Þjóðviljinn - 30.01.1975, Síða 9

Þjóðviljinn - 30.01.1975, Síða 9
Fimmtudagur 30. janúar 1975. þjöÐVILJINN — SIÐA 9 „F óstureyðingafrumvarpið,” lagt fram að nýju í verulega breyttri mynd frá því sem var í fyrra í nýja frumvarpinu sem nú er til meðferðar fyrir alþingi eru m.a. þessi ákvæði: 9. gr. Fóstureyðing er heimil: 1. Kélagslegar ástæður: Þegar ætla má, að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu óbærileg vegna óviðráðanlegra félagslegra ástæðna. Við slikar aðstæður skal tekið tillit til eftirfarandi: a) Hafi konan alið mörg börn með stuttu millibili og skammt er liðið frá siðasta barnsburði. b) Eigi konan við að bua bágar heimilisástæður vegna ómegð- ar, fátæktar eða alvarlegs heilsuleysis annarra á heimil- inu. c) Þegar konan gelur ekki vegna æsku og þroskaleysis annast barnið á fullnægjandi hátt. d) Annarra ástæðna, séu þær fyllilega sambærilegar við ofangreindar aðstæður. 2. Læknisfræðilegar ástæður: a) Þegar ætla má, að heilsu konu, likamlegri eða andlegri, sé hætta búin af áframhaldandi meðgöngu og fæðingu. b) Þegar ætla má, að barn, sem kona gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar i fósturlifi. c) Þegar sjúkdómur, likam- legur eða geðrænn, dregur alvarlega úr getu konu eða manns til að annast og ala upp barn. 3. Ef konu hefur verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem afleiðing af öðru refsiverðu at- ferli. 10. gr. Fóstureyðing skal framkvæmd eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku meðgöngutim- ans. Fóstureyðing skal aldrei fram- kvæmd eftir 16. viku meðgöngu- timans, nema fyrir hendi séu ótviræðar læknisfræðilegar ástæður og lifi og heilsu konunnar stelnt i þvi meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu. Einnig skal fóstureyðing leyfileg eftir 16 vikur, séu miklar likur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. Slikar undanþágur eru aðeins heimilar að fenginni skriflegri heimild nefndar, skv. 28. gr. 11. gr. Áður en fóstureyðing má fara fram, verður að iiggja fyrir skrif- Yngri gerð Skömmu fyrir þinghlé lagði heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, Matthias Bjarnason, fram frumvarp tillaga ,,um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barn- eignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir”. Hér á eftir fer saga frumvarpsins eins og hún er rakin i greinargerðinni, og I sérklausum eru birtar orðrétt nokkrar þær greinar varðandi heimildir til fóstureyðingar þar sem mestu munar I eldri og yngri gerð frumvarpsins. Hinn 19. nóvember 1973 fylgdi þáverandi heilbrigðis- og trygg- ingam álaráðherra Magnús Kjartansson, úr hlaði frumvarpi til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemis- aögerðir. Frumvarp þetta var samiö af nefnd, sem upphaflega var skipuð 5. mars 1970 af þáver- andi heilbrigðis- og trygginga- málaráöherra Eggert Þorsteins- syni. Ekki skal starfsemi nefndar þessarar tiunduð hér, heldur vis- ast til rits heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 4 1973 um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Þar er að finna álit nefndarinnar, greinar- gerð og frumvarp það, er að ofan greinir frá. Að lokinni fyrstu umræðu um frumvarp þetta var þvi visað til heilbrigðis- og tryggingamálanefndar. Frumvarp þetta olli miklum deilum jafnt utan þings sem inn- an. Einkum var deilt um 9. gr. frumvarpsins, en þar var lagt til Nálægt 10 þúsund launamiðar Reykjavikurborg mun hafa borgað nálega 10 þúsund einstak- lingum og fyrirtækjum laun á sið- asta ári, að visu sumum litið en öðrum þá meira. Tæplega 10 þús- und launamiða sendi skrifstofa borgarinnar út til dreifingar. að fóstureyðing yrði heimiluð að ósk konu, væri hún búsett hérlendis eða ætti hún islenskt rikisfang, væri aðgerðin fram- kvæmd fyrir lok 12. viku meðgöngu og ef engar læknis- fræðilegar ástæður mæltu gegn slikri aðgerð. Var hér lagt til ab svokallaðar frjálsar fóstur- eyðingar yrðu leiddar i lög. Margar skriflegar athugasemdir bárust til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og til Alþingis. Voru þær allar á þá leið að óvarlegt væri að heimila algjörlega frjálsar fóstur- eyðingar hér á landi. Að öðru leyti