Þjóðviljinn - 10.12.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.12.1974, Blaðsíða 2
2. SÍÐA ÞJóÐVILJINN — Þriöjudagur 10. desember 1974. Verðlagsyfirvöld spurð Verkamaður i Dagsbrún skrifar Bæjarpóstinum eftirfarandi: Þannig stóð á hjá mér fyrir skemmstu að setja þurfti þétti- lista á gluggaföls. Það er sér- verslun ein hér i borg, sem er með þessa lista, og virðast engir aðrir geta fengið þessa lista til að setja á, þótt svo að þeir hefðu verklagni og kunnáttu til. Fróðlegt væri að vita hvernig i þvi liggur. Nú, það komu svo heim til min tveir ungir sveinar, mjög geðugir og prúðir og unnu verk sitt vel og samviskusamlega. Þetta tók þá i lengsta lagi hálfan annan tima, en fyrir þetta fóru þeir meö kr. 9.500 — niu þúsund og fimm hundruð krónur — efni og vinna innifalið. Ég vildi gjarnan koma þeirri spurningu á framfæri við verð- lagsyfirvöld eftir hvaða reglum svona lagað væri verðlagt. Fyrir jafnlangan tima — hálfa aðra klukkustund — myndum við láglaunaverkamennirnir ekki fá nema tvö til þrjúhundruð krónur. Og svo ætlar fólk að rifna af hneikslun þegar við förum fram á einhverja leiðréttingu á kjörum okkar! Það hefur oft og lengi ver- ið um það talað að kjör þeirra lægstlaunuðu þurfi að batna i hlutfalli við kjör annarra en ein- hvernveginn verður það alltaf svo að þeir lægstlaunuðu eru alltaf janlangt fyrir neðan aðra hvað laun snertir. Og það erum við, sem verðum langharðast úti núna, þegar ihaldsstjórnin undir forustu Natógeirs að ófrávikjan- legri venju ihaldsstjórna hefur byrjað verðbólgu- og kjararýrn- unarherferð á hendur launafólki. Hvað dvelur orminn langa Og að endingu: Hvað dvelur Húsmæðrafélag Reykjavikur? Hvað er orðið af ihaldskellingun- um, sem létu eins og heims- styrjöld væri að skella á þegar einhverjar verðhækkanir urðu i tið vinstri stjórnarinnar? Þær verðhækkanir voru þó smáræði miðað við þá óðaverðbólgu, sem ihaldsstjórnin nú er að drekkja þjóðinni með. En þessar mann- eskjur sýna og sanna i þessu sem öðru, að hugarfarið hjá þeim er það sama og hjá stéttarsystrum þeirra i Satiago, samanber kvik- mynd þar sem chiliskar ihalds- kellingar, sem farið höfðu i potta- slag i mótmælaskyni við Allende, heyrðust lýsa yfir fögnuði sinum yfir morðum og pyndingum valdaræningjanna. Verkamaður i Dagsbrún Þessi bréfritari er siður en svo einn um það að undrast hvað litið fer nú fyrir mótmælahetjunum i Húsmæðrafélagi Sant... nei, fyr- irgefið, Reykjavikur. Aldrei i Islandssögunni mun þó verð- bólgualdan hafa risið hærra en nú. Oft var þvi þörf, en nú nauð- syn, að demonstrera við Alþíngis- húsið, halda fjöldafundi á Hótei Sögu og fá sjónvarpsuppslátt hjá Svölu Thorlacius. Hvað dvelur orminn langa H.H. skýrði okkur frá þvi, að fyrir rúmum þremur vikum hafi hún rekist á verðmun á sömu vöru i tveimur verslunum, og þar sem verðlagseftirlitið sé af og til að hvetja fólk til þess að láta vita af sliku misræmi á verðlagi sé nokkur ástæða til þess að eftirfar- andi komist á þrykk. H.H. segir að i bakarii i Star- mýri kostaði tebollan 22 krónur. I Bergstaðastrætinu kostar sams konar bolla 16 krónur. Verð- munur 6 krónur eða bollan 37,5% dýrari i Starmýrinni. H.H. hringdi til verðlagseftir- litsins og spurði hvað væri há- marksverð á sliku bakkelsi, og þar fékk hún að vita, að lögbundið hámarksverð er 16krónur. Skýrði hún verðlagsstjórnarmönnum frá þvi, sem hér að ofan er sagt, og bjóst við að bollurnar i Starmýr- inni yrðu lækkaðar. En ekkert gerðist. Aftur lét H.H. verðlagseftirlitið vita af þessum verðmun, en þeg- ar hún talaði við okkur á fimmtu- daginn var, hafði enn ekkert- gerst. H.H. sagði að ef til vill mætti telja þetta litilfjörlegt, en þá vill hún lika spyrja, hvernig sé um óiöglegan verðmun á vörum, þar sem upphæðin skiptir hundruðum og jafnvel þúsiindum. Og einnig spyr hún að þvi til hvers verð- lagseftirlitið sé að hvetja fólk til þess að fylgjast með verðlagi og tilkynna lögbrot eða verðlagsbrot til þeirra á þeim kontór, ef þeir geri svo ekki neitt i málunum. Selur kemur í heimsókn Nýstárleg barnabók frá Iðunni Komin er út hjá bókaútgáfunni Iðunn nýstárleg myndabók fyrir börn, Selur kemur i heimsókn, eftir Gene Deitch og Vratislav Hlavatý. Vratislav Hlavatý, sem teiknar myndir bókarinnar, hefur teiknað 15 barnabækur og 1969 fékk hann virta alþjóðlega viður- kenningu fyrir fallegustu barna- bók ársins. 