Þjóðviljinn - 03.11.1974, Side 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 3. nóvember 1974.
Katrín
Guöjónsdóttir
velur gítargrip viö
vinsæl lög
ÁRNI BJÖRNSSON:
ÞJÓÐFRÆÐAGUTL
TÖKUM
LAGIÐ!
Nú er þaö eitt af lögum
Rió-tríósins eða réttara sagt
einn af þeirra textum, þvi lagið
er gamalt og flestir sem kunna
það, bæði af yngri og eldri
kynslóðinni. Textinn er
prentaður i nýju visnabókinni,
og það var einn lesenda sem baö
um að fá grip við þetta lag.
SIGGA LITLA
A
Sigga litla i lundinn græna.
E A
Bomfaddiri faddera la la.
Fór að hitta vin sinn væna.
E A
Bomfadderi faddera la la.
D A
Og þar sem hún sat þar og beið hans ein,
E A
þá sofnaði hún undir stórri grein.
E A
Bomfadderi, bomfaddera,
E A
bomfaddiri faddera la la.
Mamma gamla gekk að hlera
Bomfaddiri ....
Eins og mömmur gamlar gera.
Bomfadderi....
Hún læddist þarna bak við lundar grein,
og lá þar ekki Sigga litla sofandi ein.
Bomfadderi.....
Sigga vaknaði svo sem, svo sem.
Bomfadderi....
Upp frá mjúkum móður kossum.
Bomfadderi.....
Ó, ertu þarna Valdi minn, og kysstu mig nú
fljótt,
þvi kemurðu svona seint i nótt.
Bomfadderi....
Þú ert þá svona pilta-lipur.
Bomfadderi....
Sakleysi þitt er týndur gripur.
Bomfadderi....
Og úr þvi ég veit þú ert svona gjörð,
þá sendi ég þig austur á Hornafjörð.
Bomfaddiri....
Ekki finnst mér nú finn sá staður.
Bomfaddiri ...
Þar er vist enginn ærlegur maður.
Bomfaddiri ....
En ef allar litlar Siggur yrðu sendar þangað
inn,
þá yrði fjörugur fjörðurinn.
Bomfadderi......
A-hljómur. ^ E-liljómur. D-hljómur.
(
( 30 0
Þaöer vlðar en á lslandisem inenn hafa mikla trú á kynngikrafti sjávar, stórra alda og sjávarfallanna.
Hinn mikla japanski meistari, Hokusai, notar mjög oft hrikaleik hafsins I myndum sinum eins og hér
má sjá.
SJAVARFOLL
Flóð og fjara eru eitt þeirra sfkviku fyrir-
bæra, sem menn hafa stöðugt fyrir augum
sér við sjávarsiðuna. Það eru sem kunnugt er
einkum áhrif tunglsins, sem þessu valda, en
um önnur áhrif tungls og sjávarfallahafa
menn öldum saman gert sér ýmsar hug-
myndir, sem ekki eru jafnviðurkenndar af
raunvisindamönnum svonefndum.
Það var t.a.m. útbreidd skoðun i sambandi
við vegghleðslu og aðra húsasmiö, að best
væriað leggja undirstöður veggja um háflóð.
Þá áttu veggirnir að standa best. Dyr á pen-
ingshús og þó einkum kviar varð að gera með
aðfalli, þvi að þá gekk betur að reka féð aðog
inn. Vel þurfti einnig að gæta að sjávarföll-
um, þegar eldhús voru reist. Strompinn varð
fortakslaust að gera með útfalli til þess að
reykurinn leitaði betur út, annars varð eilif
svæla i eldhúsinu. Hinsvegar ber mönnum
ekki alveg saman um, hvort einnig hafi átt að
gera hlóðirnar með útfalli, þótt flestir hallist
að þvi. En undirblásturinn, þ.e. loftrásina á
veggnum hjá eldstæðinu, varð auðvitað að
útbúa með hörkuaðfalli, helst stórstraumi, til
þess að loftið leitaði að og betur trekkti.
Trúi þvi hver sem vill, en Vestfirðingur
einn skýrir frá þvi, að 2. desember 1931 hafi
komið hjá sér hörkubylur og m.a. feykt
strompinum af gamla bænum. Þegar veðrinu
slotaði ögn, fór hann upp á þekjuna og festi
rörið á nýjan leik. En nú þótti ekki vel fara.
Kvenfólkið var sifellt að kvarta um að reykn-
um slægi ofan i eldhúsið, og svona gekk þetta
i tvær vikur án þess að bót ynnist á. Þá fór
hann að gá i almanakið, hvernig staöið hefði
á sjó, þegar hann fór upp með rörið. Og viti
menn, það hafði þá verið aðfall. Nú fór hann
úpp á bæjarþak eitt sinn, þegar útfall var,
kippti rörinu burtu og setti það siðan aftur
eins og verið hafði. Þá brá svo við, að aldrei
aftur sló niður i reykháfinn. Svipaða sögu hef
ég lika heyrt nýlega austan úr Arnessýslu.