voru athugasemdir litt færðar fram og yfirleitt var lýst yfir stuðningi við aðrar greinar frumvarpsins og þær taldar til mikilla bóta. Afdrif þessa frumvarps urðu þau, að aldrei kom til annarrar umræðu um það. Nefndarálit sá og aldrei dagsins ljós. Endurframlagning Hinn 1. nóvember 1974 skipaði heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra Matthias Bjarnason nefnd til þess að undirbúa endur- framlagningu þessa frumvarps. Nefndinni var ætlaö að kanna athugasemdir þær, sem fram heföu komið við upphaflega gerð frumvarpsins og gera tillögur til ráðuneytisins um, hvort og að hve miklu skyldi taka tillit til einstakra athugasemda. Nefndina skipuðu: Ingimar Sigurðsson, fulltrúi i heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytinu, EUert Schram, alþingismaður og Halldór Asgrimsson, alþingis- maður. Nefndin hélt 8 fundi. Nefndin viðaöi að sér öllum skriflegum athugasemdum, sem borist höfðu ráöuneytinu og Alþingi. Haldnir voru fundir með landlækni og fengin voru gögn og upplýsingar frá embætti hans. Einnig hélt nefndin fundi með stjórn Lækna- félags íslands. Tillögur nefndarinnar hafa mótast af þvi, að nauðsyn nýrrar löggjafar sé knýjandi og með hliösjón af þvi þurfi að vera einhverjir möguleikar á þvi að frumvarpið geti orðið að lögum. r---------------------" þingsjá þjóðviljans l______:______________4 leg rökstudd greinargerð tveggja lækna eða læknis og félagsráð- gjafa um nauðsyn aðgerðarinnar. Sé um læknisfræðilegar ástæður að ræða þá skal annar aðilinn vera starfandi sérfræðingur i al- mennum skurðlækningum eða i kvensjúkdómafræðúm. Sé um að ræða félagslegar ástæður eingöngu, þá skal annar aðilinn vera félagsráðgjafi sé hann starf- andi i viðkomandi heilsugæslu- umdæmi. Þar sem ástæða þykir til skal viðkomandi sérfræðingur styðj- ast við álitsgerð geðlæknis, sé um geðræna sjúkdóma að ræða. 12. gr. Aður en fóstureyðing má fara fram, er skylt að konan, sem sækir um aðgerðina, hafi verið frædd um áhættu samfara aðgérðinni og hún hafi hlotið fræðslu um, hvaða félagsleg að- stoð henni stendur til boða i þjóð- félaginu. öll ráðgjöf og fræðsla skal veitt á óhlutlægan hátt. 13. gr. Umsókn, greinargerð og vott- orð skulu rituð á þar til gerð eyðublöð, sem landlæknir gefur út. Eftirfarandi atriða skal gætt. 1. Kona skal skrifa sjálf undir greinargerð og umsókn um fóstureyðingu. 2. Sé kona vegna geðsjúkdóms, mikils greindarskorts eða af öðrum ástæðum ófær um að gera sér grein fyrir nauðsyn aðgerðarinnar, þá er heimilt að veita leyfi til aðgerðarinnar skv. umsókn lögráðamanns. 3. Sé kona yngri en 16 ára eða svipt sjálfræði, skulu foreldrar eða lögráðamaður taka þátt i umsókn með henni nema sér- stakar ástæður mæli gegn þvi. 4. Sé þess kostur, skal maðurinn taka þátt i umsókn konunnar, nema sérstakar ástæður mæli gegn þvi. 5. Hætti kona við aðgerð ber henni að staðfesta þann vilja sinn skriflega. Sé konu synjað um aðgerð, skal það tilkynnt hlutaðeigandi aðilum. Telji hlutaðeigandi aðilar að kona hafi verið misrétti beitt, þá ber þeim skylda til að visa málinu til úrskurðar nefndar þeirrar, sem kveðið er á um i 28. gr. Hafi konu verið synjað um aðgerð i einu sjúkrahúsi, er ekki heimilt að framkvæma að- gerðina á öðru sjúkrahúsi nema leyfi nefndarinnar komi til. 28.gr. Risi ágreiningur um hvort framkvæma skuli fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerð, skal mál- inu tafarlaust visað til landlæknis og skal hann þá leggja málið undir úrskurð nefndar, sem skip- uð skal i þeim tilgangi að hafa eftirlit með framkvæmd laganna. I nefndinni skulu eiga sæti 3 menn, einn læknir, einn lög- fræðingur og einn félagsráðgjafi og skulu þeir skipaðir af heil- brigðisráðherra til 4ra ára i senn. Nefndin skal úrskurða málið inn- I frumvarpi sem lagt var fram haustið 1973 voru m.a. þessi ákvæði: 9. gr. Fóstureyðing er heimil: 1. að ósk konu, sem búsett er hér á landi eða hefur islenskan rikisborgararétt, ef aðgerðin er framkvæmd fyrir lok 12. viku meðgöngu og ef engar læknis- fræöilegar ástæður mæla móti aðgerð. Skilyrði er, að konan hafi verið frædd um áhættu samfara aðgerð og hafi hlotið fræðslu um, hvaða félagsleg aðstoð stendur til boða i þjóðfélaginu fyrir þungaða konu og við barnsburð. 