Þjóðviljinn - 27.10.1974, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1974.
ÁRNI
BERGMANN
SKRIFAR UM
HANN HEYRÐI
ÞÁ MEIRA AÐ
SEGJAJARMA
Guðbergur Bergsson; nýr þátttakandi I leik leiðans.
Guðbergur Bergsson. Her-
mann og Didí. Það sefur i
djúpinu. Önnur bók. Helga-
fell 1974. 151 bls.
Hermann og Didi er framhald
af Það sefur i djúpinu sem út kom
i fyrra og gerist reyndar á sama
degi og sú bók. Fólkinu i bókinni
hefur verið stefnt saman af sama
tilefni: bað er verið að jarða
ömmu önnu. En þetta fólk hefur
reyndar spásserað út og inn um
kápurnar á bókum Guðbergs. Og
hann telur sig hafa höndlað. Það
er aðeins að nokkru leyti rétt, að
lesandinn fái æ fleiri fasta við-
miðunarpunkta i heimi Guðbergs.
Persónurnar eru til — en þær eru
ekki allar þar sem þær eru séðar.
Hamskiptum hefur fækkað, en
samt halda persónurnar áfram að
ganga hver inn i aðra. Persónu-
leiki i venjulegum skilningi er
blekking i þessum heimi. Rétt
eins og höfundur leggur áherslu á
að þurrka burt mun á ytri atvik-
um og hugsuðum.Hermann hugs-
ar sér, að hann steli byssu og
skjóti á systur sina Didi. Og þetta
atvik, sem gerist i huga drengs-
Jónssynieða jafnvel Músinni sem
læðistog til Hermanns og Didiar,
það er alveg eins hægt að snúa
röðinni við. Og það er hægt að
lesa önnueina. Og svo framveg-
is. Hvar sem er fáum við nokkuð
heildstæða mynd af mannlifi i
nánd við her og fisk. Myndin er
heildstæð ekki aðeins vegna þess,
að vettvangurinn er hinn
sami eða svipaður og svo persón-
urnar, heldur og vegna þess, að
fyrirbærin eru flest af sömu ætt:
ömurleika, leiða, viðbjóðs. Þessi
svið hefur Guðbergur þaulræktað
af þeirri einbeitingu, næmi,
minnisgreind, sem oft hafa verið
skjól annað en geðveikrahæli, og
vita hvort það kemur ekki vitinu
fyrir hann”. (bls 34). Það kemur
líka á daginn, að Svanur hefur
verið barinn hæls og hnakka á
milli „en hann heldur sinu striki"
Enda segir Anna að það sé ekki
hægt að hefna sin á fólki eins og
Svani, þvf það fylgi ekki sömu
lögmálum og aðrir. (bls 28).
Nið og klám
Guðbergur hefur sem sagt
bryddað upp á sigildu efni: rithöf-
undurinn, listamaðurinn gegn
samfélaginu. Hann skoðar við-
Leiðarvísir um helstu persónur Guðbcrgs. Birtur án ábyrgðar. Minnt skai á það, að Már er drukknaður, en móðir hans, Sveina, leitar að hon-
um endurfæddum meðal fiska. Magnús hefur iofaö að giftast önnu til aöstanda við mágsskyldur. Katrin gerir tilkall til að vera systir önnu, gott
ef ekki hún sjálf. Hermann er sonur hermanns úr ástandinu.
smám saman virðist hægt að
festa á kort þessa „vitleysu
skyldleika og tengsla” sem Anna
talar um hryssingslega. Loksins
er hægt að henda reiður á þeim
Hermanni og Svan, sem voru
þetta lika dularfullir i Astum
samlyndra hjóna. Hermann er
sonur önnu, sem var gift Má, sem
fór f sjóinn. Svanur er sonur Pét-
urs, sem er bróðir Más, og Sveins
sem er giftur Katrinu. Við vitum
lika nokkurn veginn, hvað af
þessu fólki býr i höfuðstaðnum og
hvað i Grindakeflanjarðvikinni
suður með sjó. Allt er þetta lið
saman hnýtt. Meira að segja Lóa,
ókunna konan sem kemur til að
vera við jarðarförina, henni var á
sinum tima nauðgað af Tómasi
Jónssyni, þeim fræga manni úr
metsölubók. Söguþræðinum hefur
margoft verið gefið á kjaftinn
með þeim afleiðingum að lesand-
inn ruglaðist heldur betur i rim-
inu. Þó fær hann fleiri og fleiri
fasta punkta i hendur. Það kemur
á daginn að erfisdrykkjan i Her-
mann og Didi- er haldin nokkru
áður en grindavikurliðið fer i bæ-
inn sautjánda júni eins og frá
greinir i Astum samlyndra hjóna.
