Þjóðviljinn - 27.10.1974, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 27.10.1974, Qupperneq 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Hallgrímur og tóbakið „Sálin i útlegð er...”, mynd sjónvarpsins um Hallgrim Pétursson er það atriðið á vikudag- skránni sem langt yfir aðra liði gnæfir. Von- andi hefur þeim Jökli Jakobssyni og Sigurði Sverri Pálssyni vel tek- ist verk sitt i sumar. Hallgrim þekkja menn hér og reyndar i fleiri löndum fyrir Passiu- sálmana, en raunar eru margir elskir að Hall- grimi fyrir hans verald- lega skáldskap — og finnst jafnvel minna til um passiusálma en margt annað eftir af- mælisbarnið Við birtum hér til gamans Tóbaksvisur séra Hallgrims, en þær sýna vel, að þótt Hallgrimur sé i vitund margra aðeins ,,and- legt” skáld, þá var hann jarð- bundinn eigi að siður. Tóbaksvísur Neftóbak Tóbak nef neyðir, náttúru eyðir, upp augun breiðir, út hrákann leiðir, minnisafl meiðir, máttleysi greiðir og yfirlit eyðir. Piputóbak Tóbak róm ræmir, remmu framkvæmir, tungu vel tæmir, tár af augum flæmir, háls með hósta væmir, heilann fordæmir og andlit afskræmir. Tuggutóbak Tóbak góm grætir, gólf tiðum vætir, veislu vel bætir, vessann upp rætir, kappa oft kætir, komendum mætir, amann uppbætir. Tóbakið hreint, fæ gjörla og greint, gjörir höfðinu létta, skerpir vel sýn, svefnbót er fin, sorg hugarins dvin. Sannprófað hef ég þetta. Það er ljóst af þessum visum, að séra Hallgrimur hefur verið sannur visindamaður i eðli. Tóbakið var nýjung á hans tið fyrir 300 árum, en prestur hefur eigi að siður kannað allar gerðir þess og kann verkunum tóbaksins vel. Jökull Jakobsson sagði okkur i gær, að ætlunin væri að dusta helgirykið af séra Hallgrimi i kvöld, leiða fram manninn á bak við hátiðleikann og fortjald sög- unnar. Einhvern veginn hefur maöur það á tilfinningunni, að hinn „mannlegi” séra Hallgrim- ur sé jafnvel enn hugnanlegri en hinn „heilagi”. —GG ALMENNUR stúdentafundur verður haldinn i stúdentaheimilinu við Hringbraut, mánudaginn 28. október kl. 3 s.d. Dagskrá: 1. Horfur og aðgerðir i lánamálum 2. Tillaga stjórnar stúdentaráðs um að leggja niður Stúdentafélag Háskóla ís- lands. Stjórn S.H.Í. Miðvikudaginn 30. okt. hefst námskeið að Norðurbrún 1, fyrir konur, sem taka eða hafa hug á að taka börn i daggæslu. Kennt verður á miðvikudögum og föstudögum, Kl. 20—22. Kennsluefni: Föndur, leikir, söngur, sögur. Sffi Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Vonarstræti 4 sími 25500 Einangrun — Spónaplötur o.fl. Tilboð óskast i eftirfarandi: Hljóðeinangrunarplötur — spónaplötur — gibsonitplötur — glerullareinangrun — smiðavið (Prima fura). Útboðsgögn eru afhent á skrifátofu vorri. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 8 um helgina /unnudopui 18.00 Stundin okkar.Tóti er lit- ill, sænskur strákur, sem við fáum að kynnast nánar i næstu þáttum i teiknimynd- um fyrir minnstu börnin. Dvergarnir Bjartur og Búi fara I veiðiferð, og það gerir llka Grimsi, vinur ólafs Jó- hanns Sigurðssonar, i sögu sem heitir „Állinn”. Þá syngja söngfuglarnir um Krumma, og nokkur börn sýna fatnað úr ull. Einnig er i Stundinni spurningaþáttur og loks sjáum við þýskt æv- intýri um Margréti Snjöllu og Kobba, bróður hennar. 