Þjóðviljinn - 30.01.1975, Qupperneq 12
Guöjón Jónsson
Sjálfkjör-
ið hjá
járniðn-
aðar
mönnum
Frestur til að skila listum til
kjörs stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs Féiags járn-
iðnaðarmanna rann út kl.
18:00, þriðjudaginn 28. janúar
sl.
Aðeins einn framboðslisti
barst borinn fram af
trúnaðarmannaráði félagsins,
og eru þvi þeir sem hann skipa
sjálfkjörnir í stjórn og
trúnaðarmannaráð fyrir
næsta starfsár.
Stjórn félagsins verður þvi
þannig skipuð:
Formaður Guðjón Jónsson,
varaformaður Tryggvi
Benediktsson, ritari Jóhannes
Halldórsson, vararitari Gisli
Sigurhansson, fjármálaritari
Gylfi Theodórsson, gjaldkeri
Guðmundur S.M. Jónasson og
meðstjórnandi Arni Krist-
björnsson.
Aöalfundur félagsins verður
háldinn i febrúarmánuði eins
og vant er. úb
Fimmtudagur 30. janúar 1975.
Danmörk
Karl Skytte falin
stj órnarmy ndun
Hartling féll á einu atkvœði — Ovíst um verðandi
forsœtisráðherra og hvaða flokkar mynda stjórn
Skytte kvaddur til
Fyrirfram hafði verið búist við
þvi að Anker Jörgensen leiðtoga
krata yrði falið það verkefni þar
sem flokkur hans er stærsti flokk-
ur á þingi og bar fram vantraust-
tillöguna. Eftir þingflokksfund
sósialdemókrata i nótt skýrði
Jörgensen fréttamönnum frá þvi
að þingflokkurinn hefði mælt með
þvi að hann reyndi stjórnarmynd-
un. En i dag var haldinn annar
þingflokksfundur og að honum
loknurn var öllum að óvörum
stungið upp á að forseta þingsins,
Karl Skytte úr flokki radikala, Það er hálfraunalegur svipur á Hartling á þessari mynd en Jörgensen
yrði falin stjórnarmyndun. er ibygginn.
Kaupmannahöfn 29/1 reuter ntb —
Poul Hartling forsætisráðherra baðst
lausnar fyrir stjórn sína i gærkvöldi
eftir að danska þingið hafði sam-
þykkt vantrauststillögu sósíaldemó-
krata með 86 atkvæðum gegn 85. Mik-
il óvissa er nú um hver verður næsti
forsætisráðherra Danmerkur og
hvaða flokkar mynda stjórn.
Tillaga krata um vantraust á
stjórn Hartlings hlaut stuðning
SF.kommúnista, vinstrisósialista
og róttæka vinstri flokksins. Úr-
slitum réð þó atkvæði ihaldsþing-
mannsins Hans Jörgen Lembourn
en hann ákvað að rjúfa einingu
flokks sins og sitja hjá. Sama
gerðu þingmenn miðdemókrata,
tveir kratar og einn þingmaður
færeyinga.
Hartling gekk i dag á fund
Margrétar drottningar og afhenti
lausnarbeiðni sina. Siðan hóf hún
viðræður við leiðtoga flokkanna
tiu sem fulltrúa eiga á þingi um
þaö hverjum skyldi falið að reyna
nýja stjórnarmyndun.
Siðdegis I dag fól Margrét
drottning Skytte að mynda stjórn
en þá höfðu allir flokkarnir hægra
megin við krata tekiö undir uppá-
stungu þeirra. Skytte ræddi við
fréttamenn er hann kom af fundi
drottningar og sagði hann þá
ma.: — Markmiðið meö þeim til-
raunum sem ég mun gera verður
að mynda meirihlutastjórn á
DIOÐVIUINN
Magnús Kjartansson:
Okeypis sími fyrir þá
tekjulægstu
Simi er sjálfsagt sam-
skipta og öryggistæki
fyrir aldrað fólk en nú
hafa simagjöld hækkað
svo að tekjulitlir eiga
orðið erfitt með að
standa undir þeim. Þess
vegna þarf að veita
heimild til þess að fella
niður simagjöld hjá
þeim sem ekki njóta
annarra tekna en elli-
lifeyris.
A þessa lund mæltist Magnúsi
Kjartanssyni í gær á þingi i fram-
sögu fyrir frumvarpi hans um
breytingu á lögum um fjarskipti.
Magnús benti á að viða i grann-
löndum tiðkast ýmis konar
friöindi til aldraðs fólks, svo sem
ókeypis simi, ókeypis ferðalög
o.s .frv. Hérlendis hefur ekki verið
farið mikið inn á þessa braut, en
þó hefur um skeið verið heimild
I útvarpslögum um að fella niður
afnotagjöld hjá tekjulægstu
lifeyrisþegum. Hins vegar er
gildandi reglugerð orðin úrelt að
þvi leyti að hún tekur ekki til allra
þeirra er nú njóta tekjutrygg-
ingar. Þvi þarf að breyta til
samræmis við það sem lagt er til
um simagjöldin.
Magnús minnti á hvernig fram-
færslukostnaður lifeyrisþega
hækkar nú óðfluga. Tekju-
tryggingin hækkaði um 600
krónur á mánuði 1. desember og
þaö hrekkur ekki nándar nærri
fyrir nýlegri hækkun slmgjalda.
Hins vegar væri samþykkt
þessa frumvarps ekki stórt fjár-
hagsmál fyrir rikið og þvi ættu
undirtektir að geta verið
jákvæðar.
Sjá nánar sfðu 5.
