Þjóðviljinn - 27.10.1974, Síða 12

Þjóðviljinn - 27.10.1974, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. október 1974. Steinunn Kristensen er hér með silfur- Hjáimar Torfason, gulismiður, með býsn af eiginsmfðuðum háismen með fsienskum steini I. Jó- hringum. hannes Leifsson smiðaði menið. Ingigerður Sigurðardóttir, afgreiðslustúlka I Gull- og silfurbúðinni aö Laugavegi 35, ber hér hálsmen, aö sjálfsögöu handsmiöað, en þaö er sveinsstykki Einars Þórhalissonar. Menið er smíðaö úr hvitu og rauðu gulli, alsett ekta perl- um og metist. Menið kostar 179.950 krónur. Heill bakki af brenndum siifurarmböndum úr verslun Jóhannesar Leifssonar. Góðmál gimsteii í tilefni af því að Félag íslenskra gullsmiða varð fimmtugt 19. október siðast liðinn, gengu blaðamaður og Ijósmyndari Þjóðviljans til þriggja gullsmiða, eða réttara sagt í þrjár gull- smíðabúðir við Lauga- veginn nú í vikunni til þess að líta á smíðar úr góð- málmum skreyttum eðal- steinum. Gullsmiðunum, sem við heim- sóttum bar saman um, að ekki væri nándar nærri því hægt að taka alla þá til gullsmiðanáms, sem þess óskuðu. Af rúmlega 60 félags- mönnum i Félagi islenskra gull- smiða eru 4 konur með gullsmiða- Djásnum prýdd hönd sem þessi kostar 120 þúsund krónur og þá hvorki hold né bein metið til fjár. Afgreiðslustúlkan i verslun Jóhannesar Leifssonar, Steinunn Kristensen, ber gripina. réttindi, og nokkrar konur eru aö læra smiðina. Jóhannes Leifsson, að Laugavegi 30, sagðist vera mest I feulí- smiðinni. Einn gullsmiður vinnur við það hjá Jóhannesi, aö smiða viravirkisskraut fyrir islenska þjóðbúninginn, en allmikil sala er I þvi. Stokkabelti við islenska búninginn fyrir meðalgranna eða gildvaxna konu kostar á milli 50 og 60 þúsund krónur. Dýrasti hringurinn hjá Jóhannesi var gullhringur með gimsteini og kostar hann 58.850.00 krónur. Hjálmar Torfason, gullsmiður á Laugavegi 28, er að kenna syni sinum iðnina. Sá var að fást viö viravirki þegar Þjóðviljamenn áttu leið um. Viravirkisgerð hlýtur að vera mikiö nákvæmnis og þolin- Silfurháismen með fsienskum steini smiðað af Hjálmari Torfa- syni. Björn Th. Björnsson, listfrœðingur Islensk gulls Skrif Björns T. Björnssonar, þau sem hér fara á eftir, voru birt I sýn- ingarskrá Félags íslenskra gull- smiða fyrir sýningu smiðanna, sem haldin var i Bogasalnum dagana 11. — 19. október. Vel mætti vera, að einhverjar Is- lenskar konur gengju enn með það silfpr I skarti sinu sem forfeður þeirra fluttu með sér út hingað á landnámstið. öldum saman bjó þjóðin að þeim sjóði góðmálma sem fyrir hafði safnast i öndveröu. Þegar fátækt og einangrun tóku fyrir frekari innflutning gulls og silfurs, voru gamlir gripir tiðum bræddir upp og nýir smiðaðir úr, þvi hver timi gerði sinar kröfur um skart og búnaö. Svo ótrúlegt sem það má heita, hafa Islenskar konur gengið með rikulegra skart i búningi sinum en nokkrar konur jafnstétta um álf- una. Og þar skipar ekki aðeins kvensilfrið svo háan sess, I öllum margbreytileika sinum, heldur var hvað eina fegrað og búið: reiðver, svipur, baukar, lyklasylgja hús- móðurinnar og nálhús hennar, að ógleymdri allri málmsmiðinni sem kirkjunni heyrði. Þegar menn leiða að auk hugann að listmæti Islenskr- ar hibýlamenntar á þessum fá- tæktaröldum, I saumi, útskurði, vefnaði og hverskyns hagleiksvirki öðru, gerist sú spurning áleitin, hvort maðurinn hafi ekki einmitt á þennan hátt verið aö hef ja andlega sjálfsvirðingu sina yfir efnalega eymd hið ytra. Ef til vill felst I þessu einhver furðulegasta þver- sögnin I Islenskri sögu og um leið lykillinn að mörgum ráðgátum hennar: Það var höfðingskona, sem sat I aldrifnum söðli sinum, með glitofið klæði úndir sér, búin silfurhnepptri reiðhempu og með dýra svipu i hendi, og þó átti þessi sama kona vart I askana þegar heim kom. Aðeins með þessu móti fékk hin andlega sjálfsvirðing, per- sónustoltið, haldið velli i sáru striði daga og alda. Það var þetta, sem skilaði þjóðinni óbeygðri fram i ljós nýs tima, tima frelsisbaráttu og fullveldis. Svo furðulega samofin er Islensk silfursmíð og aðrar list- iðnir örlögum og sigrum þessarar þjóðar. Það kostaði átök á öllum sviðum þegar þjóðin steig út úr einangrun aldanna og krafðist fullveðja réttar i evrópskri samtiö. Gamlar hefðir lentu i iðu nýrra strauma, en breyttir þjóðlifshættir sviptu grundvellinum undan þeim, einni af annarri. Þar kom, að enginn var lengur sá sem askana skar og skreytti, né fágaði hornspænina, og enginn dreif lengur búnað á sööla né óf I þá blómstruð klæði. Þunga- miðja þjóðmenningarinnar fluttist úr sveit i bæ. Ein var þó sú grein fornra list- iðna, sem af barst i þessum straumköstum: gull-og silfursmiö-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.