18.55 IIlé 20.00 Fréttir 20.25 Dagskrárkynnin og aug- iýsingar 20.35 „Sáiin I útlegð er....” Sjónvarpið lét geta þessa mynd I sumar um séra Hall- grim Pétursson. Leiðsögu- maður visar hópi ferðafólks um helstu söguslóðir skáldsins, svo sem Suðurnes og Hvalfjarðarströnd, og rekur æviferil hans eftir til- tækum heimildum, en inn á milli er fléttað leiknum atriðum úr lifi hans. Með hlutverk Hallgríms fer Jón Jóel Einarsson. Höfundar myndarinnar eru Jökull Jakobsson og Sigurður Sverrir Pálsson. Kvik- myndun Sigurliði Guð- mundsson. Hljóð Jón Á. Árason. 21.50 Julie Andrews. Breskur skemmtiþáttur, hinn fyrsti i flokki þátta, þar sem söng- konan Julie Andrews og fleiri flytja létt lög og skemmtiatriði. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 22.40 Að kvöldi dags. Sr. Marteinn P. Jakobsson flytur hugvekju. 22.50 Dagskrárlok monudflgui 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Onedin skipafélagið. Brezk framhaldsmynd. 4. þáttur. Dýru verðikeypt. Þýðandi Óskar Ingimars- son. Efni 3. þáttar: James á í miklum fjárhagsörðug- leikum, og Callon beitir áhrifum sinum til að láta krefja hann um hafnar- gjöldin af mikilli óvægni. Daniel Fogarty kemur i land eftir erfiða ferð. Hann skundar á fund Elisabetar, en hún tekur honum fálega, og þykir nú litið koma til unnusta sins i samanburði við Albert Frazer. Um kvöldið hittast þau um borð i skipi James og sættast eftir harðar deilur. James á I erfiðleikum með geymslu- húsnæði fyrir hinar tómu vinámur, en Frazer hleypur undir bagga og býður honum aðstöðu I skipa- smiðastöð föður sins. Skömmu siðar heldur James til írlands, til fólks- flutninga. Við brottförina hittir hann Daniel Fogarty, sem segist nú vera viss um, að Elisabet muni giftast sér,en ekki Albert Frazer. 21.35 tþróttir. Meðal annars svipmyndir frá iþróttavið- burðum helgarinnar. Um- sjónarmaður ómar Ragn- arsson. 22.05 Orkukreppan. Brezkur fræðslumyndaflokkur. Þriðji og síðasti þáttur. Sólarorkan.Þýðandi og þul- ur Jón O. Edwald. 22.55 Dagskrárlok D um helgina /unnudci9ui 8.00 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir 8.15 Létt morgunlög Lou Whiteson og hljómsveit hans leika. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forystugreinum dag- blaðanna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Kirkjuvlgsluguðs- þjónusta i Hallgrímskirkju á 300. ártiö séra Hallgrims PétursSonar. Biskup tslands herra Sigurbjörn Einarsson, prédikar og vígir nýjan kirkjusal. Vigsluvottar: Geir Hall- grimsson forsætisráðherra, séra Óskar J. Þorláksson dómprófastur og sóknar- prestarnir dr. Jakob Jónsson og séra Ragnar Fjalar Lárusson. Hinn siðastnefndi þjónar fyrir altari með biskupi. Organ- leikari: Páll Halldórsson. Einnig leikur strengjasveit frá Tónlistarskólanum i Reykjavik. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.10 Hallgrimur Pétursson og Passfusálmarnir Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. ræðir við dr. Sigurð Nordal, herra Sigurbjörn Einarsson biskup og Árna Björnsson cand, mag. — Áður útvarpað I des. 1970 — 14.00 A listabrautinni Jón B. Gunnlaugsson kynnir listafólk. 14.40 Óperukynning: „Don Pasquale” eftir Donizetti. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 „Vonir” saga eftir Einar H. Kvaran Ævar R. Kvaran leikari les söguna og gerir grein fyrir ritun hennar. Með þessum lestri lýkur Ævar þáttum sinum frá íslendingum I Vestur- heimi, en þar samdi Einar H. Kvaran söguna, sem einnig gerist vestanhafs. 