Þjóðviljinn - 10.12.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.12.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 10. desember 1974. þingsjá þjóðviljans Helgi Seljan um aukinn stuðning við gatnagerð í þéttbýli úti á landi: Réttlœtismál og menningarauki Fáum framkvæmdum hef ég vitað ibúana fagna eins einlæg- lega og varanlegri gatnagerð i þorpum landsins, mismunurinn er það gifurlegur frá þvi sem áður var. Þetta breytir svip og um- hverfi byggðarlaganna, gerir þau byggilegri og laðar fólk til búsetu þar. Þetta er ekki aðeins félags- legt réttlætismál heldur er hér um menningarlegt atriði að ræða, sköpun umhverfismenningar. Á þessa lund mæltist Helga Seljan i framsögu fyrir tillögu þeirra þremenninga, hans, Jónasar Arnasonar og Stefáns Jónssonar, um aukinn stuðning við varanlega gatnagerð i þétt- býli og rykbindingu þjóðvega. Er hún endurflutt litt breytt frá þvi i fyrra og hefur verið skýrt ýtar- lega frá efni hennar hér i blaðinu. Helgi hóf mál sitt á þvi að rekja hvað gerst hefur i þessum málum frá þvi tillagan var flutt hið fyrra sinnið. 1 fyrsta lagi hefur nauösyn virkra aðgerða rikisvaldsins orð- iðenn ljósari, æ fleiri sveitarfélög hyggja á stórátök, unnu rösklega að verkefninu á siðastliðnu sumri eða héldu fram þvi sem hafið var. Hið merka framtak austfirð- inga og viðtækt samstarf sveitar- félaga þar um lagningu bundins slitlags á vegina i kaupstöðum og kauptúnum þar eystra varð öðr- um viss fyrirmynd um fram: kvæmd alla. Vestfirðingar unnu i sumar mjög myndarlega að þessu verkefni, höfðu með sér samstarf og miðaði vel áfram. Sömu sögu má segja viðar frá. En austfirðingar fundu i sumar áþreifanlega hve mjög á skortir að stórátak i þessu efni verði leyst án verulegs viðbótarstuðnings, ekki einungis með lánsfé, heldur beinlinis aðstoð rikisvaldsins i formi aukins þéttbýlisvegafjár eða i öðru formi. Þaö var unnið miklu minna en áætlað var, miklu minna en verið hefði ef tillaga okkar frá fyrra þingi hefði á ein- hvern hátt komið i framkvæmd og komið sveitarfélögunum til góða. 1 öðru lagivar i fyrra lagt fram frumvarp til breytinga á vegalög- um sem ekki varð heldur útrætt. Þar var eitt atriði tillögu okkar beinlinis tekið inn, þ.e. ibúalág- markið 300 fært niður I 200.1 með- förum þingsins var einnig sýni- legt að reglurnar um skiptingu þéttbýlisvegafjárins yrðu ekki eins fáránlegar og verið hefur og gekk þó ekki eins langt um breyt- ingar þar og við flutningsmenn teljum að nauðsynlegt hefði ver- ið. Byggðanefnd alþingis hafði og tekið mál þetta sérstaklega að sér og m.a. þess vegna voru likur á að reglurnar um úthlutun fjárins yröu til bóta fyrir minni sveitar- félög en Reykjavik hætti að hirða bróðurpartinn af þessu fjár- magni. Einnig stóðu vonir til þess þá og gera væntanlega enn, að þau 10% af þéttbýlisvegafénu sem renna eiga til sérstakra aðkallandi framkvæmda hyrfu ekki alfarið i einhverjar Kópavogsgjár höfðuð- borgarsvæðisins. Allt var þetta á réttri leið en lit- ið gerðist. í þriðja lagikomu þessi mál til umræðu á sumarþingin-u. Hækk- un bensinskattsins hafði auðvitað