2. að læknisráðiog i viðeigandi tilfellum að undangenginni fél- agslegri ráðgjöf: a) Þegar ætla má, að heilsu konu, likamlegri eða andlegri, sé hætta búin af áframhaldandi meðgöngu og fæðingu. b) Þegar ætla má, að barn, sem kona gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar i fósturlifi. c) Þegar sjúkdómur, likam- legur eöa geðrænn, dregur alvarlega úr getu konu eða barnsföður til að annast og ala upp barn. d) Þegar ætla má, að þessi þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu erfið vegna félagslegra að- stæðna, sem ekki verður ráðin bót á. e) Þegar konan getur ekki vegna æsku og þroskaleysis, þegar þungun á sér stað, ann- ast barnið á fullnægjandi hátt. f) Ef konu hefur verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem af- leiðing af öðru refsiverðu at- ferli. 10. gr. Fóstureyðing skal framkvæmd eins fljótt og auðið er, eftir að getnaður hefur átt sér stað og helst fyrir lok 12. viku meðgöngu- tima. Fóstureyðing skal að jafnaði ekki framkvæmd eftir 16. viku meðgöngutima, nema móður eða fóstri sé stefnt i þvi meiri hættu, ef meðganga á að halda áfram. Frávik frá þessu ákvæði eru heimil, ef ótviræðar læknis- fræðilegar eða mannúðarástæður eru fyrir hendi. an viku frá þvi að henni berst það i hendur. Skal nefndinni búin starfsað- staða og henni jafnframt tryggður aðgangur að þeirri sér- fræðiþjónustu, sem þurfa þykir til að leysa þau verkefni sem nefnd- inni berast. 11. gr. 1. Fóstureyðingu má framkvæma samkvæmt9. gr. 1. tölulið þess- ara laga, þegar fyrir liggur umsókn konu og greinargerð læknis um, að ekkert læknis- fræðilegt mæli gegn aðgerö og skilyrðum um meðgöngutima- lengd og fræðslu sé fullnægt. 2. Fóstureyðingu má framkvæma samkvæmt9. gr. 2. tölulið a, b og c, þegar fyrir liggur umsókn konu og greinargerð læknis um nauðsyn aðgerðar. 3. Fóstureyðingu má framkvæma samkvæmt 9. gr. 2. tölulið, d, e og f, þegar fyrir liggur umsókn konu, studd greinargerð heim- ilislæknis um, að skilyrðum 10. gr. laga þessara um lengd meðgöngutima sé fullnægt. Umsókn og vottorö skulu rituð á þar til gerð eyöublöð. 12.gr. 1. Konan skal að jafnaði sjálf standa fyrir umsókn sinni um fóstureyðingu. 2. Ef hún er vegna geðsjúkdóms, mikils greindarskorts, eða af öðrum ástæöum ófær um að gera sér grein fyrir nauðsyn aðgerðarinnar, er heimilt að veita leyfi til aðgerðarinnar samkvæmt umsókn sérstak- lega skipaðs lögráðamanns. 3. Sé konan yngri en 16 ára eða svipt sjálfræði, skulu foreldrar eöa lögráöamaður taka þátt i umsókn með henni, nema sér- stakar ástæður mæli gegn þvi. 4. Ef mögulegt er, skal barnsfaðir taka þátt i umsókn konunnar, nema sérstakar ástæður mæli gegn þvi. 27. gr. Risi ágreiningur um, hvort framkvæma skuli fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerö, skal mál- inu visað án tafar til heilbrigðis- yfirvalda og leggur nefnd, sem skipuð veröur i þeim tilgangi aö hafa eftirlit með framkvæmd lag- anna, úrskurö á málið. 1 nefndinni skulu eiga sæti 3 menn, þar af einn læknir og einn lögfræðingur skipaöir af heil- brigðismálaráðherra til 4 ára i senn. Nefndin skal úrskurða mál- iö innan viku frá þvi henni berst það i hendur. Eldri gerð r Afengisneyslan eykst í fyrra keyptum við áfengi af rikinu fyrir nœrri 3.1 miljarð Áfengisneysla islendinga jókst frá árinu 1973 til 1974 um 5.55%, að þvi segir i tilkynningu frá Afengisvarnarráði, en ráðið byggir sinar tölur á upplýsingum frá ATVR. Ef miðað er við hreint áfengi, spira, þá drakk hvert mannsbarn á Islandi 3.04 litra á þjóðhátiðar- árinu. Þetta er veruleg aukning frá árinu á undan, en þá drakk hver islendingur til jafnaðar 2.88 litra af vinanda. Arið 1965 var meðal vinanda neyslan 2.07 litrar, 2.32 litrar 1966, 2.38 litrar 1967, 2.11 litrar 1968, 2.17 litrar 1969. 1970 var meðal vinanda neyslan 2.50 litrar. 2.70 litrar 1971, 2.81 litri 1972 — og nú er meðal neyslan á vinanda kom- in i 3 04 litra. tslenska rikið seldi áfengi fyrir samtals 3.099.086 159 krónur á ár- inu 1974, og i krónum talið nam söluaukning frá 1973 til 1974 rúm- lega 50%, nam 1973 2.056. 791. 720 krónum. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.