Þjóðviljinn - 27.10.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.10.1974, Blaðsíða 15
Sunnudagur 27. október 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Handunnir silfurmunir — Ennfremur trúlofunarhringa Handsmíöaö silfurhorn með 12 steinum UWU^'lií^ Lbzilirj. | SIGMAR Ó. MARÍUSSO Hverfisgötu 16a þessi auglýsing er ætluð ástföngnu fólki úti á landi. Kæru •Iskcndur! Það er nú, sem við i Gulli og Sillri getum gert ykkur það kleift að hringtrúlofast innan nokkurra daga, hvar sem þið eruð stödd á landinu. 1. Hringið eða skrifið eftir okkar fjölbreytta myndalista sem inniheldur eitt falleg- asta úrval trúlofunarhringa sem vói er á og verður sendur ykkur innan klukkust. 2. Með myndalisfanum fylgir spj^ld, gatað i ýmsum stærðum. Hvert gat er núm- erað og með þvi að stinga baugfingri i það gat sem hann passar i, íinnið þið rótlu stærð hringanna sem þið ætlið að panta. 3. Þegar þið hafið valið ykkur hringa eltir myndalistanum skuluð þið skrifa niður numerið á þeim, ásami stærðarnúmerunum og hringja til okkar og við sendum ykkur hringana strax i póstkröfu. Með beztu kveðjum, (gttU i>tlíur Lðugavegi 35 - Reykjðvik -)>imi 20620 MÓDELSMÍÐI Gullhringir, gullhálsmen, silf urhálsmen og trúlofunarhringar í úrvali. Hjálmar Torfason Laugavegi 28/ 2. hæð Sími 24202 Þér finnið réttu hringana hjá Jóhannesi Leifssyni, Laugavegi 30. Skrifið eftir myndalista til að panta eða komið í verslunina og lítið á úrvalið sem er drjúgum meira en myndalistinn sýnir. Við smíðum einnig eftir yðar ósk og letrum nöfn í hringana. JÓHANNES LEIFSSON Gullsmiður — Laugavegi 30 — Sími: 19209 SUNNUDAGSMARKAÐUR áfram á bls. 21 glens Einsi einbúi átti eina kú, og hún hafði brotið á sér aðra afturlöpp- ina. Þegar dýralæknirinn hafði litið á hana, áleit hann að hægt væri að bjarga henni, enda var þetta kostaskepna. Hann lét spelkur við brotna fót- inn, og til að byrja með átti kýrin að hanga i lykkju, sem brugðið var undir bóginn á henni. Einn góðan veðurdag slitnaði lykkjan og dýrið seig á afturend- ann. Stuttu siðar um daginn hitti dýralæknirinn Einsa og spurði um liðan kýrinnar. — Jú, sagði Einsi, — hún er farin að geta setið. Allir vita að hægur akstur get- ur verið sérlega hvimleiður, eink- um ef maður er að flýta sér og einhver annar ökuþór heldur niðri umferðarhraðanum. Um daginn missti strætisvagnastjóri þolin- mæðina, þegar smábifreið var búin að halda honum fyrir aftan sig i langan tima. Hann hallaði sér út um gluggann og kallaði hátt: — Heyrið þér, maður minn! Ef þér farið ekki að spýta i bráðlega, verðið þér kærður fyrir að leggja ólöglega! Þegar eiginmaðurinn kom á snyrtistofuna að sækja konuna sina, varð hann dolfallinn af hinu kvenlega andrúmslofti staðarins. Hann snerist um sjálfan sig og starði vandræðalega á um það bil tiu konur, sem sátu þar, vafðar blautum handklæðum. Loks stamaði hann: — Ég kom til að sækja konuna mina, — vildi hún vera svo væn að gefa sig fram? VÍSNA- ÞÁTTUR HAUST- OG VETRARVÍSUR I gær var fyrsti vetrardagur, og þvi er kannski ekki úr vegi að birta nokkrar haust- og vetrar- visur, kannski eina vor- eða sumarvisu svona til að minna okkur á að alltaf kemur vor á eftir vetri. Antonia Petra Jónsdóttir kveður um haustið: A haustin fölnar hvert blóm á beði við brjóstin jarðar og sofna rótt, en vakna aftur til vorsins gleði sem veitir lifinu styrk og þrótt. Einar B. Björnsson frá Eyjum i Breiðdal kveður að hausti: Blómin fölna, bliknar lauf, blása svalir vindar, drúpir burkni i klettaklauf, klæðast hvitu tindar. Heiðló þagnar, hrimar jörð, haustið brýst til valda. Vænta má að veðrin hörð vilji rétti halda. Einar Friðriksson frá Reyð- arfirði kveður: A hærur minar haustsól skin, horfið er bjarta vorið, mér við fætur gröfin gín, geigar ei hinsta sporið. Vesturislendingurinn Hjálm- ar Gislason kveður um haustið: Frjósa tár um foldarbrár, fennir i ár og gjótur, hækkar spár um hrið og fár, himinninn grár og ljótur. Þórunn Rikha rðsdóttir Sfvertsen fyrrum húsfreyja að Höfn i Melasveit kveður um haustið: Vetur riður geyst i garð, grimmar hriðar vekur, byljum sviður bóndans arð, björg og hliðar skekur. En svo til að minna á að vorið kemur aftur skulum við heyra hvernig hún kveður um vorið: Grænka hólar, gráta ský, gróa vetrar sárin. Blessuð sólin björt og hlý brosir gegnum tárin. Jón M. Pétursson frá Hafnar- dal sendi okkur þessa visu fyrir skömmu, og hún á vel við i dag: Nú cr Esjan orðin grá eins og gömul kerling, hnyklabrúnum hangir á hriðarbólstra felling. Okkur hafa borist nokkrar skemmtilegar visur sem við munum birta i næsta þætti, sem verður blandaðri en þættirnir hafa verið til þessa. BOTNAR Þá er komið að botnunum við fyrsta fyrripartinn okkar sem var svona: Nú skal þjóðin færa fórn og fylla auðvaldsskassann: Tveggja hluta tuddastjórn trúi ég ekki að pass'ann. Jón M. Pétursson. Meðan ágeng ihaldsstjórn undir syngur bassann. N. En var það ekki vinstri stjórn sem veikti rikiskassann. Andreas Guðnason. En réttur lýðs að rikisstjórn mun reiða brandinn hvassan. P.S. Svona er að hafa sterka stjórn sem styður efri klassann. Björn Jónsson. Hefur þessi hægri stjórn herlið til að pass'ann. Náttfari. Gefur argri ihaldsstjórn aftur reisupassann. K.J. Itóla hægri rikisstjórn og raula moggabassann. H.B. Hcildsalar i hægri stjórn hagnast á að pass’ann. Ónefndur vestfirðingur. Okkar nýja ihaldsstjórn ætlar svo að pass’ann. S.H. Fagna mætti ef fánýt stjórn fengi rcisupassann. J.G. Fláráð ihalds ægistjórn ætti að fá reisupassann. Smári Ragnarsson. Geirs og óla glæpastjórn gráðug vill svo pass'ann. Valdimar Lárusson Óli Jó er enn i stjórn og íhaldið að pass’ann. Baldur Guðlaugsson Fyrr en siðar forhert stjórn fá mun reisupassann. Sami. Armóð gauiar ihaldsstjórn, ÓIi raular bassann. G.J. Og að lokum nýr fyrripartur: Kólna fer um lög og láð, lifið býst til varnar. S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.