Þjóðviljinn - 03.11.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA S
Uppgjafahermenn: aldrei eins óvelkomnir, aldrei eins illa settir.
Stórskotaliðiö heimtar tvo dollara fyrir hvert skot. Þyrlur bjarga særöum aöeins gegn staögreíöslu.
VÍETNAM - eða það sem
menn vilja gleyma...
Víetnam er ekki algengt
umræðuefni í fjölmiðlum.
Samt er langt f rá því að á-
tökum þar sé lokið og enn
lengra í það, að fyrir enda
sjái á þeim hrikalegu
vandamálum sem hrika-
legur stríðsrekstur banda-
ríkjamanna hefur skapað
bæði í Víetnam og Banda-
ríkjunum sjálfum.
Að visu komu þessi mál á dag-
skrá fyrir skömmu þegar Ford
forseti veitti mjög takmarkaöa
sakaruppgjöf þeim 50 þúsund
mönnum, sem neituðu að gegna
herþjónustu i Vietnam eða' bein-
linis struku úr hernum. En þeirra
hlutskipti er aðeins litill hluti
vandans.
Lifandi rústir
Athuganir sýna, að aldrei hafa
hermenn snúið heim úr striði eins
illa á sig komnir og þeir banda-
rikjamenn sem börðust i Viet-
nam, og að engum hermönnum
þess lands hefur verið jafn illa
tekið. Sjálfsmorð og ofbeldisverk
eru helmingi algengari meðal
þeirra en hermanna sem sneru
heim úr heimsstyrjöldinni siðari.
Tiundi hver vietnamstriðsmaður
er eiturlyfjaneitandi forfallinn.
Fimmti hver lenti i fangelsi innan
sex mánaða frá þvi, að komið var
heim úr herþjónustu. 38% þeirra
sem kvæntir voru hafa skilið.
18% fundu enga vinnu fyrsta
hálfa árið og nú ganga um 400
þúsund uppgjafahermenn at-
vinnulausir. Verst settir eru
blökkumenn og púertórikanir —
fjórði hver uppgjafahermaður úr
þeim ættum er atvinnulaus.
Uppgjafahermenn úr Vietnam-
striði eru ekki litill hópur i banda-
risku samfélagi — alls eru það 6,8
miljónir manna sem sendir voru
austur þangað þau tiu ár sem
bandarikjamenn reyndu að
„sprengja Vietnam aftur á stein-
öld”. Þetta eru um 20% þeirra nú-
lifandi manna sem hafa barist i
styrjöldum sem Bandarikin hafa
háð — og það er eftirtektarvert,
að i þeirra hlut koma aðeins 3,7%
þess fjár, sem opinberir aðilar
veita til uppgjafahermanna i
ýmislega aðstoð. Vegna þess —
eins og Jack Smith frá „Vietnam
Era Resource Project” segir:
„Þeir eru lifandi rústir styrjaldar
sem við viljum gleyma”.
Blóögjöf minnkuð
Ekki er að efa, að bandariskir
ráðamenn vilja margt sem Viet-
nam er tengt i gleymsku grafið.
Þetta getur meðal annars komið
fram i þvi, að hernaðaraðstoð
þeirra við Saigonstjórniua hefur
verið skorin niður i 700 miljónir
dollara á ári. Aður nam hún 1,6
miljarði. En þá gleyma þeir góðu
menn þvi lika, að Saigonstjórnin
og Saigonherinn eru sköpunar-
verk dollarastraumsins og til-
raunir þess spillta stjórnarfars til
að lifa af með minnkandi dollara-
blóðgjöf verða fyrst og fremst til
þess að auka á þá spillingu sem
ærin var fyrir i Suður-Vietnam.
Berjast gegn
staðgreiðslu
Spiegel kann til að mynda frá
þvi að segja á dögunum, að
Saigonherinn berjist ekki lengur
nema fyrir borgun. Ef að her-
sveitarforingi telur sig þurfa á
aðstoð stórskotaliðs sins eigin
hers að halda, þá fær hann hana
ekki nema gegn staðgreiðslu.
Vopnabræðurnir heimta tvo doll-
ara fyrir hvert fallbyssuskot.
Hinar bandarisku þyrlur Saigon-
hersins bjarga ekki særðum
nema að átta dalir komi fyrir
hvern óbreyttan hermann og 25
fyrir hvern særðan liðsforingja.