1 orðsendingu til foreldra aftast i bókinni segir meðal annars: 1 fyrstu virðist þessi bók ekki vera neitt annað en spaugileg bók fyrir litil börn en að lestri loknum verður ljóst, að hún er I rauninni fyrsta kynning á máli og mál- notkun. Eftir fyrsta lestur ættu foreldr- ar eða leiðbeinandi að ræða við barnið um skyld fyrirbæri: um merkingu orða, mismunandi menningarstig, trúarskoðanir og lifsviðhorf, um jafngildi ólikra tungumála o.s.frv. Með sögunni um veröld „mús- arinnar” og „hvolpsins” sem er „langt langt í burtu” vill höfund- urinn sýna fram á að orð geta i rauninni táknað hvaðeina sem til- tekinn hópur manna kemur sér saman um. Þegar „strákurinn” fer heim til sin aftur þá rennur upp fyrir honum að kannski séu aðrir staðir „langt langt i burtu” þar sem enn önnur orð eru notuð um hversdagslega hluti. Njörður P. Njarðvik þýddi bók- ina en hún er prentuð i Belgiu. Með bókinni fylgir plakat. ic3 laupnum JMJ: Útibú frá Akureyri í Reykjavík Fyrirtækið JMJ á Akureyri hefur opnað verslun hér i Reykjavik að Laugavegi 103 (húsi Brunabótafélagsins). Jón M. Jónsson sagði frétta- mönnum að sér hefði skyndilega boðist þetta húsnæði, og hann hefði orðið að taka ákvörðun á stundinni. Viku siðar var hann kominn með varning sinn frá Akureyri og opnaði búðina fyrra mánudag. Semsagt allt með methraða. Jón rekur tvær verslanir á Akureyri og umfangsmikla fatagerðá okkar mælikvarða,og starfa hjá fyrirtækinu 50—70 manns að jafnaði. Fatagerð JMJ framleiðir mest af galla- buxum fyrir alla aldursflokka. Hér fyrr á árum þóttu föt frá JMJ djörf i sniði og mynstri, en Jón sagði að föt sin nú skæru sig ekki eins úr og þau hefðu gert hér áður fyrr. Hin nýja verslun JMJ á höfuð- borgarsvæðinu er alhliða herra- fataverslun. Andúðá útlendum skrautbrunni Almennur félagsfundur Skólafélags Menntaskólans við Tjörnina, haldinn 11. nóvember 1974, ályktaði eftirfarandi: „Nemendur Menntaskólans við Tjörnina lýsa megnustu andstöðu við þær ákvarðanir borgarráðs að reisa útlendan skrautbrunn i Tjörninni. Það er álit nemenda, að slikur brunnur muni aldrei falla inn i þá mynd sem Tjörnin og umhverfi henn- ar hafa skapað sér i hugum Reykvikinga, ungra sem aldr- aðra. Þvi krefjast nemendur þess, að staðarval brunnsins verði endurskoðað með það fyrir augum, að þeim anda er svifur yfir Tjörninni verði ekki raskað og brunnurinn settur þar sem skel hæfir kjafti. Hvetja nemendur skólans alla Reyk- vikinga til að standa saman um það, að enn einni árásinni á Tjörnina verði hrundið.” Tillagan hlaut samþykki meginþorra nemenda. Viðskiptabókin 1975 komin út Viðskiptabókin 1975 er komin út. Vinsældir Viðskiptabókar- innar hafa farið vaxandi með ári hverju, enda eina bókin sem býður upp á alla helstu kosti slikra bóka. Allt frá árinu 1956 hefur Viðskiptabókin þjónað viðskiptavinum sinum á ómet- anlegan hátt. Viðskiptabókin er eina bókin sem býður yður dagbókarform á hverri opnu og nú hefur sú nýjung verið upp tekin að stækka hið óritaða form fyrir hvern dag vikunnar, til þess að notendur bókarinnar eigi auð- veldara með að koma fyrir minnisatriðum daglegra við- skipta sinna. Viðskiptabókin býður nú mjög vandaða atvinnu- & viðskipta- skrá, alla á einum stað i bók- inni. Það sparar óneitanlega ö- þarfa leit. Einnig er ýtarleg umboðaskrá. Viðskiptabókin býður upp á vandað vegakort af öllu landinu, ásamt umferðarmerkjum og notkunarreglum þeirra. Viðskiptabókin býður upp á fullkomin gatnakort af Reykja- vik og nágrenni, Kópavogi og Akureyri. 