Þjóðviljinn - 27.10.1974, Page 7

Þjóðviljinn - 27.10.1974, Page 7
Sunnudagur 27. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 27. SEPT. 1974 islendingur með litlum staf af tilefni þjóðhátiðar- ekki dags ekki viku ekki mánaðar né missiris ÁRS mundu það i dag þann tuttugasta og sjöunda septembermánaðar sendir þér kveðju vélasmiðjan landráð há eff kissinger, rokkefeller nigsonið með tappana tvo einsi og geiri enn a té ó og þú mátt rugga þér i ró og næði þú skalt frá dúsu dúsu til að sofna við ljúfurinn og dúfurinn nafnið þitt er varið og vandlega geymt i kistlinum og pistlinum þú klóraðir það sjálfur og við erum yfir þér og undir og kringum þig i eldflaugaseglinum og elskan hún séía skal anganum sinum bia ef einhver fer að angra hann islending með litlum staf skal anganum bia hún amma séia. Jakobina Sigurðardóttir Garði. ■ ■ ■ ■ ■ i _■ " ■ BÓKIN auglýsir «»«««« |IIUW»« u«««U. t««ttlttM>l Kaupum og seljum lesnar bækur og tímarit. Eigum öðru hvoru heil sett tímarita. Viljum vekja athygli á að til er fjöldi titla af ólesnum bókum Bókin hf. SKÓLAVÖRÐUSTIG 10680 6/ sími •' v.v, ■ ■ I IF EINARSSON Meö 32 myndum, svart-hvitum og í litum, eftir ýmsa Ijósmyndara. - Skýringarkort i texta. Einstaklega skýr og greinileg lýsing á fyrsta eldgosi sem orðiö hefur i þéttbýli á íslandi. Fjórar útgáfur: íslenzk, norsk, ensk, þýzk. Verö kr. 800,- + sölusk. HEIMSKRINGLA. ÞORGEIR ÞORGEIRSSON SKRIFAR Meira um tungumál Seinasta sunnudag var ég að reifa ýmislegt um móðurmálið. Og það eru fleiri að gera um þessar mundir. Einkum ræða menn það að vernda móðurmálið og geyma. Eins og það væri hvitvoðungur ellegar postulinsvasi. En við megum lika gæta okkar á málinu. Það er órökrétt og fullt af ofbeldi og stétta- striði. Það beygir hugsunina undir sjónarmið þeirra sem hafa mótað það. Tökum til að mynda orðin sem alls staðar klingja, ekki sist nú. Verðbólga, dýrtið. Hvað á okkur að detta i hug þegar leiðara- höfundarnir smeygja þessum orðum inn í heilana á okkur. Lungnabólga, botnlanga- bólga, hálsbólga. Maður i hvitum slopp. Sér- fræðingur. Læknir sem einn kann ráð við vandanum. Máske er orðið öðru visi til komið upphaflega en notkun þess miðar öll að þvi að fleygja okkur i fangið á efnahagssérfræðing- um yfirstéttarinnar, aðrar stéttir hafa ekki ráð á efnahagssérfræðingum. Ég á við þessa verðbólgulækna. 1 rauninni er það furða að Jóhannes Nordal skuli ekki fylgja þessari orðanotkun eftir með þvi að vera i hvitum slopp þegar harin kemur fram i sjónvarpinu. En hann lætur sér, enn sem komið er, nægja læknissvipinn. Illa duldar áhyggjur og yfir- veguð drýldni einkenna þennan svip. ,,Ég geri það sem ég get en sjálfur geturðu ekkert”, segir þessi svipur. Alveg eins og orðið verðbólga segir. Eða þá dýrtiðin. Hvaða tengsl vekur hún. Ótið. Norðanátt. Otsynningur. Óviðráðanleg náttúrulögmál. Ósveigjanlegt vald þessara orða drottnar yfir okkur og kemur i veg fyrir það að við spurjum einfaldra og óþægilegra spurninga. Hverjir græða á verðbólgu? Hverjir hagn- ast og hverjir tapa á dýrtið? Getur verið að sjúkdómurinn sé skipulagður og verðlagn- ingaveðurfarið gerningar einhvers? Okkur vantar yfir þetta ný orð með öðru stéttarsjónarmiði og engri undirhyggju. I vikunni sem leið skrifuðu blöðin um henykslið i menntamálaráðuneytinu. Hvað var nú það aftur? Arnór Hannibalsson var fenginn til að skrifa skýrslu um skólamál. 