Af þessum sökum hafa hundruð
varðstöðva fallið i hendur Þjóð-
frelsishersveitum á siðastliðnum
mánuðum mótstöðulaust, vegna
þess að enginn fannst sem vildi
borga fyrir varnir þessara
stöðva. A hinn bóginn var bær
einn, Phuoc Tan, sem enga hern-
aðarlega þýðingu hefur, varinn af
mestu hörku. Astæðan var sú, að
kaupmenn i þvi plássi höfðu greitt
herforingjum Saigonhersins rif-
legar mútur fyrir réttinn til að
selja andstæöingunum bensin, lyf
og matvæli.
Dauðar sálir
Við þetta mætti bæta mörgum
dæmum. Saigonflugherinn hefur
skorið loftárásir sinar niður um
þriðjung. Þess I stað hefur hann
tekið upp almenna farþegaflutn-
inga með flugvélum sinum. Her-
flugmönnum finnst blátt áfram
arðvænlegra að standa i slikum
flutningum en að berjast við óvin-
inn. Þeir taka hálft fargjald á við
hið borgaralega flugfélag lands-
ins, sem verður að likindum
gjaldþrota fyrir bragðið.
Þá hafa suðurvietnamskir her-
foringjar miklar tekjur af „dauð-
um sálum”, sem einnig hafa
mjög komið við sögu stjórnar Lon
Nols i Kambodju, sem lika geng-
ur fyrir dollurum eins og kunnugt
er. A útborgunardögum klæðast
óbreyttir borgarar hermanna-
búningi og kvitta fyrir mála. Mál-
anum er siðan skipt milli þeirra
og einhver herforingja og ein-
kennisbúningurinn gemdur til
næsta útborgunardags.
Ný andstaða
Ástandið er orðið svo fáránlegt,
að jafnvel þeir, sem hafa verið
haldnir hvað mestum kommún-
istaótta eru farnir að hugsa sér til
hreyfings. Hér er átt við presta og
forsvarsm. kaþólskra og
búddista.
Þessir aðilar lögðu yfirleitt ekki
út i opinskáa stjórnarandstöðu
meðan striðið stóð sem hæst,
enda ekki árennilegt, þvi að litið
þurfti til að menn lentu I fanga-
búðum. Nú eru þeir farnir að
stynja hátt og kveina um spilling-
una.
Kaþólskir hafa haft sig mest I
frammi til þessa. Það er auðsýni-
lega me8 samþykki kirkjunnar
gert, að kaþólski presturinn Tran
Huu Tanh fer um landið og ákærir
á opinberum fundum háttsetta
menn, jafnvel Ngyen Van Thieu
forseta um mútuþægni og kliku-
skap. Forsetinn hefur með ýms-
um ljósfælnum aðferðum komist
yfir firnalegan auð i húsum og
lóðum. Frú hans hefur t.a.m.
breytt sjúkrahúsi sem á að heita I
rikiseign I persónulega tekjulind.
Leiðtogar búddista er heldur
ekki eins hlédrægir og oft áður.
Þeirstofnuðu i siðastliðnum mán-
uði ný pólitisk samtök, Þjóðlegu
sáttafylkinguna, til að „standa
kaþólskum ekki að baki”. Og
kaþólskir hafa lýst sig reiðubúna
til að taka höndum saman við
búddista i baráttu gegn hinni
gifurlegu spillingu. Thieu ætti
erfitt með að ráða niðurlögum
sliks bandalags. Ekki sist vegna
þess, að bandarikjamenn mundu
varla styðja hann til þess að beita
einmitt þessa andstæðinga hörku,
þótt þeir láti sér i léttu rúmi
liggja að hann haldi enn um 250
þúsund pólitiskum andstæðingum
i fangelsum vegna meints eða
raunverulegs stuðnings þeirra við
þjóðfrelsisöflin.
Thieu stendur að margra dómi
mjög höllum fæti I Washington,
og það hefur gerst áður, að
bandariska leyniþjónustan CIA
steypti forsetum i Saigon sem
ekki hafa þótt standa sig i hiut-
verkinu. Er þá venjulega vitnað
til Diems forseta, sem steypt var
fyrir ellefu árum. Spiegel lætur
Framhald á 22. siðu.
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS
afsláttar
kort
Afhending afsláttarkorta,
sem gilda til
10. des. n.k. hefst á morgun,
mánudaginn 4. nóvember.
Kortin eru
afhent í
skrifstofu
KRON,
Laugavegi 91,
DOMUS.
Félagsmenn
eru hvattir til
að sækja
afsláttarkortin
sem fyrst.
Nýir
félagsmenn
fá einnig
afsláttarkort.
KAUPFELAG REYKJAVIKUR 0G NÁGRENNIS