Margt er skrýtið
i skáldsögunni
En lesandinn fær heldur ekki að
vera i friði með þá ratvisi sem
ins, það verður til þess að i „veru-
leikanum” kemur fullorðna fólkið
hlaupandi; það hefur heyrt skot-
hvell, en drengurinn er ekki með
byssu nema i höfðinu á sér. Nema
hvað Anna veit hvað hefur gerst,
þvi „Ég heyri i þér hugsanirnar”
segir hún við son sinn. Og i þriðja
lagi er haldið áfram að leika með
hæpin landamerki skáldskapar
og veruleika. Kannski eru orð
önnu ekki hennar eigin orð
„heldur ávæningur af orðum
Svans” sem skrifar bækur.
Katrin lýsir þvi yfir, að hún sé
systir önnu en ókunnugá konan
mótmælir þvi með rokum. En
bætir svo við: „Það er svo ótrú-
lega margt skrýtið I skáldsög-
um”.
— Til þess eru þær, svaraði
Katrin, annars nægði okkur lifið,
þar sem allt fylgir föstum reglum
og óhaggandi.
Án upphafs
og endis
Allt þetta bendir lesandanum
rækilega á það úrræði, að hann sé
ekki að eltast við persónur og feril
þeirra. Guðbergur er að skrifa
bálk um sitt næmi á islenskan
veruleika siðustu tuttugu-þrjátiu
ára. Hann skrifar hann þannig, að
viö getum byrjað að lesa hvar
sem er og hætt hvar sem er. Það
er hægt að lesa sig frá Tómasi
upp á hann borin og ekki er
ástæða til að fjöryrða um einu
sinni enn.
Svanur birtist
Þá gætu menn spurt: er þá
nokkur ástæða til að halda áfram
að lesa Guðberg Bergsson? Er
hann ekki alltaf að endurtaka
sig? Þessi spurning er alls ekki
ástæðulaus, en þó verður svarið
neitandi. Guðbergur ræður yfir
svo útsmoginni þekkingu á við-
fangsefninu, að hann getur alltaf
brugðið upp nýjum athugunum,
bætt við nýjum hlekkjum á langri
festi neikvæðisins. 1 Hermann og
Didikemur hann meira að segja
loksins með persónu sem er
furðumikið „öðruvisi” en aðrar.
Persóna þessi er Svanur.
Svanur er skáld og kannski
verðandi listmálari. Hann var
ráðinn til að skrifa ævisögu Páls,
höföingja plássins og kjördæmis-
ins, en i stað þess að skrifa
skikkanlega ævisögu tiundar
hann uppáferðir Páls, þjófnað og
brask og breytir aðeins litillega
nöfnum. „Sannleikurinn á að
standa ofar sómatilfinningunni”
segir Anna sem er stórhrifin af
framtaki Svans. En hún er ein um
þá hrifningu. Allir aðrir eru með
hundshaus út i Svan. Sveinn seg-
ir, að það eigi ekki að „láta hann
fáf fé, engan mat, ekkert húsa-
brögð fólksins við Svani við nag-
stæðar aðstæður: alls konar fólk
er 1 erfisdrykkju i litlu plássi. Út-
koman er sú, að fyrirlitningin er
gagnkvæm og alger á milli
skáldsins og erfiðismannanna.