i för með sér hækkun i krónum til þéttbýlisvegafjárins en engan veginn helst sú hækkun þó i hend- ur við aukningu tilkostnaðar. Þvi fluttu þingmenn stjórnar- andstöðunnar með Lúðvik Jósepsson i fararbroddi þá tillögu að af hækkun bensinskattsins rynni sérstaklega ákveðinn hluti beint til varanlegrar gatnagerðar sem yrði þá viðbótartekjustofn fyrir sveitarfélögin til þessa UNDRALAND Leikfangaverslun í Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst, skoppar, tístir og brun- ar Fjölbreytt úrval. Komið, sjáið, undrist í UNDRALANDI mikla verkefnis sins.. Svo undar- lega brá við að stjórnarliðið felldi þessa tillögu og hef ég enn ekki fengið á þvi neinar fullnægjandi skýringar svo mjög sem þessir á- gætu menn hafa lýst stuðningi sinum viö þessi mál. t fjórða lagier komið fram hér I þinginu frumvarp til laga um efl- ingu lánasjóðs sveitarfélaga sem er spor i rétta átt, m.a. til þessa verkefnis. Um sumt er þó verið að setja i annan vasann með þvi að taka úr hinum og á ég þar við jöfnunarsjóðsframlagið en i heild er frumvarpið til bóta. Ekkert þessara fjögurra atriða sem hér hefur verið vikið að gat breytt neinu um nauðsyn þess að halda málinu i heild vakandi og knýja á um margt það sem enn á langt i land. Astæöur tiilöguflutningsins liggja ljóst fyrir, enda hlaut þessi tillaga i fyrra svo eindreginn og ákveðinn stuðning úr öilum landshlutum að vafalaus nauðsyn hennar liggur ótvirætt fyrir. Hraöbrautir syðra eða götur úti á landi Aðalatriöið i þessum málum þegaráhugi, framkvæmdavilji og samhjálp sveitarfélaga i millum eru fyrir hendi er fjármögnunin og að þvi vikur tillaga okkar rækilega. Þá vék Helgi að þeim þætti mála og kvaðst hafa fullan fyrir- vara á um aðferðir eða leiðir til útvegunar fjár ef finnast kynnu við nánari skoðun aðrar en þær sem i tillögunni greinir. Þá vék hann að skiptingu þéttbýlisvega- fjár milli landshluta og sagði m.a.: Min skoðun er sú að frekar eigi að draga úr i bili hraðbrautará- formum út frá Faxaflóasvæðinu á meðan hinu er sinnt af fullri al- vöru og sem mest lokið: langingu bundins slitlags á götur i þéttbýli og vel akfærra vega sem viðast um landiö. Minni sveitarfélögin þurfa að fá i sinn hlut aukið fé hlutfallslega miðað við stór- reykjavikursvæðið þar sem framkvæmdir eru þegar vel á veg komnar. Loka reyðfirðingar þjóðveginum? Ég Itreka enn þann lið i tillögu okkar sem snertir þjóövegi þá sem liggja gegnum endilöng byggðarlögin með gifurlegri um- ferð og gegnumakstri. Þar verður að koma til breyting og ekki verð- ur það til fulls gagns fyrr en rikið tekur þetta að sér að fullu og öllu. Ég sá einhvers staðar töluna 90 kílómetrar i þessu sambandi yfir allt landiö. Ekki þætti það mjög langt eða óyfirstiganlegt ef um hraðbraut væri að ræða út frá Reykjavik. En hér leggjum við til sérstaka hlutdeild utan þéttbýlisvegafjár- ins til þess að gera þetta kleift. 