Þjóðviljinn - 27.10.1974, Blaðsíða 24
DJÚÐVIUINN
Sunnudagur 27. október 1974.
Fanfani: I einkaviðræðum eru
allir jákvæðir.
Lausn á kreppunni (Einascita)
Verðbólgumynd — og verkamenn snúa heim
erlendum
vettvangi
Þegar þetta er skrifað er
ekki vitað hvort formanni
kristilega demókrata-
flokksins ítalska/
Amintore Fanfani, tekst að
mynda enn eina stjórn sem
kennd er við vinstri og
miðju. Kristilegir demó-
kratar hafa haft stjórnar-
forystu á italiu frá
stríðslokum í hvorki meira
né minna en 36 rikis-
stjórnum. Venjulega
leituðu þeir samstarfs við
aðra borgaralega flokka,
en það var einmitt Fanfani
sem árið 1964 boðaði
„opnar dyr til vinstri",
með öðrum orðum
stjórnaraðild sósialista,
sem áður höfðu i fiestum
greinum haft samflot við
kommúnista.
Þetta þótti mjög róttækt tiltæki
þá, en hefur i reynd ekki breytt
miklu i itölsku þjóðfélagi. Um tiu
ára skeið hafa sósialdemókratar,
sósialistar og repúblikanar verið
algengastir félagar kristilegra i
ráðherrastólum með ýmsum til-
brigðum i verkaskiptingu, en
niðurstaðan er ekki sérlega upp-
örfandi. Allra sist ef litið er á
efnahagslegt og pólitiskt ásig-
komulag Italiu nú um stundir.
Og þú lika, Fíat
Það er sama hvert litið er.
Votugáttarmál allskonar eru
daglegt brauð á Italiu — i vor
komst til dæmis upp um stór-
felldar mútugreiðslur oliufélaga
til italskra stjórnmálamanna.
Hætta sú, sem steðjar að
lýðræðislegum stjórnarháttum
frá hægri hefur hvað eftir annað
verið staðfest af sprengjukasti
fasista á fundi andstæðinga sinna
og fregnum um samsæri innan
hersins og leyniþjónustunnar.
Efnahagsleg kreppa er þegar
raunveruleiki. Verðbólgan er
þegar i um 20% og viðskiptahalli
mikill. 1 borginni Torino, sem
áður var einatt vitnað til sem
dæmis um hið italska efnahags-
undur, hafa Fiat-bilaverksmiðj-
urnar skipað 71 þúsundi starfs-
manna sinna að vinna aðeins þrja
daga i viku a.m.k. næstu fjóra
mánuðina. Afturkippur i efna-
hagslifi annarra Vesturevrópu-
rikja hefur orðið til þess að
itölskum verkamönnum i Vestur-
Þýskalandi hefur verið sagt upp
Ammebdola: við höfum þann
slæma ávana að standa við gefin
lofirð
og bætait þeir nú við ærinn her
atvinnulaysingja. Þvi er spáð
innan tiþar muni um miljón
manns ganga atvinnuiausir á
Italiu.
Tilboö kommúnista
Kreppan er það margþætt og
langvinn, að menn spyrja
reyndar ekki svo mjög að þvi,
hvort Fanfani tekst að mynda enn
eina miðjustjórn, sem ekki réði
við vandamálin fremur en aðrar
slikar, eða hvort efnt verði til
nýrra kosninga, sem varla
myndu breyta styrkleikahlut-
föllum á þingi svo neinu næmi. Sú
pólitisk spurning sem oftast er
borin fram á Italiu lýtur að
möguleikum á að kommunistar
fái aðild að stjórn landsins.
Foringjar kommúnista,
Berlinguer og Amendola, hafa
sjálfir itrekað tilboð flokks sins
um að þeir séu reiðubúnir til að
axla sinn hluta ábyrgðar af stjórn
i landinu. Berlinguer gerði
snemma á þessu ári grein fyrir
þvi sem hann nefnir „sögulega
málamiðlun”. Hér er i raun um
að ræða útfærslu á fyrri hug-
myndum kommúnista um að
knýja fram breytingar á gerð
italsks þjóðfélags með samstarfi
verklýðsflokkanna og annarra
vinstrisinna. Útfærslu sem felur
einnig i sér pólitiskt samkomulag
við kristilega demókrata, eða
mikinn hluta þess flokks.