17.20 Tónleikar: Danshljóm- sveit austurriska útvarpsins leikur. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim” eftir Stefán Jónsson Gisli Hall- dórsson leikari byrjar lesturinn. 18.00 Stundarkorn með ung- verska pianoleikaranum Andor Foldes. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Atburð sé ég anda minum nær” Andrés Björnsson útvarpsstjóri les Ijóð Matthiasar Jochums- sonar um Hallgrim Pétursson, kveðið á ártið hans fyrirhundrað árum, og flutt verður lag Askels Snorrasonar við ljóðið. Einnig les Gunnar Stefánssondagskrárstjóri úr kvæðum og sálmum Hall- grims. 19.50 Sinfóniuhijómsveit tslands leikur Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. a. Lýrisk svita eftir Pál ísólfsson. b. „Hugleiðingar um islenzk þjóðlög” eftir Franz Mixa. 20.15 Frá þjóðhátið Múlaþings að Eiðum 6. og 7. júli. Formaður þjóðhátiðar- nefndar, Jónas Pétursson fyrrum alþingismaður setur hátiðina. Jóhannes Stefáns- son framkvæmdastjóri i Neskaupstað flytur hátiðar- ræðu. Lúðrasveitir Þröstur leikur og blandaðir kórar úr héraðinu syngja. Stjórnandi: Magnús Magnússon. Ljóð eftir aust- firsk skáld flytja Jónbjörg Eyjólfsdóttir, Ármann Hall- dórsson, Magnús Stefánsson og Elin óskarsdóttir. Kynnir Birgir Stefánsson. 21.30 Leiklistarþáttur i umsjá örnólfs Arnasonar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. mónudogui 8.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsmála- bi.), 9.00 og 10.00Ú Morgunbæn kl. 7.55: Séra Ólafur Skúlason flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 9.153 Rósa B. Blöndals heldur áfram að lesa söguna „Flökku- sveinninn” eftir Hector Malot i þýðingu Hannesar J. Magnússonar (13). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Búnaðar- þáttur kl. 10.253 Ólafur E. Stefánsson ráðunautur talar um nautgripaslátrun og kjötgæði. Mogunpopp kl. 10.40 Morguntónleikar kl. 11.00: Jascha Silberstein og La Suisse Romande hljóm- sveitin leika Sellókonsert i e-moll op. 24 eftir Popper / John Ogdon leikur Píanó- sónötu i d-moll op. 28 eftir Rakhmaninoff. 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Fólk og stjórnmál. Auðunn Bragi Sveinsson heldur áfram að lesa þýðingu sina á endurminningum Erhards Jacobsens (9). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (A&.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónlistartimi barnanna. Stjórnandi: ólafur Þórðarson. 17.30 Að tafliGuðmundur Arn- laugsson rektor flytur skák- þátt. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Pétur Sumrliðason flytur erindi eftir Skúla Guðj- onsson á Ljótunnarstöðum. 20.00 Mánudagslögin 20.25 Blöðin okkar Umsjón: Páll Heiðar Jónsson 20.35 Heiibrigðismálaþáttur: A u g n s j ú k d ó m a r , I. Guðmundur Björnsson augnlæknir talar um hæg- fara gláku. 20.50 Ljóð eftir norska skáldið Rolf Jacobsen Þýðandinn, Guðmundur Sæmundsson, les. 21.10 F'antasia I f-moll fyrir tvö pianó op. 103 eftir Franz Schubert. Paul Badura — Skoda og Jörg Demus leika. 21.30 Útvarpssagan: „Gang- virkið” eftir ólaf Jóhann Sigurðsson Þorsteinn Gunnarsson leikari les (8). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. „Sá floga- veiki”, smásaga eftir Jakob Guntersen Hjörtur Pálsson lektor les þýðingu sina. 22.40 Hljómplötusafnið i umsjá Gunnars Guð- mundssonar. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.