Þegar komið var með aðkeyptan grip á bæ,
þótti mun tryggara að láta það gerast með
aðfalli. Þessa skoðun hafa menn ekki alls-
staöar viljað hunsa. Fyrir tæpum 30 árum
fluttu menn nokkrir úr Dýrafirði til önundar-
fjarðar og ráku fé sitt yfir Gemlufallsheiði.
Þeir biðu svo drjúgan tima uppi á heiöinni til
þess að geta komið fénu heim I áfangastað
með góðu aðfalli,enda þótti það verða furðan-
lega hagspakt, þar sem um fullorðið fé var að
ræða.
En það eru fleiri þarfagripir, sem geta
augsýnilega verið næmir fyrir sjávarföllum,
t.d. ráöskonur, sem bændum hefur haldist
misjafnlega á i seinni tið eins og alkunna er.
Það gerðist einnig fyrir vestan, að ráðskona
kom með flugvél frá Reykjavik. Það var
beljandi útfall, þegar flúgvélin lenti, og þótti
sumum nærstöddum þegar, sem þaö mundi
ekki spá góðu. Enda fór brátt svo, að yfir
manneskjuna þyrmdi þviliku óyndi, aö hún
neytti naumast svefns né matar I vistinni og
fór strax i næstu viku.
Meiri aðgát hafði annar maður hér austan
fjalls fyrir nokkrum árum. Ráöskonuefniö
kom með bil á bæ einn i nágrenninu, en hann
fór þangað að sækja hana. Fólkið þar undr-
aðist nokkuð, hversu maðurinn sýndi seint á
sér fararsnið heimleiðis. Hann gerði sér
hvaðeina til dundurs, og dróst þetta svo fram
I myrkur. Það var svo ekki fyrr en þau voru
farin, að menn tóku opinskátt aö leita skýr-
inga á þessu háttalagi, og kom þá upp úr kaf-
inu, að maðurinn haföi verið að biða eftir að-
fallinu, enda er konan enn á sinum stað, og
þau eiga börn og buru.
Þess má enn geta i sambandi við sjávar-
föllin, að vissara þótti aðhalda kú með aðfalli
til að hún beiddi síður upp, og getur hver
maður skilið táknræna merkingu þess. En
það var vitaskuld talsvert fyrirtæki að leiða
kú til tarfs eða öfugt og betra að þurfa ekki að
standa i þvi oftar en brýna nauðsyn bar til,
þótt ekki sé minnst á aðra ókosti þess, ef kýr
hélt ekki. 1 gamalli dagbók úr Breiðafjarðar-
eyjum, þar sem flytja varð nautgripina á
bátum, er þess skilmerkilega getið, hvort
kúnni væri haldið með aðfalli, þótt ekki sé
reyndar tekið fram, að svo ætti endilega að
vera. Þess finnst og vlða getið, að kúm hætti
fremur til að beiða i strauminn en ella.
Þvi bregður semsé ósjaldan fyrir, að sjór
og tungl séu talin hafa meiri hrif á kvendýr
en karldýr, og kann þetta að vera reist á
þeirri trú, að þær séu i eðli sinu skyldari móð-
ur jörð. Aö minnsta kosti hafa kátir karlar
einhverntlma gamnað sér við að banga sam-
an þessari visu, gott ef hún er ekki ættuð und-
an Jökli:
Það tjáir ekki tötrið mitt
að tala um spillinguna.
Þær eiga bágt með eöli sitt
undir fyllinguna.
Nú væri ekki ónýtt, ef einhver karl eða
kona gæti veitt visbendingu um, hvort hér sé
talað út i tóman heiminn eða byggt á ein-
hverjum reynsluvisindum. En eitthvað þessu
skylt virðist höfundur ólafsvisna á 15. öld
hafa i huga, þegar frá þvi er skýrt, að Ólafur
kóngur gat Magnús við Alfheiði ambátt
sinni:
Það var rétt með fullu tungli
og miðju sjávar flóði,
byrjaður var á drottinsdag
Magnús kóngur hinn góði.
Með fullu tungli og flóði að sjá
tel ég af góðs manns æði,
tiggi byrjaði tiginn son
fyrir utan angur og mæði.
Það er svo aftúr fagurt dæmi um hófsemi
fyrri skálda I orðavali, sem á ensku nefnist
„understatement”, að verknaður sá, sem I
dag mundi sagður framinn af girndarbruna,
ástarbrima eða kyngleði, er hér einungis tal-
inn gerður „fyrir utan angur og mæði”.
Þá er frá því að segja, að konur og ekki sist
ungar stúlkur gættu þess viða vandlega aö
særa ekki neðan af hári sinu nema með vax-
andi tungli. Það átti að valda betri rækt i hár-
inu. Sumar héldu þvi fram, að þetta hafi öðru
fremur átt að gera með þriggja nátta tungli.
Liklega hafa hippin okkar upp til hópa van-
rækt að gæta þessa, og þvi verða hinar
, þvörgulslegu lúfur hvimleiðari en ella.