Þjóðviljinn - 03.11.1974, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 03.11.1974, Blaðsíða 19
Sunnudagur. 3. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 á Freyjugötu þrjú og þegjuðu nú. Sumir hafa hana svona: Flintstone og frú á Framnesvegi þrjú og það ert þú. Þegar ég var litil kunnu allir þessa klausu: Eniga meniga súkken di obel dobel domm og di. Dú skal komme austen vest riða pomp með hnúð og ess Ex press dopel dess. Þessi var lika vinsæl: Gekk ég upp á eina brú sá þar standa unga frú. Hún var éins og kálffull kú. Kannski það hafi verið þú! Hér er önnur frá sama tima: Arka barka búningar arka ella mella miðja monn sjonn tonn túlla bonn isa bisa topp stopp. Það væri gaman að fá frá ykkur fleiri svona þulur. Sendið Kompunni það sem þið kunnið. Skrifið lýsingu á þeim leikjum sem þið notið þær við. Loks væri forvútnilegt að heyra um vinsælustu leikina. Bæði leiki sem þið farið i úti og inni, heima og i skólanum. Hver á að vera hann? Krakkarnir i skólaportinu kunna margar þulur, sem þau nota til að komast að þvi hver á að vera hann i stórfiskaleik eða siðasta. Oftast heyrast þessar tvær: úllen dúllen doff kikke lane koff koffe lane bikke bane úllen dúllen doff. Og Ugla sat á kvisti átti börn og missti: Ól hún eitt ól hún tvö ól hún þrjú það varst þú. Stöku sinnum heyrist: Ugla sat á eyju átti börn i bleyju: Eitt, tvö, þrjú það varst þú. Það kemur fyrir að stelpurn- ar fara með þessa, þegar þær ætla i teygjutvist en eru ekki ásáttar hver á að byrja: Ella mella kúadella oss kross Gullfoss. Bæði strákar og stelpur kunna hins vegar þessa, sem er ekki gömul: Flintstone og frú KRAKKAR! Sendið Kompunni teikningar, Ijós- myndir, sögur og vísur eftir ykkur sjálf stóru spegil- broti I stóru spegilbroti, sem mamma hans hefur hengt á rauðan skáp frammi í horninu, getur hann séð allra þokkaleg- asta pilt með blá augu, hátt enni og sveipa í Ijósu hári upp frá koll- vikum. — Elli 12 ára teiknaði þessa mynd og sendi ásamt svörum í verðlaunagetraun Komp unnar. Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.