Þjóðviljinn - 03.11.1974, Síða 8

Þjóðviljinn - 03.11.1974, Síða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974. Rætt viö Wolfgang Edelstein um nýjungar í skólamálum Hvers konar reynslu veitir skólinn? Er þaö næg þátttaka I atvinnulifi aö senda krakkana I fisk þegar uppgrip eru? Þekkingin er könnun á veruleikanum Þekkingarforðinn tvöfaldast á tlu árum. Wolfgang Edelstein: Vandamálin eru bæði alþjóðleg og sér-Islensk. og önnur og ný hlutverk skólans en þetta kerfi getur sinnt. Dæmi um þessa sérstöðu Islands er hin öra þéttbýlisþróun. Hún veldur misvægi i skólakerfi dreifbýlisins og hinna smáu skóla þar og þéttbýlisins með æ stækk- andi skóla með æ viðtækara hlut- verki. Um leið þurfa þessir skólar að taka við nýjum hlutverkum við breyttar aðstæður, taka við stór- um hópum jafnaldra, árgöngum, sem verða fyrst til i þéttbýlinu. Það koma upp sérstæðar kreppur, andstæður milli þess al- menna fræðsluhlutverks sem skólinn tekur að erfðum og þess sérstaka viðbragðshlutverks við breytingum, sem islenskir skólar þurfa að geta sinnt. Hvers konar þekking? Þessu sérislenska vandamáli lýstur svo saman við alþjóðlegt vandamál, sem er að koma upp um miðja öldina. Það er hin hrað- fara þróun þekkingarinnar sjálfr- ar. Það er sagt að á einum áratug hafi visindin leitt fram jafnmikla þekkingu og til hefur orðið i samanlagðri sögu mannkynsins á undan. Þetta hlýtur að valda gifurlegum vanda i skólum, sem eiga að miðla þekkingu. Hvaða þekkingu? Frá þvi I gær eða frá þvi i fyrra? Til hvers verður hún notuð, um hvað fjallar hún? Hvaöa gildi hefur bókin? Hvert er sannleiksgildi skráðrar þekkingar? Hlutirnir verða i æ minna mæli sjálfsagðir, vegna þess að það sem framundan er verður æ ólikara þvi sem á undan er gengið. Svo að tekið sé hversdagslegt dæmi: Okkur dugir ekki sú þekking sem nægði á sveitabýli 19. aldar til að lifa af i verkskiptu iðnaðarþjóðfélagi 21stu aldar. Börnin sem munu koma úr grunnskóla um 1980, úr mennta- skóla um 1985 og úr háskóla ef vill um 1990 — þetta fólk mun lifa mestallan starfsaldur sinn á 21stu öld. Hvað fær það i nesti? Þegar þekkingin greinist og vex svona ört kemur upp mótsögn milli bók- festrar staðreyndaþekkingar, sem mestallt nám hefur miðast við i skólum, og þeirrar könnunar á veruleikanum, sem er þekking- in'sjálf aö verkL Staðreyndirnar falla úr gildi af gifurlegum hraða. En leitar-eðli þekkingarinnar verður ljósara en fyrr. Þetta veldur vitanlega örðugleikum við skipulagningu náms, gerð bóka, menntun og starfskilgreiningu Að hvaða markmiði er- um við að keppa í skólan- um? Hvernig á íslenskur skóli að bregðast við örum breytingum og nýjum kröfum samf élagsins? Hvaða þekkingu ber að miðla á tíma, þegar staðreyndir úreldast af gífurlegum hraða? Er sú aðf erð sem viðhöf ð er til að afla þekkingar í raun meira virði en sú þekking, sá fróðleikur, sem aflað er á hverju stigi? Um þessa hluti og marga f leiri er f jallað í viðtali við dr. Wolfgang Edelstein sem birtist hér á eftir og í næsta sunnudagsblaði. Wolfgang er fæddur í Freiburg í Þýskalandi 1929 og lauk stúdentspróf i í Reykjavík 1949. Hann nam latínu, ensku og málvísindi við Sorbonne, starfaði um tíu ára skeið við hinn þekkta Odenwaldschule í Þýskalandi og lauk doktorsprófiá þeim tíma. Hann hefur frá 1964 tekið mikinn þátt í uppbyggingu og rannsóknastörf um Max Planck skólarann- sóknastof nunarinnar í Vestur-Berlín. Siðari ár hefur dr. Wolfgang unnið ráðg jaf arstarf fyrir íslenska menntamála- ráðuneytið í tengslum við endurskoðun námsefnis í skólum — nú síðast í um níu mánuði samfleytt. — Hvernig stóð á þvi að þú komst hingað i skólarannsóknir? — Um 1966 fer þáverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gislason, að snúa sér að þeim vanda sem menn voru farnir að gera sér betur grein fyrir en áður — að skipulag ráðuneytisins þurfti að breytast i nýtiskulegra Á.B.SKRÁÐI form, ef það átti að ráða við vandamál, sem tengd voru endurnýjun skólakerfisins. Af- greiðsla og ákvarðanir þurftu að komast i form sem réði betur við þessi vandamál, t.d. með þvi að koma upp deildum með sérhæfðu fólki. Og þá voru lögð drög að skólarannsóknadeild. Verkefni hennar hefur þó frekar oröið það að fást við endurnýjunarþætti i skólakerfinu heldur en rann- sóknir. Samstarf við OECD um áætlanagerð i menntamálum átti sinn þátt i stofnun deildarinnar. Islensk stjórnvöld höfðu einmitt um þessar mundir styrk frá OECD til þeirra hluta. Námsefni verður úrelt Ráðherra fékk þá ungan sál- fræðing, nýkominn heim frá námi, Andra Isakss. til að taka að sér þessa deild, og tvo menn til ráðgjafar, ég var annar og hinn var Jóhann S. Hannesson skólameistari á Laugarvatni. 1 fyrstu var i ráði að gera alls- herjarathugun á islenska skóla- kerfinu. Þetta varð þvi miður aldrei nógu ýtarleg könnun til þess skorti okkur mannafla og ýmsar aðrar forsendur. Hins- vegar komumst við fljótt að þeirri niðurstöðu, að meginvandinn sem skólarnir ættu við að glima væri úrelding námsefnis. A þessum tima áttum við þó þátt i nokkrum tilraunum, t.d. með tónmennt og tungumálanámi i barnaskólum, en þetta fór aldrei mjög langt, vegna þess að okkur var ljóst, að endurnýjun námsefnisins þurfti að ganga fyrir. Það hefur þvi orðið meginverk- efni Skólarannsókna að kanna endurnýjunarþörfina á námsefni, gera áætlanir um endurnýjun alls námsefnis grunnskólans og fram- kvæma þær á tiltölulega stuttum tima. Við gerðum ráð fyrir þvi að þetta tæki u.þ.b. áratug. Endurnýjunar- þörfin Ber þessa endurnýjunarþörf að með skjótari hætti hjá okkur en i grannlöndum? — Úrelding námsefnis er vandamál sem öll nokkurnvegin þróuð lönd hafa þurft að fást við. En Island hefur sérstöðu að þvi leyti, að skólakerfi og kennslu- hættir hafa hér i rikari mæli en i öðrum löndum rekist á mjög hraða þróun. íslenska skólakerfið mótast á þessari öld — en eftir eldri skólahefðum annarsstaðar frá. Hér myndast þvi hefðbundið skólakerfi á sama tima og gifur- leg bylting verður i atvinnulifi og félagsmálum sem skapa i raun- inni allt aðrar þarfir fyrir fræöslu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.