Þjóðviljinn - 27.10.1974, Síða 8
/ V
I » i
> . I -
o * ; - . i >»*•«>>><> i » *> ii á » > •» » i f
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1974.
Á þrjú hundruö ára ártíð
Hallgríms Péturssonar
í dag eru liðin 300 ár f rá
andláti eins af mestu
listamönnum íslensku
þjóðarinnar fyrr og síðar,
Hallgríms kennimanns og
skálds Péturssonar.
Sennilegt er að Hall-
grímur Pétursson og
passíusálmar hans hafi
lengur staðið nær hjarta
íslenskrar alþýðu en
nokkurt annað skáld eða
ritverk. Gengi passíu-
sálmanna hefur dalað
mikið á þessari öld en þó
ekki svo mjög á þá lund
að þeir hafi vikið fyrir
öðrum listaverkum held-
ur hefur innantóm af-
þreyingin komið í staðin.
En skáldskapur Hall-
gríms Péturssonar er
fjölþættur og margt í
honum ætti að geta átt
greiðan aðgang að öld er
lítt hneigist að guðræki-
legum hugleiðingum.
Kemur þar hvort tveggja
til að sálmakveðskapur
hans er mjög auðugur að
tilvísunum til hins dag-
lega lífs og að í veraldar-
legum kveðskap er hann
hnittinn og andríkur.
Að verðleikum er Hall-
gríms Péturssonar og
þeirra gjafa er hann
færði þjóðinni minnst í
HALLGRIMUR PBTURSSON
•S'in/idí'S ajfriSá’lÍ \*<l HTft.
dag. En þá ber einnig að
minnast allt of margra
dæma um það að menn
hafa hlaðið grjóti á Hall-
grím sjálfum sér til upp-
hefðar. Þetta gerðu
Stephensenarnir á önd-
verðri síðustu öld og því
hafa menn haldið áf ram í
stórhrikalegum mæli eft-
ir miðja þessa öld.
En meðan þessu fer
fram liggur skáldið Hall-
grímur Pétursson óbætt
hjá garði. Aldrei hefur
verið gengið úr skugga
um það hvað til er af
sálmum, kvæðum og
lausavísum eftir séra
Hallgrím. í 300 ár hafa
menn vanrækt þá skyldu
við þann mann er fyrstur
var kallaður þjóðskáld á
íslenska tungu (Árni
Magnússon handrita-
safnari) að kostað væri til
vísindalegrar útgáfu á
verkum hans.
Væri ekki ráð að
strengja þess heit nú á
trúlítilli öld að innan
skamms skuli Hallgrími
skáldi reistur verðugur
bautasteinn í túni ís-
lenskra mennta? hj—
Af helstu áfangastööum í æfi Hallgríms Péturssonar
Hólar — Kaupinhafn —
Hvalsnes — Saurbær
undi hann sér verst á Suðurnesjum, e.t.v. hefur
hann lifað þar sína „passíu” eða píslarsögu
Hér á eftir verður reynt að gefa
mynd — afar ófullkomna að visu
— af lifshlaupi Hallgrims Péturs-
sonar með nokkru ivafi af munn-
mælum — þviþau eru „vitrari en
sagnameistararnir” eins og Hall-
dór segir — og er stuðst við bók
Magnúsar Jónssonar, „Hallgrim-
ur Pétursson, ævi hans og starf”.
Hallgrimur Pétursson fæddist i
Skagafirði árið 1614. Ungum var
honum komið i Hólaskóla til náms
og var þetta á efstu dögum Guð-
brands biskups Þorlákssonar.
Voru þeir biskup og hinn ungi
sveinn raunar af öðrum og þriðja
að skyldleika. Átti þvi Hallgrimur
ekki langt að sækja menntaáhug-
ann.
Barn að aldri á Hallgrimur
hafa verið farinn að bera það við
að yrkja, samanber visuna um
kattarrófuna. Köttur sat á kláfi
undir palli, en fjalirnar i pallgólf-
inu voru svo gisnar að rófan á
kettinum kom upp á milli þeirra.
1 huganum var eg hikandi,
af hræðslu nærri fallinn,
er kattarrófan kvikandi
kom hér upp á pallinn.
Ljóðað á
Arngrim lærða
Meðan Hallgrimur var enn á
barnsaldri fékk gamli biskupinn
slag og hjarði eftir það lamaður
og mállaus i nokkur misseri.
Miklar breytingar urðu á staðn-
um, varð Arngrimur lærði stað-
gengill biskups eða officialis. Frá
þeim tima er visa sem er eignuð
Hallgrimi. Magnús Jónsson segir
um hana:
„Hún hefir m.a. það einkenni
mikils hluta skólaskáldskapar að
vera illa prenthæf. Og þó er i raun
og veru engin ástæða til þess að
gera sig teprulegan út af svo
meinlausu gamanyrði.
Tilefni visunnar mætti hugsa
sér það, að Hallgrimur, biskups-
frændinn, hefir sofið i sama her-
bergi og Arngrimur. En stráksi
tekur vel eftir öllu, og visan er
ekkert annað en látlaus og ná-
kvæm lýsing á þvi, sem fram fer
á morgnana, þegar Arngrimur er
vakinn og honum færður matar-
biti og vökvun á sængina.
Hallgrimur raðar sagnorðunum
alveg eðlilega, svo að hvergi er
neitt stirt eða óeðlilegt, hvorki i
orðaskipun né efnisskrá”.
Sefur, vaknar, sér við snýr,
sest upp, etur, vætir kvið,
hóstar, ræskir, hnerrar, spýr,
hikstar, geispar, rekur við.
