Þjóðviljinn - 03.11.1974, Blaðsíða 17
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. ÞJÖÐVILJINN — StÐA 17
Haustlyftingar í
myndlistum
Að þessu sinni víkjum
við að þeim miklu og f jöl-
breytilegu tíðindum sem
gerast á hverju hausti,
þegar listamenn okkar
vega upp á móti skamm-
degisþróuninni í umhverf-
inu með djörfum mótbár-
um sólrænna lita sem þeir
hafa saf nað um sumartíð á
isa köldu landi.
Hann hefur
gefið oss
hörpudisk
Eins og að likum lætur eru sýn-
ingar margar um þessa dagana.
Til dæmis sýnir Týri Týra i húsa-
kynnum Varðbergs, en það félag
um samstarf vestrænna þjóða
hefur nú hætt pólitisku vafstri
eins og vera ber og skipuleggur
nú aðeins tónleika og myndsýn-
ingar. Týri hefur að undanförnu
lagt sig mjög eftir formi hörpu-
disksins, og er hér um verulega
þróun að ræða frá þvi að hann
stúderaði igulkerið á árunum eins
og frægt var á árunum, þegar
Parisarblaðið Femme fatale
hrópaði upp i sárri angist eftir
sýningu Týra: Hann stingur,
þessi mörlandi! Mesta verk Týra
að þessu sinni er kompósisjón úr
39 hörpudiskum, einum fyrir
hvert aldursár Týra. Þetta er
áhrifasterkt verk og magnað i
blæbrigðarikri einhæfni sinni. Þó
get ég ekki að þvi gert, að mér
finnst hörpudiskur þriðji frá
hægri að ofan heldur fýldur i lit
sinum. Aftur á móti er fimmti
hörpudiskur á sömu slóðum fullur
af þeirri spennu milli litar og
forms sem okkur dreymir um á
eftirvæntingarstundum sálarinn-
ar.
Eilífðarviðleitnin
Skólabróðir Týra frá École de
Toutes les Artes, sýnir i Félags-
höll Samvinnuskriffinna, en Sam-
bandið hefur, eins og kunnugt er,
fyrir skemmstu ákveðið að hætta
verslunarstarfsemi og reka aö-
eins leiklistarfræðslu og mynd-
sýningar. Þessi skólabróðir Týra,
Kári Brjánsson, hefur um skeið
unnið þarft brautryðjandaverk i
þvi að samhæfa andlit forstjóra i
kaupfélögum litum og striga,
unnið markvisst að eyða óþarfri
spennu milli inntaks og túlkunar-
aðferða á þessum sérstaka vett-
vangi. En að þessu sinni bregður
Kári vana sinum og einbeitir sér
að þvi sem hann kallar impres-
sjónir úr eilifðinni, að þvi sem er
og verður hvort sem Louvre, Tate
Gallery, Prado, Ermitage og
Listasafn Islands liða undir lok
eða liða ekki undir lok. Hann
leggur til dæmis sérstaka alúö við
hringinn, eggiö, mánans boga, al-
heimsgatið ef svo mætti segja,
sem hefur orðið æ vinsælla i is-
lenskri afstraktlist á siðari árum.
Þróun til gatsins
Heyndar er gatið merk niður-
staða, einskonar syntesa þrjátiu
ára þróunar afstraktmálverks-
ins. Þessi þróun hefur liðið áfram
frá harðsnúnum og hornhvössum
ferningum hins stærðfræðilega
flatarmálverks, sem eftirstriðs-
málarar stunduðu með það fyrir
augum að setja fram sitt skipu-
lag, sina röð og reglu andspænis
ringulreið og sársaukafullu siö-
ferðilegu endurmati eftir hildar-
leik striðsins. Siöan lét hin horn-
hvassa stefna undan fyrir ofur-
valdi litarins sem drekkti linunni
bókstaflega svo að hún var i kafi i
ein tiu ár að minnsta kosti. Hinn
sterki litur sem braut af sér allar
viðjar og rann frjáls úr túpum og
sprautum i gamansömu samspili
tilviljunar og lauslegrar áætlunar
— þessi litur endurspeglaði léttúð
og vonir neysluþjóðfélagsins,
bensineyðslu þess, skartgirni og
kynlifsbólgu.