1 Viðskiptabókinni er einnig hægt að finna skrásetningastafi bifreiða, einkennisstafi fiug- véla, rómverskar tölur, breyt- ingarstuðla, vaxtatöflur, stimpilgjöld vixla, sendiráð og ræðismannaskrifstofur erlend- is, söluskatt, flugafgreiðslur er- lendis og fl. Viðskiptabókin kemur út i 6000 eintökum og dreifist til flestra stofnana og fyrirtækja um land allt, einnig til fjöl- margra einstaklinga, erlendra sendiráða og sendiráða Islands erlendis. wmmm cJólablað Jólablað Vikunnar Jólablað Vikunnar er komið út, stórtog efnismikið að vanda. Þar er, meðal annars, sagt frá heimsókn i Hallgrimskirkju i Saurbæ og myndir þaðan; séra Jón Einarsson sóknarprestur þar, skrifar jólahugleiðingu; ýt- arlegt viðtal er við Vigdisi Finn- bogadóttur, leikhússtjóra. Ennfremur segir Sveinn Sæ- mundsson sjóhrakningasögu frá árinu 1916, Björn Guðmundsson segir frá ævintýralegu öræfa- ferðalagi,og birtar eru myndir af gömlum og nýjum listaverk- um af meistaranum frá Nasa- ret. Auk þess er að venju sögur, greinar og ýmislegt annað efni i blaðinu. Þjóðhátiðar- Ijóðin selj- ast ágœtlega Salan á þjóðhátiðarljóðaplötu Böðvars og Kristins gengur ágætlega, að þvi er sölu- og dreifingarstjóri hennar, Jakob Jónsson, sagði blaðinu á dögun- um. Jakob bað okkur að koma þvi til áskrifenda sumra hverra, að vegna mikils umstangs, en litils tima og fárra handa við verk, hefur ekki enn tekist að koma plötunni til allra áskrifenda, en hann sagðist stefna að þvi að bæta hér úr snarlega og væntir þess að allir áskrifendur verði búnir að fá plötuna fyrir jól. Takið upp stjórnmála- samband við Albaníu A fundi, sem Menningartengsl Albaniu og Islands héldu i tilefni 30ára afmælis albanska alþýðu- lýðveldisins, var samþykkt eft- irfarandi áskorun til rikis- stjórnar Islands: „Fundur á vegum Menning- artengsla Albaniu og Islands, haldin 30.11. ’74, skorar á rikis- stjórn Islands að taka þegar i stað upp stjórnmálasamband við Alþýðulýðveldið Albaniu. Alþýðulýðveldið Albania er eitt af minnstu rikjum Evrópu og hið eina sem Island hefur ekki stjórnmálasamskipti við. Að auki hefur það sýnt sig, að Albania hefur verið rikja ötulast við að styðja baráttu þjóða og smærri rikja gegn hvers kyns erlendri ásælni. Engin rök mæla gegn þvi, að ísland og Albania hafi eðlileg millirikjasam- skipti.” Stjórn Geirs er leppstjórn USA Stjórn Verðandi, félags rót- tækra i Háskóla tslands, gerði eftirfarandi ályktun á fundi sin- um 25. nóvember 1974: Fimmtudaginn 21. nóvember voru gerðar tvær mikilvægar samþykktir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. önnur þeirra var viðurkenning á kröfu þjóðfrelsisfylkingar palestinu- araba, PLO, um að palestinska þjóðin sé talin frjáls og fullvalda þjóð með óskoraðan sjálfs- ákvörðunarrétt, þjóð sem hefur fullan rétt á þvi landi er hún hef- ur byggt i árþúsundir. Einnig var samþykkt viðurkenning á rétti þjóðfrelsishreyfinga til að senda áheyrnarfulltrúa á alls- herjarþingið. Báðar þessar til- lögur voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Fulltrúar Islands greiddu atkvæði gegn þeim báð- um. Stjórn Verðandi fordæmir harðlega að stjórn Geirs Hall- grimssonar skuli skipa sér á bekk með lepprikjum Banda- rikjanna og að fulltrúar þjóðar, sem fyrir örfáum áratugum fékk viðurkenndan rétt sinn til fullvalda rikis, skuli greiða at- kvæði gegn tilverurétti þjóðar sem nú á i sjálfstæðisbaráttu og gegn þvi að þjóðfrelsisfylkingar öðlist heimild til að senda full- trúa á allsherjarþingið. Stjórn Verðandi bendir á að með þessu hefur rikisstjórn islenskrar borgarastéttar enn einu sinni sýnt afturhaldseöli sitt og undir- lægjuhátt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.