Kommúnistar hafa fært sin rök
fyrir þvi, að án einhvers sliks
samkomulags verði ekki komist
hjá hinum tiðu pólitisku kreppum
á Italiu.
Þessum rökum fylgir mikill
pólitiskur þungi: flokkurinn hefur
179 þingsæti (kristilegir 267),
hann á von á um 30% atkvæða i
kosningum, hann hefur stjórnað
heilum héruðum upp á eigin
spýtur með þeim árangri meðal
annars, að þar er félagsleg
þjónusta miklu betri en annars-
staðar á Italiu og fjármála-
spilling sýnu minni. Flokkurinn
hefur sýnt ótvirætt sjálfstæði i
afstöðu sinni til Sovétrikjanna, og
fáir aðrir en rammir afturhalds-
menn halda hann handbendi
Moskvu. Og þar að auki geta
foringjar flokksins bent á það
með réttu, að i reynd hefur hann
átt aðild að margvislegu lög-
gjafarstarfi á italska þinginu.
„Ekki timabært"
En undirtektir kristilegra
demókrata hafa verið heldur
dræmar. Fanfani hefur verið
talinn liklegastur foringja þeirra
til að geta á ný „opnað dyr til
vinstri”, en engu að siður byrjaði
hann sinar stjornarmyndunartil-
raunir nú á þvi, að það kæmi ekki
til mála að ræða við kommúnista,
enda engin þörf á þvi.
1 þessu samhengi er forvitnilegt
að skoða viðtal sem bandariska
vikuritið Newsweek birti á
dögunum við Giorgio Amendola,
sem er einn helsti foringi
kommúnista. Hann segir þar, að
hvað sem foringjar kristilegra
demókrata láti eftir sér hafa
opinberlega, þá þekki hann engan
foringja þeirra, sem ekki hafi i
einkaviðræðum, eða um sendi-
boða lýst þvi yfir, að hann væri
persónulega fylgjandi aðild
kommúnista að stjórn. En sá
böggull fylgir ævinlega skamm-
rifi að þvi er jafnan við bætt, að
það sé „ekki timabært enn”.
Ummæli Kissingers
Amendola lætur að þvi liggja,
að afskipti Bandarikjanna af
itölskum málum kunni að valda
þessu hiki foringja kristilegra.
Hann minnir á það, að Kissinger
utanrikisráðherra hafi aldrei
afneitað þeim ummælum sinum,
að það kynni að vera nauðsynlegt
að gripa til „leynilegra aðgerða’;
til að forða þvi, að Italia „verði
kommúnistaland”. Skugginn frá
CIA og Chile rétt enn einu sinni.
Amendola bætir þvi við, að
kristilegir kunni að nota slik
ummæli sem afsökun fyrir þvi að
fresta stjórnaraðild kommúnista.
Og það mætti einnig hugsa sér að
kristilegir demókratar óttist að
þeir fái ekki þá fjárhagslegu
aðstoð sem þeir vilja frá félögum
sinum I Efnahagsbandalaginu ef
þeir gera sig liklega til að hafa
samstarf við kommúnista.
Sérkennileg staða
Um skilmála fyrir samstarfi
við kristilega demókrata komst
Amendola að orði á þessa leið:
Þeir flokkar, sem hafa til þessa
unnið með kristilegum hafa
annaðhvort verið veikburða eða
auðsveipir. Við erum hvorugt.
Við höfum þann afleita sið, að
reyna að standa við loforð sem
við gefum. Af þessum sökum
finnst okkur, að forsenda fyrir
stjórnaraðild okkar séu gagn-
gerar endurbætur á Kristilega
demókrataflokkinum.
Framhald á 22. siðu.
Að stjórna Ítalíu
með kommúnist-
um eða án þeirra
straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg-
um mynztrum og litum.
Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj-
um sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og
lífgið upp á litina í svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.
Samband íslenzkra samvinnufélaga
Innflutningsdeild
Sambandshúsið Rvík sími28200