eyjólf Árnason bókavörð safns- ins eða Vilborgu Harðardóttur blaðamann i sima 17500. —vh Ffeirí sólargeislar Lœgra verðl Þrátt fyrir alþjóðlega verðbólgu hefur okkur tekist að lækka verðið á sólargeislanum frá Flórida. Fáið yður Tropicana i fyrramálið. Það kostar minna en áður. SÓL H.F.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.