Þjóðviljinn - 10.12.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.12.1974, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 10. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 bækur Myndskreytt bibliuskýringarrit frá Erni og Örlygi Biblíuhandbókin þín Bókaútgáfan örn og örlygur hefur sent frá sér skýringarit um Bibliuna, og er titill bókarinnar Bibliuhandbókin þin. Bókin er eftir sænskan höfund, Herbert Sundemo, séra Magnús Guðjóns- son hefur þýtt hana á islensku. Formáisorð eru eftir biskup ts- lands, dr. theol. Sigurbjörn Einarsson. útgáfa bókarinnar hérlendis er heiguð minningu séra Haligrims Péturssonar I til- efni 300. ártiðar hans og renna fimm af hundraði söluhagnaðar til byggingar Hallgrimskirkju, eða hundrað krónur af hverri seldri bók. Mun þetta i fyrsta sinn hér á landi, sem hluti af sölu- andvirði bókar er látinn ganga til kirkjubyggingar. Bókin er 308 blaðsiður og skreytt fjölda mynda. t Sviþjóð var bókin gefin út hjá AB Gummessons, sem er mikilsvirt forlag þar i landi, og hefur þar- lendis verið mælt með henni til kennslu i skólum. Er þegar veriö að þýða bókina á ein sex—sjö tungumál. Forráðamenn Bókaút- gáfunnar örn og Örlygur ákváðu i samráði við biskup Islands að gefa bókina út á islensku, og hefur undirbúningur útgáfunnar, sem var margbrotinn og vanda- samur, tekið tvö ár. Bibliuhand- bókin þin er sú fyrsta af bibliu- skýringabókum af þessu tagi, sem út kemur á islensku. t undirtitli bókarinnar segir að hún skýri i máli og myndum heiti og hugtök i Heilagri ritningu. t formálsorðum sinum segir séra Sigurbjörn Einarsson biskup m.a.: Sú bók, sem hér kemur útá islensku, mun geta bætt verulega úr tilfinnanlegri vöntun á hjálp- argögnum við lestur Heilagrar ritningar. Sá er og tilgangurinn með útgáfu hennar. Hún hefur að geyma skrá um mikilvæg heiti og hugtök með upplýsingum og skýringum. Efninu er svo fyrir komið, að auðvelt er að finna greið svör við mörgu þvi, sem les- andinn staldrar við. Myndirnar eru mjög til glöggvunar og lifgun- ar á efninu. Ætla má, aö öllum fróðleiksfús- um mönnum þyki fengur i þessari handhægu bók og mörgum þeim, sem nota Bibliuna að staðaldri, mun vera mikiö gagn að þeirri leiðsögn, sem hér er i boði. Bókin er fyrst og fremst samin til afnota við kristinfræðinám i barnaskól- um og er prýðilega til þess fallin. En henni er einnig ætlað að leiö- beina hverjum þeim, sem vill fræðast um Bibliuna, það sögu- svið, sem umlykur hana, þann boðskap, sem hún flytur. Ég þakka útgefanda og þýðanda og vona, að þessi bók fái verðskuld- aðar viðtökur og færi mörgum gleöi og blessun. Þýðandinn, séra Magnús Guð- jónsson,.segir i eftirmála: Megin- efni bókarinnar skiptist i rúma fimmtiu þætti, sem gerð eru ná- kvæm skil. Þá eru i henni meira en 1200 uppsláttarorð i stafrófs- röð, sem visa til annarra orða, svo að gildi bókarinnar verður enn meira. Auk þess eru orða- skýringar, litmyndir og svart- hvitarmyndir, kort, linurit, ártöl, fjöldamargir ritningarstaðir og margt annað sem að gagni kemur við lestur Bibliunnar. Margur