1 þessari skýrslu kom fram verulega opinská gagnrýni á störf ráðuneytisins. Skýrslan var send út til þeirra sem hlut áttu að máli. Mér skilst að það væri hneykslið. Þeir voru opinberlega beðnir af- sökunar. Arnór er semsé syndabukkurinn. I þessu kerfi virðist það vera opin leið til misheppnunar að segja sannleikann. Ekki virðist það hvarfla að neinum að skoða fyrst hvort gagnrýnandinn hafi rétt eða rangt fyrir sér. Af öllu talinu virðist það einmitt ljóst að þessu fólki finnst þeim mun nauðsynlegra að biðja afsökunar á neikvæðri athugasemd sem hún eigi sér meiri stoð i veruleikanum. Svona gjörspilltur hugsunarháttur hlýtur að eiga sér langan og mikinn aðdraganda og fjöldann allan af orsökum. Skyldi móðurmálið eiga sinn hlut að þessu? Ein skelfilegasta rökleysa málsins er það þegar verið er að tala um vinnuveitendur og launþega. Hvor aðilinn skyldi nú hafa búið þessi orð til? Báðir aðilarnir nota þau. Þegar einhver kaupir vinnu annars til að græða á henni þá á sá maður ekki að kallast vinnuveitandi. Sú var tiðin að ýmsir voru ó- hræddir við að nota orðið arðræningi um þennan aðila. t þvi felst að verkamaðurinn láti sina vinnu ósvikið. Að öðru jöfnu er það semsé hann sem er veitandinn i þessum við- skiptum. Hvers vegna lætur hann þá hafa sig út i það að kalla sjálfan sig launþega? Ekki er kaup- maðurinn kallaður verðþegi. Og vel á minnst. Sá sem heitir launþegi i vinnunni hann er óðara orðinn viðskiptavinur þegar hann gengur inn i búð. Þvilik andskotans meðferð á fólki. Ekkert er augljósara en það að sjálft tungumálið tekur afstöðu með einni stétt gegn annarri. Þetta er það sem ég kalla of beldi tungunnar og mér finnst meira en full ástæða til þess að taka málið i karphúsið og dusta það til hlýðni við aðrar stéttir lika. Annars verða þær stéttir undir, verða máske að úrkynjuðum vesalingum eins og opinberir starfsmenn virðast nú orðnir. Þó það sé harla óliklegt þá má vel hugsa sér að til dæmis opinberir starfsmenn risi upp allir sem einn og segi: Nú er nóg komið af þessu kjaftæði um launþega. Héðan i frá bönnum við öllum að nota þetta orð um okk- ur. Við erum aðilar sem seljum frambæri- lega vinnu okkar og hún er keypt til að hagn- ast á henni og við kref jumst alveg sérstakrar virðingar vegna þess að það er samfélagið i heild sem hagnast á vinnu okkar en ekki græðgisfullir einstaklingar. Héðan i frá skulum við kallast verkveit- endur hins opinbera þvi það erum við. En um leið og maður er búinn að hugsa sér opinbera starfsmenn með þessi sjónarmið verður manni ljóst að sikir starfskraftar mundu aldrei leggja neina megináherslu á það að biðja neinn afsökunar áður en búið væri að athuga hvort nokkur ástæða væri til afsökunarbeiðni. En við sitjum semsé uppi með starfsfólk i ráðuneytunum sem ágætlega hæfir nafnbótin launþegi. Menn eru liðlangt árið að þiggja stöður af ættmennum sinum, flokksbræðrum og drykkjufélögum öldungis burt séð frá þvi hvað þeir geta eða geta ekki unnið. Og náttúrlega verður að biðja þessa menn afsökunar óðara og fram koma einhverjar kröfur um frambærilegt starf þeirra. Það var semsé aldrei meiningin. En það verður gaman að lifa daginn sem launþeginn hættir að vera til og gerist verk- veitandi i þess orðs fyllstu merkingu. Hver veit nema þá gerist það öldungis sjálfkrafa að bæði orðin verðbólga og dýrtið verði óþörf i málinu? En þá gætu leiðararnir farið að fjalla um manneskjur i staðinn fyrir að undiroka manneskjur með kolbrenglaðri misnotkun á tungumálinu. Þorgeir Þorgeirsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.