En svo kom, að svo við búið
mátti ekki standa og sneru lista-
menn, sem höfðu misst niður lit-
inn svo að hann flæddi út um allt
eins og tjara i miklum hitum,
listamenn tóku að stefna á nýjan
aga. Linan var dregin upp úr lita-
hafinu á nýjan leik. Hún hafði lin-
ast i baðinu og var nú ekki lengur
bein og hvöss og harðneskjuleg
eins og áður heldur bogin og
mjúk og kvenleg. Bogar og
hringir og göt hafa síöan verið
aðal hins islenska afstraktskóla,
um leið og litinum hefur heldur
ekki verið gleymt með öllu.
Myndir Kára i þessum dúr eru
misjafnar, til dæmis likaði mér
alls ekki hin slappa fylgni i mynd-
inni bak við hurðina né heldur
óvissan i heildarskiptingu mynd-
flatarins i horninu til vinstri. En
myndin nr. 28. fyrir miðju er að
minu viti öldungis meistaraverk.
Þar er hringform eitt og yfirgefið
á miðri grárri eyðimörk. Það er
mikið lif i þessum litla hring en
mikill þrúgandleiki i grámanum.
Þarna eru sameinuð á snjallan
hátt manneskjuleg viðhorf,
kveinstafir um kynferðislegt
munaðarleysi,um einsemd manns
og konu i grámósku stórborg-
anna, heimspekileg dýpt hins
upprunalega forms og örugg og
marksækin skipan myndflatar-
ins, þar sem öllum óþarfa hefur
verið kastað fyrir borð á hval-
fangara samtiðarinnar.
Hart undir tönn
Hannibal Benónýsson opnaði
fyrir skemmstu sýningu i Lands-
smiðjunni, en Landssmiðjan hef-
ur eins og kunnugt er hætt að
smiða vélar og útbúnað i frekt
ginið á tæknivæðingunni og hefur
verjð breytt i starfs- og sýningar-
vettvang fyrir myndhöggvara.
Hannibal kallar sýningu sina
stúdiu i lifrænum strúktúr i blaða
viðtali og eru þaö orð að sönnu.
Skúlptúrar hans eru nefnilega úr
harðfiski. Sumir skúlptúrarnir
eru gerðir með svokallaðri zen-
búddiskri aðferð (að hjálpa til-
viljuninni) — verða þeir til með
þvi móti að Hannibal nagar harð-
fisk (aðeins vestfirskan eins og
hann á kyn til) af handahófi i
myrkri. Aðrir skúlptúrar eru til
orðnir með aðferð, sem Hannibal
nefnir tæting og hefur hann notið
aðstoðar tveggja systursona
sinna við framkvæmd þessarar
aðferðar. I þriðja lagi er notuð
aðferð, sem Hannibal kallar ,,já-
kvæða” og byggir á hóflegri notk-
un matarlims i þágu flókinna
stúrktúrella formsamstæðna.
Fara myndirnar, ljósgular i sin-
um salta einfaldleika, einkar vel
við hvita veggi smiðjusalsins sem
var.
Min sýning er eina myndlistar-
sýningin á Islandi sem hefur ilm,
sagði Hannibal við mig á dögun-
um.
Sýningin hefur gengið vel,
fimm myndir hafa selst, en eina
átu listelskir strákar af Skúlagöt-
unni.
Skaöi.
GAMBIA
Nú hafa verið ákveðnar sjö 18 daga
ferðir til Gambíu í vetur. Verður brottför
frá Keflavík eftirtalda daga:
30. nóvember 22. febrúar
14. desember 8. marz
28. desember 22. marz
8. febrúar
Verð er: frá kr. 53.900,oo til 64.900,oo
eftir brottfarardegi og tegund gistingar.
Flogið er um Kaupmannahöfn í báðum
leiðum og er gisting ásamt morgunverði
þar innifalin bæði fyrir og eftir ferðina á
Hotel Mercur. í Gambíu er innifalin gist-
ing ásamt hálfu fæði á meðan dvalist er.
Sætamagn er takmarkað. Hafið sam-
band við ferðaskrifstofu yðar, skrifstof-
ur flugfélaganna og umboðsmenn.
FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR
/SL A:\DS