spyr i dag: Hver er hamingjuleið- in og hvar er hennar að leita? Hún er nær en nokkur hyggur. „Taktu og lestu”, var eitt sinn sagt við niðurbrotinn ungan mann. Hann hlýddi, tók Bibliuna og las, og varð siðan mikill spekingur. Taktu og lestu Bibliuna, þar finnur þú hamingjuleiðina, les- andi góður. Lestur hennar verður þér auðveldari og gagnlegri, ef þú hefur Bibliuhandbókina þina við hendina. Hún er vissulega upp- sprettulind mikillar visku og speki og vel þess virði, að eftir henni sé tekið. Ég lýk þessum eftirmála með hvatningaroröum spámannsins: „0, land, land, land, heyr orð Drottins”. Setning, prentun og band bók- arinnar er unnið hjá Prentsmiðj- unni Eddu h.f. Hilmar Helgason gerði káputeikningu. dþ. Ný bók eftir Erich von Daniken Gersemar guðanna Bókaútgáfan örn og örlygur hefur sent á markaö þriöju' bók Erichs von Dániken. Heiti þerirrar bókar á islensku er Gersamar guöanna, nýjar sannanir fyrir þvl ósannanlega. Dagur Þorleifsson hefur þýtt bókina á islensku. Áður eru út komnar á islensku eftir sama höfund bækurnar Voru guðirnir geimfarar? og 1 geimfari til goö- heirna. Óhætt mun að fullyrða aö fáir eða engir nútimarithöfundar njóti slikrar athygli og frægðar sem svisslendingurinn Erich von Dániken. Heiftarlegar deilur hafa risið út af kenningum hans i flestum löndum heims, og for- dæma sumir verk hans niður fyrir allar hellur og kalla hann jafnvel falsara, en aðrir hefja hann til skýjanna sem snilling, er tekist hafi hvorki meira né minna en það, sem flesta hefur dreymt um frá örófi alda en engum lánast til þessa: að leysa sjálfa lifsgátuna, gátuna um upphaf alheims, lifs, mannkyns. En hversu sem menn skiptast i fylkingar með og á móti Dániken, þá verður þeirri staðreynd ekki á móti mælt að varla njóta bækur meiri vinsælda en þær, sem þessi ljóndjarfi og óþreytandi áhuga- fornfræðingur hefur ritað um rannsóknir sinar og kenningar. Þær seljast i risaupplögum hvar sem er i heiminum —- jafnt i auðvaldslöndum Vestursins sem i Kina og Sovét. Er liklega leitun á visindamanni og rithöfundi, sem nýtur svo alhliða útbreiöslu. Að minnsta kosti ein kvikmynd hefur verið gerð út frá bókum Dánikens og mun hún innan skamms væntanleg i kvikmynda- hús hérlendis. Gersamar guðanna er sett i Prentsmiöju G. Benediktssonar, prentuö i Viöey og bundin i Arnarfelli hf. (Fréttatilkynning) dagDék apótek Heykjavik kvöld-, nætur og helgidaga- varzla apótekanna vikuna 6,-12. des. verður i Laugarnesapóteki og Ingóls Apóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnu- dögum, helgidögum og al- mennum fridögum. Einnig nætúrvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. 