„Alþýðan” hefur engan áhuga á
Svani, nema þegar hann striðir
mönnum með þvi að leiða þá út i
fáránlegt hjal um verðlag á mál-
verkum frægðarmanna. Að öðru
leyti getur hann i mesta lagi búist
við hryssingslegum athugasemd-
um um að hann viti svo sem ekki
neitt, enda vinni hann ekki neitt
(bls 74). Svanur svarar i sama
dúr; hann segir: „Þið eruð bara
hlutir, eitthvað sem skóíian
hefur mótað og stjórnað”. „Og
hann sá að þetta fólk er „eins og
hverjar aðrar rollur, sem fannst
vera gott að láta smala sér og
rýja sig. Hann heyrði þá meira að
segja jarma”. (bls 84).
Viðskipti Svans rithöfundar við
Pál plásshöfðingja og „millistétt-
ina” honum næst eru nokkuð önn-
ur. Þetta fólk heldur uppi stór-
fenglegum samræðum þar sem
hátiðlegar glósur úr menningar-
skrifum eru hristar saman við al-
mennt uppskafningstal um
frægðarmenn. („Ekki er Þór-
bergur slakari i persónusköpun-
inni. Hann samræmir svo vel,
finnst mér, formið og innihaldið
innan heildar verksins, sagði
handavinnukennarinn. Mér finnst
vera svo gott handbragð á öllu hjá
honum”.bls 101). Þetta fólk hefur
fátt að segja við strákinn Svan,
sem hefur enn ekki „hlotið sina
viðurkenningu” heldur skrifað
nfð og klám um sitt byggðarlag.
Það er aðeins Páll, sem gefur sig
nokkuð að honum, þótt hann hafi
orðið mest fyrir braðinu á „nið-
inu” — enda hefur hann þá yfir-
burði, sem auðurinn gefur. Hann
gæti vel átt það til að kaupa „litla
mynd I mildum litum” af Svani.
Og um „þvættinginn sem þú
skrifar um mig” segir Páll: „Ég
er of önnum kafinn maður til að
geta erft við fólk. Menn mega
hugsa, gera, segja hvað sem þeir
vilja, bara ef þeir vinna og mæta
á réttum tima og skila sinum af-
köstum”.
Þessi skoðun á skáldi og samfé-
lagi er fyrir margra hluta sakir
hin fróðlegasta. Það er viss hefð
sem heldur áfram i þessari stöðu
— sitthvað er skylt með Svani og
Ólafi Kárasyni, sem heldur
nennti ekki að vinna fyrir sér eins
og alþjóð veit. En sá er munur á
Pétri þrihross i Ljósvikingnum og
Páli Pálssyni i Hermann og Didi,
að Pétur beinlinis ofsækir skáld
fyrir „klám og guðlast” enda lifði
hann á góðviðrisdögum fasism-
ans. Páll erhins vegar maður sins
tima — þess sem Marcuse kallar
vlst „repressive tolerance”, um-
burðarlyndi kúgun mengað.
Kappræðubrot
Auk þessa verður lesanda mjög
starsýnt á þátt Svans vegna þess,
hve margt er sameiginlegt með
mati Svans og öðrum lýsingum
Guðbergs. Svanur sér erfiðis-
menn i Hermann og Didi sömu
augum og Guðbergur sér þá á
matstofunni í Tómasi Jónssyni.
Bækur Guðbergs eru ekki siður
nið og klám og guðlast en bók
Svans. Þessar hliðstæður halda
áfram að spila i lesandanum, þar
til honum finnst hann hafa komist
nær Guðbergi Bergssyni en oft
áöur. Tobba segir: „Hann situr
einn heima við að spéa og sprok-
setja fólk. Heldur þú að
manneskjan sé einungis eitthvert
dautt leikfang handa þér til að
ráöskast með, hampa og tæta I
sundur”? Svanur vikur sér undan
spurningum önnu með orðunum :
„Hvers vegna þarf ég að vita,
hvað ég meina? Hvers vegna
spyrðu ekki um, hvað ég sjái og
hvað ég skynji . . . .” (bls 93). Og
það kemur á daginn, að Svanur
hefur kennt foreldrum sinum að
„vera óánægð. Óánægjan er
fyrsta sporið i þá átt að maðurinn
geti gengið andlega uppréttur,
segir hann” (bls 33).
Allt hljómar þetta sem eðlileg
tilsvör i kappræðu um
rithöfundarferil Guðbergs Bergs-
sonar.
Arni Bergmanw