1 fullri alvöru hefur verið um það rætt heima á Reyðarfiröi að loka hreinlega veginum gegnum Helgi Seljan kauptúnið og benda vegagerðinni á nýtt vegarstæði ofan kauptúns- ins, ef hún tæki ekki meiri þátt i þeim kostnaði af þjóðveginum gegnum kauptúnið og þvi auka- viðhaldi sem geisilegur gegnum- akstur hlýtur óhjákvæmilega að skapa. Rykbinding í þágu bænda Að lokum eru það bændurnir okkar sem viö viljum a.m.k. sýna lit á að koma til móts við. Þeir búa margir hverjir við rykmökk- inn af nálægum þjóðvegi sumar- langt sé veður bærilegt og þurfa að ganga að störfum sinum i þeim rykmekki og gefa hann síðan aft- ur úr hlöðum sinum á vetrum. Hér er það lágmarkskrafa að kannaðir séu þeir möguleikar sem vegagerðin hefur til að koma sem mest i veg fyrir þessa slæmu mengun. Þetta er sérstætt við- fangsefni og erfitt,en ástæðulaust, að láta sem það sé ekki til. Fjárframlög til gatnagerðar og rykbindingar munu skila sér I hvivetna, eru góð fjárfesting og geta átt eftir aö verða virkur liður i nýrri og heppilegri búsetuþróun á tslandi en siðustu áratugir hafa fært landsbyggðinni. Öseyrames brú á 280 milj ónir Fyrirspurn Þórs Vigfús- sonar til umrœðu á þingi Þór Vigfússon Nýlega fylgdi Garðar Sigurðssonúr hlaði fyrirspurn frá varamanni sinum, Þór Vigfússyni, um brú yfir ölfusá hjá Óseyrarnesi. Garðar taldi að þetta þjóðþrifaverk mætti ekki biða öllu lengur en orðið er. Um 20 ára skeið hefði þessi brú verið á kreiki i hugum manna, og nú væri augljóst mál orðið að smiði hennar mætti ekki dragast lengi úr þessu. Loks er höfnin i Þor- lákshöfn orðin örugg, og er það raunar eina höfnin sem heitið getur á öllu meginlandi Suður- landskjördæmis. Framtið þorp- anna i Flóanum byggðist ekki sist á þvi að þau gætu haft aðgang að fiski úr Þorlákshöfn til vinnslu allt árið. Að brú hjá Öseyrarnesi væri ótviræð almenn samgöngubót, á þeim sviðum eru ekki mörg verk- efni brýnni. Spurningarnar sem þeir Þór og Garðar beindu til samgöngu- ráðherra voru þessar: Hvað liður undirbúningi að smiði Öseyrar nesbrúar? Hvað væri hún talin kosta? Ætlar samgönguráðherra að taka hana inn á vegaáætlun við fyrsta tækifæri? Halldór E. Sigurðsson sagði að fyrstu athuganir við þetta brúar- stæði hefðu verið gerðar 1952 og aftur hefði það verið athugað rækilega 1960-63. Væri þarna talið tryggt og gott brúarstæði. Brúin sjálf yrði um 450 metrar á lengd og væri hún nú talin kosta 280 miljónir króna. Auk þess þyrfti að leggja veg að brúnni sitt hvoru megin frá, samtals 11 kilómetra, og væri hann talinn kosta 170 miljónir króna, miðað við bundið slitlag. Þetta væri miðað við verðlag i ágúst þessa árs. Ekki kvaðst Halldór geta gefið ákveðin fyrirheit um stuðning sinn við þessa brúarsmið, enda biðu mörg verkefni. Hins vegar taldi hann að það væri e.t.v. æski- legt að taka hana inn á vega- áætlun 1975-79. Ingóifur á Hellu tók til máls og tók undir það sjónarmið Garðars aö þessi brú væri eitt helsta hags- munamál sunnlendinga. Garðar Sigurðsson r"; i w RAFAFL Vinnufélag rafiönaðar- manna Barmahlfð 4 HÚSEIGENDUR, HÚSBYGGJENDUR allar nýlagnir og á gömlum raflögn- önnumst viðgerðir um. Setjum upp dyrasima og lág- spennukerfi. Ráðgjafa og teikniþjónusta. Sérstakur simatimi milli kl. 1-3 daglega, simi 28022. 1 I I I I 1 1 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.