216.
voru íslendingar
1. des. ’74 —
fjölgun 1,46%
216.172 voru á skrá á tslandi 1.
desember sl. og hafði iandsmönn-
um fjölgaö frá 1. des. 1973 um
3.102 eða um 1,46 %. Frá 1.12. 72
til 1.12. 73 fjölgaöi landsmönnum
1,29%.
Þetta kemur fram i bráða-
birgðayfirliti Hagstofu Islands
um mannfjöldann á Islandi 1.
desember 1974. Nokkur dæmi úr
yfirlitinu:
— 1 Reykjavík voru 84.642
ibúar. Næststærsti kaupstaðurinn
er Kópavogur með 11.941, þá
Akureyri með 11.646 og loks er
Hafnarfjörður I siðasta sæti
stærstu kaupstaðanna með 11.394
— og er þvi mjótt á mununum.
Minnsti kaupstaðurinn er sem
fyrr Seyðisfjörður, 926 ibúar.
— Fjölmennasta sýslan er
Arnessýsla með 9.206 ibúa. Fá-
mennasta sýslan er Austur-
Barðastrandarsýsla, 456 ibúar.
— Fjölmennasti hreppurinn er
Garðahreppur með 3.960 ibúa, þá
kemur Selfoss með 2.822 ibúa. Fá-
mennustu hrepparnir eru: Múla-
hreppur i Austur-Barðastranda-
Alþýðubandalagiö
Árshátið AB Kópavogi
Arshátið Alþýðubandalagsins verður haldin laugardaginn 1. febrúar i
Þinghól Alfhólsvegi 11 kl. 19.
Á borðum verður hinn vinsæli þorramatur.
Dagskrá: Skemmtiatriði og góð músik.
Verð aðgöngumiða er kr. 1250 miðinn og er fólk hvatt til þess að panta
miða sem fyrst i sima 40853 (Eyjólfur) eða 41279 (Lovisa). Pantanir
berist i siðasta lagi fimmtudaginn 30. janúar vegna takmarkaðs hús-
næðis. Miðar óskast sóttir á föstudaginn. — Nefndin.
Alþýðubandalagið á Akureyri
Arshátiöin er fyrsta febrúar i Alþýðuhúsinu og hefst klukkan 20.00. Til-
kynnið þátttöku sem fyrst til þess að auðvelda undirbúning.
Dagskrá:
Þorramatur. Stutt ávörp. Sönglist. Dans og gleðilæti. Jón Danielsson,
Ottar, Einar, Stefán, Kristin og Böðvar. — Stjórnin
Nýjung i starfinu: Opið hús i Rvik
i kvöld að Grettisgötu 3 i risinu. Gestir kvöldsins verða Kjúrgej Alex-
andra Jónsson, Gunnar H. Jónsson og Þorleifur Hauksson. — Fjöl-
mennið og mætið stundvislega kl. 9.
Karl Skytte forseti danska þjóð-
þingsins reynir nú stjórnarmynd-
un.
breiðum grundvelli. Ég hef engan
áhuga á að verða forsætisráð-
herra en fari þingið þess á leit við
mig neyðist ég vist til að endur-
skoða afstöðu mina.
Herbragð krata
Þessi ákvörðun krata er talin
vera pólitiskt herbragð til þess
gert aö laða radikala og etv. einn-
ig kristilega og miðdemókrata til
stjórnarsamstarfs með krötum.
Auk þess þarf sá sem myndar
stjórn ekki endilega að verða for-
sætisráöherra. Þessir fjórir
flokkar hafa þó ekki meirihluta.
Alls hafa þeir 79 þingmenn af 179
á danska þinginu. Til þess að
mynda meirihlutastjórn yrðu
þessir flokkar þvi að leita til
flokkanna þriggja vinstra megin
viö krata, SF, kommúnista og
vinstrisósialista. Ekki er vitað
um afstöðu allra þessara flokka
en verið gæti að SF og jafnvel
kommúnistar samþykktu að vera
með til þess að koma i veg fyrir
myndun hreinnar hægristjórnar
undir forystu Hartlings.
Svigrúm skorti
Sósialdemókratar rökstuddu
vantrausttillögu sina með þvi að
Hartling yrði að fara frá svo svig-
rúm skapaðist til myndunar
stjórnar sem afl hefði til að ráðast
á efnahagsvanda þann sem steðj-
ar að dönsku þjóðlifi. Vissulega
hafa þeir rétt fyrir sér i þvl að
dönum er vandi á höndum. Sam-
kvæmt ársyfirliti dönsku hagstof-
unnar versnaði vöruskiptajöfnuð-
ur Danmerkur um 15% á árinu og
greiðsluhallinn nam 7 miljörðum
danskra króna um áramótin. Við
þetta bætist að verðbólga var
hvaö hæst i Danmörku af löndun-
um i Vestur-Evrópu (að íslandi
vitaskuld undanteknu) og tala at-
vinnuleysingja siglir nú hraðbyri
upp á viö og nálgast 200 þúsund.
172
sýslu með 22 Ibúa, Fjallahreppur
i Norður-Þingeyjarsýslu með 25
ibúa og svo Selvogshreppur með
25 íbúa.
— Karlar voru nokkru fleiri en
konur 1. des. sl. — þeir 109.276,
þær 106.896.
BLAÐ-
BURÐUR
Þjóðviljann vantar blað-
bera í eftirtalin hverfi:
Kvisthagi
Kleppsvegur
Fossvogur
Fellin
Vinsamlegast hafið
samband við afgreiðsl-
una.
ÞJÓÐVILJINN
Slmi 17500