10. á sunnudögum, helgi- dögum og almennum fridögum. Kópavogur Kópavogsapótek er opið alla virka daga til kl. 19. A laugar- dögum er opið frá 9 til 12 á há- degi. A sunnudögum er apótekið lokað. Hafnarfjörður Apótek Hafnarfjarðar er opið frá 9—18.30 virka daga, á laug- ardögum 10—12.30 og sunnu- daga og aöra helgidaga frá 11—12 á hádegi. læknar SLYSAVAHÐSTOFA BORGARSPITALANS er opin allan sólarhringinn. Simi 81200. Eftir skiptiborðslok- un 81212 Tannlæknavakt er i Heiisu ver nda rs töðinni við Kvöld-, nætur- og helgidaga- varsla á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitala, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúöaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Flókadeild Kleppsspitala: Dag lega kl. 15.30—17. Fæðingardeiidin: Daglega kl 15—16 og kl. 19—19.30. féiagslíf Aðalfundur Þinghóls h.f. verður haldinn i Þinghól, Alfhólsvegi ll, laugardaginn 16. des. kl. 16.30. Dagskrá: Venju- leg aöalfundarstörf. Onnur mál. Stjórnin. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins i Reykjavik heldur jólafund n.k. fimmtudag, 12. desember, kl. 20.30 i Slysavarnafélagshús- inu við Grandagarð. Dóra Reyndal syngur. Séra Ólafur Skúlason flytur jólahugleiöingu. Jólahappdrætti. Félagskonur, fjölmennið. — Stjórnin Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins I Reykjavik Jólafundur I Lindarbæ niðri, miðvikudaginn 11. desember kl. 8 siðdegis. Borðhald og góð skemmtiatriði. — Ncfndin sjúkrahús Heimsóknartimar: Landakotsspitali Kl. 18.30-19.30 alla daga nema sunnúdaga kl. 15-16. A barna- deild er heimsóknartimi alla daga kl. 15-16. Barnaspitali Hringsins: kl. 15—16 virka daga kl. 15—17 laugard. og kl. 10—11.30 sunnud. Borgarspitalinn: Mánud.—föstud. kl. 18.30. 19.30. Laugard. og sunnud. kl. 13.30— 14.30 Og kl. 18.30—19. Endurhæfingardeild Borgarspitalans: Deildirnar Grensási — virka daga kl. 18.30. Laugardaga og sunnudaga kl. 13—17. Deildin Heilsuverndarstöðinni — daglega kl. 15—16, og 18.30— 19.30. Flókadeild Kleppsspitala: Dag- lega kl. 15.30—17. Fæðingardeildin: Daglega kl. 15—16 og kl. 19—19.30. Hvitabandið: kl. 19—19.30 mánud,—föstud. Laugard. og sunnud. kl. 15—16 og 19—19.30. Kleppsspitalinn:Daglega kl. 15—16 Og 18.30—19 Fæðingarheimili Reykjavikur- borgar: Daglega kl. 15.30— 19.30. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15—16 og kl. 19—19.30 daglega. Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Vlfilsstaðir: Daglega kl. 15.15—16.15 og kl. 19.30—20. • • ÞOHKKlO AF FÓTONUm Lárétt: 1 dýr 5 fjör 7 skraut 8 væta 9 fiskur 11 greinir 13 fætt 14 ferskur 16 kvislar. Lóörétt:l ráðning 2 óhapp 3 sið- ur 4 frá 6 fljótir 8 utanhúss 10 lengdarmál 12 ferskur 15 drykk- ur Lausn á slðustu krossgátu Lárétt:2skáli 6 vit 7 tröð 9 án 10 sál 11 asi 12 ef 13 gutl 14 kar 15 drjúpa. Lóðrétt: 1 matseld 2 svöl 3 kiö 4 át 5 innileg 8 ráf 9 ást 11 aura 13 gap 14 kú. LAUSN A StÐUSTU KROSSGATU 1 = K, 2 = A, 3 = R. 4 = T, 6 = L, 7 = M, 8=0, 9 = Þ, 10 = 1, il = E, 12 = Ý, 13 = Y, 14 = B, 15 = G, 16 = J, 17 = Ú, 18 = N, 19 = D, 20 = 0, 21 = S, 22 = U, 23 = 0, 24 = Ð. 25 = A, 26= Æ, 27 = V, 28 = H, 21 P, 30 = 1. brúðkaup Þann 16. nóvember sl. voru gef- in saman i hjónaband i isafjarð- arkirkju Ingvar Einarsson og Ragnhildur Jónsdóttir. Hjóna- vigsluna framkvæmdi séra Sig- urður Kristjánsson. Heimili ungu hjónanna er að Ikipasundi 62, Reykjavik. Ljósmy ndastofa ísafjarðar Mánagötu 2, simi 3776

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.