Járnsmiði og latina
Ekki lauk Hallgrimur við Hóla-
skóla heldur hvarf á braut og er
ekki vitað hvað þvi olli. Næst
skýtur honum upp úti i Kaupin-
HALLDOR LAXNESS UM HALLGRIM
Halldór Laxness hefur vottað
Hallgrimi Péturssyni mikla
virðingu sem verðugt er. Hin
merka ritgerð Halldórs, Inn-
gángur að passiusálmum, hefst
á kafla sem ber yfirskriftina:
Hallgrimur Pétursson i hnot-
skurn. Fer hann hér á eftir.
Munnmælin, sem eru vitrari
en sagnameistararnir, hafa gert
Hallgrim Pétursson að holds-
veikum ölmusumanni. 1 sliku
gervi hefur þessi mikli for-
saungvari siðkristni vorrar
birst þjóðinni á föstukvöldum
hennar, þessum betlara guðs og
manna unni hún og tók undir
með honum, — og sá sjálfa sig.
Og það má með sama rétti full-
yrða að Hallgrimur Pétursson
sé slikur sem þjóðin trúir hann
vera einsog hitt að Jesús sé i
fyrsta og siðasta lagi sá — eða
það — sem Hallgrimur Péturs-
son trúði hann vera. Það er jafn
fánýtt að neita mynd þjóðarinn
ar af Haligrimi og Hallgrims af
Jesú. Einsog Hallgrimur túlkaði
hug sinn og heim i ljóði hins
tvivitula Jesútákns: imynd
menskrar niðurlægíngar og
vanmættis i sama mund og full-
komins guðlegs sigurs og al-
mættis, — tvö hvarkvæm skaut
— þannig hefur islensk þjóð tjáð
heim sinn og hug i Hallgrims-
munnmælunum á timum þúngr-
ar reynslu. Höfundur Passiu-
sálmanna samsamaðist litblæ
verks sins i vitund þjóðarinnar.
Um leið er það fullkomlega tal-
að út úr hjarta voru þegar eitt af
skáldum siðustu tima yrkir um
Hallgrim — alveg i sama anda
og Hallgrimur orti um Jesú:
„Signað höfuð sorgarþyrna ber,
sjá, nú þekkist hann sem dáinn
er.”
Munnmælin hafa ennfremur
léð mynd Hallgrims tvo athygl-
isverða drætti. Fyrst verður úr
ódælum æskumanni heiftúðugt
ákvæðaskáld, sem kallar bölvun
yfir menn og drepur skepnur
með einu visuorði, yrkir siðan
Passiusálmana til að sættast við
Drottin. í annan stað fellur
skáldið með óguðlegri konu og
tekur siðan upp sambúð við
hana. Þessi maður sem unni
Jesú sönnum guði öðrum mönn-
um heitar, segir þjóðtrúin,
hann unni i sama mund heiðinni
konu, — ekki aðeins villitrúar-
konu, heldur afguðadýrkara. I
augum þeirrar aldar sem tók
við ljóðum Hallgrims Péturs-
sonar er naumast hægt að i-
mynda sér öllu meiri viðurstygð
en skurðgoðadýrkun og afneitun
á sönnum drottni Jesú. Og þess-
um viðurstyggilega heiðlngja,
imynd villu og syndar, unni
guðsmaðurinn og Jesúsaungv-
arinn mikli. Svo vitur eru
munnmælin, svo rismikil I hugs-
un og spök á andstæður — og þó
hneigð til rökvisi og sam-
kvæmni. Má vera að I munn-
mælum og þjóðtrú felist hin
dýpsta skynjun sögunnar, ef við
kynnum aðeins að lesa úr þeim i
stað þess að láta bókstafinn
villa okkur sýn, hina grunn-
færnu fréttaskrá annálaritar-
ans, hinn flata yfirborðsskilníng
sagnameistarans. Þjóðtrúin er
sú Hliðskjálf sem veit i tvo
heima I senn, sögu og sjónleiks.
Syndugur likþrár beinínga-
maður leitar með grátstaf og
andvörpum endurlausnar sinn-
ar i kornbindi Jesú, en ann þó
mitt I kröm sinni imynd heiðin-
dóms, holdslystar, afguðadýrk-
unar og foráttu: þetta er Hall-
grimur Pétursson, maðurinn
sem orti Passiusálma. öðruvisi
væri hann rökleysa. Án þvillkr-
ar myndar af skáldinu, án þvi-
líkrar baksýnar, væru Passiu-
sálmar ósannir og hálfir,
heimsádeilan, syndajátning-
arnar og æðrurnar tómyrði ein
og látalæti. Þannig uppijúka
munnmælin verkinu, skýra
manni I senn sálfræðileg rök
þess og félagsfræðileg.
Hið efnaða vegsæla sálma-
skáld, höfðíngjavinur og heldri-
maður, kvæntur frómri og guð-
hræddri heiðurskvinnu, hraust-
ur og vel metinn fram á efri ár,
— það er sagnfræðin um Hall-
grim Pétursson, gerólik þeirri
mynd sem hefur vitjað þjóðar-
innar I saung á föstukvöldum
aldanna, þeim Hallgrimi sem
hún samsamaðist svo rækilega
að erfitt er að sjá hvar höfundur
Passiusálma endar og þjóðin
tekur við, — á sama hátt og
Hallgrimur Pétursson samsam-
aðist Jesú i ljóði og gerði hann
að öðru eðli sinu með svo gagn-
gerðum hætti, að erfitt er að
gera sér þess grein hvar tak-
mörkin liggja milli skálds og
söguhetju i Passiusálmum.